Austurland


Austurland - 02.07.1921, Side 4

Austurland - 02.07.1921, Side 4
4 AUSTURLAND sólskin. Forsætisráðherra hélt tölu á Lögbergi. Konungur svaraði með stuttri ræðu. Guðm. Kr. Guðmundss .voru veitt verðlaun fyr ir fegurðarglímu, silfurbikar, sem konungurinn afhenti honum. Kon- ungur fór frá Þingvölium kl. 8 i inorgun, kom að Geysi kl. 6. Rvík so/s. Lundúnafregn segir stjórnina hafa veitt verkamönnum 10 milli- ona sterlingspunda launalækkunar- uppbót. Verkfalliru formlega lokið, en yfirvofandi óeirðir verkamanna. ( Svíþjóð er viðbúið að verði verkfall. Stofnað hefur verið til þjóðhjálpar. Borg farin til Eng- lands með fisk og lýsi. Ensk skemtiskip væntanleg á sunnudag með 500 farþega. Konungur er við Geysi; fer þaðan á morgun. Rvík x/7. „Vísir“ bjrti nýlega einkaskeyti, sem segir tollsamning milli Spán- ar og íslands framlengdan um stuttan tíma til bráðabirgða, og að Englendingar leggi mikið kapp á að tollur á fiski frá Bretlandi og nýlendunum verði ekki hærri en 24 pesetar. Norskur ráðherra er nýkominn til Barcelona til að semja um fisktol! fyrir Noregs hönd. Önnur fregn segir að stór- þingið í Noregi hafi hækkað inn- flutningstoll á vörum frá Spáni um helming. í morgua birti „Morg- unblaðið" svohljóðandi fregn: „Stjórnin hefur fengið símskeyti, sem segir að við getum ekki feng- ið að halda áfram vægustu kjör- um, sem tolllög Spánar heimta á fiski héðan, ef ekki sé leyfður hingað innflutningur spanskra vína“. Rvík 'h. Bandaríkin vilja kaupa Azor- eyjar af Portugal og koma þar upp flotastöð. Grikkir hafa enn þá beðið ósigur fyrir Tyrkjum. Búist er við miklu verðfalli á trjáviði í haust í Svíþjóð og Finn- landi. Konungur skoðaði Gullfoss í gær. Ferðin hefur gengið að ósk- um, komið að Selfossi í kvöld, gist þar í nótt. Utan að. Fiskiveiðar. Árið 1920 fiskuðu Skotar 130 milljón króna virði, en Englend- voru það drýgri að virði fiskafla þeirra var 425 milljónir. Samtals hefur þá fiskast á Bretlandseyjum 555 milljóna virði. — Við Ný- fundnaland eru einhver hin beztu fiskimið í heimi. Fluttur er út fiskur þaðan til Ítalíu, Spánar, Brasilíu, Portúgal og Grikklands Til Grikklands var lítið flutt með- an á stríðinu stóð. Mest kaup- ir Brasilía, eða um 10 milljón kg. Nú hafa Nýfundnalandsmenn sam- ið ný lög um verkun á saltfiski, sölu hans og útflutning. Á með- a) annars að meta fiskinn. Að eins með vissum skilyrðum og skuldbindingum fá menn að flytja út fisk. Neðansjávarskip. Þýzkur verkfræðingur hefur eigi alls fyrir löngu gert þær upp- götvanir, er gera fært að smíða neðansjávarskip af hvaða stærð er vera skal. Meðal annars her- skip alt að 9000 smálestum. í Noregi. var við síðasta manntal 2,646,306 manns. Er það all-miklu færra en í Ðanmörku. Afmæli. Hinn 22. apríl, síðastliðinn átti Rómaborg 2674 ára afmæli og var þá mikið um dýrðir. Eldri er þó enn þá ekki„ borgin eilífa Munu margir kannast viö þjóð- söguna um byggingu bennar. Eldra fólkið ekki sízt úr Núma- rímum. Frá Færeyjum. Fimtíu ár eru nú síöan Færey- ingar sendu hér upp til íslands til veiða fiskiskip í fyrsta sinn. Rússar og Bretar. í samningum þeim, sem Rúss- ar og Bretar gerðu með sér í vetur, var svo ákveðið, að Rúss- ar yrðu að hætta hernaði og und- irróðri í Asíu og öllu því öðru, er orðið geti Bretum eða hags- munum jieirra til tjóns. Ennfrem- ur