Austurland - 20.08.1921, Síða 2
W2
austu;rl?a;nd
Seyðisfirði
hafa fyrirliggjandi
Sykur hÖggvinn Te
Kandís
Kaffibætir
Súkkulaði
Kakao
Baunir hálfar
Bankabygg
Kryddvörur
Mjólk
Sveskjur
Umbúðastriga
Umb.pappír
Bréfpoka
Vírnet
Gaddavír
Olíufatnað
Þvottabretti
Deildarlit
Seglgarn
Primusao.fi.
Við heimsókn vora í gær í verk
smiðju American Machinery Com-
pany fengum vér lýsingu á bræðslu
aiiskonar lifrar. Og er hún í
stúttu máli þessi:
Lifrin, án tillits til þess í hvaða
ástandi hún er, er látin í ílát, sem
í er heitt vatn með dálitlu af
salti í. Úr ílátinu er þessum lifr-
argraut þrengt með dælu inn í
hin rafmögnuðu hólf vélarinnar,
þar sem hann svo er rafgeislaður,
Heldur lifrin áfram yfir síu, er
heldur eftir hinum óuppleysanlega
hluta lifrarinnar, en lýsið og vatn-
ið fer í annað ílát, sem í er vatn.
Lýsið flýtur nú ofan á vatninu og
heldur áfram inn í einsk®nar skil-
vindu, sem aðskilur alveg lýsið og
vatnið. Rennur nú lýsið áfram í
þriöja ílátið, alveg hreint og tært
og í fyrsta flokks ástandi.
Rafgeislarinn þarf nálægt 18
ampera kraft, með 50—90 volta
spennu, sem fer eftir hólfatölu
vélarinnar. Þar sem ekki er unt
að fá beinan rafkraft með þessari
spennu, er hægt að fá straum-
breytara fyrir 1—1V® kw.
Skilvindan þarf tæpt 1 hestafl
og álíka afl þarf dæian, svo að
alls má komast af með hérumbil
2 hestöfl, Engin lykt finst meðan
á bræðslunni stendur. Lifrin er
látin inn í annan enda vélarinnar
og eftir þrjár mínútur rennur lýs-
ið hreint og tært í lýsisílátið.
Grúturinn varpast sjálfkrafa út úr
vélinni, og er hægt að þurka hann.
annaðhvort til áburðar eða fóð-
urmjöls.
Kostnaðurinn við að framleiða
eitt amerískt fat af lýsi, úr lif-
ur, sem hefur 50°/o lýsismagn, er
frá 6—15 cent. Verð rafmagns-
ins er reiknað 10 cent á kw-tíma,
og^er þar í innifalið bæði geislun-
arrafmagnið og eins afl reksturs-
vélarinnar. Að- eins einn mann
þarf til þess að stjórna allri vél-
inni.
Af þessu geta menn séð, að
Rogert-Bennett vélin muni ná mjög
mikilli útbreiðslu á Norðurlönd-
um, íslandi og Norður-Rússlandi.
í öllum þessum löndum hefur
verzlunarfélagið Niels Juul Com-
pany einkaumboð fyrir vélina og
er það ætiun herra Larsen að
koma á fót í næsta mánuði fyr-
irgreiðslustofnun (Demostrations-
anlæg) í einhverjum af fiskibæjunum
á vesturströnd Noregs. Og verð-
ur þeim af blaðamönnum, sem
hafa áhuga fyrir þessu, boðið
þangað.
Með gufuskipinu „Stavanger-
fjord“, sem fer héðan á föstudag-
inn, verður send ein af þessum
vélum, og samtímis sendir Amer-
ican-Byproduct Machinery Com-
pany einn af verkfræðingum sín-
um, er annast á uppsetning þeirr-
ar lýsisvinsluvél^r, sem að ötlum
líkindum mun valda gagngerðri
breytingu í lýsisvinsluiðnaðinum.
— Og þá ekki sízt í hinum fisk-
auðugu löndum.
(Dansk Fiskeritidende).
H. Þ. þýddi.
Brot úr sögu
Vindlendinga.
Vindland liggur norðarlega í Sann-
leikshafinu. Það er eyland mikið og
merkilegt, bæði að fornu og nýja.
Þar er hafís á vetrum, en hafrót á
sumrum. Landið skiftist f grösugar
sveitir, gróðurlaus öræfi, gjósandi
hveri og gínandi gjár. Þar eru há
fjöll og heiðar miklar. Himinbláir
jöklar og hraun mikil. Ár eru þar
margar og illar yfirferðar og margar
óreiðar árið um kring, — en þó er
landið talið þurt. Mentun er þar mik-
il, enda skortir landið ekki leiðtoga.
