Austurland - 15.05.1920, Page 2
2
AUSTURLAND
Nathan & Olsen,
S e y ð i s f i r ö i.
Meðal annars fyrirliggjandi:
Stangajárn 1 xOfnsvertu
Skilvindur „Dono“ Skóflur
Kaffi „Santos“ Edik
Umbúðarpappír í ruiium og srkum, Þvottabretti
Hjartans þakkir tif aiira fjær og nær fyrir auðsýnda hlut-
tekningu við fráfall og jarðarför Qísla Jónssonar eigin-
manns og fööur.
Anna Jónsdóttir og börn.
Þarna fer Grímur fram úr öll-
um. Ekkert íslenzkra skálda hefði
verið fært um að lýsa á þenna
veg tilfinningum hinnar tryggu,
drenglyndu hetju, Bergþóru. —
Þá er eigi all-lítill sjónarheimur
að baki þessarar vísu í kvæðinu
um Guðrúnu Ósvífursdóttur:
„Heift er sloknuð, hjartasárin
heilt eru gróin smátt og smátt,
fægðu sárin, trúartárin,
er tæmt hafa jafnframt sjónarmátt'1.
Þá má og benda á kvæði efttir
Grím, þar sem kennir hjá hon-
um sjálfum lífsleiða og dapur-
leika. Má þar nefna „Ólund“, er
svo hefst:
„Háum helzt und öldum,
hafs á botni köldum,
vil ég lúin leggja bein,
á hálu hvílast þangi
í hörðum sjávargangi,
undir höfði unnarstein'*.
Ennfremur „Kirkjugarðsvísur",
sem er eitt hið mesta snilliljóð
hans, þótt all-miklu .spilli þar síð-
asta vísan.
Eftirtektarverð og fróðleg til sam-
anburðar öðrum ættjarðarkvæð-
um, sem og sérkennileg Grími,
er lýsing hans á Fjallkonunni:
„hörð og vitur
háleit situr
hún við norðurpól
segulsteins á stól“.
Þá skal drepið á eitt eftirmæla
hans, sem er eigi síður sérkenni-
legt. Er það kveðið um Konráð
Gíslason. Svo segir þar:
„Forn í skapi, forn í máli
farinn er hann á þeirra braut,
er sálir áttu settar stáli,
situr hann nú hjá Agii og Njáli,
Abrahams honum er það skaut“.
Það er enginn „póleraður”
ruddaviður í þessari vísu, heldur
ósvikinn fornnorrænn stofn, og
getum vér því trúað, að ef Grím-
ur hefði átt um að velja, hvar
honum skyldi dauðum skipað á
bekk, þá mundi hann kosið hafa
Valhallarvist, með vopnabraki og
kvæðaklið, heldur en sæti meðal
postulanna og drottins útvaldra, í
tæykelsisilmi og dýrðarljóma.
Þýtt hefur Grímur all-mörg
kvæði, einkum úr gotnesku og
grísku. Þekkjum vér eigi til kvæða
|tessara á frummálunum, en prýði
mikil er bókmentum vorum að
þeim í hinum íslenzka búningi
þeirra.
Ljóð Gríms hafa verið gefin
út þrem sinnum, 1880, 1895 og
1906. Eru hin sömu kvæði í síð-
ustu og fyrstu útgáfunni, en ýmiss
áður óprentuð í hinni síðustu.
Þá hafa og verið gefnar út eftir
hann rímur af Búa Andríðarsyni
og Fríði Dofradóttur. En eigi eru
það rímur nema að nafninu til.
HLjóð Gríms ættu að vera miklu
meira lesin en raun er á. Ættu
skólakennarar, einkum við skóla,
sem ætlaðir eru nokkuð þroskuð-
um mönnum, að vekja eftirtekt
nemenda sinna á þeim. Hefur Sig.
Guðmundsson magister gert all-
mikið í því efni, og skyldu
menn kunna honum fyrir það
mestu þökk. Minning Gríms á
að lifa sem lengst í huga hinnar
íslenzku þjóðar, og með engum
minnisvarða verður hans jafn
maklega minst, eins og með
þeim, að þjóðin læri að nota
sér Ijóð hans til andlegra gróðr-
arþrifa. Og Ijóðum hans er þann
veg farið, að engi maður getur
lesið þau án gagns og gamans,
ef hann að eins hefur lesturinn.
Og vér erum eigi svo andlega rík-
ir, að vér megum við, að láta
Ijóð Gríms liggja sem lítt notað-
an fjársjóð.
Tóvélar
*
a
Austurlandi.
Það hefur jafnan verið mælt, að
vér Austfirðingar værum eftirbátar
annara landsmanna í ýmsum verk-
legum framkvæmdum. Líklega er
eitthvað hæft í því. Oss vantar
að minsta kosti eitt menningar-
tæki, sem hinir landsfjórðungarnir
hafa, en það er tóvinnuvélar og
klæðaverksmiðja.
Eigi mun þó verða í móti mælt,
að hér sé brýn þörfin, og nægi-
legt verkefni slíkri stofnun. Þörfin
og um leið verkefni fyrir vélarnar
eykst með ári hverju.
Altaf fækkar þeim heimilum,
sem geta unnið nokkuð verulega
að tóskap, og nú munu þau lang-
flest, sem aðeins tæta í plöggin,
mörg þó líklega af skornum
skamti, nema hægt sé að senda
ullina til undirbúnings í vélar.
