Austurland - 20.11.1920, Blaðsíða 2
2
AUSTURLAND
Nathi m & Olsen,
s eyðisf irði.
llaía fyrirliggjandi;
Kaffi Hafragrjón
Export Kerti, stór og smá
Kandís Eldspítur
Rúsínur Skraatóbak
Sveskjur Rjóltóbak
Þurkaða ávexti, ýmisk. Vindla
Riisgrjón Vindlinga
Bankabygg Cigaretturo.rn.fi
er auðgert að segja þetta. Til
þess þarf ekkert annað en ósvífn-
ina. En tii að sanna það þurfa
rétt rök að vera til og vit til að
færa þau. Hvorugt er sýnilegt í
grein H. Þ.
Til að sanna umræddar sakir,
þarf að gera nákvæman saman-
burð á ástandinu sem var, og því,
sem er. Og meðan H. Þ. gerir
ekki slíkan samanburð, en slær
um sig með sleggjudómum einum,
á hann engan rétt á þvi, að orð
hans séu tekin gild. Á meðan
verða sleggjudómar hans að standa
sem áfellisdómar yfir honum sjálf-
um.
H. Þ. tilfærir tvö dæmi og kall-
ar „fá dæmi af mörgum um óstjórn
skólans". Munu þau eiga að sanna
það, að stjórn skólans hafi gefið
fordæmi óreglu o. s. frv.
Annað er dæmi þess, að ég
hafi gert skriflegar tilraunir til að
siða börnin, með því að festa upp
í anddyri skólans reglur um hegð-
un þeirra. Hitt er dæmi þess, að
ég hafi reynt hið sama — í skóla-
setningarræðu. En reglurnar eru
horfnar úr anddyrinu, og ég hefi
með óstundvísi og annari óregiu
varnað börnunum þess, að fara
að orðum mínum.
Vandséð verður sönnunargildi
þessara dæma. Ekki geta þó skrif-
legar og munnlegar tilraunir mín-
ar ti! að siða börnin verið sönn-
un þess, að ég hafi spilt siðum
þeirra. Og ásökunin um það, að
ég hafi gefið fordæmi óreglu,
sannar sig ekki sjálf, þó hún sé
endurtekin. Ber því að sama
brunni og áður: Rökin vanta. Að
eins sá munur, að nú er gerð til-
raun til að sanna sleggjudóm með
öðrum sleggjudómi.
En þótt það sé satt, að um-
ræddar reglur hafi ekki verið til
sýnis í anddyri skólans síðustu
árin, er það ekki sönnun þess, að
börnunum hafi ekki verið kyntar
þær eins vel og áður. Og þótt
það sé satt, að ég hafi ekki ætíð
breytt eftir orðum mínum, þá er
það ekki sönnun þess, að slíkt
hafi spillt siðum barnanna.
Ef almenn siðspilling er sjálf-
sögð afleiðing þess, að leiðandi
menn breyti ekki í öllu, eins vel
og þeir ráða öðrum til að gera,
þá mundi mannkyninu hollast, að
sem flestir siðameistarar þess
þegðu. Því lítill er hugsanamáttur
þess manns, sem ekki getur hugs-
að sér sjálfan sig og aðra betri,
en hann getur gert þá. Og áreið-
anlega væri þá ekki holt, að „sið-
frœðin“ væri „aðalþáttur skólalífs-
ins“, eins og H. Þ. þykist vilja
vera láta, þótt hann álasi mér fyr-
ir að hafa kent betri siðfræði, en
ég hafi lifað eftir.
Það er heimskra manna háttur
og ósanngjarnra, að líta að eins
á eina hlið máls, þar sem fleiri
eru fyrir. Og væri nokkuð hæft í
því, sem H. Þ. segir um afturför
í siðferði seyðfirskra barna hin
síðustu árin, þá ber ekki að eins
að leita rakakanna til þess í skól-
anum, heldur og á heimilunum;
því hvorttveggja eiga sinn þátt í
uppeldinu — og enn fremur bæj-
arlífið. Þetta virðist H. Þ. líka
vita, þótt hann noti þá vizku ekki
til aö leiða sannleikann í ljós,
heldur til að dylja hann.
