Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Austurland


Austurland - 04.06.1921, Side 1

Austurland - 04.06.1921, Side 1
19. tbl. Seyðisfirði, 4. júni 1921 2. árg. Áfram. Nú er svo komið á landi hér, að ýmislegt það, er þótti vænleg- ast vera á sviði atvinnuveganna, er komið að meira eða minna leyti í öngþveiti, sem eigí verður fljót- lega eða með skyndiráðum úr komist. Um landbúnaðinn má það segja, að eigi sé hann miklu ver staddur en undanfarin ár, ef þetta ár. reynist eigi il)a, þar eð nú hefur góður vetur bætt í búi og öll líkindi eru til þess að eigi verði eins erfitt að fá fólk og áð- ur. En um sjávarútveginn er öðru máli að gegna. Hversu gulllindin mikla, síldveiðarnar, fór, er á al- manna vitorði. Þar var taflið teflt of djarft og nú sýpur þjóðin af því seyðið. Að nokkru leyti má og segja það, að togaraútvegurinn sé kominn í ógöngur. Skipin hafa keypt verið dýrtíðarverði hinu hæstaogsíldamarkaðurinn að miklu brugðist, en síldveiöarnar voru um nokkur ár hin bezta uppbót tog- araútgerðinni. Sama er að segja um alla hina stóru og vönduðu vélarbáta, sem keyptir voru okurverði í mjög stórum stíl víðsvegar um land, einkum í því trausti, að einmitt síldveiðarnar gæfu sem mestan gróða. Nú er þessi útvegur kom- inn svo að segja í kalda kol, sér- staklega þar, sem hann blómgaðist bezt. Þar hefur hrunið orðið stór fenglegast. Og er nú undarlegt, þegar svona er komið, þótt erfitt verði að láta þjóðarbúskapinn bera sig? Tæpast mun hægt að segja það. En sízt dugir nú að missa kjarkinn og sitja auðum höndum, starandi á fallnar rústir. Þá er hið stóra hef- ur brugðist, er að grípa til hins minna, sem áður hefur vel dugað og láta það lyfta sér á nýjan leik til hins stærra. Framleiðslan er nauðsynleg þjóðinni, framleiðsla sem ódýrust, en þó sem mest. ( vetur var drepið á hér í blað- inu seglskipaútgerð. Þann útveg sem telja má samkvæmt reynzl- unni einna áhættuminstan og ó- dýrastan. Var þar bent á hversu hann hefði blómgast annarsstaðar á landinu. Og því má hér við bæta, að einmitt hann hefur skot- ið fótuni undir þann útveg, sem hefur mest fé gefið undanfarandi ár. Seglskipaútgerðin hefur skap- að hrausta og dugandi sjómanna- stétt og gert þjóöina íslenzku hæfa til að fylgjast fyllilega með á sviði sjávarútvegsins. Og hví skal nú ekki grípa til þessarr atvinnu- greinar á nýjan leik, þar sem föng eru á? Er ótrú sú, sem komist hefur á sjávarútveginn undanfandi ár svo mögnuð, að menn hafi gleymt öllu því, sem vel hefur gefist á því sviði? Hér austanlands hafa menn ekkf alment komist upp á að eiga við þessa tegund sjávarútvegsins. En það vita þó allir, að Færeyingar hafa haft hér sín beztu fiskimið og blessast vel. Hitt er ekkert eins- dæmi, þótt aflabrögð bregðist ár og ár í bili. Það á sér allstaðar stað. Nú mun vera ætlunin að gera enn tilraun í þessa átt í sumar og er vonandi að tilraun sú verði til þess, að útvegur þessi geti hafist hér og orðið til jafnmikils gróða og blessunar, eins og víða annars- staðar á landi hér. Verður síðar skýrt nánar frá þessari tilraun, þegar að því kem- ur, að hún verði hafin, sem ekki mun verða langs að bíða, ef eigi kemur eitthvað óvænt fyrir. Fordæmið. Jónas nokkur Jónasson, frá Flatey, ritstjóranefna blaðsins „ís- lendings“ á Akureyri, bullar tals- vert í greinarstúf í 24. tbl. „ís- lendings", út af því, að Alþingi veitti styrk til Ara Arnalds bæjar- fógeta á Seyðisfirði. Qreinarstúf- urinn