Austurland


Austurland - 02.07.1921, Side 2

Austurland - 02.07.1921, Side 2
AUSTURLAND 2 SEYÐISFIRÐI hafa fyrirliggjandi Rjóltóbak Munntóbak Vindla Öngultauma Öngla Cylinderolíu Mútortvist Ullarballa ■Götukústa Fiskibursta Tjörukústa Hrátjöru Kakao Súkkulaöi Hafragrjón Riismjöl Bankabygg Baunir Kaffi, brent Export Kex ur í einhverri fegurstu sveit aust- anlands, Fljótsdalnum, 17. júní 1851. Dvaldi hann þar fram yfir tvítugt, en fór síðan við lítinn kost til Noregs og stundaði þar nám við búnaðarskóla í rúrn tvö ár. Kom hann síðan upp aftur og kvæntist Guðlaugu Jónsdóttur frá Eiríksstöðum ájökuldal. Reynd- ist kona sú bæði mikil og góð og Jónasi hinn mesti styrkur í öllum hinum mörgu störfum Irans. Reistu þau bú á Eiríksstöðum, en síðan á Ketilsstöðum í Jökulsár- hlíð. En brátt hugði Jónas tíl ut- anfarar á nýjan leik og fór nú á landbúnaðarháskóla í Danmörku. Er hann kom heim aftur, varð hann skólastjóri á Eiðum og hélt því embætti um 18 ár. Gekk hapn fast fram í umbót- um, er sívðar hafa reynzt mikils virði. En einkum var hann þó kunnur sem góður heimilisfaðir öllum þeim, er stunduðu nám á skólanum. Heimilisfaðir er liafði góð og göfgandi áhrif á nemend- ur sína, auk þess sem hann með fræðslu bjó þá undir lífsstarfið. Enda var kona hans honum þar sarnhent. Og munu þeir, er þektu til þeirra hjóna, eigi lofa svo Jón- as, að hafa eigi einnig konu hans í huga. Árið 1906 lét hann af skólastjórn og bjó síðan á Breiða- vaði í Eiðaþinghá* unz Þórhallur sonur hans tók þar við búi. Ýmsum störfum gengdi Jónas ut- an þeirra, er talin hafa verið — og gegnir sumum jjeirra enn. Hrepp- stjóri er hann og í stjórn Búnað- arsambands Austurlands, og sýslu- nefndarniaður hefur hann verið um fjölda mörg ár. Konu sína misti Jónas árið 1906. Féll honum missirinn þungt og mun hann aldrei hafa að fuJIu á heilum sér tekið síðan. En alt af er hann glaður og léttur í máli eins og æskumaður. Ern er hann vel og er vonandi að hann lifi einn tuginn enn þá við góða heilsu. Þau Jónas og kona hans áttu sex sonu, sem allir eru á lífi, Halldór, cand. phil., kennara í Reykjavík, Benedikt, verzlunar- stjóra Sameinuðu verzlananna á Vestdalseyri, Jón, málara hér, Þórhall, bónda á Breiðavaði, Gunn- laug, verzlunarmann á Vestdals- eyri og Emil sem er heima hjá föður sínum. Síðan hefur Jónas eignast einn son, Friðrik, sem er, eins og allir synir hans, efnilegur injög. Eins og getið var um í síðasta blaði að til stæði, var Jónasi hald- ið samsæti að Eiðum síðastliðinn sunnudag. Var þaö sakir innflú- enzunnar, að eigi var unt að hafa samsætið á afmælisdegi hans. Á Eiðum var undir hundrað manns samankomið. Fór fyrst fram m'essugjörð í kirkjunni. Fór síra Jakob Einarsson frá Hofi fyr- ir altarið, en faðir hans, Einar Jónsson, prófastur að Hofi, flutti ræðuna. Skömmu eftir messu hófstsam- sætiö. Setti Jón Jónsson bóndi í Firði samkomuna. Indriði Helga- son, raffræðingur, talaði fyrir minni heiðursgestsins og færði honum 2000 króna gjöf til sjóðsstofnun- ar. Kristján