Austurland - 09.04.1921, Side 1
12. tbl.
2. árg.
AUSTURLAND
Seyöisfiröi, 9. apríl 1921
Til athugunar.
Á ári hverju er veittur styrkur
til skálda og listamanna hér á
landi og þykir mörgum það æði
illur og óþarfur útgjaldaliður. Nú
í vetur var þessum styrk úthlutað,
svo sem ráð var fyrir gert. En
ærið einkennilegt virðist það, að
ýmsir hinir helztu yngri efnismenn
þjóðarinnar á lista- og bókmenta-
sviði voru þar hjá settir, svo sem
menn eins og Davið Stefánsson,
Stefán frá Hvítadal og Jóhannes
Kjarval. Svo er bezt að lofa ekki
annan, að lastaður sé hinn. En
ótvírætt mun það, að þá er þrír
hinir áður töldu eru settir hjá, þá
muni sumir þeir, er hnossið hlutu,
eigi vel til þess bornir. Því að
einstakt mun það, þó að víða sé
urn lönd leitað, að fyrsta bók
skálda á ungum aldri sé slík að
gæöum og bókmentalegu gildi,
sem bækur þeirra Davíðs og Stef-
áns, sem þegar hafa unnið sér
fast sæti í bókmentum íslands.
Og um Kjarval er það að segja,
að hann hefur aukið svo veg ís-
lands erlendis, að enginn mál-
ari hefur það svo gert áður.
Og ættu íslendingar heldur að
því að stuðla, að vegur íslands
yrði sem mestur, heldur en hins, að
hver erlendur maður líti á það sem
kotríki nyrzt í hafi, þar sem loðn-
ir umskiftingar búa í hellum og
holtum.
Og hverju er svo yfirleitt varið
til bókmenta- og lista-styrks hér
á landi? Nokkrum þúsundum,
þriðjungi úr launum eins togara-
skipstjóra eða því sem næst.
Allir vita það, aö íslands er
mest minst og mest fyrir það
metið, að það á hinar fornu bók-
mentir, sem eru af öllum ment-
uöum þjóðum skoðaðar einhver
mestu og beztu afreksverk mann-
legs anda á því sviði. „Fegurð og
máttur var gjöf íslands til heims-
ins og svo á það enn þá að vera“
sagði gáfumaður einn í bréfi til
mín nýlega. Og það eitt er víst,
að okkar fámenna þjóð getur
aldrei lagt neinn feikna skerf til
fjársöfnunar eða vélamenningar
heimsins. Enda eru beir menn ttli
sem eigi gráta það. Og eigi mun
heldur tjá að harma slíkt, því að
sakir fæðar okkar og fjárleysis
munum vér eiga fult í fangi með
að tileinka oss það, sem aðrar
þjóðir láta oss í té á sviði hinn-
ar verklegu menningar. Það hefur
þegar sýnt sig, að vér getum ekki
einu sinni hagnýtt oss alt það á
því sviði, sem bersýnilega má oss
að gagni koma. Og það er trú
mín, að á því sviði eigi ísland
ekki von neinnar sæmdarstöðu
meðal menningarþjóðanna.
En þá munu menn vilja spyrja
hvort nokkur von sé þess frekar
á sviði bókmenta eða lista. Um
listirnar er alt á huldu, þar eð á
endurreisnartímabili þeirra áttum
vér í að verjast vök kúgunar, ein-
angrunar og okurs. En nú á hin-
um síðustu tímum, þá er alt þetta
er af oss leyst, hafa listamenn þot-
ið upp eins og fíflar í túni, og
sumir þeirra getið sér góðan orð-
stír erlendra þjóða.
