Austurland


Austurland - 10.09.1921, Page 1

Austurland - 10.09.1921, Page 1
33. tbl. Seyðisfirði, 10. september 1921 2. árg. Kaupendur „Austurlands“ sem ekki hafa greitt andvirði blaðsins fyrir þetta og fyrra ár, eru vinsamlega beðnir að greiða það sem allra fyrst. Annaðhvort með því að senda greiðsluna beint til afgreiðslu- manns, eða til verzlana H.f. Framtíðin hér á Austurlandi, sem góðfúslega hafa lofað að taka við andvirðinu. Einnig eru allir þeir útsölumenn, sem ekki hafa gert reikningsskil fyrir blaðið, beðnir að gera skil fyrir þeim eintökum er þeim hefur verið send, bæði fyrir þetta og fyrra ár, og senda þau sem allra fyrst til afgreiðslumanns, ásamt andvirði fyrir hin seldu eintök. Virðingarfyllst Hermann Þorsteinsson afgreiðslumaður Ríkislánið og íslandsbanki. Svo sem menn munu nú al- ment vita, er hið langþráða ríkis- lán íslands fengið. Mun því al- ment fagnað verða, og er leitt að eigi skyldi þetta fyr ná fram að ganga. Mun eigi verða í tölum talið, hversu mjög vér höfum á því skaðast, að lán var eigi tekið svo snemma sem þörf var á. Og svo er loks var ákveðið að taka lánið, gekk lántakan mjög svo seint. Verður eigi annað séð, en að stjórnin hafi að fullu og öllu verið illa undir það búin. Segj- um svo, að eigi hafi hún viljað ráðast í að taka lánið, áður en þingið hafði ákveðið um það af eða á. En hefði hún séð þörf- ina og þar með skyldu sína, þá var ekkert sem nær lá, en að leita hófanna, fyrst um það, hvar lík- legast væri til lántöku — og síð- an, með hvaða kostum. Hefði þetta verið framkvæmt, er óhætt að segja, að vér hefðum eigi langa hríð þurft að standa í gagnslausu og ef til vill miður æskilegu stíma- braki við Dani — og síðan bíða miklu lengur en vér með góðu móti gátum beðið eftir láninu. Og þá er lánið er fengið, hefst úlfa- þytur um það hversu meðskulifara. Hefur „Tíminn" fleiprað um það mál í mjög svo lélegri, en illkvitnis- legri grein. Er hún að vanda full af getsökum, og reynt er þar, eins og venja er blaðsins, að gera alþýðu manna sem tortryggilegast það sem í ráði er að gera, án þess að gera aftur á móti minstu grein fyrir því, hversvegna það verður gert — eða hvort annað er ger- legt. Því verður ekki af neinum neit- að, að íslandsbanki hefur á und- anförnum árum teflt all-djarft. Hann hefur lagt of mikið fé í varhugaverða og ef til vill miður heppilega kaupsýslu. Eftirlitið hef- ur verið slælegt og framsýnin því minni. Enda hefur íslandsbanki að miklu leyti verið erlent gróða- fyrirtæki og þessvegna eigi annars að vænta, en að hann á slíkum gróða- og veltiárum sem stríðsár- unum, lenti út í hina tvísýnu kaupsýslu, er þá tíðkaðist mjög. Og þá er stakk í stúf við það sem áður hafði verið, afurðir seldust ekki eða illa og misjafn- lega fór um hina miklu og tvísýnu veltu kaupsýslumanna og atvinnu- rekenda, hlaut svo að fara, að bankinn lenti í kreppu. En sem betur fór, sáu menn það, að eigi tjáði þarna að fara rasandi. að ráði sínu. Nú þurfti eigi að rífa stoð- irnar undan byggingunni, heldur styrkja þær og varna hruninu. Og ennfremur koma í veg fyrir að til þess yrði stofnað á nýjan leik. Þeir menn voru til, sem vildu, er í kreppuna var komið, loka bankanum og taka af honum öll réttindi hans. En hinir vitrari menn sáu að það var sama og að steypa fjölda innlendra manna, at- vinnurekenda, og annara í botn- laust gímald gjaldþrotsins. Afleið- ingin hefði orðið meira og minna alment fjártjón, atvinnuleysi í stór- um stíl, miklum mun minni fram- leiðsla og stórum minna fé í lands- sjóðinn. Ennfremur kyrkingur í allri verzlun og viðskiftum, þar eð engi var von þess, að svo fljótt hefði verið hægt að kippa öllu í liðinn, sem þörf hefði krafið. En alt þetta hefði dregið úr gjaldþoli þjóðarinnar yfirleitt og gert mikl- um mun erfiðara, ef eigi með öllu ómögulegt að fá lán handa land- inu erlendis. Fjöldi erlendra fjár- mála- og kaupsýslumanna hefur litið á landið sem hálfgildings gjald- þrota, sakiryfirfærsluvandræðanna, og er óhætt að segja, að enn lé- legri hefði