Austurland


Austurland - 20.11.1920, Qupperneq 4

Austurland - 20.11.1920, Qupperneq 4
4 UJSTURLAND. inu. Rannsókn ekki lokið enn, búist við langri tukthúsvist. Rvík 19/ii. Matthías Jochumsson lézt kl. 4 í gær. Heíur verið veikur og með óráði undanfarna daga. Hafði fulla rænu fyrir andlátið. Fréttir. Svo sem getið er um í skeyti hér í blað- inu, lézt skáldjöfurinn Matthías Jochumsson í fyrradag. — Stund- um hefur verið fyrirskipuð þjóð- arsorg í ýmsum löndum, er mestu inenn þeirra hafa hnígið í valinn. Að vísu er slíkt þýöingarlítið, en gott munu menn hafa af því, að eitthvað væri frá breytt hinu hversdagslega, þá er þeir menn eru til moldar bornir, sem hæst hafa á lofti haldið heiðri og gagni þjóðar sinnar. Skáldsins verður rækilega minst í næsta blaði. Trúlofun. Fröken Margrét Fripriksdóttir, skrifstofumær í Reykjavík og Þor- steinn Gíslason, símritari hér, hafa fyrir nokkru opinberað trúlofun sína, en „Austurlandi" hefur eigi fyr borist fregnin. Óskar það hjónaefnunum til hamingju. Skip. E.s. „Sterling" mun koma hér í kvöld. E.s „Gullfoss" mun koma eftir helgina og fer suður um land. Um saina ieyti kemur e.s. „Lagar- foss“ og fer norður og vestur. E.s. „Borg“ mun koma bráðlega til Reyðarfjarðar og fara norður um. Á hvaða hafnir skipin komi, mun ekki ákveðið. Tíðarfarið her eystra er nú hið bezta, orð- ið al-autt á ný. Einstakt mun það hér á íslandi, að rósir springi út út í görðum í nóvembermánuði. En eigi fyrir meira en hálfum mánuði, voru teknar hér í garði Stefáns Th. Jónssonar nýútsprung- in, erlend rósablóm. Á Akureyri er hið bezta tíðarfar. Asahláka þar í fyrradag. Aflabrögð hafa verið fremur iéleg í haust. Enda oft verið vondar gæftir, þó aö vel hafi viðrað á landi. Nokkr- ir bátar róa hér þó enn þá úr firðinum. Hitt og þetta. Skýrsla „Hins almenna mentaskóla" Borist hefur „Austurlandi“ skýrsla AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri, ábyrgðar- og afgreiðslu- maður Guðm. G. Hagalín. Sími 54. Innheimtumaður Einar Blandon, kaupmaður. Prentsmiðja Austurlands. Allir þeir er blaðið „Austurland“ kaupa í Vopna- firði og ekki hafa enn greitt það gjöri svo vel og greiði það fyrir 10. desember n. k. til verzlunarstjóra Árna Jónssonar eða kaup- félagsstjóra Marteins Bjarnasonar Vopnafirði. Skip til sölu. 1. Kútter, 28 smál. brútto með 50/e8 hesta Tuxhamvél. Skipið mjög hraðskreitt, vélin í góðu lagi og allur útbúnaður skipsins vandaður. Selst með eða án veiðarfæra, þar með talin ágæt herpinót og bátar 2. Kútter, 22 smálestir brútto með 29 hesta Tuxhamvél í góöu lagi. Allur útbúnaður vandaður. Selst með eða án veiðarfæra, þar með talin herpinót og herpibátar. 3. Vélbátur, 10 smál. með 12 hesta Danvél, sérlega vandaður og ganggóður, nýsmíðaður. Selst með eða án veiðarfæra. 4. Vélbátur, ca. 6 smál. með 7 hesta Tuxhamvél nýrri og í bezta lagi. Selst með eða án veiðarfæra. Auk þessara skipa er til sölu ágætt fisktökuhús með skúrum við Óiafsfjörð. Lysthafendur snúi sér til undirritaðs, sem gefur allar upplýsingar. Akureyri 26. okt. 1920. Júl. Havsteen. RAFMAGNSTÖÐVAR A F Indr. Helgason Seyðisf. A F H I Nýkomið: L Járnpottar, Handföng á Ý T straujárn, Straujárn stór, S U N Ristar undir straujárn. B a 11 e r i í vasalauktir. 1 N Lampatenglar o. fl. o. fl. G RAFMAGNSTÖÐVAR „Hins almenna mentaskóla“ fyrir árið 1919—20. í byrjun skólans voru nemendur 135. Af þeim fóru 10 úr skólanum, flestir úr 4 bekk. Undir árspróf gengu 94 nemendur, 4 nemendur þóttu eigi hæfir til að taka próf og 8 nemendur stóðust ekki prófin. í 6. bekk voru 14 nemendur, í 5. 16, í 4. A-deild 24, í 4. B-deild 8, í 3. 13, í 2. 