Austurland - 23.10.1920, Blaðsíða 1
*
Askorun.
Hér með er skorað á alla, nœr og fjær,
sem Iiafa fengið blaðið „Austurland“ og
ekki greitt það, að senda andvirði blaðs-
ins hið allra fyrsta til innheimtumanns
Einars Blandou, Seyðisfirði.
Vinnan.
Er vér lítum á þroskastig mann-
anna, þá sjáum vér það, að því
ofar sem þeir standa á menning-
arbrautinni, því meira er vinnan
metin. Villimönnum þykir skömm
að allri Ifkamlegri vinnu, annari
en vígaferlum og dýraveiðum, hitt
láta þeir lítilmagnann, sem þeir
geta ráðið yfir, konur sínar, vinna.
Svo var þessu og farið hjá for-
feðrum vorum. Þeir höfðu þræla
til vinnunnar. En er þroskinn verð-
ur meiri, kemst vinnan í meiri
met. Má sjá það á sögum vorum,
að þá ef%þær voru ritaðar, hefur
all-mikil virðing verið borin fyrir
vinnunni. Má t. d. sjá það á um-
sögn Egilssögu um Skallagrím
Kveldúlfsson. Má og sjá á sögun-
um, að hinir tignustu menn gengu
að allri vinnu.
Og nú á tímum er það viður-
kent, að vinnan er það, sem mest
göfgar manninn. Vel lokið starf
gefur mesta sanna gleði. En þó
að þetta sé alment viðurkent í
orði, þá er svo sem það sé síð-
ur á borði'.
Jafnaðarmenn halda því fram,
að þeir vilji koma sem mestum
jöfnuði á í mannfélaginu og að
þeir vilji því til vegar koma, að
hver fái því starfi að gegna, sem
hann hefur tilhneigingu til og nýt-
ur mests yndis af. Er þetta gott
og blessað og skyldi öllum gott
þykja, að þetta mætti takast. —
En þá er úr því að skera, hvað
hverjum bezt hentar.
Margir eru með því marki brend-
ir, að una illa sínu. Þykja alt
annað betra en það, sem þeir
hafa að gera. Einkum er það þó
algengt, að þeir, sem vinna líkam-
lega vinnu, halda þá fullsæla, sem
stunda önnur störf, halda þau
erfiðislaus og agnúasmá. — Það
er létt verk að halda á penna,
munu margir hugsa. En sá veit
gerst er reynir og munu þeir
mennirnir, er pennastörfin inna
af hendi, eigi síður ganga þreytt-
ir til hvílu sinnar en hinir. And-
leg vinna hefur véikjandi áhrif á
líkamann, og ef hún er fábreytt
og einhliða, þá á sálina líka. Þá
er það og algengur kvilli, að öf-
unda eignamenn af eignum þeirra.
En eigi er minni vandi að gæta
fengins fjár en afla þess og mun
sá hinn gamli málsháttur sannur
reynast. Sá, er gengur að hand-
verki sínu, daglaunavinnu eða
öðru slíku, verður laus við þung-
ar og þreytandi áhyggjur, sem
vinnuveitandinn verður að hafa.
En hin eilífa öfund er alt af vak-
andi, samanburðarhæfileiki mann-
anna virðist alt af til reiðu, en
ekki að sama skapi fullkominn
eða sannsýnn.
Jafnaðarmenskan brýnir það fyr-
ir mönnum, að þola ekki rang-
indi og fremja ekki rangindi. Eh
sjaidan er minst á hið síðara.
Hitt er alt af á lofti og í allra
munni. En eigi hér að vera um
verulegar þjóðfélagsbætur að ræða,
þá er fyrsta skilyrðið, að gert sé
alt til þess að fá mennina, bæði
„æðri og lægri“ til þess að skilja
hvað um er að ræða, hversu alt
horfir við og hvers ber að taka
tillit til. Hvert spor á þessarí braut
ætti því að vera vandlega athug-
að, ekkert orð óhugsað að vera
talað, og ekkert verk, er af þessu
hugsaða orði 1 eiddi ætti að vera fram
kvæmt án nákvæmrar yfirvegunar.
Eigi dugar því, að lítt þroskaðir
og dómgreindarlitlir menn ráði
því, hvar og hvenær sporin eru
stígin. Andlega aflmiklir leiðtogar
verða að meta hugsanirnar og
orðin, áður en til framkvæmdanna
kemur. Og einasta leiðin til þess,
að hinir vitru menn fái ráðið,
er sú að þroska fjöidann og
vekja alhliða skilning hans á því,
sem um er að ræða. Og fyrsta
sporið, sem stígið verður til bless-
unar á þeirri braut er það, að
vekja sem mesta virðingu fyrir
vinnunni, hver sem hún er. Því
að ekkert starf er nokkrum manni
falið svo lítilfjörlegt, að hann eigi
með framkvæmd þess leggi
stein í hina miklu byggingu þjóð-
félagsins, annað tveggja til ills
eða góðs, alt eftir því, hvort hann
leysir starfið vel eða illa af hendi.
Heróp tírhans á því eigi að
vera: styttri vinnutími, meira kaup,
heldur: vel unnið starf og virðing
fyrir vinnunni. Þá fyrst verður
hins með réttu krafist, þegar störf-
in eru betur unnin en áður og af
meiri skilningi. Ella bíða þjóð-
félögin hnekki viö stytting vinnu-
tímans og hækkað kaup, hnekki,
sem þau geta eðlilega ekki þolað.
