Austurland


Austurland - 17.07.1920, Síða 1

Austurland - 17.07.1920, Síða 1
27. tbi. Seyðisfirði, 17. júlí 1920 t. árg. Heimilið. Fyrir skömmu barst hingaö ljóðabók Davíðs skálds frá Fagra- skógi. Eitt kvæðanna þar heitir „Hjónaband". Kvæðið er að ýmsu leyti eftirtektarvyrt, einkuni sakir þess, að það sýnir ljósa spegil- rnynd fjölda margra heimila, eins og þau nú tíðkast, og jafnvel eins og sumum nútímakonum og körlum ef til vill virðist eðlilegt og sjálfsagt að það sé. Það er kvæntur maður, sem spjallar við konu sína. Hann segir hana hafa lofað öllú fögru en svikið það, hún hafi brosað nógu blítt á brúðarbekknum, en flagð bjó und- ír fögru skinni. Hún lofaði að elska liann einan, en minna varð um efndirnar, henni nægði ekki einn eða tveir, heldur nýr með hverju tungli. Hann vildi geðjast henni og hætta að drekka, og svo var nú það, að hún þurfti á að halda öllu því, er hann vann sér inn, en lézt ekki sjá hann, er hann kom heim til hennar svang- ur og þreyttur. Börnin vaxa upp á götunni, skitin og yfirgefin, en konan gengur á silkikjólum — meðan þeir eru nýir. Og á kvöld- in er hún úti og karltetrið má svæfa börnin. Og hræddur er hann um, að hann eigi þau að eins að nafninu til. En um nætur er hún blíð og læst elska hann. En hann trúir ekki öllu sem hún segir. Og kvæðið endar þannig: „Nú fer ég niður á bauk og fæ mér eitt glas, en far þú út í móa og bíttu þar gras“. Eða með öðrum orðunv. Nú ætla ég aö reyna að gleyma — en far þú til fjandans eða hvert á land sem þú vilt. En vér eigum líka annað kvæði um heimilislíf, setn heitir „Heima“. Kvæðið er eftir Guðmund Guð- mundsson og fyrsta vísan er þann veg: Ég uni mér bezt við ariun ntinn, er elskan niín situr með bros á kinu og raular á vökunni sönginn sinn við sofandi glókolla mfna. Ég sit við borðið og les þar ljóö og loginn snarkar á aringlóð, og brosandi geislar af gömlum óð sem góðvina bráðleiftur skína. Og þeim, sern þetta ritar, er það vel kunnugt. að í kvæði þessu ersönn lýsing af heimilislífi skálds- ins, og hin sanha helgiró og sæla, sem slíku lífi er samfara, er und irrót kvæöisins, en alls eigi augna- blikshrifni skáldsins. Hið fyrra kvæöið er líka sönn mynd, dregin með meistarahendi skáldsins, sem fult er andstygðar á slíku mannlífsböli. Og eru ekki andstæðurnar glöggar? — — Frá alda öðli hefur starf- svið konunnar verið innan heim- heimilisins vébanda. Þáð hefur verið hennar heimur. Þar hefur hjarta hennar slegið sælast og sárast. Og þessu hefur ekki verið þann veg varið fyrir þær sakir, að liinn sterkari aðilja, karlmað- urinn, hafi kúgað hana til þess. Eigi þarf annað en benda á dýr- in allstaðar umhverfis oss, til þess að sjá það, að hvötin er upp- runaleg og eðlileg öllu lifandi. Kvenfuglin liggur á eggjunum og kvendýrið vermir unga sína og ver þá fram í rauðan dauðann. Aftur á móti er, með fáum und- antekningum, starfsvið karlkynsins í náttúrunni út á við. En menn munu ef til vill segja og liafa sagt, að tími sé til þess kominn að hætta að miða mann- inn og hvatir hans við hina ó- æðri náttúru. En getum vér eigi fundið hjá dýrunum hi£) sama illa og góða, sem hjá manninum? Hat't er að orötæki um menn, að þeir séu dýrslegir. Og það er á- valt haft í illri merkingu. En það mætti einnig oftlega nota í góðri merkingu, og er í hinni illu að eins notað um þá menn, sem lítt hafa vald yfir girndum sínum og tilhneigingum. Menning vor mannanna hefur oftar en einu sinni að því stefrit, beinlínis eða óbeinlínis, að færa oss fjær og fjær hinu uppruna- lega eðli voru og hvötum, van- skapa það og limlesta þannig, að það yrði óþekkjanlegt og gæti heitið fínt, og alt undic yfirskyni framt'ara, er stefndu að bættum kjörum mannanna á öllum svið- um. Og vér höfum dáð oss sjálfa og gengiö með undrunar og lofs- yrði á vörum, í garð menningar- innar, en að eins til þess að friða sjálfa oss. Vér höfum siglt mann- kynsfleyinu með veikum rám, glæsiiegum og gyltum og stýrt eftir mýrarljósum á forarflóum tilgerðar vorrar og sjálfsblekking- ar. Og glatt hefur verið á hjalla þótt gamanið væri grátt eins og hjá Goðmundi kongi. En alt í einu hefur fleyið rekist /á sker, rárnar og siglurnar brotnað og harmagrátur komið í stað glaums og gleði. Og aö því hefur verið kept, að viiá skipinu af skerinu, svo að hægt væri að komast til sama lands aftur — sama lands og sigk var frá fleyinu gullbúna. Og vér höfum rekið oss á. Beð- ið einu skipbrotinu fleira. Siglum ekki í najita skifti sömu