Austurland


Austurland - 18.09.1920, Blaðsíða 1

Austurland - 18.09.1920, Blaðsíða 1
36. tbl. Seyðisfiröi, 18. s iep tember 1920 1. árg. „Hentaskólinn". i. Lengi var það all-mikið í munni að vera „lærður“ maður. Hafa verið að námi í laíínuskólanum, hafa lesið þar latínu og grísku og annað það, sem ekki einu sinni kaupmaðurinn hafði nasa- sjón af. Og alþýöa manna har ail-mikla virðingu fyrir þeim, er slík fræði höfðu numið. — En nú er sú tíð af. Lærðu mennirnir nú á dögum eru svo margir, og þeir sem lært haía í „Hinum almenna mentaskóla" og gerst embættis- eða fræði-menn, þykja nú eigi mörgum öðrum framar að lær- dómi og teljast oft einskonar aumkunarverðir sníkjugestir á þjóðfélagslíkamanum. Og Stein- grímur Thorsteinsson. skáld, kvað svo að orði, er hann sagði upp mentaskólanum síðasta árið, sem gamla reglugerðin gilti, að þetta væri í síðasta sinn, sem harin út- skrifaði lærða menn. Og eitt er víst, að virðing skólans og gengi í augum þjóðarinnar, hefur mjög farið rénandi síðan. Latína og gríska eru mál all-erfið viðfangs, göfug mál og mentandi, bera með sér þrótt og fegurð, enda eru þau mál þeirra þjóða, er á sínum tíma stóðu fremstar í heimi hér og enn hafa að ýmsu eigi verið yfirstignar af mentaþjóðum nú- tímans. Latína og gríska eru lyk- ill að hinu mikla mannviti, að hinni hreinu þróttmiklu fegurð og ómenguðu lofsöngum manns- andaris til dýrðar lífinu, er felast í fornbókmentum Grikkja og Róm- verja. Fjöldi hinna vitrustu, smekk- vísustu og þróttmestu rithöfunda og skálda hafa ausið af þeirra andans lindum, þjóðum sínum til uppörfunar, fræðslu og menning- ar. Eigi á þetta sízt við hér á íslandi, þar sem prestarnir hafa fyr á öldum verið andleg menta- Ijós þjóðinni. Og skáld okkar á nítjándu öldinni hafa flest setið við nægtabrunn Grikkjanna og Latverjanna. Og hver maður, sem les þessar bókmentir fornþjóðanna, hlýtur að verða fyrir manndóms- ins styrkjandi áhrifum. Takið yð- ur í bönd Odyseifskviðu í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar og þér munuð hreinka og hækka í huga við lesturinn. Ljót orð eru þar ekki á borð borin og ljót hugtök klædd þeim búningi að engum spilla. Alþýða manna mun og finna það, að mentalýður vor á minna af andlegri aðalsgöfgi en áður. Og vér erum þess full-vissir, að afnám hinna fornu mála í mentaskólanum á sinn þátt í því. En ástæöurnar eru fleiri. Áð- ur komu venjulegast í skólann menn all-mikið þroskaðir og margir þeirra utan af landi með ríka námsþrá í huga. Nú koma 12 ára börn í hann og útskrifast 17—18 ára, börn, sem ekkert hafa hatt fyrir lífinu, ekkert séð af því nema götu- og kafíi-húsalífið í Reykjavík, hafa sum alls enga löngun til náms, en er troðið í skólann af foreldrum þeirra, sem oft gera það ýmist af tildri eða til þess að krakkarnir séu ekki að þvælast á götunni, sjálfum sér til skaða og foreldrum sínum til skapraunar. Börn þessi fara án allrar stefnu í skólann, læra þar án allrar stefnu og taka svo það fyrir í lífinu, oft og tíðum, sem þau sem stúdentar velja að eins af því, að þau þurfa að velja eitt- hvaö sérstakt nám, en ekki af því að þau langi sérstaklega til þess. Mentaskólinn er því að miklu leyti framhald af barnaskóla Reykjavíkur. Auðvitað verður fram- koma kennaranna fyrir þessar saK- ir að ýmsu leyti sú hin sama og þeir væru að kenna við almenn- an barnaskóla. Og í þessu um- hverfi eiga svo að þrífast þrosk- aðir piltar. Alt félagslíf í skólanum er að sama skapi í brotum. Fjöldinn er mikill, sinn býr á hvorum stað í bænum og ekkert, sem heldur sam- an. Félagsskap hafa piltar haft með sér, en hann fer alt af versn- andi. í vetur klofnaði að lokum félag efribekkinga, sem að mestu hefur haldist óskift til þessa. En félagslíí í skólanum hefur haft og getur haft framvegis mikil ment- andi áhrif á pilta. En það er, sem sagt hefur verið, komið í afarilt horf og virðist ekki vera á batavegi. Þeir sem í skólanum eru finna fá kær bönd draga sig að honum, og verða þeirri stundu fegnastir, er þeir losna úr skól- anum — bæði fyrir nefndar sak- ir og þær, er síðar mun að komið. Þá er að því aö víkja, hvern veg skift er niður námsgreinum og hverjar þær eru. Þá er það fyrst að segja, að í námsgreinun- um er, hverri fyrir sig, svo lítið kent að hrafl má heita. Má þar benda á íslandssögu. í henni er kend í neðri deildinni saga Þor- kells Bjarnasonar, prests, og barna- skólasaga Boga Melsteds. Hvoru- tveggja allsendis óhæfar og ónóg- ar barnaskólabækur til fræðslu f sögu vorrar eigin þjóðar. Saga Þorkells er byrjunartilraun og að v.onum