Austurland


Austurland - 19.06.1920, Blaðsíða 1

Austurland - 19.06.1920, Blaðsíða 1
23. tbl. Seyðisfirði, 19. júní 1920 1. árg. Samgöngur á Austurlandi. Nl. III. Þá er oss íslendingum ekki síður stórkostlegur bagi að því, hve illar eru samgöngurnar á» landi. llt er aö vísu að gera þær þann veg, að í góðu lagi megi heita, en alls ekki er það ókleyft. Einkum er þetta þó landbúnaðin- um til stórkostlegs tjóns. Þau hér- uð, sem eingöngu liggja að sjó og eiga góðar hafnir, eru miklum mun betur sett frá náttúrunnar- hendi í þessu efni heldur en hin, sem eru langt frá sjó. En það eru einmitt mestu landbúnaðarhéruð- in. Mætti við því búast, að land- búnaðinum færi afarmikið fram, ef vegum yrði komið í sæmilegt lag. Bændur ættu bæði hægra með að ná að sér vörum og koma frá sér afurðum sínum; rjómabú- um og öðrum slíkum framfara- fyrirtækjum mundi fjölga, og húsa- kynni og heilbrigði komast í betra horf. Og samfara þessu yrði bættur fjárhagur og meiri menning, eigi síður andleg en verkleg. Víða er nú þetta komið lítið eitt á leið — þannig, að einhverjar akbrautir liggja um . fjölförnustu svæðin; en það nægir ekki: vér þurfum að hafa akvegi eftir hverri einustu sveit — ekki sízt þeim, sem liggja langt frá sjó. Ennfrem- ,ur milli þeirra sveita, er skifti hafa sín á milli og geta notið góðs hvor af annari. Auk þess þarf að vera að minsta kosti ein akbraut héraða milli, á þeim veg- um, sem fjölfarnastir eru. Við þetta mætti una í svipinn, þar eð vér búumst við að oss sé það ofvaxið að ráða í járnbrautalagn- 'ingu að sinni, nema þá á ein- hverju sérstöku svæði í sambandi við arðvænlegt fyrirtæki. Og sjálf- sagt er að geyma ekki lagningu akbrauta lengur en nauðsyn kref- ur, því að þótt vér fengjum járn- brautir, þá væru akbrautirnar eigi að síður nauðsynlegar. Járnbraut- irnar lægu aldrei nema aðalleið- ina um héruð og milli héraða, og þá sem beinast, en alls ekki um hverja sveit. Og þótt mönn- um sýnist nauðsynlegt að bíða, sakir fjárleysis, þá verða þeir að íhuga það vel, hvort biðin geti eigi verið hið sama og að hirða eyririnn en kasta krónunni. Því aö þörfin er ekki að eins algeng þörf — heldur knýjandi nauðsyn, þar eð þetta er afar-örlagaþrung- inn þáttur í viðhaldi og velgengni eins vors þýðingarmesta atvinnu- vegs, sem er landbúnaðurinn. Og f-yrir þær sakir er það hið mesta nauðsynjamál allrar þjóðarinnar, jafnt þeirra sem ekki stunda land- búnað og hinna — að sem beztu lagi sé komið á samgöngurnar. Það sem nú kreppir mest að landbúnaðinum er fólkseklan. En bættar samgöngur létta framleiðsl- una og gera gjaldþol bændanna meira. Þá má og á það benda í þessu sambandi, að lítt tjáir þótt góðar séu samgörigur á sjó, ef samgöngurnar á landi eru ekki greiðar. Fyrsta skilyrðið fyrir blómgan verzlunarinnar er greið viðskifti innanlands; þegar þau eru orðin greið, þá geta þau fyrst orðið heilbrigð og arðvænleg. Hér á Austurlandi eru sam- göngur í versta lagi, akbrautir ekki einu sinni á fjölförnustu póstleiðum, nema að litlu leyti. í grein þeirri, sem I. Q. reit í blað þgtta í vor, var drepið á samgöngurnar í Vopnafirði. Var þar dregin mjög skýr mynd og ljós af ástandinu, og sýnt hversu afleitt það er. Brýr vantar á lítt fær vatnsföll og varla er vegarspotti eftir sveitinni, svo að hestar og menn fara á kaf í aur og leðju. En svo er víðast hér. Eini ak- vegurinn, sem hér er um að ræða, er Fagradalsbrautin og vegarspotti sá, sem kominn er frá Egilsstöð- um og út í Hróarstungu. Upp í Fljótsdal er fullrar dagleiðar lest- argangur frá Lagarfijótsbrú, og enn þá lengra á Jökuldal og í Jökulsárhlíð. Og þetta eru ein- hverjar fjárauðgustu sveitir lands- ins. Og vegur er enginn úr Héraði að beztu höfninni hér austanlands — Seyðisfirði, — þeirri höfn, sem beztar og beinaslar eru samgöng- ur við frá útlöndum og höfuð- stað landsins. Að þessu sé þann- ig varið með samgöngurnar til Seyðisfjarðar, geta menn séð á tölum þeim, sem birtar eru í 11. tbl. „Austurlands“ í grein H. Þ. um bæjarmál. Og sú þjóð, sem slíku unir, getur varla talist nú- tíma-menningarþjóð. Það er lítið betra en hjá Portúgölum, er nota sama plóginn og þeir plægðu með fyrir tugum alda. En nú er á ný tekiö aö hreyfa því máli, að lagöur sé vegur milli Héraðs.og Seyðisfjarðar, yfir Fjarðarheiði. Áður var mjög um það deilt hvort vegurinn sem þá var í ráði að ieggja, milli fjaröa og héraðs, ætti að liggja yfir Fjaröarheiði