sýnir að ritstjóranefnan á nokkuð til af illgirni, en sára-lítið af skilningi og nauða-htið af viti, enda verða lesendur „íslendings“ að jafnaði þess áþreifanlega varir, að tilfinnanlegur skortur er á þeim kostum hjá ritstjóranefnunni. Aiþingi veitti Arnalds bæjarfó- geta heilsubótarstyrk, eða réttara lœtur hann halda árslaunum, þótt hann geti ekki sint embætti sínu árlangt, vegna heilsubrests. Þetta finst ritstjóranefnunni, Jónasi, ó- heyriiegt fordæmi, sem hvergi eigi sér stað, að ríkið veiti þesskonar styrki embættismönnum eða starfs- mönnum sínum. Mikil er nú þekk- ingin og fróðleikurinn hjá þess- uni aumingja manni. Nálega í heilan mannsaldur hefur það nú gerst hjá nálægum þjóðum, að ríkin hafi veitt þesskonar styrki embættis- og starfs-mönnum sín- um og gera það enn árlega, t. d. í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Englandi; jafnvel í Svíþjóð er það orðin föst venja að láta ríkisstarfs- mann halda alt að árslaunum, þótt hann ekki geti sint embættinu ár langt vegna heilsubrests og það án tillits til þess, hvort embættis- maðurinn er vel fjáður eða ekki, ef hann fer þess á leit. Astæðan til þessa hjá sænsku ríkisstjórn- inni er sú, að hún hlúir á heil- brigðan hátt að starfsmönnum sínum og þykist með þessu móti geta betur trygt ríkið fyrir því, að starfsmenn þess komist á eftirlaun vegna heilsubrests. — Hér á landi er fjarri því að styrkurinn til Arn- alds sé fordæmi og því síður eins- dæmi, þar kemur aftur fáráðlings- fáfræðin hjá Jónasi. í landshöfð- ingjatfð Magnúsar Stephensens mun hafa verið veittur úr lands- sjóði samskonar styrkur og Arn- alds, til eins sýslumanns, eins læknis og eins póstmeistara. í seinni tíð hafa samskonar styrk- veitingar komið fyrir, t. d. til mag. Björns sál. Bjarnarssonar frá Við- firði. Loks er það ekki Arnalds einum, sem Alþingi hefur veitt nú jrannig lagaðan styrk, heldur einn- ig Jæknunum Sigvalda Kaldalóns á Ármúla og Kristjárni Kristjáns- syni á Seyðisfirði og að sögn einnig Einari Þorkelssyni, skrif- stofustjóra Alþingis. — Af þessu má nú sjá, hversu mikið rugl og heimskuþvætting Jónas fer með í „íslendingi“. Það er nú orðið vitanlegt flest- um, nema skilningslausum þöng- ulhausum, að með faunakjörun- um á undanförnum árum, hefur verið farið svo illa með ýmsa embættismenn hér á landi, að þess er ekki dæmi í nágranna- löndunum. Það er öllum skynbær- um mönnum bersýnilegt, að það er rétt siefna hjá Álþingi, að láta starfsmenn ríkisins halda launum sínum eitt eða tvö missiri, þótt þeir geti ekki sint embætti sínu vegna heilsubrests, ef með því móti er hægt að forðast það, að starfsmaðurinn lendi á eftirlaun. í samræmi við þetta var í lagafrumvarpi fyrir þinginu núna ákvæði um það, ef barnakennar- ar sýktust af bérklum, skyldu þeir tafarlaust víkja úr embætti en halda s/s. launa í tvö ár á með- an þeir leituðu sér lækninga. — Þetta virðist ekki vera óviturleg stefna. „íslendingur“ ereina blað lands- ins, sem er svo grunnfært, að skilja ekki stefnu Alþingis um þessa styrkveitingu og að hér get- ur verið aö ræða um, að forða ríkissjóði frá eftirlaunaútgjöldum, margfalt meiri en styrkveitingun- um. Út af ummælum Jónasar í „ís- lendingi um Arnalds persónulega, þar sem honum finst Alþingi telja hann „meiri og mætari en alla aðra þegna íslenzka ríkisins“, þá get ég ekki stilt mig um að segja ritstjóranefnu „íslendings“ þetta: að Austfirðingar hafa áreiðanlega svo