ófullkomin, en miklum mun betur skrifuð hinni, sem er hundleiðinleg og auk þess svo hlutdræg, að eigi er við unandi. Þá er í efri deildinni kend saga Jóns heitins Jónssonar sagnfræð- ings, sem heita má hæfileg bók handa alþýðuskólum og gagn- fræðaskólum, en allskostar ónóg mönnum, sem ætlast er til að verði leiðandi menn og kallaðir eru öðrum lærðari. Auk þess er bók sú alls ekki svo æskileg sem skyldi. í síðari hluta hennar er langt of hart yfir sögu íarið og mun því hafa valdið takmörkun frá hendi útgefanda, sakir kostn- aðar, en eigi glapsýni höfundar. Annars er bók sú æskilega vel skrifuð, eins Qg höfundar var von og vísa. — Þá má nefna latínuna. Þegar nemendur koma í fjórða bekk hafa þeir alls ekki litið í latneska málfræði. Síðan er latín- an kend munnlega í fimta og sjötta bekk. Stílar eru engir gerðir. Áð- ur var sú tíð, að menn þurftu að kunna svo og svo mikið í latínu og hafa gert ail-marga stíla áður en þeir komu í skólann. — Síðan lásu þeir latínuna í sex bekkjum. Nú mun fátt stúdenta geta skrif- að nokkuð að ráði á latínu eða geta lesið „klassisk“ rit latneskra höfunda. Og til hvers er þá latínu- námið. Til þess að menn geti slegið um sig með einstaka' setn- ingum, sem þeir hafa lært eins og páfagaukar, eða til þess að þeir geti stært sig af því að geta, eins og piltur nokkur sagði, talað lat- ínu eins og „innfæddur"? — Þá má gjarna drepa á stærð- fræöina. — í gagnfræðadeildinni er kend all-mikil stærðfræði, bæði almennur reikningur, rúmmáls- fræði, flatarmálsfræði, líkingar og bókstafareikningur. — Yfirleitt það sem hver lærður maður þarf að kunna, hvort sem hann verður læknir, verkfræðingur, prestur eða hvað sem er. „Praktisk“ þörf krefur þessarar fræðslu. En síðan er haldið áfram í efri deildinni og þá kent það í stærðfræði, sem enginn rnaður þarf á að halda eða gerir sjálfum sér eða öðrum gagn með, ef hann ætlar ekki blátt áfram að leggja fyrir sig verkfræði, tölvísi eða annað það, sem krefur mikillar þekkingar á „teoretiskri" stærðfræði. En þeir, sem ætla að leggja fyrir sig slík fræði, komast ekki með menta- skólaþekkinguna inn í þá skóla, er þeir ætla að stunda nám við. Þeir verða að eyða heilu ári til þess.að búa sig undir próf. Menta- skólafræðslan er þeim allskostar ónóg. En er nú nokkurt vit í þessu? Sumir fá ekki að læra eins mik- ið og þeir vilja og þurfa að læra. Aðrir þurfa að læra það, sem þeir hvorki vilja né ef til vill geta lært. En meira um það síðar og ráðin til bóta. (Nl.) Myntgengið. Ekkert er mönnum jafn tíðrætt um nú og „kursinn“, eða með öðrum orðum gengismismun þann, sem nú er á dönskum og „ísienzk- um“ krónum. í ágústmánuði í sum- arsendi Landmandsbankinn danski íslenzkum böndum skeyti um að reikna allar innheimtur frá sér á íslenzka kaupmenn á „kurs“ 105. Þótti mörgum undarleg sú ráð- stöfun bankans, sem vonlegt var. Kom það sér ilia fyrir kaupsýslu- menn, þar sem margir þeirra hafa svo að segja aðal viðskifti sín við Dani. Og af þessu leiddi að vör- ur hlutu að verða þeim mun dýr- ari, frá því sem áður var, og voru þær þó nógu dýrar fyrir, að al- menningi fanst, þótt ekki bættist þessi aukaliður við. Neituðu því margir kaupmenn hér að leysa út vörur sínar á meðan þetta fengist ekki lagað, sem ekki hefur orðið enn þá, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Nú liggur fyrir sú spurn- ing, hvers vegna bankinn hafi gert þessa ráðstöfun. Sem svar upp á fyrirspurn um það segist bankinn hafa gert hana að undir- lagi ýmsra viðskiftamanna sinna niðri í Danmörku. En hverjir þeir eru, getur bankinn ekki um. Eng- um getum mun ég um það leiða, hvort að bankinn fer þar með rétt mál eða eigi, en ekki er ólík- legt að krafa þessi sé runnin und- an rifjum stjórnar Landmandsbank- ans sjálfs, eins og eitt Reykjavík- urblaðanna bendir á. En hvaðan svo sem krafan er komin, þá er hún hæði illgirnisleg og ranglát, þar sem við höfum eins og allir vita sameiginlega gjaldeyrismynt við Dani. íslenzk króna er ekki til, því miður. Það er því hrein- asti bjánaháttur, sem hlýtur að stafa af misskilningi hjá Dönum, að tala um íslenska krónu og gengismismun á dönskum og ís- lenzkum peningum. Virðist all- einkennilegt að Danir skuli sjálfir setja „kurs“ á sína eigin peninga- mynt, þótt hún sé notuð sem gjaldeyrir hér á landi, samhliða Danmörku. Enn undarlegra virð- ist þetta vera, þegar maður athug- ar það, að viðskifti okkar við Dani sýna að skuldir okkar í Danmörku hafa ekki aukist nema að litlum mun, nú á síðastliðnu

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.