eða Fagradal. En þau urðu úrslit þeirra mála, sem kunnugt er, að vegurinn var lagð- ur eftir Fagradal. En á það skal eigi hér minst, hvort heppilegra hefði verið, en hitt teljum vér hina mestu nauðsyn, að leggja einnig veg yfir Fjarðarheiði. Það veit hvert barnið hér austanlands, að afarmiklar samgöngur eru milli Héraðs og Seyðisfjarðar, bæði sumar og vetur. Er bæði sótt hingað all-mikið af vörum og mannferð mjög mikil þess ut- an. Og mundi það fyrir sakir verzlunarinnar bæði verða Hér- aðsmönnum og Seyðfirðingum til hinna mestu nota, ef vegur yrði lagður yfir Fjarðarheiði, eins og nú standa sakir, en auk þess má á það benda, að líklegt er að ýmiss iðnfyrirtæki rísi upp hér á staðnum, svo sem kornmylla, tó- verksmiðja og jafnvel niðursuðu- verksmiðja. Qæti það þá orðið héraðsmönnum hið mesta hag- ræði, að koma afurðum sínum hingað, bæði ull og kjöti, þar eð búast má við, að ullarverksmiðj- an verði rnikið notuð og niður- suðuverksmiðjan mun kaupa kjöt háu verði. Þá má og á það benda, að líklegt er að fólki fjölgi hér í bænum, sakir þessara fyrirtækja, svo að trúlegt er að hér yrði all- mikill markaður meðal bæjarbúa sjálfra fyrir ýmsar landafurðir. En hversu skiftar sem skoðanir manna kunna um það að vera, hve mikið gagn verði að vegin- um, þá geta engir því neitað, að það sé all-mikið, og að stórt spor sé stígið fneð veglagning- unni á sviði austfirzkra fram- kvæmda. Auslfirðingar ættu því að varast það, að reyna að spilla á nokkurn hátt fyrir þessum fram- kvæmdum, þótt þeir séu til, sem eigi virðist að þeir hafi beinan hag af vegarlagningunni, sakir þess, llversu þeir eru í sveit sett- ir í sýslunni. En það kom í ljós á sýslufundinum í vetur, að sá maður, er fulltrúi var þeirrar sveitar, er mest hefur not Fagra- dalsbrautarinnar, var hreint og beint á mQti því, að vegarstæðið væri rannsakað og gerð kostn- aðaráætlun. Sá hafði ekki asklok fyrir himinn! Það mun betra ráð, að styðja hver annan að þessu verki, held- ur en láta smávægilegan sveita- krit spilla framkvæmd þess. Minna má að minsta kosti ekki heimta af Austfirðingum, en að þeir hafi engin afskifti af málinu til hins verra. Og heill þeim sem styðja það með ráði og dáð. Bannlagabætur. Eitthvert mesta vandræðamál þjóðarinnar íslenzku er bannmál- ið, og líklega eru ekki dæmi þess að nokkur lög hafi brotin verið jafn mikið og bannlögin. Enda er það sízt undarlegt, þar eð þeim var þröngvað upp á all-mikinn hluta þjóðarinnar, áður en hún hafði viðurkent það fyrir sjálfri sér, að vín væri sá vágestur, er útrýnia þyrfti sem fyrst. Fjöldi manna leit þannig á Bakkus, er bannlögin voru samþykt, 'sem væri hann ó- missandi góðvinur þeirra og gleð- innar önnur hönd, og flestir þeir hinir sömu og fjölda margir aðr- ir líta enn þá Bakkus karlinn sömu augum og áður. Ef til vill tekur suma enn þá sárar til hans en fyrrum. Þessvegna hafa bannlögin reynzt sá vandræða gripur, sem raun er á orðin. Og þá er það, að um- bótatilraunir bannvina hafa alls ekki verið sem heppilegastar. Þar hefur ávalt verið hert á tökunum, svo að menn hafa fundið enn meira til; í stað þess að bann- menn skyldu stefnt hafa að því, að gera lögin þann veg úr garöi, að menn vissu sem minst af því að lögð væru höft á frelsi þeiria, þótt það væri í rauninni gert. Ef þeir vilja telja sig síður gláin- skygna en andbanninga, telja sig þroskaðri og víðsýnni, þá ættu þeir að sýna það í verkinu með sanngirni og skilningi í garð and- stæðinga sinna og beita lægni og lipurð í málinu. Því að þegar um tilfinningamál er að ræða, vinst lítt með þjösnaskap, ofstæki og hnefaslætti. En einmitt þessu hafa bannvinir beitt og þar með bent á, að það sé ekki sakir andlegs þroska, aó þeir haldafast við bann- ið, heldur sé það sakir þess, að bindindishugsunin hefur sezt að í þeim, eins og þegar þetta eða hitt nær að festa rætur í algengum þverhaus, hvort sem hausinn situr á andbannning eða bann- manni. En það er alls ekki mein- ing mín með því sém á undan er sagt, að undantekningarlaust fari bannmenn fram með þjösna- skap og. ofstæki, en þeir sem hæst láta í því máli og mestu ráða, eru sannir að slíku. , Nú nýlega hefur gengið í gildi reglugerð um sölu lyfja, sem á- fengi er í. Koma þar glögt í ljós einkenni allra bannlagabóta: fjar- stæðurnar spilla því, sem til góðs mætti verða. Sem menn vita, hufer mikið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.