Austurland


Austurland - 09.07.1921, Page 1

Austurland - 09.07.1921, Page 1
24. tbl. Seyðisfirði, 9. júlf 1921 2. árg. Fisktollurinn. Því var mjög fastlega haldið fram af andstæðingum aðflutnings- banns á áfengi, að vínlöndin, sem kaupa fisk vorn, mundu atls ekki sætta sig við það, aö vér bönnuð- um innflutning á vínum. Bentu þá bannmenn á það, að frá Spáni liöíum vér flutt hverfandi lítið inn af áfengi. En svo er nú komið, að bannið hefur sett oss í hina verstu kreppu, ekki aðeins innan lands heldur og utan. Vel má það vera, að eigi þyki Spánverjum það skifta miklu máli fjárhagslega, þótt vér leyfum ekki inníiutning á vínum. En þó er alls ekki unt að segja það með neinni vissu, hvað þeim hefur tll gengið afarkosta þeirra, sem þeir hafa sett oss, þar eð vandræði þessi koma þegar í stað, þá er gamlir samningar þeirra og Dana eru fallnir úr gildi. En trúlegast er samt það, að Norðmenn eigi þarna óbeinlínis sökina. Þá er þeir skyldu hefja samninga við Spánverja, hækkuðu hinir síðar- nefndu toll á norskum fiski um 12 peseta á hver 100 kg. og kváð- ust gera það sökum þess, að að- fluttningsbann á áfengi, hefði verið lögleitt í Noregi. Mun Norð- rnönnum hafa þótt þetta all-hart aðgöngu og skírskotað til þess, að ísland hefði einnig lögleitt að- flutningsbann á áfengi en hefði þó happa toil-kjör á Spáni. Munu þá Spánverjar eigi hafa séð sér annað fært, en láta eitt yfir báðar þjóðirnar ganga. Þykir sumum Spánverjar vera all-óbilgjarnir og eigi gæta mjög sanngirni, en fjarri fer því að frarn- koma þeirra sé að neinu leyti ó- eðlileg. Ráð þuö, sem þeir nota, er algengt og gamalt mjög. Ber þess að gæta, að víníramleiðsla Spánar er afar mikil og bannstefna þessvegna einhverjum helzta at- vinnuvegi þeirra mjög skaðleg. Mun þess jafnvel meira gæta í ákvæðum þeirra i þessum málum heldur en hins, hversu mikið tjón er að.missi vínverzlunarinnar ad- eins við Noreg og fsland. Mundi hvaða ríki sem er, haga sér á sama hátt, ef það hefði tÖk á því. Og þeir geta sett oss stólinn fyr- ir dyrnar og skal það nú nokkuð athugað. Aðalmarkaðurinn fyrir allanstór- fisk vorn er á Spáni. Þar hefur fiskur vor getið sér hinn bezta orðstír. Og hvergi er fyrir hann þvílíkur markaður sem þar. Spán- verjar fá víöa að fisk. Meðal annars frá Englendingum, Norð- mönnum og síðast en ekki sízt Nýfundnalandsbúum. — Þá rekur því enginn nauður til kaupanna, geta verið án fisks vors lengri tíma, heldur en vér höfum efni á að sitja uppi rneð hann. Og ann- ar, og því sízt jafngóður markað- ur, verður ekki fenginn á nokkrum mánuðum. Til þess þarf mörg ár og miklaogkostnaðarsamareynzlu. Því miður eru skýrslur um út- flutning til Spánar eigi fyllilega skýrar. Yngri heildarskýrslur en frá árinu 1918 eru eigi komnar út, og fór þá mjög mikið af fiski vorum til ýmsra annara ríkja, er voru einskonar milliliðir í verzl- un vorri. Mest fór til Englend- inga, er þröngdu oss til aö hlýta þeirra kostum. Annað er það, að þau ár var togaraflotinn mjög lítill og mjög mikil deyfð yfir þorskveiðum, flestir lögðu þá áherzlu á síldveiðar. Alt þetta ger- ir allar tölur sem hér verða tilfærö- ar miklum mun lægri, en búast iná við að verði næstu árin. Samkvæmt fiskiskýrslunum, 1918, var saltaöur þorskur fluttur til 4,651,663 kg. 570,602 — 345,764 — 199,823 — 258,173 — 260,555 — Spánar . . . Smáfiskur. . Söltuð ýsa . Langa . . . Ufsi og keila Labradorfiskur Verkaður fiskur (ó sundurliðaður). . 800,000 Samtals: 7,086,580 kg. Sama ár var flutt til Bretlands 4,808,703 kg. af stórfiski. Er því meira flutt til Eriglands en Spán- ar af stórfiski það ár og mun ekki of í lagt, þó að sagt sé að mestur hluti útflutningsins til Bretlands hefði farið til Spánar á friðartímum. Þá voru og árið 1918 flutt út 4,954.642 kg. af ó- verkuðum fiski til Bretlands, Frakk- lands og Bandaríkjanna. Og er óhætt að segja, að hefðu aðstæð- ur verið betri, þá mundi mikill hluti þess fisks hafa verið verkaður og þá nokkuð af honum (stór- fiskurinn) verið senttil Spánar. Loks má þess geta, að afar mikið af fiski frá árinu 1918 lá óselt langt fram á næsta ár. Þegar svo það er tekið með í reikninginn, að fiskframleiðslan eykst ár af ári, með vaxandi togarafjölda, mun ekki of í lagt, að áætla að 12 milli- ónir kg. verði flutt til Spánar ár- lega. Nú hefur harðnað mjög milli Norðmanna og Spánverja og toll- urinn veriö færður upp í 77 pe- seta. Munum vér eiga að sæta sömu kjörum. Neinur þá hækk- unin 53 pesetum, miðað við 100 kg. Pesetinn er á venjulegum tím- um, þegar alt hefur sitt jafnvægi, jafngildur 72 aurum. Hækkunin