Um bókmentirnar er hægt að
gefa ákveðnari svör. Fornbók-
mentirnar sýna í upphafi mögu-
leika þjóðarinnar. Og á síðari
tímum höfum vér átt hvertljóðskáld-
ið öðru betra, þóaðeigi hafihróður
þeirra flogið vítt um heim og má
þar sjálfum oss að miklu um
kenna. Þessir menn hafa sem sé
orðið að hafa alt slíkt í hjáverk-
um. Ritstörfin hafa því orðið smá
kvæði, sprottin af augnabliks geð-
hrifum. Og má ætla að margur
stór og dýr gimsteinn hafi glat-
ast íslenzkum bókmentum fyrir
sakir ræktarleysis og illra aöstæða.
Og nú á síðustu árum hefur hóp-
ur íslenzkra skálda lagt undir sig
Norðurlönd. Fjórir íslenzkir rit-
höfundar hafa byrjað að skrifa á
dönsku og allir unnið sér mikinn
orðstír. Gunnar Gunnarsson þyk-
ir nú eitt hið mesta sagnaskáld Norð-
urlanda, leikrit Jóhanns Sigurjóns-
sonar og Guðmundar Kamban hafa
farið sigurför og Jónas Guðlaugs-
son gat sér bezta orðstír sem
ljóðskáld.
Og halda fnenn að þessi skáld
séu að gáfum og listræni fremri
öllum öðrum íslenzkum rithöfund-
um eldri ogyngri? Nei, það skyldi
enginn láta sér detta í hug. Ólík
kjör, ólíkt umhverfi hafa gert þessa
menn að því sem þeir hafa meira
orðið en aðrir íslenzkir rithöf-
undar, sem sýnt hafa snild sína í
smærri stíl.
En hversu mikið gagn hafa þeir
gert íslandi þessir menn og kunna
að gera í framtíðinni? Og væri
nú ekkert til þess vinnandi að ís-
lenzkir rithöfundar hér heima gætu
komist svo langt, að úílendar
þjóðir yrðu neyddar til að þýða
rit þeirra úr íslenzku jafnt og rit
annara stórskálda Norðurlandanna
úr þeirra málum.
En til þess þarf meira heldur
en tíu til fimtán þúsund á ári til
bókmenta og lista. Og hversu
miklu er ekki eytt til lítils hér á
landi? Býst ég við að komast
mætti af með færri starfsmenn
ríkisins, þó aö ekki væri nema
presta, og svo er um fleira. Enda
virðist nú svo sem ekki þyki mik-
ið um það muna, þó að eytt sé
nokkrum tugum þúsunda í alger-
lega gagnslausa seðlaskömtun og
annað því líkt flónskufálm.
Og eitthvað mun þurfa til þessa
að gera, því að enn þá á gjöf ís-
lands til heimsins að vera fegurð
og máttur. Það hvorttveggja höf-
um vér sýnt að vér getum gefið
í ríkulegum mæli. Og það er
skylda vor gagnvart sjálfum oss
og öðrum.
G. G. H.
Skolamál ,Tímans‘.
Svo er mál með vexti, að ein-
hver ónefndur, að ég hef frétt ekki
„ritstjóri" „Tímans“, sem sagt er
að hafi játaö sig óvitandi um
málið, hefur skrifað greinarkorn
um skólamál Seyðfirðinga. Auð-
vitað er greinin frekar um einhver
„privat" skólamál „Tímans" sjálfs,
því að fátt eða ekkert í henni á
víst við skólamál Seyðfirðinga,
eða yfirleitt nokkurra annarra, sem
annarstaðar eiga heima, en íímynd-
un Tíma-rithöfundarins.
Og flestir munu þekKja skriflis-
blæinn á greinarkominu.
Enn í þessari fróðlegu grein eru
færðar tvær ástæður fyrir því,
að skólanefnd Seyðisfjarðar
hafi lagt á móti Karli Finn-
bogasyni sem skólastjóra hér við
barnaskólann.
1. Að hann er kaupfélagssinni
og hefur stofnað kaupfélag hér á
Seyðisfirði.
2. Að hann er (líklega af Tím-
mönnúm syðra) talinn líklegur til
að keppa við frambjóðanda svo-
nefndra „milliliða“ hér á Seyðis-
firði, við væntanlegar þíngkosn-
ingar, einhverntíma í framtíðinni.
