Austurland - 14.08.1920, Síða 1
31. tbl.
1. árg.
Lögjafnaðarnefndin.
Eins og getið er um á öðrum
stað í blaðinu, kom „Fálkinn“
hingað í gærmorgun og með hon-
um danski hluti dansk-íslenzku
lögjafnaðarnefndarinnar.
Hafði nefndin mjög nauman tíma,
þar eð viöstaða skipsins var mjög
lítil. Náði „Austurland“ tali af
Borbjerg ritstjóra, formanni nefnd-
arinnar og spurði hann almæltra
tíðinda, hversu honum litist á
land hér og hversu samvinnan
hefði gengið syðra. Svör Borbjergs
voru svo skýr sem tími leyfði.
Kvað hann sér fagurt þykja hér
á landi — og ekki síður hér á
Seyðisfirði en annarsstaðar, kvað
náttúru hér einkennilega og hrika-
iega, en þó aðlað^ndi. Fóru þeir
nefndarmenn hér fram í dalinn
með frúr sínar og skoðuöu hér
rafstöðina og fossana. Þóttu þeim
fossarnir fagrir og all-mikilúðlegir.
Af starfi nefndarinnar hefur
„Austurland“ nú fengið all-nánar
fregnir. liélt nefndin alls 5 fundi.
Nefndin fjallaði meðal annars um
strandvarnirnar hér við land og
voru dönsku nefndarmennirnir
hinum sammála um það, að
strandgæzlan hér hefði verið og
væri enn þá ófullnægjandi, þar
eð að eins hefði verið eitt skip
Og það eigi nægilega hraðskreitt.
Sem kunnugt mun, er það skylda
Dana að leggja til eitt skip til
strandgæzlu 10 mánuði ársins.
Hafa dönsku nefndarmennirnir
iýst því yfir, að þeir muni leggja
það til við dönsku stjórnina, að
hún fari á næstu árum eftir því
hverja afstöðu íslenzka stjórnin
og Alþingi taki til þessa máls, er
þing kemur saman 1921.
Nefndin hefur og ákveðið að
beina athygli stjórnarinnar að því,
að ríkin gerðu sem fyrst samn-
inga með sér um framsal saka-
manna ogfullnægingu dóma, gagn
kvæma hjálp manna, er þurfandi
verða á íslandi en eiga heima í
Danmörku og gagnkvæmt. Enn-
fremur um heimsendingu sjó-
manna.
Samþykt hafði nefndin að skora
á stjórnir beggja ríkjanna að taka
upp samninga við „Stóra nor-
ræna“, svo að leyft yrði að nota
loftskeytasamband milli landanna
og greitt yrði fyrirsímasamb. með
lækkun gjalda fyrir blaðaskeyti og
orðsendingar, sem áríðandi væru
ríkjunum, sambandi þeirra og
samvinnu.
Neíndin fjallaði og um útsend-
iugu íslenzks konsúls til Genúa.
Seyðisfirði, 14. ágúst 1920
Hefur íslenzki hlutinn nefndarinn-
ar þegar látið í ljós sitt álit um
málið, en sá danski hyggst að
ráðgást við dönsku stjórnina, en
ákvörðun verður eigi tekin um
málið, af hendi nefndarinnar í
heild sinni, fyr en næsta sumar.
Á síðasta fundinum kvöddu
formenn nefndanna sér hljóðs og
þökkuðu góða samvinnu.
-----—
Garðyrkja
og blómrækt.
Engi skyldi það ætla, er hann
sér fyrirsögn þessa, að ætlunin
sé að rita fræðiritgerð um þetta
efni, en það er eigi á annara
meðfæri en þeirra, er sérþekkingu
hafa. Hitt getur hver gert, sem
vilja hefur til, að vekja eftirtekt
" áhuga þar að lútandi. — —
. 'kki getur talist mjög langt
síðan, að garðrækt og blóma
var almennur gaumur gefinn. En
nú er svo komið, að all-mikið
hefur um þetta tvent verið rætt
og ritað og framkvæmdir orðið
til mikilla bóta, þótt hvergi nærri
sé svo sem þörf krefur.
Allir finna til þess, hve mikH
nauðsyn það er manninum, að
hafa þær jurtir til matar, sem al-
gengastar eru í matjurtagörðum.
Einkum má þar þó nefna kartöfl-
urnar, sem nú þykja ómissandi
matur, hvort sem er kongi eða
kotungi. Og kartöflur þrífast hér
víða vei, ef réttar eru notaðar
ræktunaraðferðir og vel hlúð að
görðum. En á því sviði, eru
menn alment mjög fáfróðir, sem
og um kynbætur slíkra jurta. Enda
hefur mjög lítið verið gert til þess
að kynna mönnum þessi mál, sé
til þess litið hve þörfin er brýn.
Vér kaupum kartöflur í stórum
stíl frá útlöndum, í stað þess,
sem við ættum alls ekki að þurfa
að kaupa neitt af þeirri vöru. En
afsakanirnar eru reyndar all-marg-
ar. Kartöfiuræktin þykir víða eigi
gefa svo mikinn arð, að það
borgi sig að fórna fyrir hana
mikilli vinnu. En má ekki vera,
að all-mikil yrðu umskiftin á þessu
sviði, ef menn öfluðu sér þeirrar
reynzlu og þekkingar, sem kostur
er á í þessu efni. — Svo sem nú
er ástatt, er all-ilt að fá fólk til
vinnu. Margt er á prjónum, en
fólkið fátt, og vill eðlilega sitja
við þann eldinn, sem bezt brenn-
ur, eða því virðist brenna bezt.
