Austurland - 30.07.1921, Qupperneq 2
2
austurla;nd
SEYÐISFIRÐI
hafa fyrirliggjandi:
Mjólk
Hafrajírjón
Sykur, höggvinn
Sáldsykur
Súkkulaði
Kakao
Kaffibætir
Rúsínur
Sveskjur
Bankabygg
Hálfbaunir
Flatningsbnífa
Þvottabretti
Kústahausa
Umbúðapappír
Bréfpoka
Qaddavír
Vírnet
Skeifnajárn
Fiður
Olíufatnað
Kjarval.
Aður á tímum komu álfar og huld-
ur í draumi til manna, leiddu þá á
i'elli víða og fagra og um ýmiss
undralönd. Stundum voru löndin
hrikaleg gljúfur, eða hamraborgir, þar,
sem ólgandi sjórinn hamaðist.
Álfasögurnar eru dýrðardraumar
þjóðanna. Vængjatök þeirra inn í
þá heima, sem enginn sér, en allir
finna, á stundum þrám sinna og vona.
Hinskonar griðastaðir sálna þeirra.
Hlutverk málara og annara lista-
manna er að leiða oss inn í álfahall-
ir hamranna, krystalsali vatnadísanna.
Inn í jjá sali em vér sjáum ekki,
nema vér höfum töfrasprotann eða
kunnum töfraorðin - „Sesam, sesam“
þessara undrasala. Og sá listamað-
urinn, sem lengst kemst inn í hina
huldu sali, hann er æðstur öðlingur í
ríki listarinnar.
Þeir eru margir sem koma til vor,
leiða oss upp í hlíðina, eða út að
sænum. En oss bregður ekkert í
brún. Vér sjáum alt eins og vér er-
um vanir að sjá það — engar álfa
eða dísa-hallir. En svo kemur einn
góðan veðurdag til vor maður, ef til
vill ekki eins og fólk er flest — ef
til vill eins og úr hömrum genginn.
Og þessi maður býður oss fylgd
sína. Og hvað skeöur! Allir sjáum
vér eitthvað nýtt. Máske gamalkunnu
klettana með alt öðrum svip en áður.
Snmir halda að þetta séu sjónhverf-
ingar og hrista höfuðið yfir loddar
anum — sumir sjá þar þaö sern
augu þeirra hafa ekki skynjað, en
hug þeirra hefur órað fyrir. Og þeir
minnast álfanna og dísanna — heyr-
ist allsstaöar hjarta slá í ljósi og
litum.
Kjarval málari er einn af mönnum
þeim, sem tekur oss þannig við hönd
sér. Og hver sem fylgir honum, skal
hafa það í huga, að nú á ekki að
leiða hann venjulegan malborinn
þjóðveginn, heldur, hvort sem líkar
betur eöa ver, veginn þann, sem að
eins geymir fótinn.
Og nú ætlar Kjarval að bjóða oss
fylgd sína bráðum, Hann hefur sjálf-
ur lagt á sig margra ára baráttu til
þess að öölast máttinn og valdiö til
að bera töfrasprotann. Erlendis hef-
ur hann freistað hamingjunnar, stund-
að nám árum saman við listháskóla
Kaupmannahafnar og hlotið lofsorð
mikið sænskra og danskra listdóm-
ara. Svíar kalla hann skáldið og
dulardómamanninn meðal ís-
lenzkra rnálara. Hann hefur og leitað
til heillalinda suðrænna lista í „borg-
inni eilífu".
Kvæntur er hann danskri konu,
sem líka stundar hinar fögru listir
— í riti — skáldkonunni Tove Kjar-
t
Þörarinn R. Jörgensen.
Lag: Fýkur yfir hæðir.
Vinum þínum blæddi, er barst sú voða fregn
hve brandur dauðans snögglega laust þig í gegn.
Og þeirra hinztu kveðju af hjartnanna rót
í hreinum tónum kærleikans tak þú á mót.
