Austurland


Austurland - 19.06.1920, Side 2

Austurland - 19.06.1920, Side 2
2 AUSTURLAND Nathan&Olsen, Seyðisf iröi. Hafa fyrirliggjandi: Bárujárn Fernisolíu Þakpappa Rúðugler Hrátjöru verið um það rætt, hversu lækn- arnir og lyfjabúðirnar misnotuðu rétt sinn. Má vera að all-mikil brögð hafi verið að slíku, en að mínu áliti verður eigi að því gert með slíkum ákvæðum, sem eru í þessari nýútgefnu reglugerð. Hin 6. gr. laganna mælir svo fyrir, að þegar læknir gefi út lyfjaseðil, þar sem aðalefni lyfs- ins sé áfengi, þá skuli hann rita lyfin á sérstök eyðublöð, sem lögreglustjóri lætur úti í heftum, með 25 tvöföldum, tölusettum eyðublöðum, og má afhenda hverjum lækni í byrjun 2 hefti. Skal læknir skrifa á hvern seðil, auk nafns lyfsins og þyngdar, ná- kvæma fyrirsögn um notkun þess, útgáfudag seðilsins og nafn sitt, og nafn, stöðu og heimili sjúkl- ingsins o. s. frv. Ennfremur má hann ekki gefa nema ákveðinn skamt í einu og með ákveðnu millibili. Með leyfi því, sem læknum er gefið til þess að gefa út vínlyf- seðla, viðurkennir löggjöfin að vín sé nauðsynlegt til lækninga. En hver getur skipað læknunum að nota þetta eða hitt lyf, svo eða svo mikið, eða við þenna eða hinn sjúkdóm. Því verða þeir að ráða sjálfir, svo framarlega sem þeir annars hafa leyfi til að nota lyfið. Einn notar kalda bakstra, annar heita, við þessum eða hinum sjúkdómi, einn notar vín, annnar eitthvað annað. Lækn- ir ber þess vegna ekki og getur ekki borið ábyrgð fyrir neinum í þessu efni, nema ef það sannast á hann, að hann hafi notað ber- sýnilega röng lyf og hægt að sanna að hann hafi skaðað sjúklinginn. Þessvegna er ekkert hægt við því að segja, þótt það komi í ljós, að einhver læknir noti meira vín til lækninga sinna en aðrir. Hann getur alls ekki sætt ábyrgð fyrir það. Ekki getur hann að því gert, þótt einhver drekki sjg fullan, af lyfi, sem hann gefur honum við sjúk- dómi hans. Læknunum er því gert þarna mjög rangt til, úr því að þeir .annars hafa leyfi til þess að gefa vín-lyfseðla. Þá er ákvæði í reglugerð þess- ari, sem má heita blátt áfram fáránlegt. Það er ákvæðið um það, að eigi megi nokkur þau lyf selja án lyfseðils, sem í er meira en 21/2ó/g af vínanda. Má þar nefna öll hármeðul, járnmeð- ui, blývatn o. s. frv. Mega allir sjá, hversu mikil fjarstæða þetta er og hve mikil óþægindi geta að þessu orðið, t. d. þeim mönn- um, sem búa langt í burtu, þar eð eigi má láta lyfið ef Iyfseðill- inn er meira en viku gamall og eigi nema einu sinni eftir sama lyfseðli. Þá má og á það benda, hversu það hnekkir sölu iyfjabúð- anna, þar eð ótölulegur grúi lyfja er blandaður vínanda, sem nem- ar meira en 2^4 lyfsins. Og er þetta að eins til þess að bæta við þau ákvæði bannlaganna, sem af engum eru haldin og spilla stórum fyrir framkvæmd laganna, auka mótþróa alls fjölda manna, sem sér og finnur að slík ákvæði eru að eins til óþæginda, en al- veg ástæðulaus. Því að fæstir munu þeir menn vera, sem nota slíkt til drykkjar, Iítið fleiri en þeir sem skera sig á háls með rakhnífum, eða öðrum slíkum eggjárnum, og þó engin lög lögð á slíka hluti. Vildi ég biðja alla góða menn, bannvini og bannféndur að styðja að því, að eitthvað heilbrigt og staðgott verði gert í þessu máli, í stað hins heimskulega fálms og flans, ofstækis og dárskapar, sem nú lýsir sér í öllum athöfnum þeirra, er um málið fjalla. Melior. Ritfregn. Ferð til Alpafjalla. Ferða- saga frá Þýzkalandi og Austurríki, með stuttri lýs- ingu á Tírol. Samið hefur Árni Þorvaldsson cand. mag. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Reykjavík MCMXIX. — Félagsprent- smiðjan. Oss er það frekar nýtt, að út komi ferðasaga á íslenzkri tungu, en títt er það erlendis, að ferða- langar skrifi ferðasögur og fái þær gefnar út. Eru slíkar bækur oft all-merkilegar og skemtandi. Höfundur þessarar ferðasögu er Árni Þorvaidsson, cand. mag., kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri, alkunnur gáfumaður og af öllum metinn ágætiskennari. Enda kemur það glögglega í ljós í bók þessari, að höfundinum veitist létt að, að segja það, sem hann segja vill, þann veg, að það verði skýrt og ljóst og lesandinn hafi þess full not. Bókin er frá upphafi til enda skrifuð í því nær barnslegri hrifni og aðdáun á náttúrunni og fegurð hennar. En annars er sumstaðar svo sem þess sjáist vottur, að höfundurinn sé eigi vanur rithöfundur. Hann kann vel íslenzka