Jónsson talaði fyrir minni íslands. Sveinn alþingis- maður Ólafsson mintist Eiðaskól- ans og ávarpaði heiðursgestinn. Einar prófastur á Hofi talaði um heimilið, séra Ásmundur Guð- mundsson, skólastjóri, þakkaði fyrir hönd skólans og sneri máli sínu að heiðursgestinum. Var auðheyrt að hann vildi reyna sitt til að gera garðinn frægan. Jón Sigurðsson frá Hjartarstöðum tal- aði í nafni æskunnar, Magnús bróðir hans fyrir hönd Eiðahrepps, Baldvin, hreppstjóri í Stakkahlíð ryfjaði upp æskudaga Jónasar og framahug hans, Benedikt Jónasson mintist þeirra, er liefðu unnið með heiöursgestinum. Loks þakk- aði heiðursgesturinn velvild þá og sóma er sér væri sýndur. Lýsti hann yfir því, að sjóðurinn ætti að verða til styrktar efnilegum Eiða- sveinum, en kennarar og skóla- stjórn skólans skyldu annars semja skipulagsskrá hans. Flutt var heiðursgestinum kvæði eftir Hann- es Magnússon, skólapilt frá Eið- um, Skagfirðing að ætt. Eftir að staðið var upp frá borðum var sungið og spjallað, unz hver hélt heim ti! sín, allir glaðir af að gleðjast með öðrum. Og þá skein sól yfir Eiða. Innflúenzan. Mjög voru Seyðfirðingum veitt- ar þungar búsifjar, meðan innflú- enzan geisaði hér. Og munu ýmsir hafa fastlega við því búist, að svo rækiiega yrði að henni dauðri gengið í iandinu, að menn mættu um frjálst höfuð strjúka fyrir illum búsifjum hennar. # En reyndin hefur orðið alt önnur. Er nú innflúenza komin upp á Fáskrúðsfirði, Norðfirði og Borgarfirði. Og hefur hún komið frá Reykjavík. - En hvernig er nú þessu varið? Hefur veikin verið þar lengi, eða hvaðan hefur hún komið þangað? Mætti ekki til minna ætlast, held- ur en þess, að í Reykjavík, þar sem öll stjórn heilbrigðismálanna hefur aðsetur sitt, væri þess gætt, að jafn afleit sýki, eins og ráð- andi menn í Reykjavík virtust telja innflúenzuna, er hún gekk hér, mundi ekki látin breiðast víða um land frá höfuðstaðnum, einmitt til þeirra staða, er mjög rösklega hafa gengið fram í að verja sig. Mun flestum þykja það all-hart, að öll fyrirhöfnin skuli nú að engu orðin. Afar strangar og heimskulegar ráðstafanir voru sett- ar, er sköðuðu Seyðfirðinga, ein- staklinga og bæjarfélagiö meira en verður í tölum talið og síðan reynist alt til einkis. Og hverjum er nú um að kenna? ■ Norskir íþróttamenn vÞín hirð þekkist, Norðmaður, hvar sem hun fer, þar herja svo margir og snjallir; þeir ganga nu færri með gildari her, og gullhjálminn þekkjum vér allir“. Þorst. Erlingsson. Kl. 11 á sunnudagskvöld síðast- liðið kom „Sirius“, skip Berg- enskafélagsins, hingað. Vissu menn að með skipinu voru norskir íþróttamenn, er hugðust sýna hér fimleika. Fjöldi manns var sam- ankominn úti á bryggjunni til að taka á móti gestunum. Var skot- ið kveðjuskoti úr landi, og er skipið lagði að bryggjunni, sungu íþróttaiuennirnir „Eldgamla ísa- fold“ á íslenzku. Fór síöan norski konsúllinn, Stefán Th. Jónsson, um borð og ráðgaðist við foringja flokksins, stórkaupmann Sigurd Nielsen, um það, hvar og hvenær sýningin skyldi