Guðsljóð |jér fylgi til grafar.
S. A.
val, sem skrifað hefur bækumar „Af
Stov er du komrnet", „Mor“ og
„Fredlos". Fer hún þar líkar leiðir
og bóndi hennar svo langt frá al-
faravegi, að bezt er að leggja af stað
með nesti og nýja skó, ef menn ætla
að íylgja henni á brautum útlagans
(sbr. Fredlos). Er það von vor, að
Austfiröingar íylgi fúsir Kjarval á
Austfiröingamótinu fyrirhugaða. í álf-
heima komu oft feöur vorir, og fýsa
mun oss enn þangað.
G. G. H.
Allsherjarverkfallið
norska.
Hinn 11. júní stendur svohljóð-
andi grein í „Politiken" — og
gæti greinin orðið lærdómsrík:
„Nú er leitt til lykta norska alls-
herjarverkfallið. Því lauk tæpum
hálfum mánuði eftir að það hófst.
Tiltæki þetta og afdrif þess vekur
eftirtekt manna víðar en í Noregi.
Víða mun það verða rækilega
íhugað og af því dregnar ýmsar
ályktanir.
Fyrst mun það þó vekja at-
hygli, að þjóðfélög nú á tímum
eru svo þrautreynd, að þeim staf-
ar ekki nein veruleg hætta af alls-
herjarverkfalli og geta að mestu
leyti gegnt störfum sínum eftir
sem áður. Sérstaklega hefðu menn
getað búist við því, að Noregur
væri illa staddur, sökum þess hve
afskektur hann er og hve langt er
þar bygða á milli. Héldu menn
því að verkfall mundi konta sér
þar ver en í flestum öðrum lönd-
um. En samt sem áður greiddi
norska þjóðfélagið ágætlega fram
úr þessu — og meira að segja án
jjess að grípa til nokkurra óynd-
isúrræða. Herinn var að vísu víg-
búinn, en ekki þurfti til hans að
grípa. Reyndizt meira að segja
hægt að framleiða nægilegan brauð-
mat handa landsbúum, án þess að
nokkrir brauðgerðarsveinar kæmi
þar uærri. Blöðin komu út án
aðgerða nokkurs prentarafélags og
rafmagns — og gasstöðvar gátu
haldið áiram öllum sírium störf-
um. Mætti svo lengi teija.
Alt virðist ganga sinn venjulega
gang, minsta kosti urðu menn
ekki fyrir miklum óþægindum.
Virtist því þetta ægilega vopn
verða áhrifalaust, þar eð norska
þjóðiu sýndi nægilegan styrk til
|)ess að standast árásina og hrinda
henni af sér.
Jafnaðarmannablaðiö norska,
Æskuvinur minn.
Eftir
Hermann Bang.
Framh.
— Pabbi hélt öllu á réttum kili
svo lengi sem unt var. Og dagarnir
á undan geturðu gert þér þá í
hugarlund — þegar ég vissi alt.
Hvernig alt var á heljarþremi.
Þegar allar klær voru hafðar úti til
þess að ná í fé til að borga víxla
okkar — og gjaldþrotið gat komið
— ekki þessa klukkustund, þá hina.
Bankarnir, eins og þú skilur, voru
farnir að verða varkárir, þeir drógu
sig í hlé, gerðust hykandi, voru með
dylgjur og neituðu að kaupa víxla
okkar. —------
— Eg man eftir því, að einu sinni
þegar farið hafði verið með víxil í
bankann, komu boð um að banka-
stjórinn vildi tala viö pabba sjálfan.
Ég var á skrifstoíunni hjá pabba,
|>egar sendimaðurinn kom.
Hann leit upp og snéri sér við,
svo aö skrifstofuþjónninn sá ekki
frarnan í hann.
— Og víxillinn? sagði hann.
Ja hann var ekki keyptur -
Bankastjórinn sagði að ekki hefði
verið rétt frá honum gengið.
— Afbragð. — Viljið þér hringja.
