Austurland - 09.04.1921, Síða 2
2
MJJSTURLAND
SEYÐISFIRÐI
hafa fyrirliggjandi:
Kaffi óbrent Epli, þurkuð
— brent Aprikosur, þurkaðar
— og malað Oma-smjöriíki
Export Bankabygg
Rúsínur Baunir, heilar & hálfar
Sveskjur Kex
Alt nýkomnar vörur.
Sagogrjón
Te
Þakpappn
Panelpappa
Grænsápu
Stangasápu
starf þeirra iáti þeim bezt, en eigi
veit eg betur en ailir þeir menn
séu taldir nýtir menn og vamm-
lausir og færi betur að Tímamenn
rösuðu eigi fremur um ráð fram eða
væru menn eigi ósanngjarnari en
for maður skólanefndar þeirrar er
frá fór.
Um þingmenskuna má víst það
segja, að ekki virðist tekið að bóla
á þingmannsefnum enn þá hér í
bænum. En góð er hin óbeina
yfirlýsing „Tímans“ um frámboð
Karls Finnbogasonar, því aðminsta
kosti í mínum augum bætir það
ekki fyrir neinum kennara eða
skólastjóra, að hann fáist mikið
við stjórnmál eða þingmensku og
hef ég fært að því máli rök.
Fræðslumálastjórnin getur svar-
að til síns máls og er ekki ólík-
lagt að satt sé það sem heyrst
hefur, að síra Tryggva Þórhalls-
syni hafi brugðiö, er fræðslumála-
stjóri sagði honum það álit sitt,
að hann bæri ekki skyn á skóla-
mál Seyðfirðinga. Enda kvað þá
klerkur hafa sagt sig saklausan af
greininni.
Guðni. G. Hagalín.
Sveitahéruðln og
iæknarnir.
Niðurl.
Hvað sem þessu líður, sem vænt-
aniega stendur til bóta hér á landi,
hafi kjör íslenzku sveitalæknanna
batnað stórum með nýju launalög-
unum.
Þá er eftir að athuga framavon-
ina, sem eflaust dregur margan
ungan lækm utan, hvernig skyldi
henni líða hjá læknunum okkar,
sem búnir eru að vera nokkur ár
í sveitahéruðunum? Er hún svo
blómleg, að hún megni að ná ungu
læknunum í auðu héröðin? Henni
virðist vera búið að koma fyrir
kattarnef hjá mörgum, og skal hér
gerð nokkur grein fyrir því, sök-
um þess, að það mun eiga drýgst-
an þáttinn í auðn læknishéraðanna
eins og nú standa sakir. Veit-
ingavaldið hér á landi, landlæknir
og forsætisráðherra, virða þá iækna
úr sveitahéruðunum að vettugi,
sem sækja um önnur skárri em-
bætti, sem losna og þó er verið
að auglýsa iaus. Það er skemst
á að minnast, hvernig farið var
að með veitingu ísafjarðarhéraðs
fyrir fáum árum, en því miður eru
dæmin ekki einstök, heldur mörg.
Mjög var það eðlilegt, þó að Vil-
mundur Jónsson, héraðslæknir
vildi það fremur en eitthvert út-
kjálkahérað, en á hinn bóginn var
afar óhyggilegt og grunnfærnis-
legt af veitingavaldinu, að veita
honum það, því til þess varð það
að traðka á rétti (ef hægt er að
tala um það í þessu sambandi hér
á landi), eldri, dugandi lækna, og
gaf þar með yngri læknunum fdr-
dsemið, með að þurfa alls eigi að
fara í erfiðari og strjálbýlli hér-
uðin; þeir geta fengið þau þegar
þeir koma frá prófborðinu, ef þau
eru laus, og hví skyldu þeir ekki
ganga á það lagið? En þegar
héruð af betri endanum eru ekkl
lengur til handa þeim, vilja þeir
ekki verða héraðslæknar á íslandi
upp á þá kosti, að fara í sveita-
héruðin og þrælka þar æfilangt,
fara því utan og setjast þar að.
Það er líka mjög eðlilegt.
Skamt er síðan að dæmi kom
fyrir, sem sýnir áþreifanlega, hve
ógurlega rotið veitíngavaldið er,
og skeytingalaust um hag lækn-
ishéraðanna, að því leyti að
þangað fáist læknar, þegar það er
að veita læknisembætti.
Sigvaldi Kaldalóns, héraðslækn-
ir í Nauteyrarhéraði og Guðm.
Þorsteinsson, læknir í Hróafstungu-
héraði, sóttn síðastl. sumar um
Hólshérað (Bolungarvík), en hvor-
ugur fékk; það var veitt ungum
lækni, sem hafði verið þar aður
búsettur í 1—2 ár. Báðir þessir
héraðslæknar höfðu þó áður farið
í læknishéruð, sem búin voru að
standa árum saman læknislaus, af
því þau hafa þótt afarerfið til ferða-
laga og strjálbýlis.
Sigvaldi Kaldalóns hefur gegnt
Nauteyrarhéraði í 11 ár, og hefur
verið talinn mjög dugandi og sam-
vizkusamur læknir, en hann er
orðinn heilsulítill til að gagna
þessu héraði, og má nærri geta,
að hérað eins og Hólshérað væri
honum eftirsóknarvert, því þar er
stórt þorp og ferðalög því nær
engin. Auðvitað var honum ekki
veitt héraðið, og þetta eru þakk-
irnar, sem hann fær af hálfu land-
læknis og stjórnar fyrir að hafa
farið í hérað, sem enginn annar
læknir vildi árin áður, og gegnt
því dyggiiega í rúman áratug,
þakkirnar þessar, að verða minna
metinn en læknirinn sem þar var
fyrir, og hafði áður verið héraðs-
læknir í 1—2 ár í Reykjarfjarðar-
héraði, en sagði því embætti þá
af sér sakir erfiðleika. Hann fær
Hólshérað fyrir að flýja erfiðleika
Reykjarfjarðar, en Sigvaldi er veg-
inn og léttvægur fundinn fyrir að
standa og stríða í erfiðleikum
Nauteyrarhéraðs í fullan áratug
Er ofsagt að veitingavaldið sé óg-
urlega rotið?
