Austurland


Austurland - 02.07.1921, Qupperneq 3

Austurland - 02.07.1921, Qupperneq 3
3 Skósmíðavinnustoía Sigurgísla Jónssonar, Seyðisí. er af öllum, sem til þííkkja, tví- mælalaust talin bezta skósmíðavinnu- stofa á Austurlandi. - Leysir fljótt og vel af hendi allar aðgerðir á skófatnaði. — Býr til nýjan skófatn- að eftir máli. He.fur ávalt fyrirliggj- andi nægar birgðir af öllu verkefni tilheyrandi iðninni. Handunninn skófatnaður er beztur. bókum frentur, er eg hef fengiö nýlega, og einmitt fyrir það, hversu þörfin fyrir slíka bók er tilfinnanleg og bókin Ijóst og greinilega samin. Um rækilegan og fræðilegan Jóm getur eigi ver- ið að tala. Til þess þyrfti eg að hafa jafnhliða þekkingu höfundi bókarinnar, sem er sérfræðingur á þessu sviði. En skyldu tel eg að vekja á bókinni sem almennasta eftirtekt, svo að hún verði keypt og lesin. Fyrst er formáli, þar sem höf- undur skýrir frá tilgangi sínum og skilningi á verkinu. Þá er skýring setningafræðilegra hugtaka. Er það kafli, sem gefur mjög svo ljóst yfirlit og skýran skilning á eðli þess er síðar kemur. Þá er inngangur, þar sem gerð er grein fyrir mun á lærðum $.tíl og al- þýðustíl. Eru þar sýndir í stuttu máli kostir þeir, er alþýðustíllinn hefur fram yfir lærða stílinn og færð rök að því, hvers vegna höf- undur tekur hann aðallega til meðferöar. Þá er kafli um frumlag og umsögn, 2. Brottfall setningarhluta, 3. Notkun greinis, 4. Lýsingarorð, 5. Samræmi setn- ingahluta, 6. Fallbeying, 7. For- nöfn, 8. Miðmynd og þolmynd sagna, 9. Nafnháttur, 10. Hluttaks- orð, 11. Notkun hátta og tíða í aðalsetningu, 12, Aukasetningar, 13. Notkun hátta og tíða í auká- setningu, 14. Röcl oröa og setn- inga, 15. Nokkur stnærri atriði. Bókin er 279 + XIV síður og framsetning öll hin greinilegasta, sem verður á kosið. Fjöldi sýnis- horna úr nýislenzkum úrvais stíl er til færður í bókinni. Sturidum eru menn varaðir við ýmsu því, sem óleyfilegt er í rithætti, en full lítið er samt að því gert. Sem fræðirit má bókin teljast mjög skemtileg, enda setningafræðin eitthvert skemtilegasta atriði mál- fræðinnar, þar eð þar þarf glögg- an skilning og greinargerð á hverju einu. Efalaust hefur samning bókar þessarar kostað höfundinn mikið starf og mikið þrek og nákvæmni. Og hann mun glaður mega líta á verk sitt, þar eð eigi verður það vegið eða metið, að hve miklu gagni það má verða íslenzkri tungu framvegis. Og vonandi er að íslenzka þjóðin þakki honum það svo sem vert er. Og þá fyrst og fremst með því aö hagnýta sér sem bezt bók hans. O. G. H. \USTURLAND Eftir Johannes Jorgensen. Þegar haustar að, glitrar lauf villivínviðarins í görðunum, þar sem það fellur eins og blóðrautt, slegið hár frá greinum risatrjánna. Þegar ræktaði vínviðurinn ber rauðar, þroskaðar vínþrúgur, þá ber villivínviðurinn rauð blöð. Sagt er að villivínviðurinn hafi eitt sinn vertð ung og ávaxtarík grein á fÖgrum vínviði, sem óx upp með suðurhliðinni á rimla- girðingu einni. Fuglar fléttuðu hreiöur sín í limi hans, sólin glit- aði roðnandi berin og fylti þau sætum safa, um fagrar tunglskins- nætur vökvaði mild og hrein döggin jiau, svo að þau heilsuðu dagrenningunni glitrandi björt og fögur. En villivínviðurinn undi ekki 'lífi því, er frá alda öðli hafði verið vínviðnum áskapað. Hann teygði vafningsþræðina