Austurland


Austurland - 19.06.1920, Síða 3

Austurland - 19.06.1920, Síða 3
AUSTURLAND 3 hugsunar um að undirrita samn- ingana um afhendingu Slesvíkur. Nitti forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt af sér í annað sinn, vegna hækkunar á brauðverði. Þýzka þingið hefur verið kvatt saman 24. þ. m. Óvíst um nýja stjórn. Skip Hamborgar Amerikulínunnar leigð í næstu 20 ár skipaeigend- um frá Bandaríkjunum. Borg farin frá Englandi með kol, sumt til ísafjarðar og Akur- eyrar, mest hingað. Botnvörpung- ar afla ágætlega. Lítil laxveiði í Elliðaánum enn. Franska félagið hér hefur fengið á annað hundr- að bindi af nútíma bókmentum Frakka. Veriö er að stækka geð- veikrahælið að miklum mun. Rvík 1('/o. Síniað frá Chicago, að sam- kunda republikana hafi kjörið Harding, senator, forsetaefni sitt. Alræðismaður Albana, Essad pasja friöarráðstefnufulltrúi, hefur verið myrtur í París af landa sínum. Lík fanst hér á höfninni í morg- un. Álitið er að það sé'af manni, sem tók út af m.s. „Hauk“ hér á höfninni í vetur. Leikmót haldið dagana 17—20. þ. m. Eftir það verða valdir menn til Olympíu- leikanna í Antwerpen í sumar. Á sunnudaginn var lagður horn- steinn að hæli Hjálpræðishersins í Hafnarfirði. Rvík 18/o. Hátíðahöld mikil hér í gær. Fyrst samfagnaðarhátíð Dana í tilefni af sameiningunni. Dönsk skip fánum skreytt. Quðsþjónusta í dómkirkjunni, biskup predikaði. Lúðraflokkur lék dönsk ættjarðar- kvæði á Austurvelli. Sendiherrann danski lagði sveig á leiði Jóns Sig- urðssonar, fyrir hönd dönsku stjórn- arinnar. Konsúlar erlendra ríkja voru viðstaddir einkennisbúnir. Síðan var hátíðahald í tilefni af afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Lagður var sveigur á leiði hans, Bjarni frá Vogi flutti, ræðu í kirkjugarðinum. Qengið í skrúð- fylkingu, með hornablæstri suður á íþróttavöll. Ræðuhöld, íþróttir kirkju þurfa þeir að sækja um langan veg. En dalbúar eru kirkju- ræknari en margir þeir, er hægra eiga um vik, og hætta þeir oft lífi sínu, er þeir sækja kirkju. /\ð vetrinum er snær yfir öllu, Oí* ískaldur norðanvindurinn næð- ir þar yfir. Er þar þá lítt um h/argir. En að sumrinu er dalur- inn grænn og fagur, þótt eigi sé nann grasgefinn. En veiðiskapur er þar mikill. Bjargfuglinn verpur ,.ar í sjávarhömrunum, selnum er yndi að því að láta sólina skína á sig á skerjunum, og fiskurinn gengur alveg upp í þaragarðinn. Og dalbúar eru veiðimenn miklir til lands og sjávar. En oft er það, að brim og hamfarir náttúrunnar hefta þar bjargræði. Bæir eru fimm í dalnum. Einn |æirra heitir að Hömrum. Sá er næstur sænum, og er ég þar faid-Jur. Næsti bær heitir að Þrast- arstöðum. Þar bjó lengi Þorgnýr í sérverzlun Sveins Árnasonar eru bezt kaup á brauði, töbaki og sælgæti. — Margt nýkomið með síðustu skipum: — Reyktóbak: t. d. Old English, Travelier Brand, Capstan, Karvet blade (norskt), Melange (í langar pípur) o. fl. Áður voru til nær aliar aðrar tegundir sem eru þektar hér. Cigarettur: Þœr, sem menn kæra sig um, yfir 20 tegundir. Vindlar: Nýkomnar um 20 tegundir af hollenzkum, dönskum og indverskum vindlum, ódýrir í kössum. Margar tegundir fyrirliggjandi áður. Munntóbak: Danskt: Augustinus og Kriiger Smal-, Meliem-og Kentucky-skraa í V2, V4, J/8 kg. og smœrri pökkum og öskjum. Norskt — skraa (Konrad Langaard) og amerískt plötutóbak. — Neftóbak: Aðeins Brödrene Brauns óskorið og skorið. : — Ágætar reykjarpípur á kr. 1,25—9,00. — : Suftusúkkulaði: Suchard, Consum, Vanille, Engelsk, Husholdning, ísafold. Rowntreés Cocoa: viðurkend ágætis tegund. Átsúkkulaði: 12 tegundir, danskar og svissneskar. Konfekt:>- ýmsar fínar tegundir. Karamellur — Lakkrís. Allar venjulegar brauðtegundir eru bakaðar í brauðgerðarhúsi mínu; skal sér- staklega bent á það, að ég hefi nú aftur daglega tvíbökur, kringlur, skonrok og stúdentabrauð (nýja brauðtegund). A. V. Aðalkosturinn við sérverzlun er sá, að þar fá menn einmitt það, sern þeir leita að H. í. Eimskipaíélag íslands. E. s. „Gullfoss“ fer frá Reykjavík n. k. þriðjudag (22. þ. m.) til ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar og Seyðisfjarðar. — Héðan til Leith. — Þaðan til Reykjavíkur. — Óskað er eftir farmi til Leith. Afgreiðslan. og danz. íþróttamótið stendur til 20. þ. m. Rvík 1<J/o. Uppreist