tungu, en veitist ekki allsstaðar létt aö velja heppi- leg orð eða skipa þeim þann veg niður, sem bezt mætti fara. Á þetta þó einkum við lýsingarorð. Má t. d. benda á þessa setningu: „Vegna hins óttalega hæðarmismunar á landinu" Orðið „óttalega" er yfir- leitt Ijótt, hversdagslegt og lýtt skýrandi og á helzt heima í skraffinns-munni í kaffigildi, en er ónotandi í slíku sambandi sem þessu. Þá má á það benda, að höfundur notar all-óheppilega sá, fyrir hinn, sú, fyrir hin, það, fyr- ir hið. „Á þeim sérstöku býlum“ segir hann — og ennfremur „í þeim þýzka hluta Tíróls („þeim“ er þarna fyrir „hinum),“ börðust með tryldu æði gegn því útlenda valdi“ o. s. frv. Þetta má finna svo að segja á hverri síðu í bók- inni. Minnir þetta um of á dönsku og getur auk þess valdið mis- skilningi. Tökum t. d. þessa setn- ingu: Einkennilegir þjóðbúningar hafa víða haldist við í þeim þýzka hluta Týróls“. Næst liggur að skilja þessa setningu þannig, að þarna sé verið að tala um „þann“ þýzka hluta Tíróls í mótsetningu við „hinn“ þýzka hlutann, en það er alls ekki, heldur er verið að ræða um þýzka hlutann í mót- setningu við hinn velska, sem höf. svo kallar. En að þessu sleptu er bókin létt og lipurt skrifuð og má segja að málið leiki sumstað- ar á tungu höfundar stuðlað og hljómmikið og sem bezt verður ákosið. Og sem sagt hefur verið, er bókin fræðandi og jafn skemti- leg aflestrar og bezta skáldsaga. Höfundurinn er gamansamur og léttur í spori og veröur stundum Kreptir hnefar. i. Ég er fæddur í djúpum og hrikalegum dal, á einu af yztu annesjum íslands. Báöum megin dalsins eru tröllsleg og lítt kleif fjöll. Sú hlið þeirra, er til sævar snýr, er hengiflug, heimkynni bjargfugla. Fyrir botni dalsins er fjallskarð — lítt fært gangandi mönnum, þótt að sumri sé. — Fyrir landi brotnar úthafsaldan á ótölulegum grúa af skerjum og flúðum. Lítt er því um samgöng- ur milli dalsins míns og annara bygða. Að sumrinu er alt flutt að sjóveginn. En gangandi menn fara fjallskarðið fyrir dalbotninum, og klöngrast má með lausa hesta undir hömrunum. Þó verður að fara uppi á þeim á tveim stööum. Ijóð af munni. Frentvillur eru nokkrar í bókinni og fylgja henni leiðréttingar. Einni prentvillunni er þann veg varið, að ég get ekki stilt mig um að minnast á hana. Er hún á fyrstu síðu bókarinnar. Stendur þar „furuskógar“ í stað „birkiskógar“. En málsgreinin er svona: „Þar eru blágresisbrekkur og berjalautir, djúpir fjalldalir, vaxnir fögrum furuskógum, ár, sem liðast um grænar grundir“ o. s. frv. Ég þykist viss um það, að þessi villa sé ekki sakir van- þekkingar höfundar á jurtaríki landsins, en ég þykist líka því nær eins viss um það, að hún er honum að kenna, eða það finst mér mjög líklegt Hann er í hrifni að aðdáun minninganna að lýsa bernskustöðvum sfnum og orðin falla stuðluð af vörum hans, sem sjá má af sýnishorni málsgreinar- innar. Og hljómur og hrynjandi „málsins verður þess valdandi að höfundurinn skrifar furuskógur í stað birkiskógur. Hefði lýsingar- orðið verið „björtum“, þá hefði bókin líklega losast við þessa prentvillu. Auðvitað er þetta á- gizkun, en þann veg er íslenzkan, hún laðar með hrynjanda og hljómi sínum þjóðina til að ríma hugsanir sínar. Frágangur bókarinnar er all- góður og hún ódýr eftir því sem nú er um að ræða. Og hún á vel skilið að verða keypt. G. G. H. »■— Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík ia/c. Fjármálaþing verður haldið í Bryssel 16. júní, rætt verður um gengi myntar, útbýting matvæla og hráefna. Þýzka stjórnin hefur beðið um 10 daga frest um- það eigi öðrum hestum fært en þeim, sem vanir eru vegleysunum og aldir upp í dalnum. En að vetrarlagi er leið sú ófær hestum og fara hana þá eigi nema bratt- gengustu menn. Og brattgeng r eru flestir dalbúa. Á vetrum er sjaldnast fær sjóleiðin, því að sær er þá oftast úfinn. Sjást þá ölduraðirnar, langt út á haf, síga að landi og brotna á skerjunum, hvítfextar og freyðandi. Viö söng þeirra eyða dalbúar skammdeginu, ömurlegu og einmanalegu. Alvara náttúrunnar og hrikaleik- ur mótar ska’ dalbúa, látbragð þeirra og útlit. r- e.'r eru þungir á brún, augun eru þunglyndisleg og ennið hrukkótt. Og pann veg veg verða þeir, sem í dalinn koma úr öðrum svei‘::m og dvelja þar langdvölum. uæ’mi verða dalbúar að sækja um ófær ur þær, sem girða dalinn og Er þar upp að fara av gil og er

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.