Qeti „stjórnlítill og agalaus
skóli kippt meginstoðum undan
menningaráhrifum góðra heimila",
þá geta stjórnlítil og agalaus
heimili engu síður kippt megin-
stoðum undan menningaráhrifum
gdðra skóla. Og enginn vafi er á
því, að einstakir menn og heimili,
sem ala sífelt á rógi og níði um
stjórn og kennara skóla, geta átt
drjúgan þátt í því að eitra hugi
barnanna og þar með samlíf kenn-
ara og nemenda; nema kennararn-
ir séu svo hátt yfir rógberana
hafnir, að börnin gleymi öllu níði
um þá í návist þeirra.
Síðustu árin hafa að ýmsu leyti
verið erfið skólanum, og ber margt
til þess. í fyrsta lagi hefur kenslu-
tíminn þrjú síðustu árin verið
einurn til þremur mánuðum styttri
en áður var. Orsakir: dýrtíð, veðr-
átta og veikindi. í öðru lagi hef-
ur námsgreinum verið fækkað
og nemendum þrengt saman í
færri stofur en áður. Og í þriðja
lagi hafa allskonar samkomur í
skólahúsinu valdið þar sífeldum
ófriði og töfum, einkum síðan
samkomuhúsið gamla var rifið.
Hver, sem leita vill sannleikans
í þessu máli, hlýtur að viðurkenna,
að hin ytri aðstaða skóians hefur
því verið öðrugri til áhrifa á
nemendur á þessum árum, bæði
siðferðis- og þekkingar-lega.
Samkvæmt sleggjudómi H. Þ.
hefur siðferði barnanna hrakað,
samhliða þeirri staðreynd, að
skólatíminn styttist og aðstaða
kennaranna til áhrifa á þau fer
versnandi. En þar sem hinna sið-
spillandi áhrifa skólans hlýtur að
gæta því minna, sem skólatíminn
er styttri og aðstaða kennaranna
til áhrifa á nemendur verri, þá er
einsætt, að skuldin verður að
skella á heimilunum — og bæjar-
lífinu.
Færi nú svo, að H. Þ. gæti
sannað, að siðferöi barna þeirra,
er gera má ráð fyrir, að hann
þekki bezt, hafi spilist á umrædd-
um árum, þá hlyti sú sönnun að
koma harðast niður á heimili
hans og honum sjálfum. Og gæti
hann sannað það, að siðferði
barnanna í bænum hafi alment
spillst þessi ár, þá yrði sú sönn-
un ómótmælanlega skólanum í vil.
Hún mundi leiða í Ijós, að skól-
inn hafi reynst siðbætandi en ekki
siðspillandi stofnun. En til þess
hefur H. Þ. víst ekki ætlast.
í viðureigninni við þetta atriði
málsins hefur H. Þ. safnað þeim
glóðum yfir höfuð sér, sem óhjá-
kvæmilega koma honum og mál-
’efni hans í koll, hvernig sem hann
snýr sér. En væntanlega getur
hann aldrei sannað það, að sið-
ferði barnanna hér hafi spillst á
umræddum árum, og er það hon-
um illskást, úr því sem komið er.
Og Seyðfirðingar mega vel við
það una.
En þeir heimilisfeður og for-
ráðamenn, sem kynnu að bera
þungan hug til H. Þ. fyrir sakir
þær, er hann ber á heimili þeirra
með þessu siðspillingarhjali sínu,
ættu að minnast þess, að hann
gerir það alsendis óafvitandi og
óviljandi. Og góðum mönnum
hæfir að fyrirgefa þeim, sem ekki
vita hvað þeir gera.
Þá staðhæfir H. Þ., að vegna
„óstjórnar og agaleysis" í skólan-
um séu margir foreldrar hættir
að láta börn sín ganga í hann.
Öll þau ár, sem ég hefi starfað
hér, hafa einhver börn á skóla-
aldri verið utan skólans. Hefi ég
jafnan kynt mér orsakir þess og
aldrei orðið þess áskynja, að það
sem H. Þ. heldur fram, hafi verið
ástæðan. Og flestir þeir foreldrar,
sem átt hafa börn á skólaaldri
utan skólans, hafa samtímis eða
síðar átt börn í skólanum. Ég
veit því engar líkur þess, að nokk-
ur muni halda því frarn, að hann
hafi haft börn sín utan skóla af
greindum ástæðum, nema H. Þ.
sjálfur. En honum finst máske,
að hann sé á við marga foreldra.
