Austurland


Austurland - 15.05.1920, Page 3

Austurland - 15.05.1920, Page 3
AUSTURLAND 3 Aö vísu eru nú sem stendur erf- iðir tímar, og líklega ekki heppi- legir til þess að hefja framkvæmd- ir, en samt er alls ekki víst að eftir betra sé að bíða. Að minsta kosti mætti fara að undirbúa málið með fjársöfnun og fleiru. Vér getum ekki beðið eftir tóvél- um í mörg ár enn. G. H. ♦ Bæjarstjórnarfundur Fund hélt bæjarstjórnin hér á Seyðisfirði, 8. maí. Fyrsta mál á dagskrá var: Ak- vegur yfir Fjarðarheiði. Urðu litl- ar umræður um málið, því að allir virtust sammála um þörf slíks vegar. Voru í einu liljóði samþyktar svohljóðandi tillögur a: Bæjarstjórnin skorar á lands- stjórnina, að hlutast til um að rannsakað verði af verk- fræðing á þessu sumri ak- vegarstæði yfir Fjarðarheiði og gerð áætlun yfir lagning- arkostnaðinn fyrir næst- komandi áramót b: Bæjarstjórnin felur oddvita sínum að leita fjárframlaga, til akbrautar yfir Fjarðar- heiði, hjá verzlunum félögum og einstökum mönnum hér í bænum. Þá var næst á dagskrá veiting forstöðuembættis sjúkrahússins. Höfðu borist tilboð frá Karli Jón- assyni fyrrum spítalahaldara og bæjargjaldkera og frá Kristínu Bárðardóttur hjúkrunarkonu. En þar eð Kristín fylgdi eigi í kröf- um sínum því, er ákveðið var í augiýsingu bæjarstjórnar, þá töldu bæjarstjórnarmenn, að hún $eti ekki komið til greina. Var því að- eins um eitt að velja. En ágrein- ingur varð allmikill um það, hvort veita skyldi embættið þenna dag eða degi seinna. Töldu sumir það lögleysu eina að veita stöð- una fyr en degi seinna, en iiún var auglýst til umsóknar í sumum blöðum til 8. maí, en í sumum, t. d. „ Austurlandi“, var svo ákveðiö, að umsóknir skyldu komnar fyrir þann dag. Var samþykt að veita Karli Jónassyni stöðuna með þeim fyrirvara, að ekki krefjist hann dýrtíðaruppbótar á launum. En Einar Methúsalemsson greiddi því aðeins atkvæði með þeirri til- lögu, að eigi kæmu fleiri umsókn- ir á þeim degi. En slíkar umsókn- ir muiiu eigi hafa komiö, svo að Karl Jónasson er ráðinn forstöðu- maður sjúkrahússins. Þá kom erindi frá Páli Páls- syni, um það, að gerðar yrðu sæmilegar rásir í veginn hjá húsi hans, svo að fært yrði þar, sakir vatns, menskum mönnum. Var augljóst að beiðni hans var rétt- mæt, því að ekki gat talist menskum mönnum fært frá hús- inu og út á veginn, sakir vatns, í vetur. Kvaðst bæjarstjórnin og taka það til greina, svo sem hún sæi sér fært, kostnaðar vegna. Út af vatnsleiðslu bæjarins sam- þykti bæjarstjórn svohljóðandi til- lögu veganefndar: Nefndin leggur til, að Nikulás Albertsson á Vopnafirði sé ráðinn til að rannsaka vatns-safnbrunn- ana og lindirnar með leiðslum á milli linda og brunna, svo og hvort stífla kynni að vera í leiðsl- unni eða stopphanar í ólagi, svo fljótt, sem því verður viðkomið, fyrir 15 krónur á dag, frá því að hann fer að heiman og þangað til hann kemur heim aftur. Að rannsókn þeirri lokinni mun nefndin leggja fyrir bæjarstjórn nauðsynlegar endurbætur á vatns- leiðslunni. Jafnframt felur bæjar- stjórnin veganefnd að láta rann- saka verðlag á tveggja þumlunga rörum og hvað kosta muni að skifta um á þeim kafla, sem eru 1 þumlungs rör. Ymislegt ann- að var tekið fyrir á fundinum, svo sem styrkur til sjúkrasamlags bæjarins; voru til þess veittar 200 krónur. Gísli Jónsson dannebrogsmaður. Þá hnígur sólin hafs við brún og hinnstu geislar brenna á bjartan morgun minnir hún, og muni’ upp aftur renna. Æfisól góðs og göfugs manns eins glöðum morgni lofar þá svífur frjálsa sálin hans sorta og nóttu ofar. Þess lengur sem hann drýgði dáð og dagar urðu íleiri þess hærra marki hafði