miklar mætur á hæfileik- um og mannkostum Arnalds, að þeir vildu ekki missa hann og fá í staðinn nokkur eintök af jafnok- um Flateyjar-Jónasar. Greinarstúfurinn í „íslendingi11, eins og önnur afkvæmi ritstjórans, virðist bera ljósan vott þess, að hann hefði þurft að minsta kosti að afla sér meiri þekkingar áður en hann gerðist svo framur, að telja sig færan til að vera leið- andi maður þjóðarinnar. Og að endingu vil ég ráða honum til þess að hreinsa af augum sínum kerlingareld þann, er þau virðast ofhlaðin af, áður en hann fer að vísa þingi og stjórn til betri vegar. Snœbjörn frá Flatey. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík S1/5. Lloyd Qeorge hefur tilkynt að lögleidd verði gerðardómsskylda í verkfallsmálinu, ef námaeigendur og verkamenn komi sér ekki sam- an eða vilji ekki hlíta málamiðl- un stjórnarinnar. Orðsendingin send námumönnum og verkfalls- mönnum. Eiga þeir að bera hana undir atkvæði. Vænst að úrslit verði kunngerð á föstudag. Breta- stjprn hefur sent liðsauka til ír- lands. Korfanty hefur lýst yfir að hann niðurleggi vopn og hlíti úr- skurði Bandamanna. 1700 Pólverj- ar féllu í bardögunum, 2500 særð- ust. Bráðabyrgðaákvæði sendi- herraráðsins eru þau, að austasti hluti Efri-Schlesíu verði fenginn Pólverjum, miðhlutinn verði und- ir umsjón Bandamanna og vest- urhlutinn verði fenginn Þjóðverj- um. Kristíaníufregn segir að Syndi- kalistar hafi farið í flokkum með talsverðum æsingum á föstudags- kvöld. Vopnað herlið hafði tvístrað þeim. Verkfallið geti orðið alls- herjarverkíall, ef póstþjónar og járnbrautarmenn verði þátttakend- ur. Þjóðhjálpin reynist þolanlega. Þjóðverjar sendu # 27. maí 200 milliónir gulldolla’ra skaðabætur til Parísar. Lagarfoss köm í dag og fer hringferð. Rvík 2/e. Þjóðbandalagið hefur skipað nýja nefnd sérfræðinga til þess að semja breytingatillögur um starfssvið bandalagsins. Vppskeru- horfur óglæsilegar í Rússlandi. Kristíaníufregn segir að verkamenn virðist ætla að verða undir í verk- fallinu. Blöð borgaraflokka eru farin að koma út aftur. Samgöng- ur eru hafnar, aðflutningar komn- ir í samt lag. Dómsmálaráðuneyt- ið hefur krafist sakamálarannsókn- ar gegn Socialdemokraten, sökum hvatningar til ofbeldisverka. Þorsteinn Gíslason er orðinn meðritstjóri Morgunblaðsins. Egg- ert Claessen er orðinn bankastjóri íslandsbanka, Sighvatur hefur feng- ið lausn. Hitt og þetta. Slys. Slys það vildi til síðastliðinn sunnudag á Egilsstöðum á Völl- um, að Þórarinn Jörgensen, héð- an frá Seyðisfirði, druknaði í Lag- aríljóti. Hafði hann farið út á fljótið á fleka, er liðaðist sundur undir honum; hélt hann sér lengi við flekann og miðaði heldur til lands. Bátur var enginn nálægur og voru hestar sóttir og riðið út í fljótið. En er skamt var að manninum, var mátturinn þrotinn, svo að hann sökk. Þórarinn var fæddur og uppalinn hér á Seyðis- firði, sonur Jörgensens heitins bakara hér. Var Þórarinn af öll- um þektur hinn bezti drengur, bóngóður með afbrigðum, glað- vær og frámunalega góðlyndur. Lagvirkur var hann á alt og lagði helst stund á húsamálningu. Var harin á bezta aldri og að honum hin mesta eftirsjón. Settur bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður í Norður-Múlasýslu er Jón Sigtryggsson cand. jur., áður bóndi á Grundarhól á Hólsfjöll- um. Kom hann hingað til bæjar- ins í fyrradag. Býður „Austur- land“ hann velkominn.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.