Austurland


Austurland - 11.06.1921, Blaðsíða 3

Austurland - 11.06.1921, Blaðsíða 3
\USTURLAND 3 Skósmíöavinnustofa Sigitrgísla Jönssonar, Seyðisf. Lesið næst! í Héraði. Ólafur iæknir Lárusson á Brekku í Fljötsdal hefur legið þungt haldinn í heilan mánuð og er varla rólfær enn. Innflúenzan er nú hér alveg útdauð. Og er skipum leyft að hafa samband við land. En fáránlega hafa menn ver- ið hræddir við hana út í írá. Frá eiruim næstu tjarða kom hingað vélarbátur með fólk og þótti ófært að láta hann komu upp að bryggju eða í fjöruna, en hann hafði lít- inn bát í togi og þeim bát var óhætt, ekki samt að bryggju, held- ur upp í fjöru. Sömuleiðis var því hótað úr sama stað, að ef bátur héðan kæmi kl. 8 í stað 10 að morgni, þá fengi hann alls ekki að fara inn fjörðinn. Ekki er mönnum augljóst, hvort heldur gera hefur átt út vopnað skip á móti honum, eða hvort reist hafa verið virki til varnar úti á yztu nesjum! La'tist hefur af lungnabólgu Óli Flall- grímsson á Skálanesi, áður bóndi á Bæjarstæði hér í firðinum. Var hann maður hniginn á efra aldur. Hjónaband. Qefin voru hér saman í hjóna- band af Ara Arnalds bæjarfógeta Sigurlín Sigurðardóttir og Jón Vigfússon, byggingameistari. Skip hafa komið hér mörg undan- farna viku. „Lagarfoss'* kom hér síðastl. þriðjudag, skilaði pósti og leíðandinn veitt sér — því hægra veitist honum að lifa. En nú eru sumir svo vel settir í þjóðfélag- inu aö þeir geta lifað manna bezt, án þess að framleiða neitt. Þeir lifa á framleiðsiu annara. Þetta hyggja margir vera ákaflega þægi- legt og göíugt iíf og því er sótt eftir því og þeim mönnum fer æ fjölgandi. Eg vil í þessu efni benda mönnum á kaupmenzkuna Kaupmenn þutu upp, hér á landi á stríðsárunum, eins og gorkúlur á haug. Þeir byrjuðu blásnauðir, en urðu stórríkir á örstuttum tíma. Hvernig sá gróði hefur verið feng- inn, getur hver heilbrigð sál hugs- að sér. — En var það ekki gert fyrir landið og þjóðina að ein- hverir höfðu vit og þor til að græöa? munu sumir segja. Hvar er sá gróði nú? segja aðrir. Hef- ur honum verið varið almenningi til heilla? Bankarnir eru þurausn- ir, liggur við gjaldþroti. Kaup menn lýstir gjaldþrota og landiö Verzlun PÁLS A. PÁLSSONAR, Bjarka hefur fengið mikið úrval aí nýrri álnavöru: Flauel, strífað (blátt & rautt), Klæði afar fallegt, Lasting. Sundföt & Leikfimis- föt, Kvennærföt (Tricoat), Silkitreyjur og blússur o. m. fl. Hinar margþráðu Pirate,& The Chief-Cigarettur og allskonar Vindla. Einnig: Stívelsi, Úrfestar (gold double), Brjóstnálar, liringi og Slifsisprjóna. Kaupið þetta fyrir hátfðina. Símnefni „Bjarki“ Telefon 35. T 1 L SÖLU eru þrír árabátar í góðu ástandi með öllu tilheyrandi og einnig veið- arfæri ef óskast. Böövar Jónsson. tók póst. Kolaskip hefur komið með kol handa dönsku varðskip- unum, „Fylla" og „Islands Fa)k“. Botnvörpungurinn „Austri“ kom hér með fisk, en getur nú eigi fariö úi vegna koialeysis, Ari Arnalds bæjarfógeti, frú hans og börn munu fara nieð næsta skipi til Reykjavíkur. Þaðan mun bæjar- fógetinn fara í utanför sína. Sudur-Múlasýsla er veitt Magnúsi Gíslasyni cand. jur., sem áöur hefur verið settur þar sýslumaður. Tídindum þykir það sæta, að Þorsteinn Qíslason er oröinn ritstjóri „Morg- unblaðsins". Þykjast þá menn eigi lengur í vafa um afstöðu Jóns Magnússonar til Framsóknarflokks- ins, eða afstöðu Morgunblaðsins til stjórnarianar, þar eð menn vita aö „Lögrétta“ hefur í seinni tíð veriö hennar eina skjól og skjöldur, Úr sveitum. Sauðburðurinn hefur gengið hið bezta, varla drepisl lamb, þrátt fyrir snjóa þá er komu um dag- inn. Er sumsstaöar búið að rýja geldíé, enda tíð góð undanfarna daga og hitar afskaplega miklir, um og yfir 20° C í skugganum. Ekkert er farið aö fiskast hér enn, enda væri