Austurland


Austurland - 23.10.1920, Qupperneq 3

Austurland - 23.10.1920, Qupperneq 3
AUSTURLAND 3 Póstferðastarfinn milli Seyöisfjarðar og Borgarfjarðar er iaus frá næstu áramótum. Urn- sóknir, stílaðar til aðalpóstmeistara (eða póststjórnar), sendist póst- stofunni hér fyrir 1. desember n. k. Póstmeistarinn á Seyðisfirði, 22. október 1920. Sig. Baldvinsson. Sérverzlun með brauð, sœlgœti og tóbak Þar eru bezt kaup á tóbaki. Sveinn Árnason. Beztu þakkir öllum þeim, er sýndu okkur hluttekn- ingu við fráfall og greftr- un barns okkar og dóttur- dóttur. Seyðisfirði 22. október 1920. Pálína Andrésdóttir Stefán P. Runólfsson Þóra Eiríksdóttir skipun, að skipið skyldi koma hér og skipa upp landssjóðsvör- um. Héðan fór skipið til Borg- arfjarðar og norður um land. Mannalát. Látin er að Vífilsstöðum í Hróarstungu húsfrú Þórey Eiríks- dóttir, kona Páls Hermannssonar bónda þar. Var hún dóttir merkis- bóndans Eiríks Einarssonar í Bót. Var hún á bezta aldri, vel látin og kunn sem merkis- og dugnað- ar-kona. Nýlega er dáið hér í bænum barn þeirra hjóna Pálínu Andrés- dóttur og Stefáns Runólfssonar trésmiðs. Látin er í Ripon í Yorkshire í Englandi Sophie Lund, ekkja eftir Christian Lund forstjóra „Sameinaða gufu- skipafélagsins" í Newcastle. Lézt hún hinn 21. þ. m., eftir langvar- andi heilsuleysi, 79 ára gömul. Var hún tengdamóðir Knud Christi- ani stöðvarstjóra hér. Kornmylla. Á það hefur áður verið drepið lauslega hér í blaöinu, að koma skuli upp kornmyllu hér á Vest- dalseyrinni. Er ti! þess ætlast að rafmagn snúi henui, er tekið verði úr Vestdalsánni. Er þar nægilegt afl og er ætlast til að myllan geti malað rúg fyrir alt landið. Ætlast er til að vélar verði til flestra hluta, jafnvel til að láta mjölið í pokana. Má segja að þetta séu framfarir miklar og góð- ar og getum vér búist við að fá þarna bæði ódýrara og fyrst og fremst vandaðra korn en frá út- löndum. Eru það „Hinar samein- uðu íslenzku verzlanir“ sem ætla að koma þessu nytjaverki í fram- kvæmd. Er það ekki hið fyrsta framfarafyrirtæki er Þórarinn Tuli- nius hrindir af stokkunum hér á landi, og væri ísland vel farið ef margir væru hans líkar. Byrj- að mun verða á verkinu á vori komanda. Austurrísku börnin. Víða um land mun hafa veriö safnað fé til austurrísku barnanna, en hér austanlands mun lítið hafa verið gert að því. En sem menn vita er ástandið í hinu gjaldþrota Austurríki afar-ilt og væri það hið mesta góðverk, að sem flestir létu í té einhvern skerf til að bjarga hinni bágstöddu þjóð. Rit- stjóri „Austurlands11 tekur fúslega á móti gjöfunum og kemur þeim á framfæri. Mun verða skýrt frá gjöfunum jafn óðum hér í blað- inu. PAPPÍRSVERZLUNIN hefur nóg til af margskonar ritföngum, t. d. til skólahalds: skrifbækur, stíla- bækur, reikningsspjöld, grifla, skóla- penna, pennastengur, blýanta, skóla- strokleður.skólablek, þerripappír, teikni- pappír, teiknistifti o. fl. Miklar birgðir af pappír og umslögum og ýmsu öðru, sem nauðsynlegt er til skrifstofuhalds og almenningsnota. - Pappírsverzlunin er sérverzlun, þar er því úrvalið mest og þessvegna kaupin bezt. Sig. Baldvinsson. Frœðafélagið hefur gefið út framhald af „Jarðabókinni“, (II. 2. h.), en „Ársritið11 (1920) er ókomið enn. Nýlega er útkomin „Sólrún og biðlar hennar" í íslenzkri þýðingu eftir Quðm. Q. Hagalín. Vill hann láta þess getið, að þýðing þessi hefur legið all-lengi hjá bóksala og hugði þýðandinn hann afhuga út- gáfunni. Ella mundi hann kosið hafa nú að ganga á ný frá bók- inni og all-mikið á annan veg en þá er hann þýddi hana, en það var á skólaárunum, er lítill var tími og þröngt um fé. Ann- ars hyggur hann að nærri sanni muni fara ummæli þeirra ritstjóra BOKAVERZLUN mín selur nú, eins og ávalt und- anfarið, allar algengar tegundir af ritföngum. — Nægar byrgðir. Virðingarfyllst Pétur Jóhannsson. . Hálflendan Rimi í Mjóafjarðarhreppi er laus til á- búðar í næstu fardög- um. — Semja má við Svein Ólafsson í Firöi. „Eimreiðarinnar" og „Iðunnar“ um „Breiðfirðinga“, að þýðingin sé yfirleitt á lipru máli, en nokk- uð fljótvirknisleg. Lyfjabúð Seyðisfjarðar hefur verið breytt mjög mikið á þessu sumri, kvistir settir á húsið uppi og öllu breytt niðri. Er nú afgreiðsluherbergið rúmgott mjög og hið prýðilegasta að öllu. Enda