Þaö sem hel?t stendur því fyrir þrif-
um, er að einstaklingar þjóðarinnar
eru svo mentaðir, að enginn getur
verið undir annan gefinn. Því hefur
það verið tekið upp, að skifta um ráð-
herra við hverja tunglkomu og það á að
ganga, þar til allir eru orðnir ráð-
herrar, sem ekki hafa þegið af sveit.
Náttúrlega er þetta lítil lýsing á jafn-
merkilegu landi, en vilji menn kynn-
ast því nánar, verða menn að hafa
landafræðina til aðstoðar. Höfuðborg
landsins heitir Sæluvík.
Það hafði verið róstusamt í Sælu-
vík undanfarna daga, en nú hafði
heldur hægst um í bráðina. Það var
sunnudagskvöld. Veður var dimt og
draugalegt, og regnið streymdi úr
loftinu. Tíminn gekk um gólf í skrif-
stofu ■sinni í Vindheimi og var þungt
hugs^ndi. Hann var skrýddur klerka-
hempu, en hann var kominn úr ann-
ari erminni. Hempan var mjög nær-
skorin, og virtist helzt, að hann væri
að vaxa upp úr henni.
Alt í einu var barið að dyrum, og
áður en Tíminn hafði tíma til að
svara, opnuðust dyrnar, og, inn kom
kvenmaður, heldur lítill vexti. Kona
þessi var heldur við aldur, en ern
vel. Skjótleg var hún í öllum hreyf-
ingum og augnaráðið ísmeygilegt.
„Sæll vertu, Tími góður“ mælti
hún.
„Sæl vertu Lygi góð“, mælti Tími.
„Hvers vegna kemur þú ekki fyrri?“
mælti Tími. —„Eg hefi verið aðvon-
ast eftir þér í allan dag“.
„Eg hef verið að leita mér atvinnu"
mælti Lygin, „en ekki orðið gott til
fanga. Það lítur helzt út fýrir, að
það eigi alveg að steypa mér af stóli,
en setja í hásætið piitunga þann, er
Sannleikur heitir. Við erum jafn-
gömul, en eg er miklu vanari við að
fara með völdin og ætti því að vera
sjálfkjörin.
Nú er eg búin að ráfa um iðjulaus
í þrjá daga og hef meira að segja verið
ofsótt. Kvenréttindin eru nú ekki
meiri en þetta enn þá“.
Tími hafði setið þegjandi undir
þessari ræðu og hlustað með athygli
„Því komstu ekki til okkar“, mælti
hann, „við höfum altal verið að von-
ast eftirvþér, og nú skaltu ekki þurfa
að ganga um atvinnulaus, ef þú vilt
ganga að samningum okkar. En nú
ætla eg að biðja þig að færa mig úr
hempunni, því mér finst hún ætla að
nísta hold frá beini. Svo skulum við
ganga yfir til frú. Hriflu, sem býr í
hinum enda hússins".
Frú Hrifla og Efíaltes sonur henn-
ar sátu við skriftir, þegar þau komu
yfir um. Eftir að hafa heilsað, var
þeim vísað til sætis, og umræður hóf-
ust um daginn og veginn. „Jæja, nú
er' kaupakonan komin“, mælti Tími.
til frú Hriflu og Efíaltesar „og nú væri
gott að fá aö heyra samningana, ef
þeir væru tilbúnir". „Stefnuskráin er
tilbúin“, sagði frú Hrifla, „En heyrðu,
heillin," mælti hún til Lygi. „Stefnu-
skráin er sniðin eftir þér, og getur
ekki kornist í framkvæmd, nema með
þínu liðsinni. Hún stendur og fellur
með þér“.
„Ekki skaðar þótt skráin sé lesin",
mælti Lygi.
„Lestu þá, sonur sæll„, mælti frú
Hrifla til Efíaltesar. Efíaltes gengur
að borðinu, tekur stefnuskrána og
byrjar að lesa, mjög hátíðlega.
„Stefnuskrá þessi er runnin af öldu
þeirri, sem gengið hefur yfir landið
undanfarna daga. Okkar góðu vin-
kona hefur verið steypt af stóli, en
Sannleikur settur í staðinn. Nú er
það áform okkar að hiálpa henni til
að ná völdunum aftur, en síðan eig-
um við að vera meöráðamenn henn-
ar og hafa mat fyrir. Málin sem eru
á stefnuskránni eru aðallega þrjú.
Fyrsta málið er samvinnumálið. Við
ætlum að taka að okkur
samvinnuhugsjónina og.útskýra hana
eftir okkar eigin hvötum og vinna að
henni á allskonar grundvelli.