Kjöt og ull og aðrar landafurðir
hafa verið í geysi háu verði og
mönnum hefur því betur þótt
borga sig að nota vinnukraftinn
til sem mestrar framleiðslu á þess-
um afurðum. En nú er svo að
sjá, sem þessar afurðir muni
lækka að miklum mun í verði.
Verður þá gjaldeyrir minni og
sem mest þörf á því, að menn
reyni að sitja sem mest að sínu.
Og væri þá eigi óþægilegt að eiga
góða matjurtagarða. Sama má
segja um menn í kaupstöðum.
Er það eigi lítill sparnaður fólki,
að geta sjálft aflað sér matjurta
til vetrarins.
Hinn 1. des. 1918, var í Reykja-
vík endurreist „Hið íslenzka garð-
yrkjufélag", sem hafði því nær
fyrir 20 árum lagt niður störf sín.
Voru kosnir í stjórn félagsins
Skúli Skúlason, fyrrum prestur í
Odda, Einar Helgason, nú garð-
yrkjuráðanautur og Hannes Thor-
steinsson, nú bankastjóri íslands-
banka í Reykjavík. Árið 1919
veitti Alþingi 5000 krónur til launa
garðyrkjustjóra. Var Einar Helga-
son, umsjónarmaður gróðrarstöðv-
arinnar í Reykjavík, valinn til
þess starfa. Félag þetta gefur út
ársrit, er félagsmenn fá ókeypis.
Arstillag félaga er 2 krónur, en
æfiféiaga 20 krónur. Tilgangur
félagsins er sá, að efla garðyrkju
í landinu, bæði skrautjurta og
matjurta. Ársritið 1920 flytur tvær
ágætar ritgerðir. Aðra eftir H.
Thorsteinsson, um kartöflurækt,
hina eftir Einar Helgason um
vermireiti.
Sem menn sjá, er félag þetta
hin mesta nytjastofnun, og ættu
allir að kosta kapps um að
styrkja það, sem vel vilja sjálfum
sér og þjóð vorri. Um matjurta-
ræktina hefur verið farið nokkr-
um orðum hér að framan, en
blómræktin er eigi síóur gagnleg,
þótt á annan hátt sé. Fagurt um-
hverfi göfgar manninn, og sú
vinna, er hann fórnar fyrir að
fegra umhverfi sitt, ber honum á-
vexti gleði og hugfrór, og þótt
sumir
„telji sér lítinn yndisarð
að annast blómgaðan jurtagarð",
þá mun reyndin verða alt önnur,
er þeir hafa hafist handa og taka
að sjá ávöxt verka sinna. Enda
mun það á öllum starfssviðum
búa mönnum gleði, að sjá þau
fræ, er þeir sá, verða að vænum
viði með blikandi blómum.
k víð og dreif.
Frh.
Ég hef áður drepið á hversu
vegagerðum og samgöngum er
ábótavant hér eystra, og hvernig
ráða megi bót á því — með því
að auka strandferðir og á sama
tíma bæta vegi innan sveitanna
og leggja bílfæra vegi milli fjöl-
bygðustu bygðarlaganna. Nú er
þá næst að minnast á viðskifta-
lífið. Það fyrsta, sem tekið verð-
ur eftir, er það, hvernig sfandi á
því, að Héraðsbúar sækja verzlun
sína hver heiman frá sér og til
sjávar einhversstaðar.
Jón Bergsson á Egilsstöðum
hefur snemma séð, að þarna var
framið eitt stærsta þjóðarhneykslið
— og þess vegna hefur hann
byrjað að reka verzlun upp við
Fljótið á Egilsstöðum. Þó að
hans verzlun hafi ekki orðið nein
stórverzlun, mælir það ekki á
móti hugmyndinni, því Jón er
maður sem hefur fengist við fleira
en það — og þegar starfskraftar
manna skiftast í mörg horn, er
eðlilegt, að á öllum sviðunum
komi menn ekki jafn miklu til
leiðar eins og verið hefði, ef
menn beita sér aðallega að einu.
Ég hef oft furðað mig á því, að
Kaupfélag Héraðsbúa skuli ekki
hafa útsölustað sinn upp við fljót-
ið og reist þar sláturhús til að
taka á móti fénaðinum á haustin
og ullinni á vorin. Og annast
svo flutninginn til Reyðarfjarðar.
Upp við Lagarfljótsbrú á aðal-
vezlunarstaður Héraðsbúa að vera.
Þar eiga alt af að vera nægar
vörubirgðir, svo Héraðsmenn geti
sótt þangað nauðsynjar sínar og
losnað við hinar erfiðu kaupstað-
arferðir með marga klyfberahesta
til Seyðisfjarðar og kerruskrifli til
Reyðarfjarðar. En til þess að þar
geti orðið blómleg verzlun, er
Fjarðarheiðarvegurinn bráðnauö-
synlegt fyrirtæki. Því það er ófært
í verzlunarsökum, að geta ekki
leitað nema á einn stað. — Það
sannar raunasaga verzlunarinnar
á íslandi hvað bezt. Hvað mundu
Héraðsmenn geta fóðrað margar
ær á öllum hestfóðrunum, sem
þeir eyða í þessa klyfjahesta? Og
hvað mundu þeir geta sléttað
margar þúfur eða unnið að öðr-
um framfarafyrirtækjum haust og
vor, meðan þeir eru að sækja
nauðsynjar sínar til sjávar? Báð-
um þessum spurningum er vand-
svarað í fljótu bragði. En þaö er
trúa mín, að það þyrftu ekki
ýkjamörg ár til að vinna upp
I