En með þeirri stefnu, sem verka-
lýðshreyfingin hefur nú á dögum,
verður alt til þess, að gera verka-
mennina kröfuharðari og óánægð-
ari, sem aftur á hinn bóginn
veldur því, að þeir vinna störf
sín slælegar en áður. Og stytíri
vinnutími, hækkað kaup og lakari
vinna, hlýtur til þess að leiða, að
allar lífsnauðsynjar verkamann-
anna hækki í verði og hagur
þjóðiélagsins versni.
Því er það hin stærsta nauðsyn
fyrir hina litlu þjóð vora, að hún
taki sem hollasta og réttasta stefnu,
er hún fer fyrir alvöru að tileinka
sér hina erlendu strauma á þjóð-
félagssviðinu, er nú valda mestum
byltingum og umbrotum í lífi stór-
þjóðanna. Og mundi það nær
sanni, að þeir, er kosið hafa
sjálfa sig leiðtoga á þessu sviði,
brýndu fyrir mönnum að afla sér
sem mests skilnings á eðli og
gildi vinnunnar á hinum ýmsu
sviðum þjóðfélagsins, heldur en
að róa að því öllum árum, að
þjóð vor verði gripin af þeirri
hreyfingu, er öllu vill bylta í einni
svipan og útrýma allri skynsam-
legri umhugsun og lifa í æsingu
augnabliksins.
---- —4»..
Trúin á annað líf.
Lengi hefur trúin á annað líf
verið einn aðalþátturinn í andlegu
lífi mannanna. Að ýmsu hafa þeir
hallast, unað illa fávizku og grip-
ið því oftlega hinar fáránlegustu
hugmyndir tveim höndum og trú-
að á þær í blindni. Og eftir því
hafa hugmyndirnar verið láfleyg-
ari, sem mennirnir hafa staðið á
lægra þroskastigi. En sammerkt
hafa hinar æðri átt hinum í því, að
jafnan hafa þær verið fullyrðingar,
að mestu í lausu lofti bygðar. Hina
óyggjandi, sannanlegu vissu, er
engrar opinberunar þarf við, hef-
ur skort. Og einmitt sakir þess,
að menn hafa fundið það, að
þessar hugmyndir þeirra máttu
ekki við miklum olnbogaskotum
efa og rækilegrar og rólegrar íhug-
unar, þá hafa þeir þolað það ver
en alt annað að þær væru rengd-
ar. Og af slíku hafa hlotist hinar
hryllilegustu styrjaldir og blóðsút-
hellingar.
Nú á hinum síðustu tímum hafa
menn komið fram, er hyggjast að
byggja fullyrðingar sínar, ekki á
opinberun einni saman, án trygg-
ingar, heldur vísindategum rann-
sóknum. En áhuginn hefur verið
jafn brennandi og trúin jafn sterk
og áður, sem allur fjöldi manna
hefur fest á þetta, ef hann annars
hefur aðhylst það. En hvernig
stendur á því, að mönnum er
svona mikið kappsmál að fá að
vita hvað tekur við hinummegin?
Er það ekki þroskaleysi vort og
þröngsýni? Ekki munu þeir vilja
samþykkja það, sem kalla alla þá
„efnishyggjumenn11, sem líta á líf-
ið hérnámegin, sem hið eina, sem
um sé að ræða. Og orðið „efnis-
hyggjumaður" er í munni trú-
mannanna að mestu hið sama og
afglapi og lítt hugsandi mann-
skepna.
En er nú ekki unt að líta sem
hugsjónamaður, göfugur og óeig-
ingjarn hugsjónamaður, á þetta
líf? Er ekki unt að hugsa sér
heiminn, sem lifandi heild, er haldi
áfram að lifa og starfa þótt ein-
staklingurinn deyi, og hugsa sér
sjálfa oss, sem einstaklinga í þess-
ari heild, einstaklinga, er með lífi
sínu geti miklu til vegar komið í
þá átt, að bæta og fullkomna
heiminn, gera lítið eitt léttari spor
þeirra, sem eiga að ganga leiðina
að oss látnum? Og þótt vér lif-
um eigi,_ sem sjálfstæðar persón-
ur, að þá lifum vér þó og störfum í
heildinni eftir dauða vorn? Og
ætti þessi skoðun eigi að geta
verið jafn göfug og bætandi, eins
og þær, sem halda fram lífi ein-
staklingsins eftir dauðann? Jú,
vissulega, þar eð þeir, sem hana
aðhyltust, lifðu göfgu og fögru lífi,
eingöngu með það fyrir augum,
að gera heildinni gagn, en hinir,
sem af völdum trúarinnar á ann-
að líf væru hreinlífir menn og
skylduræknir, gerðu það af ótta
við sín eigin afdrif annars heims.
Trúin á annaö líf virðist því alls
ekki nauðsynleg til þess að menn
geti verið göfgir og góðir. Ein-
mitt hún stuðlar að því, að menn
líti, með tilliti til þessa lífs og
þess ímyndaða annars lífs, fyrst
og fremst á sína eigin velferð.
Mennirnir finna vanmátt sinn
og vilja fá traust í hverskyns þraut,