— Látið beita fyrir vagninn.
— Pabbi var annars vanur að fara
gangandi. En upp á síðkastiö vildi
hann helzt alt af fara í vagni. Ég
held að hann hafi ekki viljað láta
menn sjá sig — þú skilur — fá að
vera e’nn — þá stundina að minsta
kosti — og svo líka til þess að láta
menn sjá vagninn.
Pabbi var ná-fölur, þegar hann ók
af stað.
Hann nam staðar fyrir framan
spegilinn.
— Er ég mjög ræfilslegur að sjá
mig? sagði hann.
— O, nei, þú ert eins og þú átt
að þér.
— Hvernig er þetta meö víxilinn,
spurði eg í hálfum hljóöum.
— Hvernig það er? Og pabbi
lækkaði róminn: Hvernig |)að er. Þeir
bera ekki lengur traust til mín.
— Og vinur minn, aldrei gleymi eg
hljómnum í rödd hans þá.
— Svo ók hann af stað.
Gjaldkerinn og eg biðurn með önd-
ina í hálsinum — það var gjaldþrot,
ef ekki var hægt að kippá þessu í
liðinn, skilurðu það, gjaldrot þegar í
stað og án allrar bjargar.
— Eftir hálftíma kom pabbi.
Gjaldkerinn dirfðist ekki að leita
frétta, þegar hann kom inn 1 skrif-
stofuna.
En þegar pabbi tók til máls, voru það
sömu, gamalkunnu og tígulegu hreyf-
ingarnar og áður fyr, þegar alt lék í
lyndi.
— Kæri Karlsen, það var auðvitað
misskilningur. Bankastjórinn bað mig
afsökunar ....
En það var ekki alt úti þó að þessi
dagurinri liði hjá verri dagar voru
í vonum.
Þú þekkir ekki þá kvöl að sitja dag
eftir dag og brjóta heilann, reikna og
örvænta, vona og aftur örvænta.
Nú var það bara svona, tafl
fram á hengiflugi gjaldþrotsins.
Fyrir tólf áttu peningarnir að vera
komnir í bankann hugsaðu þér —
þúsundir, oft tugir þúsunda — og
klukkan 10 kom pabbi í skrifstofuna
og vissi þá ekki frekar en þú eða eg,
hvar hann ætti aö taka þessa tugi
þúsunda ....
Því nú var ekki lengur um að tala
skynsamlegar ráðagerðir — engin von
framar — því var miður. Aðeins að
draga á frest, ögra því sem stóð fyrir
dyrum, gefa örstutta stund gjaidþrot-
nu og eymdinni langt nef.
Svo komu þessir tveir tfmar frá 10
—12 — með öll þeirra heilabrot, út-
reikning, úrræðaleit, bréfaskriftir og
lánbeiðnir, sem skrifaðar voru skjálf-
andi hendi . . . Og með fjöregg okk
ar að leiksoppi biðum við sendisvein-
anna úr bönkum og búðuin — og við
víxluðum peningum og fengum frest
á víxilgreiðslum.
Þessir tveir tlmar gleyptu í sig alt
lífið og alla tilveruna. Þessi hræði-
lega martröð biða, ótta og blekkinga
því að svo langt komst þaö vinur
minn.
Eg vissi ekki mitt rjúkandi ráð —
eða hvað eg átti af mér að gera. Eg
gat ekki haldið mig á skrifstofunni
hjá pabba það hlaut að vekja eft-
irtekt. Og auk þess voru alt af ein-
hverir að heimsækja hann. Þarna
mátti hann sitja, stundarfjórðung eft-
ir stundarfjórðung, varð að hlusta á
alls konar þvaður, sögur frá heirn-
boðum, sem etazráðin, makráðir ístru-
belgir segja frá — á þetta varð hann
að hlusta, meðan hann bjóst vio á
hverri stundu að íjöregg sitt hrykki í
sundur.
Nei, þar gat eg ekki haldist viö.
*