Austurland


Austurland - 09.07.1921, Page 3

Austurland - 09.07.1921, Page 3
3 \USTURLAND Verzlun PÁLS A. PÁLSSONAR, Bjorka Selur lang ódýrasta álnavöru og skótau, gefur 15% afslátt gegn peningum. Þar gera sveitamenn, sem aðrir, bezt kaup. — Prjóna- vélar, Saumavélar og Byssur fást keyptar og pantaðar. Með fyrsta skipi kemur mikið úrval af öllum smávörum, sem nú vanta. Hetur til sölu: OMA smjörlíki Skósmfðavinnustoía Sigurgísla Jónssonar, SeyöisL er af öllum, sem til þekkja, tví- mælalausttalin bezta skósmíðavinnu- stofa á Austuriandi. — Leysir fljótt og vel af hendi allar aðgerðir á skófatnaði. — Býr til nýjan skófatn- að eftir máli. Hefur ávalt fyrirliggj- andi nægar birgðir af öllu verkefni tilheyrandi iðninni. Handunninn skófatnaður er beztur. Og nú hefur verið byrjað á þann hátt, að veita heiðursmerkin bryt- um og hirðmeyjum, hermönnum dönskum og öðrum slíkurn lýð, lík- lega að eins fyrir þær sakir, að þetta fólk var með konunginum, auð- vitað er, að ef einhverir aðrir hefðu verið með, en þetta fólk ekki, þá hefðu þeir hlotið heiðurs- merkin, en alls eigi þeir er hlutu þau. Þarna ræður því helbert tildur. Sama heimskan og skrípa- leikurinn og dæmi eru til. Vel er því byrjað, og ef þann veg verður áfram haldið, er eigi unt annað að segja, en íslenzku heiðursmerkin verði mikils virði! Eðlilegt var það, þótt skyldfólki konungs, hinu nánasta, væri veitt heiðurmerkin.s því aö rneðan vér höfum konung, er sjálfsagt að sýna honum og skylduliði hans alla virðingu. En margir eru með- al Dana og annara þjóða, sem unnið hafa íslandi meira gagn en það, að þiggja þar gestrisni. En svo er um hirðmeyna, brytann og foringjana fíesta, að þau virðast eigi hafa unniðíslandiannaö.Enhvf voru ekki húsbændunum á gisti- húsinu „Fjallkonunni“ veitt heið- ursmerki? Þangað koma þó oft danskir sjóliðar. Quðm. G. Hagalín. Hitt og þetta, Frá Fdskrúðsfiröi. . . . Tíðindalítið héðan, þó er það ekki óveruleg tilbreyting frá því venjulega aö meö sunnlenzk- um sjómönnum, er komu hér með e.s. „Sterling" síðast, virðist hafa fluzt óþverra íarsótt sem sumir kalla „vont kvef“ en aörir innflú- enzu. Hvað sem veiki þessi heitir, þá er hún óþarfur gestur um há- bjargræðistímann og veldur injög miklu fjártjóni. Mig minnir að til sé í hinu íslenzka ríki allsherjar heilbrigðis- eða sóttvarnar-nefnd. Ef svo er, ætti hún áminningu skilið, því sagt er að veikin ber- ist út frá Reykjavík og umhverf- inu þar syðra. Hér í Búðaþorpi og Fáskrúðsfirði verður mikill hnekkir að lasleika þessum, þar seni alllir verkfærir menn tefjast til skiftis frá fiskiveiðum og öðru sumarbjargræði, alt að viku til hálfsmánaðar tíma; er þetta því tilfinnanlegra, þar sem nú er land- burður af fiski hér, sérstaklega á árabáta. Mun tjón þetta vægt met- ið á 1000 kr. fyrir hvert einstakt heimili til jafnaðar; yrði þá fjár- tjón þetta, eftir samanlagðri heim- ilatölu í Búða- og Fáskrúðsfjarð- ar hreppi, um 60 -80 þúsundir króna. Ef hér er að ræða um vænrækslu yfirvalda eöa allsherj- ar heilbrigðisnefndar, sýnist verð- ug áminning ekki óþörf, að minsta kosti fáum vér kotkarlarnir oft nótu fyrir minna, því oss er lítt vægt í dómum ef út aí ber. . . . Upplestur. Jóhann Jónsson, stúdent, las hér upp kvæði síðastliðinn laug- ardag og í annað sinn á miðviku- dag. Hefur hann, eins og um var getiö í siðasta blaði, lesið oft upp í Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði. Las hann upp hér „Fýkur yfir hæðir“ eftir Jónas Hallgrímsson, „Flosa og Hildi- gunni“ eftirGuöm. Guömundsson, „Jón Arason á aftökustaðnum" eftir Matth. Jochumsson og „Gretti og Glám“ e'ftir sama. Ennfremur „Álfakonunginn“ eftir Goethe, „Ákvæðaskáldið", eftir Uhland, „Svein Dúfu“ eftir Runeberg og „Játningu" eftir Heine. Þá „Abba- labba-lá“ eftir Davíð Stefánsson, „Gljúfrabúann" eftir Guðm. G. Hagalín, „Delirium bibendi“ og „Jóhönnu litlu“ eftir sjálfan sig. Var góður rómur gerður að upp- lestri hans. Mun óhætt að segja, að í honum eigum vér ágætt efni í afbrigða upplesara. Röddin er bæði sterk og beyjanleg, svipbrigð- in skjót og glögg og leikarahæfi- leikarnir ótvíræðir. Auk þessa hefur Jóhann í ríkulegum mæli skilning á verkefnunum, en það er hin stærsta nauðsyn, jafnt upplesurum sem söngvurum. Von- andi er, að Seyðfirðingar fái síð- ar að heyra til Jóhanns, þá er hann hefur fengið fulla