orðið tiltrú þess, ef aðalbanka þess hefði verið lokað. Og ekki verður því neitað, að flestar þær framfarir í atvinnuveg- um vorum, sem vér nú getum fagnað, eru að meira eða minna leyti íslandsbanka að þakka. Þingið tekur því þann kost, að það ákveður að kaupa að hálfu íslandsbanka og tryggja þannig landinu eigi að eins yfirráð yfir bankanum og eftirlit með rekstri hans, heldur einnig hlutdeild í gróða þeim, er á honum kann að verða. Og þingið gengur eigi svo frá þessu, að hlutabréf bank- ans séu keypt fullu nafnverði, ef eigi kynnu þau að reynast svo mikils virði. Það kveður svo á, að nefnd manna skuli rannsaka grandgæfilega hag bankans og virða hlutabréfin. í þessa nefnd kaus það sjálft tvo menn, en hæstiréttur einn. íslandsbanki skyldi hafa tvo menn f nefndinni. Hefur því sá nefndarmaðurinn, sem kosinn var af hæstarétti, úrskurð- aratkvæði. Virðist því verið hafa eins vel frá þessu gengið og unt var. Og valdir hafa verið fyrir landsins hönd Björn Kristjánsson, fyrverandi bankastjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri — og af hæstarétti prófessor Eiríkur Briem. Björn Kristjánsson má óhætt telja einn af fjölhæfustu gáfumönnum þessa lands — ogauk þesseinn hinn fróðasta og reyndasta, þá um er að ræða bankamál. Þorsteinn Þorsteinsson er maður reyndur að gáfum og skyidurækni, dugnaði og samvizkusemi í starfi sínu — og er auk þess sérfræðingur í hag- fræði. Prófessor Eiríkur Briem er einn þeirra manna, sem hvorki „Tíminn“ né aðrir munu treyst- ast að varpa á saur. Mun aldrei þótt hafa illa skipað það rúm, er hann hefur setið. Og kunnugt er það, að fróður er hann um þau mál, sem hann á um að dæma, hef- ur þar bæði reynslu og fræðilega þekkingu til brunns að bera. Eigi verður því í fljótu bragði séð, hvað „Tímanum" finst hér tor- tryggilegt. Er nokkuð eðlilegra en það, að íslandsbanka verði fengið það fé í hendur, að leyst verði yfirfærsluvandræðin? Er nokkuð eðlilegra en það, að ís- lenzka þjóðin standi nú framvegis á bak við þann banka, er hún hef- ur keypt að hálfu og náð í sínar hendur ráðum yfir? Hvernig mættu kaup verða á annan hátt? Einmitt að því hefur stefnt ver- ið, af beztu mönnum þjóðarinnar, að fá til framkvæmda hér á landi erlent fé, er vér hefðum æðstu ráð yfir og gætum séð um að eigi yrði oss að fjörtjóni í stað þess að verða oss til vaxtar og viðgangs. Og nú höfum vér kom- ið þessu þann veg fyrir með fé íslandsbanka. Og skyldi fyr ver- ið hafa. Má reyndar segja, að vér höfum áður haft næga trygg- ingu, þar sem var bankaráðið, En slíkar tryggingar verða alt af meira í orði en á borði. Bein afskifti af allri stjórn og fram- kvæmdum fyrirtækjanna mun þar tryggari heldur en eftirlit þeirra manna, er hvergi koma nærri hinni raunverulegu starfsemi. Landsverzlunin í Noregi og hér. Frá því að landsverzlunin ís- lenzka var fyrst á stofn sett, hef- ur hún altaf verið hið mesta þrætu- epli. í fyrstu var hún bjargráða- stoínun, en nú um nokkra hríð hefur því ekki verið til að dreifa. Menn hafa haldið ýmsu fram í þessu efni. Sumir segja að lands- rekstur á verzlun sé skerðing á rétti einstaklinga ríkisins. Aðrir halda því fram, að landsverzlun geti verið fjárhagi landsins stór- hættuleg, og þeir þriðju, að hún sé blátt áfram sjálfsögð og hrein- asta nauðsyn. „Austurland" hefur haldið því fram, að landsverzlunin sé mjög óþörf stofnun og stofnun sem sé í ósamræmi við annað í þjóðfé- fagsskipun vorri. Auk þess sé það hin mesta hætta fé þjóðarinnar, sem ekki er svo mikið, að vér þolum mikil skakkaföil, að fástvið verzlun í stórum stíl. Þau óhöpp geta altaf komið fyrir hjá lands- verzlun, eigi síður en öðrum kaup- sýslufélögum, að hún bíði stór- kostlegt tjón, sem annaðhvort hlýt- ur að koma niður á ríkissjóðnum eða notendum varanna. Síðari leiðin mundi ef tjl vill verða val- in, vörurnar seldar svo háu veröi að landsverzlunin eða ríkissjóður sköðuðust ekki. Hallinn kemur samt alt af niður á landsmönnum og dregur úr gjaldþoli þeirra.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.