Verzlunina ætlum við að sníða eft-
ir henni og binda alla kaupmenn í
sigurþræði samvinnunnar. Setja þá
við hreinsunareld hræsninnar og láta
þá bíða þar hæztaréttardóms frú
Hriflu. Við ætlum með aðstoð Good-
templara, að drekka upp alt ^ín, sem
flyzt til landsins, — eftir læknisráði.
Þannig getum við komið í veg fyrir
öll bannlagabrot andbanninga. Þriðja
málið er að hrífa alþýðuna undan oki
auðvaldsins. Lyfta henni upp fyrir
þokutinda þekkingarleysisins, alla Ieið
upp á hábrúnir hugsjónanna".
Lygi hafði setið þögul og svipþung
meðan á lestrinum stóð, en nú stóð
hún upp og mælti með nokkurri
þykkju: „Svo eg á þá að vinna að
göfugum hugsjónum". Þú mátt ekki
taka þetta ait of alvarlega", mælti
Efíaltes, þetta er að eins formið, sem
á að vera svona göfugt. Við ætluin
að eins að grímuklæða þessar hug-
sjónir og láta þær síðan ganga eins
og úlfa meðal sauða. Okkur dettur
ekki í hug' að taka samvinnuhugsjón-
ina eins hún er í insta eðli, því
það er göi g hugsjón, en það er al-
drei gróðavegur að gangast fyrir þeim.
Samvinnuhugsjónin er svo víðtæk, að
n ð samvinnugrímunni getum við
b „iidað okkur inn í nærri öll mál og
aukið veg okkar með því að vekja
þar úlfúð og illdeilur. Þetta er á-
formið. Það er nauðsynlegt að hafa
hylli alþýðunnar til þess, að geta æst
hana upp á móti yfirboðurum sínum.
Hún er nógu auðtrúa, ef menn kunna
gott taumhald á henni. Aftur á
móti munum við hafa það silfur af
henni, sem við getum.“
Glampandi gleðibros lék um varir
Lygi. Hún mælti: „Þarna sé eg að
er verkefni fyrir mig og ekki mun
mig munninn bila. Eg er albúin þess
að staðfesta samninginn".
Niðurl. næst.
Jón Magnússon
frá Skeggjastöðum á Jökuldal.
1 nýkomnu bréfi frá íslandi barst
sú frétt, aö Jón bóndi Magnússon
frá Skeggjastöðum á Jökuldal hefði
andast 25. jan. síðastliðinn hjá dótt-
ur sinni og tengdasyni, Birni Þor-
kelssyni (frá Klúku) í Hnefilsdai á
Jökuldal. Vandamenn hans og vinir
ýmsir hér vestan hafs hafa óskað
þess að eg skrifaði nokkur minning-
arorð um Jón; átti hann hér marga
ættingja og vini.
jón ól allan aldur sinn á Skeggja-
siöðum, nema 10 ár, var hann þó
hálf áttræður, er hann lézt.
Þegar hann kvæntist, fluttist hann
að Mýrnesi í Eiðaþinghá, og bjó þar
5 ár, flutti síðan að Skeggjastöðum og
bió þar eftir föður sinn, þar til nálægt
5 árum áður en hann lézt, þá brá
hann búi og flutti til áðurnefnds
tengdasonar síns og Guðríðar dóttur
sinnar. Var þá ellin farin að lama
starfsþrek þeirra hjóna, ogerfittorð-
ið um að fá vinnufólk. Sigríðurkona
Jóns lézt rétt eftir það, um jólin 1918.
Faðir Jóns var Magnús bóndi Pét-
ursson á Skeggjastöðum, ættaður frá
Héðinshöfða á Tjörnesi í Þingeyjar-
sýslu. En rnöðir Jóns var Guðný
Stefánsdóttir t'rá Gilsárvöllum í Borg-
arfirði eystra.
. >na Jóns var Sigríður Jónsdóttir
ocnda Einarssonar, frá Snjóholti í
Eiðaþinghá, en móðir hennar og kona
Jóns í Snjóholti, var Guðný Sigfús-
dóttir yngri, dóttir síra Sigfúsar Guð-
mundssonar að Ási í Felluni. Sig-
ríður var ekkja, er hún giftist Jóni.
Var fyrri maður hennar Halldór Jóns-
son Halldórssonar, ættaður úr Mý-
vatnssveit. Sá Halldór (afi Halldórs
Jónssonar) druknaði í Kaldá í Jök-
ulsárhlíð. Um þann atburð var kveð-
in þessi vísa:
„Halldór veldis völdum snildar
vildi halda.
Höldi gildum Kaldá kældi,
kvöldaði snild en alda’ hann tældi.“
Þau Halldór og Sigríður áttu eina
dóttur, Guðnýju að nafni, er hún gift
Magnúsi Hjörleifssyni í Vestur-Sel-