Hér verð ég að skýra nokkru
nánar frá skiftum H. Þ. og skól-
ans til að sýna fram á, hversu
breytni hans styður málstað hans,
og jafnframt, hversu vel hann
hegðar sér eftir kenningu sinni.
Um áramótin 1918—19 — ný-
fallinn við bæjarstjórnarkosningu
— tók hann tvo drengi sína úr
skólanum og fékk þeim kennara
heima. Mintist hann ekki einu
orði á þetta við mig, og ég skifti
mér ekkert af því, þar sem ég
vissi, að drengirnir fengu kenslu
eftir sem áður. Um vorið (1919)
sótti hann um styrk til heima-
frœðslu. En bæjarstjórnin var
Hermanns-Iaus, og því illa skipuð.
Og henni þóknaðist ekki að veita
styrkinn. Hefur H. Þ. sennilega
ætlað að skapa „fordæmi“ handa
foreldrum í bænum með þessu,
en enginn hefur enn fetað í spor
hans. Næsta vetur sendi hann
annan drenginn í skólann, og er
sá þar enn. Hinn var þá kominn
af skólaaldri.
Svona gekk nú þessi skrípaleik-
ur. Ég vissi stiax, til hvers hann
var leikinn. Og nú má það vera
öllum Ijóst.
En hér með er ekki alt sagt.
Veturinn, sem H. Þ. bjargaði
drengjum sínum úr skólanum,
skildi hann þar eftir dóttur sína
— í voðanum. Og svo mikið kapp
hefur hann lagt á að hafa börn
sín þar, að hann hefur fengið
leyfi skólastjóra með samþykki
skólanefndar til að senda öll sín
börn (4), þau er enn hafa notið
fræðslu utan heimilis, í skólann,
og^það strax 8—9 ára gömuL.
Þetta eru óneitanlega dularfuii fyr-
irbrigði. En bækur skólans sýna,
að þau hafa gerst.
Og „Austurland“ hefur flutt
okkur þakkirnar.
Ekki hefur H. Þ. verið sá eini,
sem lagt hefur kapp á að koma
börnum sínum sem fyrst í skól-
ann og hafa þau þar sem lengst.
Aðsókn yngri barna hefur jafnan
ver'ð svo mikil, að árlega hefur
orðið að vísa frá innsækjendum,
vegna rúmleysis. Og allur þorri
eldri barna hefur gengið úr barna-
skólanum í unlingaskólann. Brýt-
ur þessi staðreynd all-mjög bág
við staðhæfingu H. Þ. um það,
að menn hafi ekki viljað senda
börn sín í skolann.
Að lokum skal þess getið, að
skömmu eftir að grein H. Þ. kom
út í vor, fékk ég áskoranir frá
185 Seyðfirðingum, flest forráða-
mönnum barna, og auk þess því
nær öllum unglingaskólanemend-
um hér í bænum, um það, að
sækja um skólastjórastöðuna hér
framvegis. Skal ég sýna H. Þ.
áskoranir þessar, í votta viðurvist,
ef hann um leið færir mér eigin-
handar yfirlýsingu allra hinna
mörgu foreldra, er hætt hafa að
senda börn sín í skólann í minni
tíð, af þeim ástæðum, er hann
greinir.
Geri Hermann Þorsteinsson,
skósmiður á Seyöisfirði, þetta
ekki, eða að öðrum kosti láti
birta slíka yfirlýsingu vottfesta í
„Austurlandi“, skal hann standa
sem ósannindamaður og rógberi
frammi fyrir öllum lýð.
Þá kemur H. Þ. að kenslunni.
Segir hann henni hafi „farið aftur
með sama hraða og stjórn skól-
ans“, og nefnir sérstakiega lestur
og reikning.
Sleggjudómar enn.
Til að sanna staöhæfingu H. Þ.
um þetta efni, þarf að gera rök-