synd að segja að mjög hefði verið að gert tilraunum í þá átt. „Austri“ sagði feikna fugl og sílferð hér úti af firðinum. Botnvörpungurinn „Austri“ sótti Pál Ólafsson frá Hjarðarholti, framkvæmdastjóra, til Norðfjarðar í gær. Skiptapi. Nýlega hefur farist seglskipið „Dýri“ frá Dýrafirði með 10 mönnum. Voru 9 af skipshöfn- Allskonar stimpla frá i Kaupmannahöfn útvegar HANS SCHLESCH cand. pharm. SEYÐISFIRÐI umboöstnaður á Austurlandi. inni úr Dýrafirði, en 1 úr Arnar- firði. Mikill hluti skipshafnarinn- ar á „Valtý“, er fórst með 30 mönnum í fyrra, var úr Arnar- firði og Dýrafirði. Hafa þær sveit- ir fengið sorglegar blóðtökur. Flestir á „Dýra“ voru kornungir menn. Aths. Greinin „Samkeppni", sem verð- ur lokið í næsta tölubl. mun verða tekin til nánari athugunar síðar. Síöastliðinn sunnudag voru fermd 23 börn í Vestdalseyrarkirkju. Mun það verða síðasta messugerðin þar. TVÍRITUNARBÆKUR fást eftir pöntun prent- aðar og h e f t a r í PRENTSMIflJU tUSTURLABDS UMBÚÐAPAPPÍR fæst keyptur í Prentsmiðju Austurlands. Vátryggingar Brunatryggingar Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar Sigurður Jónsson Sími 2 0£ 52. Auglýsið í ,Austurlandi‘. á hausnum. í fáni orðum sagt, hafa kaupsýslumenn spilað svo með fjárafla þjóðarinnar að til vandræða horfir. — Hvað hefur hlotist gott af þessari samkeppni? Lítum svo á samkeppnina milli aðalatvinnuvega okkar. Þar hófst samkeppnin um vinnukraftinn og buðu hvorir í kapp við aðra. Menri skyldu ætla að landbúnað- uri'nn hefði staðið betur að vígi í upphafi, því að hann síóð á göml- um merg og við hann var þjóðin uppalin. En bændur voru of heimskir og latir til þess að skilja að tíminn var að breytast og til þess að fullnægja kröfunum og standast straum tímans þurfti um- bóta við. Qlöggt dæmi þessu til skýringar er grein eftir Quðmund Friðjónsson í 5. tbl. „Austurlands“ þ. á. „Innanlandsviðskiftin og dýr- tíðin“. Eg hygg að hér sé um að ræða skáldið frá Sandi, því mér finst andinn vera líkur — þessi skerandi barlómur. Hvort sem þessi Guðm. Friðjónsson er skáld- ið okkar eða einhver annar, þá er hann sannárlega íslenzkur bóndi og hefur lært að slá barlóms- bumbu. í sama tbl. „Austurlands" er grein eftir samnefndan mann: „Ferðalag um Austurland 1920“. Þar getur Guðm. Friðjónsson þess (sá mun vera skáldið) að vinnu- menn á Fljótsdalshéraði hafi alt að 50 fjár á kaupi sínu og hest að auki: „jjau gæði mundum við Þingeyingar meta með fæði 20— 30 hundruð krónur“. Gaman væri að sjá þann reikning útfyltan sem sýndi, að „alt að 50 kinda- og hest-fóður gerðu 20—30 hundruð krónur með fæði manns. Þá munu verk vinnumanns hátt reikn- uð og mun víst bóndinn hafa drjúgar tekjur af vinnu hans. — Það getur vel verið rétt að bú- skapurinn beri ekki þessa „risnu“. En það veit víst ekki Guðm. Frið- jónsson, að þetta er gamalt vinnu- mannskaup — 50 kindafóður — og hafi landbúnaðurinn getað bor- ið það ætti hann engu síður að geta borið það enn (sbr. greininni „Innanlandsviðskiptin og dýrtíð- in, eftir G. Fr.) Fyrir hestinum hygg eg að vinnumaðurinn vinni í tómstundum sínum og á helgi- dögum og vísast notar hann eitt- hvað í þágu húsbóndans. — Það kom og fyrir, þá er vinnumanns- kaup var goldið með 50 kinda fóðri, að vinnumenn höfðu aðeins 30 kr. peningakaup. Það var auð- vitað víst kaup, því að pening- arnir féllu ekki úr hori þótt illa félli. Myndi nú Guðm. Friðjóns- son vilja gerast vinnumaður með 30,00 kr. í kaup, auk fæðis? Mér findist sanngjarnt að hann fengi ráð yfir ofurlitlum tíma til ritstarfa svo að hann gæti kvartað yfir kjörum sínum í sögubroti eða blaðagrein og notið skáldastyrks fyrir. En því miður fyrir landbúnað- inn, er þetta kaup ekki nóg —

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.