Austurland - 09.04.1921, Síða 3
AUSTURLAND
3
Drotningin.
Er sá e'g þig gyðjan mín góða
ég gladdist í fyrsta sinni.
Þér ekkert var of gott að bjóða,
því offrað’ eg sálu minni.
f draumum varstu drotningin mín,
ég dáðist að göfgi þinni.
Þú varst mér hið dýrsta í veröldinni
Og harningj' eg hugðist að vinna,
en hamingjan torsótt mér reyndist.
Því ógæfa örlaga minna
undir í djúpinu leyndist.
En drotningu minni ég þakka það
hvað þróast fékk í mér af góðu
og blómiri þau fegurst’ er blikandi glóðu.
Þá hafið við landsteina hljómar,
ég hlusta svo þögull og stúrinn.
Mér ógnuð’ ei dagsins dómar
þótt drjúgum þeir hækkuðu múrinn.
Ég bjóst við því eitt sinn að brjót’ í hann skarð
og borg minnar hamingju vinna.
Þar ríkti hún drotningin drauma minna.
Nú býðst mér ei neitt til bóta,
— eg braut þarna gæfu rnína.
Mér auðnaðist einkis að njóta,
ég átt’ enga sól til að skíria,
og lífsgleðin förlast — ég legg fram bæn,
sern Ijúft er mjer við að una:
Drottinn blessaðu drotninguna.
/'•
Skósmíöavinnustofa
Sigurgísla Jónssonar, Seyðisf.
Hefir nú fengið miklar birgðir af ails-
konar efni til skósmíða af beztu teg-
und. Býr til fínustu sparistígvél,
óslítandi vinnustígvél og vönduðustu
sjóstígvél. Vönduð vinna fljót af-
greiösla.
Handunninn skófatnaður er beztur.
ritið og höfund þess. Hljómsveit
skemtir. Tóbaks- og áfengisfrum-
varpið afgreitt í neðri deild. Óvíst
að þtð nái samþykki efri deildar.
Rvík 9/4.
Lloyd George hefur boðist til
síttaumleitana við námumenn,
en foringjar þeirra hafna boðinu.
Times birti heimulega áskorun frá
Leninstjórninni þar sem bent er
á hver nauðsyn sé að halda áfram
undirróðri. 4 imes fullyrðir að
samband sé milli Leninstjórnar-
innar og námamanna. Flutninga-
menn hafa samþykt að styðja
námamenn. Tyrkir hafa gersigrað
norðurfylkingararm gríska hersins
og stökt þeim á flótta. Karl kon-
ungur farinn frá Ungverjalandi
til Sviss. Spánarstjórn hefur hækk-
að innflutningsgjald af norskum
saltíiski úr 24 pesetum í 36; látið
í veðri vaka að hækkun þessi sé
gerð vegna innflutningsbanns á
vínum í Noregi. Briand segir aö
þýzkaland muni að lögum talið
gjaldþrota, ef það fari undan um
skuldagreiðslu í maí.! Spáir hann
að þá muni draga til stórviðburða
og muni Frakkar ganga hart eftir
sínu og jafnvel beita valdi. Stjórn
Bandaríkjanna hefur tilkynt að
hún telji sig á engan hátt bundna
við Versalafriðinn, yfirráðið né
alþjóðabandalagið.
Þögn Alþingi. Neðri deild hef-
ur samþykt einkasölufrumvarp
tóbaks og áfengis með 14 gegn
13, er það komið til annarrar um-
ræðu í efri deild. Fjárlögin koma
frá fjárveitinganefnd neðri deildar
í næstu viku. Togararnir ganga
allir til veiða, afla vel. Atvinnu-
rekendur hafa samþykt að greiða
í tímakaup í eftirvinnu kr. 1,50 á
virkum dögum, kr. 2,00 á helgi-
dögum. Lagarfoss kemur á mánu-
dag.
Hitt og þetta.
Skip.
Fyrir viku síðan kom hingað
frönsk skonnorta með forða
handa togurum, sem síðar komu
hingað og fermdu skipið fiski.