haldin. Varð að ráði, að hafa hana á bryggjunni, sem er mjög stór um sig. Var nú bryggj- an rudd í mesta flýti og fór sýn- ingin fram kl. 12—1 og þótti það hin bezta skemtun. Undruðust menn mjög fimleik Norðmann- anna og var þeim úspart klapp- að lof í lófa. Aö lokinni sýningunni hélt all- ur hópurinn inn í skóla og var nú sezt að borðum. Bauð norski konsúliinn gestina veikomna og formaður fararinnar þakkaði með ræðu. Sigurður Baldvinsson, póst- meistari, mælti fyrir minni Noregs og höfundur kvæðis þess, sem nú er birt hér í blaðinu, einn af íþrúttamönnunum, las það upp. Var danzað lengi nætur, er staðið var upp frá borðum. En sólin reis úr hafi og varpaði geisl- unum vfir hópinn. Var síðan hald- ið fram í dal og varð lítt um svefn. Um hádegisbilið fóru íþrótta- mennirnir í heimsókn til konsúls- ins, gengu syngjandl með hljóð- pípublæstri um göturnar. Voru þeir síðan í heimsóknum, unz skipið skyldi fara. Var þá fjöldi manna úti á bryggju, lék horna- flokkur bæjarins „Ja vi elsker dette Landet“ og Norðrnennirnir sungu „Eldgamla ísafold'*. Kvaddi formaður fararinnar Seyöisfjörð og var síðan hrópað húrra fyrir norskum íþróttamönnum. Var síð- an leikið „Ó, guð vors lands“. Meðan þjóðsöngvarnir voru sungn- ir eða leiknir, stóðu allir berhöfð- aðir. Loks var hleypt af kveðju- skoti. Hattar og húfur, veifur og klútar voru á lofti og „Ja vi elsk- er dette Landet“ hljómaði um fjörðinn, er skipið lagði út af höfninni. Mun óhætt að segja, að bæði íþróttarnennirnir og Seyðlirðirigar hafi haft hina mestu og beztu skemtun. Og mun för þessi hafa stuðlað að því að auka vinarþel íslendinga og Norðmanna, þar sem til náðist. Heill Noregi! ísleiizk setningaíræði. Eftir Jakob Jdh. Smára. Áður hefur „Austurland“ drepið á þessa þörfu bók, sem óhætt er að segja, að vera muni auíúsu- gestur öllum þeim, er hirða um að fræðast um eðli og lögmál fs- lenzkrar tungu. íslenzkir rithöfundar hafa orðið að skrifa inálið liver eftir síriu höfði. Auðvitað hafa þeir haft hinar sömu lindir til að ausa af, eins og höfuridur þessarar bókar notar mest, fagurt og þróttrnikið alþýðumál, skrifað og óskrifað, en meira en lítiö verk er það hverj- um rithöfundi, að draga alt það saman í hagnýtt kerfi. Menn munu ef til vill segja, að sérhver rithöfundur verði að vissu leyti að skrifa eftir sínu eigin höfði og geti eigi bundið sig innan þröngra fræðilegra takmarka. Satt er það, enda mun enginn merkur rithöfundur binda sig á neinn fræðilegan klafa. En hitt er nauð- synlegt, að hann hafi að bakhjarli ríka þekkingu á eðli og lögmáli máls þess er hann skrit'ar. Margt er það einnig, sem alls ekki er unt að setja rithöfundi reglur fyrir. Hann verður t. d. að skapa s t í 1 sinn sjálfur. Fyrir honum verða engar reglur settar, utan nokkrar örfáar almennar leiðbein- ingar. Svo er og að miklu leyti um ljóðhreim, sem er náskyldur stílnum í óbundna málinu. En slíkri bók sem setriingafræði Smára, fagna eg öHurn öðrum

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.