út yfir rimiana, og stilkarnir urðu svo langir, að þeir gátu hvorki borið blóm né ávöxt. En þessi uppreist- argjarni jaröarrgróður fékst ekki minstu vitund um það'— hann sagðist sjálfur vilja njóta alls hins góða af lífi sínu — hann kærði sig ekki um að leggja.neitt í sölurnar fyrir aðra og kvaðst ekkert hirða um það, hvort menn- irnir fengju fleiri eða færri, betri eða verri vínber. „Hver hefur sagt“, mælti vilti vínviðurinn, „að mér sé að skyldu gert að þjóna mannirium? Hvaða rétt hefur hann til að kalla sig herra jarð- arinnar og krefjast ávaxta hennar? Ég kæri mig ekki um að þjóna manninum — ég vil ekki bera honum ávöxt, ég vil vagga mér hátt uppi á múrbrúninni, langt burt frá oki þessara rimla, ég kæri mig ekki um að láta harð- stjórann binda mig og sníða mig eftir sínum geðþótta. Ég vil að eins lifa frjáls og vaxa í friði undir heiðum himni guðs". Slíkar og þessu líkar ræður hélt villivínviðurinn yfir sjálfum sér og losnaði að lokum alveg við móðurjurtina. Einn góðan veður- dag sáu menn hann hverfa upp af múrbrúninni og festa nýjar rætur í þakrifum og múrsprung- um, hinum megin múrsins. Qamli vínviðurinn gætti sín, og eigi leið á löngu áður en sá, er að heim- an fór, var alveg gleymdur. Viilivínviðurinn hefur síðan far- ið um víða veröld, Hann vex fljótt og stöngull og blöð eru þroska- mikil. En ávöxt getur hann ekki borið. Og á haustin, þegar uppskeru- tíminn er kominn, þegar blá og guliingræn vínberin eru tínd og stórar körfur eru fyltar ávöxtum vínviðarins göfga, þá blikar blóð- rauður villlvínviðurinn og blöð hans. Deyjandi skart hans gleður manninn, sem hann vill eigi unna berjanna sinna. Og af ófrjórri egurð hans læra mennirnir það, að sá, sem slítur fornar rætur, ber engan ávöxt. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík *B/e. Aðalfundur Eitnskipafélagsins var haldinn t dag, fundarstjóri var kosinn Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti og fundarskrifari Lárus Jóhannesson. Samþykt að greiða hluthöfum 10%, afskrifað af félags- eignum 123 þúsund, lagt í vara- sjóð 275 þúsund, eftirlaunasjóður fékk 20 þúsund og berklahæli Norðlendinga voru gefin lOþúsund. Stjórnarkosning: Pétur Ólafsson, Hallgrímur Benediktsson, Halldór Þorsteinsson og Árni Eggertsson. Konungsskipin eru komin nálægt Reykjarnesi. Klukkan 10 á morgun stígur konungur á land. Rvík 2S/6. Konungsskipin, Valkyrien, Heim- dal og Fylla komu kl. ellefu í gærkvöld, sigldu norðan við Engey inn í Sund, lágu þar í nótt. ( morgun héldu þau út sömu leið og í gærkvöld og komu svo inn vanalega skipaleið, vörpuðu akker- um á ytri höfn kl. 9xjz. Forsætis- ráðherra fór um borð í konungs- skipið. Konungur, drottning og fylgdarsveit þeirra stigu á land kl. 10 við steinbryggjuna og skutu þá herskipin fallbyssuskotum. Forsæt- isráðherra bauð konungshjónin velkomin, Hvítklæddar ungmeyjar stráðu blómum fyrir konungshjón- in, þegar þau gengu upp bryggj- una. lnnan við heiðursbogann í Pósthússtræti, bauð borgarstjóri og bæjarstjórn konungshjónin vel- komin, þá var gengið til bústað- ar konungs í Mentaskólanum. Kl. 12 var konungur við messu í dóm- kirkjunni, biskup predikaði á ís- lenzku. Kl. 2 hófst móttökuhátíö í Alþingishúsinu, voru þar sungin hátíðaljóð eftir Þorstein Qíslason. Konungur talaði af svölum Al- þingishússins