náð og hylli betri og meiri; því aldrei þreyttist höndin hög að hlúa, bæta, prýða, því honum setti listin lög, þeim lögum varð að hlýða. Og þegar vinna þurfti störf er þrek og hyggni kröfðu þá var hans haga höndin þörf og hömlur engar töföu. Við hlið lians gengu glaðvær lund og göfugmenskan bjarta svo heimil var þar vinar-mund og viðkvæmt hróður-hjarta. í vinaskjóli hlýju hann á hinstri æfistundu þá tryggu hvíld og friðinn fann er flestir kjósa mundu. Það voru’ hans beztu verkagjöld — og vinuni Ijúf að inna — að eiga heiðskýrt æfikvöld og engan skugga finna. Fréttir. Jarðarför frú Þorgerðar Baldvinsdóttur Skaftfell fer fram þriðjudaginn 18. þ. m. og hefst með húskveðju um hádegi á heimili Páls Á. Pálsson- ar. Skip. Fjöldi skipa hefur komið hér þessa viku, útlendir togarar, norsk- ur hvalaveiðari og björgunarskip- ið „Þór“, er kom með verkafólk frá Vestmannaeyjum. Voru far- þegar yfir 90. Höfðum vér tal af stýrimanni og kvað hann „Þór“ hafa átt fremur rólega daga í vet- ur, nokkrum sinnum hjálpað bát- um og kært einn togara. En „Þór“ hefur samt verið sífelt á ferðinni um miðin, umhverfis eyj- arnar og togararnir haft af hon- um all-mikinn ótta. Slys. Bát hvolfdi í lendingu í Suöur- sveit fyrir skömmu. Voru tíu menn á bátnum og tveir þeirra druknuðu og sumir þeirra meidd- ust, Er talið víst, að allir menn- irnir hefðu druknað, af eigi hefðu menn verið í fjöru til bjargar. Bátnum hvolfdi utarlega í brim- garðinum og brotnaði þar og bárust mennirnir að landi á flak- inu. Úr Vopnafirði. Slys það vildi þar til föstudag- inn 7. þ. m. að dreng, að nafni Svein Runólfsson, tók út af klöpp í brimi. Átti drengurinn heima í Fagradal, fóstursonur Sveins bónda þar, en sonur Runólfs bónda í Böðvarsdal. Var drengur- inn 14—15 ára að aldri.---------- í Vopnafirði hefur verið hin versta tíð undanfarið. Nýlega snjóaði þar svo, að hnésnjór varð í bygð. En tekið er nú lítið eitt aö leysa snjóinn. Jarðarför Gísla dannebrogsmanns Jóns- sonar fór fram á hádegi s. 1. mánudag og hófst með húskveðju á heimili hins látna. Ýmsir elztu og helztu borgarar bæjarinns báru kistuna út á líkvagninn. Var fjöldi manna viöstaddur. Við jarðarför- iná var sungið kvæði það, eftir Pétur Sigurðsson á Vestdalseyri, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Frétt höfurn vér að fjórir búendur í Fellahreppi séu aö hugsa um að raflýsa bæi sína í sumar. Eru Gellur saltaöar, bezti matur, að eins á 50 aura kílóið hjá St. Th. Jónssyni Mtírari óskast til Norðfjarðar um mánaðartíma. Upplýsingar hjá Pétri Sigurðssyni Vestdalseyri. Vátryggingar Brunatryggingar Sjóvátryggingar St rísvátryggingar Sigurður Jónsson Sími 2 og 52. Notuö frímerki, gamla íslenzka muni, tóuskinn o. fl. kaupir háu veröi ' H. Schlesch, cand. pharm. Seyöisfirði. það þau Jarðþrúður Einarsdóttir, húsfreyja á Skeggjastöðum, Sig- urður Jónsson, hreppstjóri Hrafns- gerði, Þórarin’n bóndi Sölvason á Ormarsstöðum og Runólfur bóndi Bjarnason á Hatrafelli. Kostnaður er áætlaður frá 9—11 þúsundir. Eru slíkar framkvæmdir gagnlegar og lofsverðar og skyldu fleiri á eftir fara. Mokafli einn hinn rrtesti, er nú hér suður á fjörðunum. Franskt skip kom hingaö í fyrri viku fermt kolum handa frönskum togurum. Maður sá í Viðvík, er af lifði snjóflóð- ið, er nú kominn á fætur og er talið að hann muni fá fullan bata. Af Héraði. All-margir héraðsmenn eru á ferð hér þessa dagana, og segja þeir, að nú muni fullorðnum fénaði eigi verða að rneini, ef eigi versni tíð frá því sem er. En haldist þessir kuldar, hyggja þeir að lambadauði muni verða all-mikill. »

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.