Það gera nú iíka margir, en þykir
miklum erfiðleikum bundið, og
koma ekki að góðum eða tilætl-
uðum notum.
Ullina þarf að senda suður,
norður eða út úr landinu, og eins
og samgöngurnar eru nú, þá vill
oft ganga langur tími í ferðalögin.
Mest mun sent í innlendu vélarn-
ar, en þær eru nú fáar, og þar
svo mikil aðsókn, að ullin veröur
oftast að bíða lengi eftir afgreiðslu.
Afleiðingin af ölkrþessu er sú,
að loparnir, sem átti að spinna
úr í sokkana í vetur, komust ekki
heim til sín fyr en í vor, og all
títt er, að menn eigi ull, sem
tæta skal til vaðmála, hjá vélun-
um fleiri ár.
Ef til vill stafar þetta meðfram
af ólagi, sem er á rekstri véianna.
Ég þekki þar ekkert til, og get
ekki um það dæmt, en sennileg-
ast þykir mér það, sem ég hefi
til dæmis heyrt umboðsmann
Gefjunnar segja, að vélarnar hafi
alls eigi við að fullnægja að-
sókninni.
Þetta sýnir ljðslega, að nægt
verkefni muni fyrir fleiri klæða-
verksmiðjur í landinu.
Þá sýnist mér liggja beinast
fyrir, að vér Austfirðingar kæm-
um næstir og settum upp tóvélar
hjá oss, svo vér þurfum eigi leng-
ur að notast við það búskapar-
basl að biðja nágrannann að
vinna fyrir oss ullina í plöggin, í
stað þess, að hafa manndóm til
þess að gera það sjálfir. Vér
þurfum nauðsynlega að geta náð
til tóvéla fljótt og fyrirhafnarlítið,
svo vér getum látið þær kemba
og jafnvel spinna þvínær alt
prjónabandið og svo í voðir.
Tími hinna fáu kvenna heimil-
anna er ait of dýrmætur til þess.
Þó er afarfljótlegt að spinna úr
lopum, og sennilegt að hand-
spunavélar séu hentugri til spun-
ans, því ég heyri talað um að
bandið frá vélunum þyki slæmt.
Kvenfólkið yrði þá aðallega að
prjóna — auövitað mest í vélum
— og vefa. Með þessu móti gætu
heimilin hagnýtt mikið meira af
ullinni sjálf með aöstoö vélanna,
en nú er gert, og skapaðist þann-
ig altaf meira og meira verkefni
fyrir tóvélar.
Auðvitað ættu vélarnar að vera
fullkomnar og framleiöa dúka,
bæði fyrir einstaklinginn og svo
til útsölu.
Það lýsir annars eigi miklum
hyggindum eða fjármálaviti, að
selja aila ullina út úr landinu ó-
unna. Landi, sem hefur líklega til-
tölulega mesta vatnsorku í heimi,
en kaupa aítur útlenda dúka úr
lélegu og skjóiminna efni, til þess
að klæða þjóð, sem býr við
heimskautsbauginn. Þar að auki
er uillarverðið hraklágt nú, sam-
anborið við verð á haldlausum
útlendum dulum, sem keyptar eru
til klæðnaðar í staðinn.
Þetta þari að breytast, og vér
ættum nú að vera komnir svo á
legg úr fátæktar og barlóms bæl-
inu, að vér gætum nú þegar hugs-
að til þess að reisa eina klæða-
verksmiðju á Austurlandi.
Ég þykist nú hafa sýnt fram á
þörfina fyrir tóvélar hér, og fært
nokkrar líkur fyrir því, að þær
mundu fá ærið að starfa. Einnig
talið oss kleypt að ráðast í fyrir-
tækið nú þegar.
Þá er eftir að athuga hvernig
og hverir eiga að hrynda fyrir-
tækinu í framkvæmd.
Reyndar var það aldrei ætlun
mín með línum þessum, að segja
fyrir um framkvæmdir, heldur að-
eins rumska við mönnum til um-
hugsunar og umræðu um málið.
Ég er því lítt kunnugur hvernig
svona fyrirtæki eru stofnuð og
rekin yfirleitt. Samt ætla eg, að
flest þeirra séu sameign allmargra
stofnanda, hlutafélög, og svo ætla
ég að vera mætti hér. Eg þykist
einnig sjá, að tóvélar væru betur
settar við sjávarsíðuna, því enn
sem komið er, höfum vér skárri
samgöngur á sjó en landi til
allra flutninga.
Þess vegna tel ég það standa
sjóþorpabúum næst aö hefja fram-
kvæmdir, og þá sérstaklega Seyö-
firðingum. Þar tel ég að ýmsu
leyti bezt skilyrði til þess að
hefjast handa. Mannfjöldi mestur
á einum stað, og að því ér ætla
mætti bezt mannval.
Þar mundi líka ef til vill heppi-
Iegast að tóvélar yrðu settar upp.
Nú á að stækka raforkustöðina í
sumar. Er þá ekki hugsanlegt að
tóvélarnar gætu fengið aflgjafa
sinn þaðan?
Þótt ég vilji þannig smeygja
því fram af oss sveitamonnum að
annast framkvæmdirnar, þá ætla
ég oss samt að taka þátt í fyrir-
tækinu meö því að kaupa drjúg-
um hluti, ef um hlutafélag yrði
að ræða, og það tel ég líklegustu
leiðina.
Að síðustu skora eg á alla góða
menn, að taka málið til rækilegr-
ar íhugunar og umræðu hið fyrsta.