25, í 1.35 — og var sá bekk- ur tvískiftur. Breyting á kennara- liði skólans varð sú, að Ólafur Rósinkranz iét af leikfimiskenslu, en Björn Jakobsson tók við starfi hans. Ennfremur varð sú breyting að cand. phil. Halldór Jónasson kendi söng í stað Sigfúsar tón- skálds Einarssonar. Aukakennur- unum Pali Sveinssyni og Boga Ólafssyni voru af þinginu ákveð- in sömu laun og réttindi og föst- um kennurum. Þá samþykti Al- þingi einnig, að fastakennarar, sem starfað hefðu í 16 ár, skyldu nefnast yfirkennarar og hafa allir hæstu laun. Fellur því yfirkennara embættið gamla úr sögunni. Flest- ar kenslustundir hafði Bogi Ólafs- son enskukennari, 33 stundir á viku. Og er það ærið verk, þeg- ar tekið er tillit til allra þeirra stíla, sem leiðrétta þarf utan skóla- tímans. Loks hefur nú lærðdóms- deildinni verið skift í máladeild og stærðfræðis- og náttúrufræðis -deild. Er til þess ætlast, að stúd- entar úr stærðfræðisdeildinni geti farið próflaust upp í polytekniska skólann í Kaupmannahöfn. Eng- in reglugerð er þó enn þá til fyrir deild þessa, og var kenslunni hagað í líkingu við það sem tíðk- ast í slíkum deildum erlendis. Alls 25 nemendur tóku gagnfræða- próf og 24 stúdentspróf. í skýrsl- unni er yfirlit yfir sjóð skólans, úthlutun styrkja og annað fleira. En í hana vantar tilfinnanlega skýrslu um félagslíf pilta; slík skýrsla hefur áður verið í skóla- skýrslunni og er hún fróðleg þeim, sem vilja kynna sér skóia- lífið. Að lokum endar skýrslan með sýnishorni af núll-stíl, þar sem rektor skýtur einum slíkum stíl undir dóm manna, svo að þeir geti sjálfir um dæmt, hvort núll sé að ástæðulausu gefið. Tilkynning. í ferðum mínum á „Óðni„ í sumar, var ég meðal annars beð- inn fyrir tvö úr. En þar eð ég man nú eigi lengur hverjir eru eigendur úranna, þá bið ég þá vinsamlegast að vitja þeirra til Jóhannesar úrsmiðs á Seyðisfirði. Sig. Þorsteinsson skipstjóri. Vát ryggið verzunarvörur og innbú hjá The Eagle, Síar and British Dominions, insnrance Coy, Ltd. Snúið yður til E. Methúsalemssonar umboðsm. félagsins á Seyðisfirði. Og stíllinn er óneitanlega ótrú- lega vitlauí. Rithöfundar. í sumar komu rithöfundar víðs- vegar af Norðurlöndum saman á fundi og réðu þar ráðum sínum. Fundarefnið var, hversu bætt yrðu kjör rithöfunda, ekkj þó sízt, hversu þefr yrðu verndaðir gegn erlendum bullusögum, sem gefnar eru út svo hundruðum skiftir, Ijót- ar að frágangi og herfilegar að efni og efnismeðferð. Kom margt til greina þessu viðvíkjandi á fundinum. Meðai annars það, að lagður yrði skattur ail-hár á allar þýddar reyfarabókmentir. Enn- fremur komu til mála ýmiss hlunnindi og réttindi rithöfundum til handa, er biðja skyldi um frá háifu ríkisins. Og var upp á því stungið, að ríkinu yrðu boðnir þeir kostir, að hafa eftir dauða skáldanna eignarétt að ritum beirra. Hér á íslandi munu rit- höfundar búa við verst kjör, en þeir hafa ekki einu sinni orðið svo framkvæmdamiklir að stofna félag með sér, hvað þá heldur að þeir hafi reynt að öðlast ein- hverja vernd gegn reyfaraflóðinu,. sem streymt hefur yfir landið. Blöðin mega bera kinnroða fyrir það, hversu argvítugar sögur þau hafa flutt og látið sérprenta, sem spilla all-mjög fyrir góðum bók- um. Síðan Björn heitinn Jónsson lét af ritstjórn „(safoldar“, sem í hans tíð flutti oft afbragðssögur, má segja að „Lögrétla“ hafi verið eina blaðið, sem borið hefur sæmilegar bókmentir á borð fyrir þjóðina — og hafa sögur „Lög- réttu“ eigi síður verið lesnar, held- ur en rusl hinna blaðanna. Og má ekki minna af ritstjóra heimta, heldur en að hann flytji eigi al- menningi í blaði \sínu útlent glæpasögu- og reyfara-rusl, þó að hann ef til vill veiði með því nokkra fáráða, sem ekkert skyn bera á bókmentir.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.