æfingu í list sinni. Þess má gela, að lík- legt er að út komi ljóðabók eftir hann hér á Seyðisfirði á hausti komanda. Og um kveðskap hans hefur ritstjóri blaðs þessa engu við að bæta, að svo komnu máli, það sem sagt var í síðasta blaði. Kóminn er hingað til bæjarins Kristinn Pétursson frá Næfranesi í Dýra- firði, sendimaður skrifstofu máls og vogar. Á hann að athuga mál og vog hjá kaupmönnum hér. Ekki veit „Austurland“ hversu góður gestur hann kann að vera! Fiskiveiðar. Mjög mikill afii er nú í Vopna- firði og á Langanesi. Koma smá- bátar að daglega hlaðnír. Frézt hefur líka að Færeyingar, sem nú eru að veiðum hér úti fyrir, fiski afbragðsvel. Eru þeir langt und- an landi, yzt á Hvalbaksgrunni. Mun þeim eigi af veita þótt vel gangi hjá þeim í sumar, þar eð sumarið í fyrra og eins vetrar- vertíðin í vetur, voru með versta inóti. Nokkrar færeyskar skútur hafa komið hér hinn. Jón Þ. Sigtryggsson, settur sýslumaður hér, leggur af stað í þingaferðir í dag. Með honum er Einar Blandon, sýslu- skrifari. Mesti fjöldi manna úr sveitum ofan hefur verið hér þessa dagana. Er útlit í sveitum alls ekki sem verst. Síð- ustu dagarnir hafa bætt mjög mikiö úr skák, þar eð hitar og regn hefur skifst á. Er víða byrj- aður sláttur í sveitunum. Lítur því svo út, sem þetta ár ætli að verða bændunum hið bezta á all- an hátt. Ólafur lækriir Lárusson á Brekku hefur beðið „Austurland“ að leiðrétta það sem sagt var um veikindi hans hér í blaðinu. Var það missögn að hann hefði legið eins lengi og sagt var. Flugferðirnar. Vegna ót'yrirsjáanlegra ástæða mun ekkert verða af flugferðun- um hingað upp f sumar. Á Austfirðingamótinu, sem haldið verður hér í sumar, mun verða mjög margt til skemt- unar og er vonandi að það verði vel sótt. Alment munu landsmenn mega gleðjast yfir því, að Sigurði Guðmunds- syni, magister, hefur verið veitt skólastjórastaðan á Akureyri. Sig- urður er alkunnur gáfu- og gæða- maður, afbragðs kennari og hef- ur mikil og góð persónuleg áhrif á nemendurna. Er óhætt að segja að hann hafi virðingu og vináttu allra þeirra, er hann hefur kent. Óskar „Austurland“ Sigurði og Norðlendingum til hamingju. Brusiloff sá, sem um er getið í skeyti hér í blaðinu, er einhver mesti og bezti hershöfðingi Rússa frá heims- stríðinu. Gat hann sér einnig mjög góöan orðstír í stríðinu milli Japana og Rússa. / vor útskrifuðust af Eiðaskólanum eftirtaldir nem- endur: 1. Aðalsteinn Eiríksson 2. Anna Þórarinsdóttir 3. Björn Guttormsson 4. Dagur Sigurjónsson 5. Einar Jónsson 6. Einar Kristinn Eiríksson 7. Einar Þorsteinsson 8. Eiríkur Stefánsson 9. Elízabet Jónsdóttir 10. Gunnar Snjólfsson 11. Halldór Pétursson 12. Hannes Magnússon 13. Jóhann Frímann Jónsson 14. Jóhann Arngrímsson 15. Jón Sigurðsson 16. Málfríður Þorsteinsdóttir 17. Óli Guðbrandsson 18. Skúli Þórðarson 19. Stefán Eiríksson 20. Sverre F. Jóhansen 21. Þorvaldur Sigurðsson 22. Þórður Vigfússon Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 2/7. Norska stjórnin nýja hefur birt stefnuskrá sína; segir þar meðal annars, að hún vilji leita samn- inga við Spánverja og Portugals- menn um fiskitollinn á grundvelli þeim, sem lagður hefur verið í löggjöf og kröfum þjóðarinnar, þar sem þess hefur verið krafist með þjóðaratkvæði, að salabrenni- vfns og heitra vína yrði lögbönn- uð, en stjórnin tæki jafnframt í sínar hendur ein^asölu áfengis. — Norska sjómannaverkfallinu er lokið. Konungur og fylgdarsveit hans kom að austan klukkan 7. Rvík 3/7. íþróttasýning í dag, konungs- hjónin voru viðstödd. Þorkell Sig- urðsson vann Álafoss-hlaupið, hljóp 17 kílómetra á 66 mínútum. Konungur afhenti honum verð- launabikar. Bæjarstjórnin heldur konungi veizlu í kvöld. Templarar höfðu fjölmenna skrautgöngu í dag. Rvík 4/7. Beint tap af kolaverkfallinu brezka er talið 237 millionir sterlingspunda. Alríkisfundur Breta ræðir um hvort gerlegt muni vera að endurnýja samninga milli Breta og Japansmanna, með breytingum, ef Bandaríkin sainþykki. Gunnar Egilsson, ásamt dönsk- um sendiherra, er á leið til Madrid til að semja um fisktollinn við Sf>ánverja. Konungur fór um borð kl. 10. Boð úti í „Valkyrien“ kl. 2. Konungsskipin fóru kl. 6. Rvtk 5/7. Hardirg forseti hefur undirskrif- að friðarsamning milli Bandaríkj- anna, Þýzkalands og Austurríkis.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.