E.s. „Gullfoss“ kom hingað í
vikunni á leið til útlanda. Meðal
farþega voru Þorlákur Sigurðsson
frá Newcastle, meðeigandi Zöllners
og Böðvar Jónsson skósmiður.
Tíðarfar
hefur undanförnu verið hið
bezta og nú korninn sumarhiti. í
Verziun PÁLS A. PÁL5S0NAR, Bjarka
selur ódýrasta álnavöru og skótau og gefur 15% afsl. gegn pen-
ingum. Hefur einnig nægar birgðir af öðrum vörum: Kaffi, Hafra-
grjón, Baunir, Riis, Maís (heil.), Rismjöl, Kartöflumjöl, Banka-
bygg, Oma-smjörlíki og margt fleira. Sími 35 Á.
fieiri tegundir, fyrir 5
krónur kílóið íæst hjá
5 St. Th. Jónssyni
Kaupfélag Austfjarða
hefur meðal annars Haframjöl pr. kg. kr. 0,85
Maísmjöl — — — 0,50
Kaffi, könnur og katla. — Nýkom-
ið margt fleira. — Hvergi betra.
Kaupfélagiö hefur eingöngu nauðsynl. og vandaðar vörur. Kaupið því þar
Niðursett verð.
Verzlun St. Th. Jónssonar hefur nú fært niður verð á mörgum
vörutegundum. — Bezt er að spyrja um verö þar, áður en kaup eru
gerð annarsstaðar. Talsími 1 og 51.
Prentsmiðja Austurlands
preníar og selur allskonar eyðublöð og reikninga,
með eða án firmanaíns. Hefur til sölu ágætan póst-
pappír (margar teg.) og umslög, áprentað eftir vild.
Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun.
héraði var marzmánuður í sum-
um sveitum all-harður. Mátti heita
að á ýmsum bæjum yrði að gefa
fé fulla gjöf.
Fiskafli.
er nú all-mikil! suður á Fjörð-
um og er búist við að eigi líði á
á löngu unz fiskur gengur hingað
norður.
Frá Eiðum.
Ailir eru nú orðnir heilbrigðir
þar af hettusóttinni. Próf munu
byrja þar í eldri deild 24. þ. m.
Af leiknum
„Andbýlingarnir" hafa oröið
700 krónur beinar tekjur. Ekki
mun ennþá ákveðið til hvers gefa
skal féð.
Orðsending.
Stórtemplar Þýzkalands hefur
beðið stórtemplar íslands að safna
allskonar frímerkjum, hérlendum
og útlendum og senda sér, til
hjálpar bágstöddu fólki, og segir
hann með því hægt að hjálpa
ótrúlega mikið.
Stúkan hér hefur falið mér
þessa frímerkjasöfnun hér í Seyð-
isfirði og leyfi ég mér því að
beina þeirri ósk til allra, einkum
þeirra, sem mikið berst til af frí-
merkjum, að safna þeim saman í
Köttur
tapaðist fyrra laugardag, með
blátt band um hálsinn. R. v. á.
réttan eiganda.
þessu augnamiði og láta mig fá
þau.
Ég veit að vísu að margir safna
íslenzkum frímerkjum, en ég er
viss um að enginn, sem vilja hef-
ur til að hjálpa bágstöddu fólki í
löndum þeim, er stríðið hefur
þjakað svo hörmulega, sem raun
er á oröin, sér í að verða af svo
lítilfjörlegum og óvissum gróða,
að minsta kosti geta allir, sér að
skaðlausu, séð af útlendu frímerkj-
unum, sem fáir eða engir safna,
en verða jafn þakksamlega mót-
tekin.
Jón Sigurðsson.
Verdlœkkun
Hveiti og sykur hafa lækkað
mjög mikið i verði. Varð verð-
lækkun þessi fyr í Reykjavík en
hér og var lækkunin ekki tilkynt
hingað, fyr en umboðsmaður
landsverzlunarinnar hér gerði fyr-
irspurn suður, þá er hann hafði
frétt um lækkunina. Er þetta und-
arleg háttsemi landsverzlunar-
stjórnarinnar og verður líklega
ekki vel liðin.