í Mesópótamíu. Styrj- öld rnilli Norður- og Suður-Kína. Háskólarektor kosinn næsta ár Jón Aðils, deildarstjóri guðfræði- deildar Sig. P. Sivertsen, laga- deildar Ólafur Lárusson, heim- spekinefndar Ágúst Bjarnason, læknadeildar Guðm. Magnússon. Maður druknaði í Elliðaánum í fyrradag; var hann að baða sig, álitið að hann hafi fengið krampa. Dönsk blöð segja að konungur muni ferðast til Lundúna og Par- ísar eftir sameininguna, til þess að þakka stórveldunum fyrir að- stoðina við endurheimtu Suður- Jótlands. Fréttir. Mannsldt. Laugardaginn 12. þ. m. varð bráökvaddur hér á Seyðisf. Vigfús Kjartansson kaupm., dugnaðar- og sóma-maöur. Haföi hann verið sjúkur mjög hin síðustu ár. Var í fyrradag haldin húskveðja á heimili hins látna og líkið síðan flutt til Mjóafjarðar, þar sem það veröur jarðsett. Tíöarfar. Einmuna tíð er nú hér austan- lands, til lands og sjávar og má segja að ágætlega hafi ræzt úr vandræöum þeirn, setn helzt leit út fyrir að almenningi mundi að höndum bera. Aflabrögd eru hin beztu, en heldur hefur það úr dregiö feng manna, að straumar eru nú þungir á djúp- hafi; en þar fá menn nú allan afla sinn. Skip kom frá Englandi hingað til Vestdalseyrar með fisk, er sendur var út blautur frá ísafirði, og á nú að þurkast hér austanlands. „Hi-nar sameinuðu íslensku verzl- anir“ eiga fiskinn. Þykir ýmsum þetta kynlegt nokkuð, enda mun atburðurinn einsdæmi. Hinn 17. júní voru þau ein hátíðahöld hér, að fánar voru dregnir á stöng, sem hér er títt, þá menn eiga afmæli. Húsasmíði. Hús það, sem „Stóra norræna“ er að láta reisa hér, er ætteð til íbúðar starfsmönnum féjagsins, öðrum en stöðvarstjóra. Verður Auglýsing. Hér með læt ég mína heiðruöu viðskiftavini vita, að ég er aftur flutt á Búðareyri, í svo kallað Vinaminni. Rósa Vigfúsdóttir. það mikið hús og höfum vér heyrt að kosta muni það um 90 þúsund krónur. H.f. „Framtíðin“ er og að reisa hér mikið hús norðan brúarinnar á Fjarðará. Hyggst félagið að flytja í húsið skrifstofur sínar og útsölu. sá, sem nú er nýdáinn, og ætla ég að segja ykkur lítið eitt frá æfi hans og sköpum. II. Þorgnýr var fátækur og um- komulaus unglingur, er liann kom að Þrastarstööum. Bóndinn, sem þá bjó þar hét Jón. Hann átti eina dóttur barna. Hét hún Hrafn- hildur. Hún var fögur kona og vel viti borin, en fár vissi skap hennar, því að hún var dul og þögul jafnan. Vinnusöm var hún og hirti lítt um skemtanir. En oft sást hún sitja niðri við sjóinn er kvölda tók, og sindruðu þá augu hennar. Hún var gjafvaxta mær, er Þor- gnýr kom. Var hann kátur ærsla- belgur, enda eigi upp alinn f daln- um. Og mönnurn fanst fátt um gleði hans. En öllum var samt vel við hann, því að gaman hans var græzkulaust og gleöi hans hjartanleg. Og húsbóndi hans var vel til hans, því að hann var skjótur til úrræða um hvert starf, laginn og dyggur. En ein var sú nianneskja, sem Þorgnýr glettist aldrei við. Var það Hrafnhildur bóndadóttir. Var sem þau forðuðust hvort annað. En eigi hafði Þorgnýr lengi verið í dalnum, unz fáleikar komu á hann. Það var eins og alvara dalsins og dalbúa væri að ná tökum á honum. Og þá tóku þau að breyta hætti sínum, hann og Hrafnhildur. Fór svo að lok- um, að hann tók að ganga með henni til sjávar, er kvölda tók. En bóndi varð æ þungbrýnni, eftir því sem meiri urðu kærleik- ar þeirra Hrafnhildar og Þorgnýs. Svo var það haustaftan einn, er þau Hrafnhildur og Þorgnýr héldu til sævar, að Jón bóndi hélt á eftir þeirn. Engi vissi hvað við bar þar niðri á hömrunum um kvöldið, en er mjög var liðið að miðnætti, kom Þorgnýr heim með Jón bónda dauðan í fang- inu. Kvaðst hann hafa drepiö bónda, enda þótti mönnum lík- ið þann veg til reika, sem lagst hefði verið að hálsi bónda og hann kyrktur. Málið komst brátt til yfirvald- anna, og meðgekk Þorgnýr morð- ið, en hvorki hann né Hrafn- hildur fengust til þess að segja, með hverjum hætti það hefði orðið. Sóru þau það bæði :aö þeir hefðu einir verið, þá er Þor- gnýr olli dauða bónda. Var Hrafnhildur því sýknuð, en Þor- gnýr dæmdur af lífi. — Þá var fátt talað í dalnum. Konungur náðaði Þorgný, og var dóminum breytt í æfilanga betrunarhúsvinnu. En að tíu ár- um liðnum var Þorgnýr að fullu laus látinn. Öll þessi ár hafði Hrafnhildur

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.