Austurland


Austurland - 02.07.1921, Page 1

Austurland - 02.07.1921, Page 1
23. tbl. Seyðisfirði, 2. júlí 1921 2. árg. Norske Turneres Hilsen til Island Juni 1921 Mel.: „Millom Bakkar og Berg“. Norges Sönner nu hilser Dig Island der Du ligger saa fager og stolt. Bringer Hilsen dig ög fra vort Hjemlatíd for Du Farverne vore har holdt. Norges Sönner en Hilsen Jer senner I, som över den œdle Idræt; ■ vi som Turnere og Eders Venner önsker aldrig af Sport 1 gaar træt. Hilset være Du Island og Folket, som av Norrönablod stammer ned, gid Du maatte som Forsynet tolket leve evig i Venskap og Fred. Hilset vœre Dit Flag og Dit Minde og Din Slegt, sotn er trofast og sterk; vi som Brödre av Blod önsker findé lykkelig Fremgang av Fædrenes Verk. Island og norræn menning. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að oft hefur allmikið borið á óvild íslendinga í garð Dana annars vegar og lítilsvirðingu Dana í garð íslendinga hins vegar. Nú er aftur á móti svo komið, að ó- vildin er tekin allmjög að hverfa og víða er hún horfin. í blöðun- um sést varla voítur hennar, nema þá helzt, þótt undarlegt megi virð- ast, í blaði íslenzkra jafnaðar- manna. Reyndar er ójöfnuðurinn oft ofarlega þar. Dansk-íslenzka félagið hefur mjög að því stuðlað að slétta yf- ir ójöfnur þær, er hafa skilið þjóð- irnar. Og nú er komin út byrj- un á all-miklu verki, er heitir „Danmörk eftir 1864 I. Viðgang- ur þjóða vorra eftir 1864, eftir Ejnar Munk“. Er ritið þýtt af Vilhjálmi Þ. Gíslasyni. Skrifar Áge Meyer-Benediclsen inngang áð ritinu og eykur skilning á því, að Danir voru all-fastheldnir á rétt- indi vor. Er bókin yfirleitt skýr og vel skrifuð og einmitt líkleg til þess að færa oss nær réttum skilningi á stefnu- og straumhvörf- um í dönsku þjóðlífi og aöstöðu Danmerkur fyr og nú. Ættu |oví sem flestir að lesa bókina. Áður hefur Dansk-íslenzka fé- lagið sent út allrækilega ritgerð um íslenzkar bókmentir í Dan- mörku. Er |tað rit prýðilega skrifað, enda síra Árni Moller höfundurinn. En of takmarkað er þaö og ófullnægjandi, þar eð þar er því nær eingöngu rætt um þá höfunda sem á dönsku hafa skrifaö eöa eiga eftir sig heilar bækur á því máli. Víst er um það, að höfundar þeir, er skrifað hafa á dönsku um íslenzkt þjóðerni og íslenzk örlög hafa gert þjóð vorri meira gagn en unt er að gera sér grein fyrir. Þeir hafa gert garðinn frægan og dregið liingað hugi þeirra manna ntargra hverra, víðsvegar um Norður-Evrópu, er eigi hÖfðu hugmynd um annað áður, en að vér stæðum algerlega á fornri frægð. Síra Árni Moller tilgreinir skrif merkra manna víðsvegar að, sem vaknað hefur áhugi hjá fyrir ís- lenzkri menningu. Og nú er til þess vísir sprottinn, að íslenzk tunga verði lærð og lesin. Koma bæði raddir vestan að, frá Engil- Söxum þar, og eins frá Norður- landaþjóðununt í þá átt. Með vaxandi virðingu og met- um, vex einnig traust og vinátta á öllum sviðum. Og síðan vér með hjálp góðra sona íslands sjálfs og trygðavina erlendra tókum að kynna menningu vora erlendis, hefur vegur vor íarið sívaxandi. Mentaöir menn á Norðurlöndum, Ameriku, Bretlandi og Þýzkalandi, vita nú að eigi verður frainar geng- ið framhjá lslendingum, þegar ger manzka menningin kemurtil greina. Þeir vita að vér geymum enn þá óryðgaöan lykilinn að gimsteina- skríni því, sem germönzku þjóð- argimsteinarnir eru úr komnir. Og ef vér göngum nú feti fram- ar en áður, notum oss batnandi aðstöðu