Austurland - 16.10.1920, Qupperneq 4
4
AUSTURLAND
35 tonn með 44 ha. Avancevél er t'l sölu.
SkipiO er í góðu standl að öllu leyti. Veið-
aríæri íyigja eí vill. Allar nánari upppiýsingar gefur
Sveinn Árnason, Seyðisfirði.
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt beiðni Jóns Ásbjörnssonar lögfræðings í Reykjavík, fyr-
ir hönd útflutningsnefndarinnar, verður opinbert uppboð haldið hér
á Seyðisfirði miðvikudaginn 10. nóvember næstkomandi, á circa 460
skpd. af saltfiski, eign firmans Helgi Zoéga & Co. í Reykjavík, en út-
flutningsnefndin hefur fisk þenna að handveði. Fiskurinn er geymdur
hér á Seyðisfirði hjá H/f. „Framtíðin“, H/f. Sameinuðu íslenzku verzl-
unum og kaupmanni Wathne.
Uppboðið hefst nefndan dag kl. 12 á hádegi hér á bæjarfógeta-
skrifstofunni og verða söluskilmálar þá birtir.
Skrifstofu bæjarfógeta Seyðisfjarðar, 8. október 1920.
Ari Arnalds.
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verö 5 kr. árgangurinn.
Qjalddagi 1. júlí
Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu-
maður Quðm. Q. Hagalín. Sími 6 c.
Innheimtumaður
Einar Blandon, kaupmaður.
Prentsmiðja Austurlands.
Auglýsing.
Jörðin Mýrnes í Eiðaþinghá í Suður-Múlasýslu er laus til ábúðar
á næstkomandi vori, 3. maí 1921. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs
fyrir 31. desember þ. á.
Eyjólfsstöðum á Völlum, 8. október 1920.
F. h. eiganda jaröarinnar Páls Stefánssonar
Kristján Sigmundsson.
íbúðarhúsið Borgarholl
er til sölu. Stærð 10x8 álnir, portbygt. Upplýsingar gefur
Sigurður Jónsson, Brimnesi.
OSRAM
lampinn er áreiðan-
lega bezti lampinn. —
Fœst hjá
Indr. Helgasyni Seyðisf.
RAFMAQ NSTOÐVA
Uppboðsauglýsing.
Samkvæmt kröfu málafærslumanns, Jóns Ásbjörnssonar í Reykja-
vik, fyrir hönd útflutningsnefndarinnar, verður opinbert uppboð sett
og haldið á Eskifirði 10. nóvember næstkomandi kl. 1 e. hádegi og
verða þá seld 250 til 260 skpd. af fiski, eign firmans Helga Zoéga
& Co. Reykjavík, en sem geymdur er hjá Sameinuðu ísl. verzlununum
Eskifirði og kaupmönnunum Andr. Figved og G. Jóhannessyni, Eski-
firði. Fisk þenna hefur útflutningsnefndin að handveði fyrir víxilskuld
nefnds firma. — Söluskilmálar verða birtir á undan uppboðinu.
Skrifstofu Suður-Múlasýslu, 11. október 1920.
Sigurjón Markússon.
Sérverzlun með brauð, sœlgœti og tóbak
Þar eru bezt kaup á tóbaki.
Sveinn Árnason.
Þann er ég lánaði legghlífar
mínar, bið ég vinsamlegast að
skila þeim aftur sem fyrst.
Karl Jóhannsson.
Kom móða
óskast keypt. R. v. á.
Vátryggingar
Brunatryggingar
Sjóvátryggingar
Stríðsvátryggingar
Sigurður Jónsson
Sfmi 2 og 52.
hennar var nú aftur kominn leik-
anndi léttur roði og hárið hafði
nú á ný náð fullri fegurð. Leit
Þorvaldur formaður til hennar, þá
er hann hélt að fáir tækju eftir.
En Jakob Azeitti augnaráði hans
eftirtekt og vakti það honum
eigi gremju eða afbrýðisemi,
honum þótti gaman að því, að
svo fallegur maður sem Þorvald-
ur liti hýru auga til Quðrúnar.