kl. sjöíkvöld. Veizla Alþingis verður haldin í lðnó, for- seti sameinas þings býður gestina velkomna. Þór og 60 vélbátar sigldu til móts við konungsskipin við Vestmannaeyjar í gær. Rvík 27/«. Þegar borgarstjóri ávarpaði kon- ungshjónin í gærmorgun, svaraði konungur með nokkrum hlýjum orðum og mælti á íslenzku. Kon- ungsveizluna í Iðnaðarmannahús- inu í gærkvöldi sátu um 300 manns. Forseti sameinaðs þings bauð gestina velkomna og mælti fyrir minni konungs, drotningar og prinsanna og svaraði konung- ur þeirri ræðu vel og skörulega. Sendiherra, Sveinn Björnsson, mælti fyrir minni Danmerkur, biskup fyrir minni Suður-Jótlands. Sungin voru hátíðaljóð eftir Hann- es Blöndal. Veizlunni lokið klukk- an 10xli. Rafmagnsstöð Reykja- víkur var opnuð klukkan að ganga 9 í morgun. Borgarstjóri bauð ýmsum að vera við athöfn- ina. Konungur setti aðra vélina af stað en drotningin hina. Borg-' arstjóri sagði sögu fyrirtækisins í fám orðum, konungur mælti nokk- ur orð í sambandi við opnunina. Að skilnaði afhenti borgarstjóri konungi silfurbikar af rafmagns- vél, haglega gerðan. Klukkan 10 var ríkisráðsfundur, skrifaði kon- ungur þar undir lög Alþingis. Kl. 1 var boð hjá konungi og voru þar ráðherrar, forsetar Alþingis og hæstaréttardómarar og fleiri. Klukkan 3 var stúdentafögnuður; ræður fluttu Quðm. Finnbogason og Alexander Jóhannesson, sung- ið kvæði eftir Einar Benediktsson. Einaf flutti konungi einnig drápu. Klukkan 5 heimsótti konungur sendiherra Dana og klukkan 7 fór hann í boð til forsætisráð- herra. Rvík 28/b. Bandaríkjablöð lýsa hispurslaust yfir að þjóðin sé mótfallin endur- nýjun samnings milli Japana og Englendinga. Harding óskar að Englendingar gefi Amerikumönn- um opinbera yfirlýsingu um að þeir láti afskiftalaust ef Kyrrahafs- stríð yrði milli Ámerikumanna og Japana. Grikkir hafa lýst yfir ófrið- arástandi milli sín og Sovjet-Rúss- lands, ástæðan sú, að Bolsivíkk- ar styðji stjórn Mustafa Kemel í Angora, og ljái herlið og skot- færi. Lundúnafregn segir að fyrir milligöngu Bretastjórnar séu byrj- aðar nýjar samningaumleitanir milli námueigenda og námuverka- manna. Stærsta loftfar heimsins var reynt í Lundúnum 25. þ. m., farþegar 48, getur flogið hvíldar laust 5000 enskar mílur. Rafmagnsstöð Reykjavíkur kost- aði 2 milljónir og 800 þúsund kr. Landbúnaðarsýningin var opnuð í gærdag. í sunnudagsveizlunni af- henti konungur forseta sameinaðs þings íagurt skrautker að gjöf til Alþingis, í veizlunni var drotning- in í skautbúningi þeim, sem ís- lenzkar konur gáfu henni. Kl. 9 í morgun fór konungur til Þing- valla, ekið í bifreiðum, komið til Þingvalla kl. 12, morgunverður kl. 1. Undir borðum flutti Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður er- indi á dönsku um Þingvöll, kl. 4 glíma, kl. 6 hátíðahald að Lög- bergi, kl. 8 miðdegiSverður í Val- höll. Bezta veður. Rvík 29/«. Lundúnafregn segir að námu- eigendur og verkamenn séu ásáttir um bráðabirgðasamning. Byrjað verður að vinna í námunum mánudaginn 4/7- Útlit fyrir sam- komulag í írsku deilunni. Tyrkir hafa sigrað Qrikki í Litlu-Asíu. Beskytteren tók 2 togara í land- helgi, enskan og þýzkan. Stór- stúkuþingið sett í dag. Þingvalla- hátíðina í gær sóttu yfir 2000 manns, ágætis veður, logn og

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.