er þá samkvæmt þessu (pesetinn 0,72) rúmar 38 krónur, miðað við 100 kg. En taka má tillit til þess, að fyrst um sinn mun pesetinn verða í all-mikið hærra verði, heldur en hér er reiknað, og nem- ur því tap vort árlega mörgum milliónum á tollhækkun þessari. Verð á fiski var hér í fyrra 135,00 kr, miðað við 100 kg. af stórfiski fyrsta flokks. Má þar af sjá hversu feikna mikið tjónið er, þegar það er borið saman við verð það, sem menn þeir verða að hlýta, er lífsuppeldi sitt hafa af fiskiveiðum. Þá væri ekki fjærri sanni að athuga fiskverðið fyrir stríðið, þar eð nú má við því búast, að verðið á fiski sem öðr- um afurðum fari fremur að þok- ast í það horf sem áður var. Og þar eð söluhorfur eru nú fremur óálitlegar, þá má jafnvel við því búast, að fiskur falli meira hlut- fallslega en erlendu vörurnar, sem vér þurfum að kaupa. Árið 1912 var verð á stórfiski fyrsta flokks hér á Seyðisfirði 35,00 kr. 100 kg. og árið 1913 46,00 miðaö við sömu þyngd. Söluverð á sama fiski var þá 64,00 kr. skippundið 1912 — og 86,00 1913. Sýnir þetta enn þá gleggra, hversu afskaplega tilfinn- anlegur verður tollur þessi. Er eigi sjáanlegt, að fært verði að lifa af fiskiveiðum, ef svo búið stendur, sem nú áhorfist. Ein af allra stærstu fiskiþjóð- unum, Bretar, sem um leið eru stórveldi á öllum sviðum, hafa krafist þess af Spánverjum, að tollur af fiski þeim, er fluttur verður inn til Spánar frá Bret- landi, verði alls ekki hærri en 24 pesetar. Er enginn efi á því, að Bretar hafa í öllum höndum víð Spánverja, þar eð milli þeirra landa er afar mikil verzlun. Fer því svo, að Bretar munu fá sín- um kröfum framgengt, og standa síðan murgfalt betur að vígi ís- lendingum og Norðmönnum með fiskverziun. Og ef vér fáum eigi vorum kröfum framgengt, verð- um vér að gera oss að góðu, ef vér eigum að hafa minstu færi á að stunda fiskiveiðar, að selja Bretum fisk vorn og láta þá græða á honum milliónir, sem að réttu lagi ættu að fara í vorn vasa. Og eigi nóg með það, að þeir græði beinlínis á fiski vorum, svo að mjög miklu nemi, heldur ná þeir á sitt vald markaðinum og geta selt mikið af sínum fiski sem íslenzkan fisk. En alkunna er það, að fiskverkun þeirra stendur að baki vorri fiskverkun, og mundu þeir þá stórum hafa spilt mark- aði vorum, er til þess kæmi, að vér sæjum oss fært að taka á ný að selja fisk vorn sjálfir. Þá er alls ekki ómögulegt, að þeir á þennan hátt gætu orðið all-áhrifa- ríkir á verzlunar- og peningamála- sviði voru. Sást það bezt á stríðs- árunum, hversu hægt var um hönd, að eiga undir högg þeirra að sækja. Og búumst vér við því, að fáir vilji koma landinu í slíka úlfakreppu. Bersýnilegl er þvi það, að þetta er eitthvert hið mesta alvörumál. Flestir munu segja. að leita verði samninga. En hér getur alls ekki verið um bindandi samninga að ræða, heldur að eins samninga- umleitanir, meðan þjóðin hefur ekki verið krafin atkvæðis um málið. Og á því á hún hina fylstu heimtingu, að það verði gert á einhvern hátt og það sem fyrst. Engin stjórn, jafnvel ekki sú, er nú situr að völdum, getur verið svo fífldjörf, að taka ákveðna á- kvörðun, er gildi um langan tíma, án þess að kalla þjóðina til at- kvæðis. Að vísu má skoða það sem svo, að stjórnin hafi. vald til að semja. En hvernig á þjóðin að sætta sig við það, að gerðir verði að henni forspurðri samn- ingar, sem hún á síðan að stynja undir árum saman. Hvað er í húfi? Milliónir fjár teknar úr vasa þeirra, er með súrum sveita sækja björgina út á hafið. Tugír þús- unda úr þeirra vasa, er aðra at- vinnuvegi stunda. Og hvað getur af þessu leitt fyrir þjóðina? Eymd og neyð meðal einstaklinganna og framkvæmdaleysi í þjóðheilla- málum og opinberum framkvæmd- um. En hinum megin á metaskál- inni eru bannlögin. Vitanlegt er það, að fjöldi manna meðal þjóð- arinnar er þeim andstæður og vill ekkert á sig leggja fyrir þau, en vill meiri hluti þjóðarinnar halda fast við þau, ef eigi leysist að fullu og öllu úr þeim hnút, sem nú hefur verið hnýttur? Þetta er það sem menn ættu að hugleiða. Og ætti sem víðast að halda um málið almenna fundi og skora á stjórnina að leitast fyrir um vilja þjóðar og þings, áður en bind- andi samningar eru gjörðir. Svar stjórnarinnar er ekkert hægt um að segja að svo komnu. Sjálfsagt hefur hún orðið að svo komnu máli að leggja þann grund- völl samninganna í orði kveðnu, sem þegar hefur um heyrst, þar eð hún hefur eigi heimild til að leggja annað til grundvallar, held- ur en það sem landslögum er samkvæmt. En hitt er eigi sídur

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.