En orsök þess að þessar tvær
tilfærðu ástæöur riðu Karli Finn-
bogasyni að fullu, voru þær, að
sögn „Tímans“, að í skólanefnd
Seyðisfjarðar voru eingöngu kaup-
menn og langsarar. Ennfremur
skýrir „Tíminn frá þeirri fregn að
4/r> allra foreldra, sem börn áttu
í barnaskólanum hér hafi skrifad
undir áskorun til frœösiumála-
stjórnarinnar um að virða ekki til-
lögur skólanefndar neins. Loks
segir „Tíminn" að aðeins einn, sá
sanngjarnasti í garð Karls Finn-
bogasonar, hafi verið kosinn á
nýjan leik í skólanefndina.
Að því er ég frekast veit, hefur
andróðurinn gegn Karli Finnboga-
syni átt sér lengri aldur, heldur en
kaupfélagið hér. Og rithöfundar
„Tímans mættu það vita, að það
sem hefur verið. að honum fund-
ið sem skólastjóra, er sá brestur
á bindindissemi, sem „Timinn"
sjálfur fordæmir hvern mann fyrir.
Ennfremur það að hann snerist.í
of mörgum opinberum málum,
búskap og nú síðast verziunar-
málum. En skólanefndin mun hafa
litið svo á, að skólastjórar
við barnaskóla þyrftu að vera
reglumenn og menn sem hefðu
tíma til að leggja krafta sína
óskerta að kenslu og uppeldis-
málum, þar eð þeir liafa nú feng-
ið mjög sæmileg launakjör.
Ennfremur er það frá mínu sjón-
armiði mjög vafasamt hvort heppi-
legter að skólastjóri við barnaskóla
sé í eilífum illdeilum við aðstand-
endur barna út úr stjórnmálum og
öðrunt slíkum opinberum málum.
Ég lít svo á, að bezt væri að þeir
héldu sér utan við slíka hluti.
Hitt getur haft ill áhrif á samlíf
þeirra og barnanna, auk þess sem
stjórnmál eru þess eðlis, að þau
draga menn mjög frá öðru, þá er
taka mikinn og ákveðinn þátt í
þeim.
Um „langsara" „pólitíkina svo-
nefndu er nokkuð sama máli að
gegna og utn at nað í Tímagrein-
inni. Karl Finnbogason mun við
landskjörið fyrir fám árum hafa
verið styrkur fylgismaður Einars
Arnórssonar, vildarvinar Jónasar
frá Hriflu!! Og báðir skullu þeir
„langsum“ við kosningar, þó að
Karl félli fyr. Þá mun og sá mað-
ur, er vikið er að sem hinum eina
er verið hafi sanngjarn í garð
Karls Finnbogasonar, hafa verið
hlyntur „langsum", hinir skóla-
nefndarmennirnir alls ekki. Enn-
fremur formaður núverandi skóla-
nefndar. Svo að það er eins og
þar stendur: „Ekkert stemmir
það!“ Um áskoranirnar hefur
ekki verið hátt haft. En rétt væri
ef til vill hjá „Timanum“ að fá
að líta á þær hjá fræðslumála-
stjórninni og útvega sér síðan
upplýsingar uin það, hve margt er
þar á meðal af einhleypu fólki og
óbyrjum, eða því, sem á alls ekki
börn í skólanum, þó að það
kunni annars einhver að eiga,
eldri eða yngri.
Því að slíkar greinar sem þessi
„Tímagrein" gera Karli Finnboga-
syni ekki mikið gagn, en eru þess
eðlis, að eigi er unt að láta þeim
ósvarað.
Vel má það vera, að þeir sem
sátu í skólanefndinni séu betur
færir til verzlunarstarfa, en til að
fjalla um uppeldismál. Ekkert er
eðlilegra, heldur en það, að lífs-