leið, en aðra lítið betri. „Revenons á ta nature" (snúum aftur til náttúrunnar) sagði Rous- seou. Hann sá að hverju stefndi í þann tíð. Og franska stjórnar- byltingin kom mönnum í skilning um það, að hann hafði ekki far- ið villur vegar. Og nú, er menn- ingin hefur nýlega siglt skipi sínu á sker, er hrópið sama. Bolsce- visminn er ekkert annað en aft- urkast. Fálni mannanna eftir Eden þeirri, er þeir hurfu frá í upphaíi vegar. ------( III. hefti ársrits norð- lenzkra kvenna, er „Hlín“ nefnist, er ritgerð um heimilið, eftir frú Kristínu Matthíasson. Er ritgerðin rituö samkvæmt stefnum þeim, sem nú fá all-mikinn byr kvenna á meðal í hinum svonefnda nient- aða heimi. Er fyrst farið all- mörgum orðum um skyldur kon- unnar gagnvart heimili og börn- um, en ef til vill fyrst og fremst gagnvart sjálfri sér. Frúin vill fiytja hið líkamlega umönnunar- starf konunnar sem mest út fyrir heimmð, segir tíma til þess kom- inn, að losa heimilin við matar- tilbúning, saumaskap og annað það er veki sundrung og sjálfs- elsku. Lærðar barnfóstrur eiga að taka við börnunum og konan að vinna úti. Börnin kveður frúin verða síður óþæg, ekki eins heimtuirek og betur upp alin á allan hátt. Konan á auðvitað að njóta mikillar fræðslu, komast and- lega hátt, hvíldarlaust strit að íalla úr sögunni og vit og vor- hugur að ráða á ölluni sviðum. „Og svarið er“ segir frúin. „Þeg- ar við þurfum ekki að verja öll um okkar tíma til að vinna fyrir sjálfum okkur, munum við hafa meiri gleði af að sjá um aðra — að vinna í þarfir þjóöfélagsins. Og þá munu sjást framfarir í heiminum!" Auðvitað endar greinin á upp- hrópun. Einkennilegt t'inst oss að frúin virðist ekki telja starf innan heim- ilisins vera í þarfir þjóðfélagsins. Nú skulum vér athuga heimili, þar sem fátækur verkamaður býr með konu sinni. Þau eiga tvö börn. Atinað stálpað, hitt í reif- um. Matinn kaupa hjónin úti. Lærð barnfóstra er yfir börnunum, maðurinn vinnur að uppskipun og konan er í fiskvinnu. Þau koma heim þreytt að kvöldi, fóstran rýkur af stað — eða hvað? hertni er tekið að leiöast að sitja yfir reifabarninu allan daginn og milli þess hlaupa út og gæta að hinu barninu — því að barnfóstr- urnar eru breizkar manneskjur — konan er þreytt og brjóst hennar þrútin eftir daglanga fjær- veru. (Líklega á konan að hafa barnið á brjósti, nema að barnfóstrunum sé gert það að skyldu, að vera mylkar). Konunni virðist hún hafa lítinn tíma til þess að sinna börnunum, þau vilja lítt þýðast hana og hún bíður þess með óþreyju að þau sofni. Enginn tími til andlegrar aðhlynningar eða ástúðar og blíðu í barnanna garð. Lífið hvíldarlaus óeitð og ömurlegt strit, þar sem engar góðar og hreitiar tilfinning- ar fá að njóta sín! Gallinn á öllu því er frúin legg- ur til málanna er sá, að hún virðist ekkert tillH taka til þess að mennirnir eru menn með til- finningu og heitu hjarta, en ekki vélar, sem hægt er að setja á hvern þatin stað, sem þörf virð- ist fyrir þá á. Hvaða heilbrigð kona heldur frúin að mundi sætta sig við aö ganga í stritvinnu hér eða þar, og vita aðra konu hjá börnunum sínum og annað hvort láta þeim líða illa, eða þá stela hjarta þeirra írá móðurinni. Til þess eru fjölda trtörg dæmi, að hirðulausar kon- ur, sem fleygja börnunum í hendur fóstru, missa alveg af ást þeirra, og þessu verður ekki breytt, börn- in eru fædd með þeirri hvöt, að elska þá, sem þau umgangast mest og sem sýna þeim mesta ást- úð og umönnun. Það þýðir ekk- ert, þótt sagt sé við reifabarniö: þessi kona er móðir þín, hapa áttu að elska og eigi aðrar kon- ur. Eða hvaða karlmaður með heilbrigðri tilfinningu mundi sætta sig við svona heimili? Þeir verða sem betiir fer fáir. Og fáir munu vera svo heimskir að halda að slíkt veki sjálfsfórnartilfinningu hjá karli eða konu og veiti þeim frið og fullnægingu. Nei, það ger- ir hið gagnstæða. Konan verður köld og kærulaus gagnvart manni sfnum og börnum, og annaðhvort lörnuð og eigi nema hálf mann- eskja, eða þá hirðulaus, heimtu- frek og sjálfselsk. Og karlmaður- inn mun eyða frítímum sínum í svalli og sukki setrt fjærst heimil- inu, eða að öðrum kosti komast hið bráðasta í vitfirringatölu. Eða börnin, heldur frúin, að þannig heimili tnuni lyfta þeim í æðra andans veldi en foreldrunum? Ætli fóstrurnar, þótt „lærðar“ væru, yrðu ekki misjafnar. Mis- jafn sauður er í mörgu fé, og ef fóstra væri á hverju heimili, þá yrðu þær ekki fáar. Og hætt er

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.