að þeir yrðu að hætta öllum árásum á brezkar stofnanir og gefi öllum brezkum þegnum taf- arlaust heimfararleyfi og gjalda þeim að fullu þann skaða, er þeir kynnu að hafa orðið fyrir í styrj- öldi rússnesku. Bolsivikkar. All-mikla eftirtekt vekja at- kvæðagreiðslur jafnaðarmanna í ýmsum löndum með eða móti Bolsivikkum. Á Spáni var taliö víst að þeir væru í miklum meiri hluta, er fylgja vildu Bolsivikkum, en reyndin varð sú, að 8808 greiddu atkvæði á móti, en 6025 með. í Frakklandi varð aftur á móti meiri hlutinn með Bolsivikk- um. Á Ítalíu unnu Bolsivikkaand- stæðingar mikinn sigur, og í Sviss reyndust 8000 með, en 250,000 á móti. Veltur því á ýmsum endum í löndunum, en takist Bolsivikk- um í Rússlandi að friða landið og sýna það, að stjórnarfyrir- komulag þeirra gefist vel, mun lítill efi á því, að þeim eykst fylgi út í frá. Er eigi séð fyrir end- ann á því í Bretlandi, hversu þar kann að fara, þótt nú eigi að heita hlé á kolaverkfallinu. í Bandaríkjaþinginu eiga nú sæti 359 republikanar og 269 demokratar. Einn þing maður talaði þar í vetur í 11 daga samfieytt, til þess að tefja fyrir frumvarpi einu. R AFMAG NSTÖÐVA R A A F H 1 Ymislegt F L Ý T hentugt til tækifærisgjafa S IJ fæst hjá 1 N Indriða Helgasyni Sðf. N G R i\FMAG NSTÖÐVA R AUSTURLAND keinur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarmaður Guðm. G. Hagalín — Síini 54 — Afgreiðslu- og innheiifitu-maður Herm. Þorsteinsson — Sími 13 B — Prentsmiöja Austurlands. Nautakjöt kaupir hæsta verði St. Th. Jónsson, Seyðisf. Sement verður selt við verzlun Stefáns Th. Jónssonar á Seyðisfirði, síðari hluta þessa mánaðar, með mjög niðurseítu verði. Bezt að panta sem fyrst. Verkaðir sundmagar verða bezt borgaðir í ár f verzlun Steíáns Th. Jónssonar á Seyðisfirði. Allar fslenzkar afurðir keyptar liæsta verði í verzlun Stefáns Th. Jónssonar, Seyðisfirði Hitt og þetta. Munntalsþing verður lialdið hér á Seyðisfirði næstkomandi mánudag. Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands var haldinn á Egiisstöðum 24— 25 f. m. Var ritstjóri Austurlands þar |)á staddur og naut þar gest- risni Sambandsins. Mun yfirlit yfir það, er gerðist þar á fundin- um verða birt síðar hér í blað- inu. Innflúenza geisar nú á Fáskrúðsfírði, Borg- arfirði og Norðfirði. En hún er komin úr Reykjavík. He'raðsfundur var haldinn að Eiðum fyrri bluta þessarar viku, undir stjórn Einars prófasts Jónssonar á Hofi. 4 Jóhann Jónsson, stúdent, les hér upp í kvöld 12 kvæði. Er hann alkunnur í Reykja- vík, Akureyri og Hafnarfirði, joar eð hann hefur verið þar mjög Kennara vantar í Eiða|)ingliárfræðsluhérað ii. k. vetur. Umsóknir sendist fræðslunefndinni fyrir 10. ágúst. Snemmbær ung kýr óskast til kaups nú þegar. R. v. á. eftirsóttur upplesari. Má segja fólki það, að |)aö má vænta hinri- ar óvanaiegustu meðferðar á við- fangsefnunum, sem fiest eru löng og merk, afar erfið viðfangs og eftirtektarverð. Meðal annars les Jóhann upp tvö kvæði eftir sjálf- an sig, en að hyggju ritstjóra þessa blaðs, sem þekkir fyr og nú skáldskap hans í bundnu og óbundnu máli, mun hann þegar í stað fá honum sæti í fremri röð skálda vorra, er hann kemur fram á sjónarsviðið. Um kosti þá, er Spánverjar setja oss íslend- ingum nú, mun verða rækilega ritað í næsta blaði.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.