miklu sjálfsagt til þess kostað og verkið staðið lengi yfir. F. R. Wendel, sem getið er um í skeyti hér í blaðinu að nú sé látinn, var fjölda mörg ár verzlunarstjóri að Þing- eyri í Dýrafirði. Var hann hinn mesti dugnaðar- og reglu-maður, einarður, vinfastur og „betri en enginn þegar á lá“, hvar sem hann vék sér að. F. R. Wendel var þýzkur að ætt og uppruna, en kvæntur að síðara hjónabandi íslenzkri konu, Svanfríði Ólafs- dóttur, merkri konu og afbragðs fríðri sýnum. Börn þeirra eru Harald Wendel, húsgagnasmiður, nú í Þýzkalandi og frú María Benjamínsson, kona Ólafs stór- kaupmanns Benjamínssonar í Rvík. Wendel var einnig hið mesta prúðmenni í framgöngu og var alt af sem aðalsbragur yfir honum. var sem drungi lægi yfir allri skipshöfninni. — Ekki kæmi mér nú á óvart þó að hann hvesti í dag, sagði Grírnur garnli og leit til hafsins, þár sem svörtu skýflókarnir hækk- uðu og greiddu úr sér. —- Þeir eru vindlegir þessir, sagði Qrím- ur ennfremur og kinkaði kolli til hafsins. — Ætli það verði nema renn- ingur? sagði Þorvaldur formaður og spýtti um tönn. — Ekki skil ég það. — Jaeja, sannið þið til. Ef ég væri í þínum sporum, þá mundi ég nú byrja að draga heldur fyr en seinna. Þetta er aftaka sjór hérna á Eyrinni, þegar hann rek- ur á þessar norðanhrinur. Undir eins ólendandi og maður má kannske hleypa langt inn á sveit. — O, ekki held ég maður fari nú að draga strax. Það er ekki nokkurt kvikindi komið á lóðina. En óðum er hann nú að Ijókka til hafsins, mælti Þorvaldur. — Svo þér finst það. Já, við fáurn hann líklega fuil-hvassan áð- ur en við erum búnir að ná því öllu inn, sem við eigum í sjón- um. Jakob tók engan þátt f samræð- unum. Þegar þeir Þorvaldur og Qrímur ræddu, leit hann til hafs- ins og kinkaði kolli. Innan skams var róið að dufl- inu og fariö að draga lóðina. Skýflókunum í hafinu fjölgaði brátt. Þeir teygðu sig upp á him- ininn, þjöppuðust síðan saman, svo að úr þeim varð samfeldur, skörðóttur þokubakki, er þeytti úr sér dökkum skýjum upp á loft- ið. Vindhviðurnar umhverfis bát- inn urðu skarpari og skarpari og öldurnar stærri. Að eins lítill hluti lóðarinnar var kominn inn í bátinn, er sjórinn æddi hvítfextur umhverfis. All-mikill fiskur var á lóðinni. Jakob var á þyngra borð- ið og reri mikinn. — Upp í báruna! Taktu fastara í Jakob[ kallaði formaðurinn. Ægilega stór hvítfext alda æddi að bátnum og skali á stjórnborðs- bóginn. Báturinn huldist hvítu löðri og var þóftufullur af sjó, er honum skaut upp. Nokkrir fiskar höfðu runnið út og flutu nú und- an stormi og sjó í áttina til lands. Grímur garnli, sem dró lóðina, hafði fallið aftur á bak, þegar báran reið yfir og lenti hann með bakiö á keipnum bakborðsmegin. Var hann þjakaður, er hann stóð upp og gat ekki beygt bakið. — Það er bezt að ég taki við andófinu með Jakob, sagði Þor- valdur og vatt sér fram í bátinn. — Drag þú lóðina Jón! Skift var um í mesta flýti og settist Grímur á öftustu þóftuna og horfði til hafsins. Komið var nú haglél og grásvörtum þoku- bólstrum skaut upp úr skýjabakk- anum, er hreytti úr sér hörðum vindhviðum. — Nú hefði ég siglt upp, ef ég hefði einhverju ráðið, sagði Qrím- ur gamli og togaði sjóhattinn lengra ofan á ennið, til þess að hlífa andlitinu við haglinu, er hann horfði gegn veðrinu. — Það er komið foráttu brim í landi, mælti hann ennfremur. Þorvaldur gaf skýjabakkanum hornauga og beit á jaxlinn um leið og hann herti á árinni. — Ég skil ekki í það skaðaði okkur neitt, þó að við reyndum að ná einhverju af lóðinni, hvað sem um fiskinn verður. Við getum þá fleygt því sem báturinn er ekki fær með. Jakob glotti og tók fastara í áiina. Hann vissi að Þorvaldur var allra manna beztur andófs- maður. — Nóg er áfram! kallaði drátt- armaðurinn. Meira á stjórn! Þorvaldur herti á árinni, en nú kom ný vindhviða, skarpari en áður. Bátnum sló undan, lóðin stóð langt út í sjó, haglið dundi á sjóklæðunum og bára reið yfir bátinn aftan við miðju. Þegar hún var riðin af, sást að eins á hnífla bátsins og það sem liærra bar af mönnunum. Fiskurinn flaut um- hverfis og lóðin hafði slitnað í höndum dráttarmannsins. — Ausið þið, Jón og Þórður! kallaði Þorvaldur þrumandi röddu, er yfirgnæfði storminn og öldu- dyninn.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.