og grundvöllinn trausta, sem vér eigum á að byggja menn- ingarlega, þá munum vér geta getið oss það áiit, að vér séum varðmenn um fjöregg norrænu eiginleikanna, þeirra, er hafa sýnt sig svo styrka og gædda svo mikl- um vaxtarmöguleikum, að norræn og norður-germönzk menning hef- ur breitt laufríkan meið um lönd öll. Og sá meiður á að standa al- grænn til Ragnarökkurs. Altaf er um það kvartað, að þingmannavalið takist yfirleitt ekki sem bezt hjá oss íslendingum. Og víst er um það, að oftlega ráða miklu um kosningar hreppapólitík og önnur smávægileg atriði. En eitt hið allra algengasta er það, að lélegur maöur flýtur á öðr- um skárri við kosningar, þar sem tvímenniskjördæmi eru. Þá er þess allmikið tekið að verða vart á landi hér, að menn fari mjög eftir því af hvaða stétt þingmannsefnið er. Og fer þá einkum eftir tvennu, hvort maður- inn er lærður eða ekki og hvaða atvinnuveg hann stundar. Það hefur lengi við brunnið á landi hér, að alþýða manna hefur haft einskonar tortryggnisýmugust á embættismönnum og viljað bregða þeim um eigingirni og niinni umhugsun um hag kjör- dæmanna og landsins, heldur en sinn eiginn. Út af þessu hefur það oftlega sprottið, að vitur og dugandi lærður maður hefur fallið fyrir lélegum manni úr alþýðu- stétt. Nú á síðari árum hefur orðið hið mesta kapphlaup milli atvinnu- veganna, sjávarútvegsins og land- búnaðarins og hefur það orðið til þess, að hver vill að koma sínum fulltrúa til þings. Þá er þetta eykst, getur svo farið, að eingöngu skiftist menn í flokka eftir atvinnuvegum og kjósi samkvæmt því, ef kjördæma- skiftingin verður svo sem hún nú er. Mun þá hver atvinnuvegur halda fram sínum manni, án til- lits til sannra kosta mannsins, enda sá maður, er dregur alveg taum annars atvinnuvegarins eigi slíkur að sanngirni eða vitsmun- um, aö treystandi sé honum að fara með þá ábyrgð og það vald. sem þingmönnum er veitt. Og slík flokkaskifting mundi verða til hinnar verstu stjórnmálaspillingar í landinu og er of seint að taka fyrir kverkar slíku, þegar það er komið yfir þjóðina. Eitt hið fyrsta sem athuga ber, er því kjördæmaskiftingin. Er hún gömul og úrelt á landi hér, skift eftir sýslum, en eigi öðru því, er nær væri að fara eftir. Sjálfsagt væri að haga skiftingunni þannig, að landbúnaðarhéruðin yrðu sér og sjávarútvegshéruðin út af fyrir sig. Mundu þá auðvitað mann- kostir og hæfileikar ráða um kosn- ingu þingmannanna, en ekki at- vinnurígur, er útrýmir allri heil- brigðri flokkaskiftingu. Er þetta svo augljóst mál og sjálfsagt til umbóta, að ólíklegt er annað en að því verði fljótlega gaumur gef- inn. Þá er og það, að sjálfsagt er jafnhliða því, sem kjördæmaskift- ingin verður endurskoðuð, að tví- menniskjördæmin verði ekki leng- ur til. Eru þau afbragðs gróðrar- stía fyrir allskonar kosningabrell- ur, sem síður verður komið við í einmenniskjördæmum, auk þess sem áður hefur verið á bent. að þar geta vesalingar oftlega flotið inn í þingið á fylgi hinna skárri manna. Með endurskoðun kjördæma- skiftingarinnar yrði margt þarft gert. Stuðlað að því, að nýtari menn komist inn á þingið og einnig komið í veg fyrir að stjórn- málin taki að snúast um stéttaríg, sem verður að stórtjóni þjóinni. Jónas Eiríksson sjötugur Hinn 17. júní síðastliðinn varð Jónas dannebrogsmaður Eiríksson á Breiðavaði, fyrrum skólastjóri á Eiðum, sjötugur. Jónas er fædd-

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.