Það er ekki of mikið sagt þó
veitingavaldið með þessu og því
líku háttalagi hafi gert marga hér-
aðslækna úrkula vonar um að
komast nokkurntíma úr þeim hér-
uðum, sem þeir hafa einu sinni
lent í. Yngri læknunum mun eigi
þykja þetta agn girnilegt, og setj-
ast að erlendis.
Alþjóð manna finst það sann-
gjarnt, að þeir læknar, sem fyrst
lenda í sveitahéruðum og standa
þar vel og dyggilega í stöðu sinni
ættu að vissu leyti forgangsrétt að
betri embættum síðar, þegar þau
losna. Væri þeirri reglu fylgt,
myndu yngri læknarnir fyrst í stað
umsvifalaust sækja um sveitahér-
uðin, ílengjast þar nokkur ár, en
meðan þeir hafa ekki von um
annað en æfilanga þrælkun þar,
munu þeir eðlilega forðast þau,
og hvernig fer svo þegar þeir lækn-
ar hætta starfi, sem nú gegna ýms-
um af þessum lélegri sveiíahéruð-
um? Hvað skyldu héruðin þá
mörg verða læknislaus, ef veitinga-
valdið heldur svona stefnu og
fálmi áfram lengur?
Hvað af veitingavaldinu skyldi
hafa ráðið veitingu Hólshéraðs s.
1. haust? Mun það hafa verið
landlæknir eða forsætisráðherra,
eða er þar samansöfnuð grunn-
hygni þeirra, óframsýni og óvit,
sem þar hefur vertð að ráðum?
Það eru örugg ráð sem bent
hefur verið á, en eðlilega koma
þau aldrei að haldi, nema reynd
verði. Veitingavaldið þarf að átta
sig á því, til hvers þetta leiðir, og
taki það sig ekki á, verður þjóð-
in að koma því á annara hendur,
sem færari eru með það að fara,
eða taka það sjálf í sínar hendur og
kjósa læknana, þó að prestakosn-
ingarnar spani lítt upp í mörgum
löngun til þess, en öllu grárra
yrðu læknar eigi leiknir af kjós-
endum en veitingavaldi síðustu ára
Sú regla, að læknar eigi einhver
laun vís, önnur en föstu launin
og jafnvel fasta bústaði, fyrir dygga
þjónustu í erfiðum sveitahéröðum,
má til með að verða föst og ó-
haggandi. Þetta má ekki vera
háð pólitísku kálfabrölti eða per-
sónulegum geðþótta veitingavalds-
ins, nei, það þarf að fara svo að,
að læknar geti óhykað treyst og
reitt sig á réttlæti og sanngirni í
embættisveitingum. Hvenær verð-
ur það? Verður það tíð núver-
andi landlæknis og stjómar?
Þeir hafa sennilega ekki fengið
kodda undir höfuðið hjá veitinga-
valdinu, þeir læknar, sem staðið
hafa í striti og erfiði sveitahérað-
anga s. I. áratug og meir, en þeir
sem gerðust verkþrælar annars
UMBÚÐAPAPPI'R
fæst keyptur í
Prentsmiðju Austurlands.
Reiðhestur til sölu.
Leirljós hryssa, 9 vetra gömul,
gott reiðhross, er til sölu hjá Helg*
Jóhannssyni, Krossstekk Mjóafirðl.
INNANHÚSPAPPI
veggfóðúr og ýmsar tegundir
af málningavörum til sölu hjá
JÓNI fi. JÖNASSYNl, niálara.
Hani
óskast keyptur. R. v. á.
TVÍRITUNARBÆKUR
fást eftir pöntun prent-
aðar og h e f t a r í
PIENTSMISJIIAUSTURLANDS
húsbónda hér á árunum, fengu
hann þó, eftir þvf sem meistara
Jóni farast orð. Vér skulum vona,
að sjálit veitingavaldið verði eigi
verra, og sjái þá sæng upp breidda,
sem þeir með þessu búa landinu
tíl sveita.
En þjóðin, sem farin er að sjá
hvert stefnir í þessu efni, mun
eflaust taka í taumana, áður farið
er lengra, því hún er ekki svo
merglaus enn, að hún geti það
ekki og geri.
Db.
Símskeyti
frá
fréttaritM-a AwtturlwMh.
Rvík 7/1.
Allsherjarkolaverkfall í Englandi.
Flutnings- og járnbrautamenn
taka þátt í verkfallinu. Enska
stjórnin hefur gefiö út bráða-
birgðalög, sem heimila henni að
leggja eignarhald á kolanámurj
hesta, vagna, lýsingartæki og
skipaskurði. Sömuleiðis heimild
til að hafa eftirlit á öllum vegum,
takmarka skipagöngur og banna
skipum að fara úr höfn. Enn*
fremur heimild til að hafa eftirlit
með uppskipun vara og vald til
að kveða upp verð á gasi, kolum,
vatni, rafmagni og bensíni. Bönn-
uð sala á skotvopnum. Stjórnín
hafi rétt til að nota hermenn til
allra nauðsynjaverka, Lögreglulið-
ið aukið.
Fjalla-Eyvindur leikinn í kvöld
í 50. sinn. í tilefni af því flytur
prófessor Nordal erindi um leik-