Skírnarathöfnin fór svo fram
sem venja er til. Qrét drengurinn
sáran, er presturinn jós vatni á
höfuð honum. Jakob fölnaði lítið
eitt og lá við að augnaráðið væri
gremjulegt, er hann leit á prest-
inn. Honum fanst auðsýnilega ó-
þarfi að vera svona óvæginn við
blessaðan drenginn.
Að lokinni skírnarathöfninni
tóku gestirnir tal með sér. Jakob
hélt á telpu Guðrúnar, en dreng-
urinn var lagður i vögguna. Quð-
rún fór til eldhúss og tók að
hugsa um gæði þau, er veita
skyldi gestunum. Næstur dyrum
sat Þorvaldur formaður. Guðrún
lagði dúk á borð og bar inn
bolla. Er hún kom með fyrsta
brauðdiskinn, rak hún fótinn í
þröskuldinn og hefði fallið, ef
Þorvaldur hefði ekki gripið um
hana. En brauðið hrundi á gólfið.
Guðrún hugðist að tína það upp,
en Þorvaldur bauðst til þess, og
áður en hún gat áttað sig, var
hann kominn á fjóra fætur inn
undir borðið. Hló þá Quðrún og
fór fram. Er Þorvaldur hafði lok-
ið við að tína brauðið upp á
diskinn, gekk hann með hann
fram í eldhús. Innan stundar komu
þau inn, Guðrún og hann, með
sinn brauðdiskinn hvort. Skömmu
síðar var sezt að borðum í stof-
unni.
Síðla aftans héldu gestirnir heim
á leið og fylgdi Jakob þeim úr
garði. Skamt frá húsi Jakobs
skildu prestshjónin við hópinn, en
Jakob hélt áfram með félögum
sínum. Hann var glaður og ör-
uggur og tók gamni vel, og áður
en hann vissi af, var hann kom-
inn langt inn í þorp.
— Hvar er Þorvaldur? sagði
hann alt í einu.
— Þorvaldur, hann fór með
okkur út. Kannske hann hafi far-
ið eitthvað á leið með prests-
hjónunum, sagði einn sjómann-
anna. Og Jakob fanst það rétt
líklegt. Og nú fanst honum, að í
raun og veru hefði hann verið
ókurteis, að bjóða ekki prests-
hjónunum fylgd sína. Hann Þor-
valdur, sá kunni sig þó dálítiö
betur.
Jakob gekk hljóður heim á leið.
Honum leið undarlega vel. Veðr-
ið var gott, blærinn þýður og
skógaranganin ofan úr hlíðinni
svæfandi og höfug. Nóttin vafði
um hann rökkurslæðu sinni þétt
og hlýtt, ástrík sem móðir. Sær-
inn lék sér létt og hljótt við fjöru-
sandinn, fjöllin gnæfðu dökk og
þunglyndisleg yfir kaupstaðinn og
var sem húsin í brekkunni hjúfr-
uðu sig að brjóstum þeirra. Við
og við heyrðust fuglaraddir rjúfa
næturkyrðina, ýmist angurblíðar
og óróar, ofan úr móunum, eða
hásar og ósamhljóma, utan af
sjónum. Og tunglið skauzt fram
undan hnjúk, rautt, hátíðlegt og
hægfara. Jakob gekk hægt eftir
malarkambinum. Mölin glamraði
undir fólum hans og hljóðið stygði
öðruhvoru sendlinga, er hlupu
hljóðlaust milli steinanna, er voru
á víð og dreif í sandinum fram
við sjóinn. Hann reyndi ekkert til
þess að gera sér grein fyrir á-
hrifum þeim, sem streymdu inr. í
sál hans, en lét berast þangað,
sem fætur hans báru hann — án
hans eigin vilja eða vitundar. Sál
hans var eins og léttur hnoðri er
blærinn vaggaði á vængjum sér.
Frh.