Austurland - 10.09.1921, Síða 4
4
AUSTUkLAND
Lyfjabuð Seyðisfjarðar
hefur meðal annars:
Fljótandi rottueitur
bráðdrepandi — óskaðlegt öðrum dýrum.
Þurkuð egg — þurkaða eggjarauðu — Eggjaduft.
Singelvatte
bezta og drýgsta the, sem fáanlegt er.
Matarlím — Vanillesykur.
Svartan Kandís — íslenzk Fjallagrös.
Auglysing.
Eimskipið „ísland“ fer frá Kaupmannahöfn
16. september n. k. tii Leith, þaðan 20.
september til Seyðisfjarðar, þaðan norður
um land til Akureyrar, ísafjarðar og Reykja-
víkur og svo til útlanda.
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Gjalddagi 1. júlí
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Guðm. G. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maður
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 B —
Prentsmiðja Austurlands.
SundmagarTTT "r!,i
St. Th. Jónssonar, Seyðisfirði.
Bryggja og huseignir
Hafnarsjóðs Seyðisfjarðarkaupstaðar verða leigðar frá næstu áramót-
um. Tilboð sem tilgreini eftirgjald og til hvers beiðandi ætlar að
nota eignina, séu komin hingað á skrifstofuna fyrir 15. okt. næstk.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 8. sept. 1921
Jón Þór. Sigtryggsson.
Settur.
R AFMAGNSTOÐVA R
AFMAG NSTOÐVAR
Afgreiðslan
Mótorbátur til sölu.
Fáheyrt álnavöruverð á þessum tímum.
Fataefni frá kr. 6 pr. meter, í fatnað kr. 20 og 33.
Súkkulaði
Smjör
Sykur
Mjólk
Kaffi
Te
Frakkatau kr. 15 pr. meter.
Lasting á kr. 4,75 pr. meter.
Silkiflauel á kr. 11 pr. meter.
Kjólatau kr. 6 og 12,75 pr. mtr. tvíbr.
Cheviot kr. 15 og 18.
Sjalklútar allstórir kr. 8,75.
Sokkar, karla kr. 3,75 og kven. kr. 4,75.
Vasahnífar
Rakvélar
Hnífapör
Skeiðar
Litur
Sódi
Tibúin föt, útlend og hér saumuð.
Byssur og riflar koma með næstu ferð, verða þá líklega helmingi
ódýrari en að undanförnu.
•Verzlun E. J. Waage.
Mótorbátur 8 smálestir að stærð, súðbyggður úr B/eik. Með 10
hesta nýlegri og ágætri Gideonsvél með öllu tilheyrandi og vel útbúinn,
er til sölu. Veiðarfæri geta fylgt ef vill. Bátur og vél hefir verið vel
hirt og er í ágætu standi. Listhafendur snúi sér til
Herm. Þorsteinsson kaupm.
Seyðisfirði
Fóðursíld til sölu
í eikartunnum, verð 15 kr. fob. ísafirði. Nánari uppl. hjá
Einari Jónssyni, verzlunarm.
Seyðisfirði.
efninu, sem honum finst auðsýnilega
mjög skemtilegt.
— Vertu nú ekki að þessum fjanda,
Mitrij, segðu mér nú frá þessu. Segðu
mér það nú, heyrirðu það.
— Æ, láttu mig nú vera, Sergej.
Eg er löngu búinn að segja þér frá
því, hvíslaði Mitrij í bænarróm. En
hann hefur víst vitað að hér var ekki
við lambið að leika sér. og hóf því
máls:
— Jæja þá, við háttuðum og eg
sagði: Maðurinn þinn get egekki verið,
Marja. Þú ert heilbrigð og þróttmik-
il stúlka, en eg er veikur og þrótt-
laus vesalingur. Það var ekki e g,
sem vildi kvænast, það var pabbi, sem
neyddi mig til þess. Kvænstu, sagði
hann — og þar með búið. Eg hef
aldrei skift mér af kvenfólki og sízt
af þér. Þú ert alt of fjörug — já —
og ekkert af þessu skil eg — skil-
urðu það . . . þenna viðbjóð — og
synd — og svo börn, sem maður á
að standa guði skil á.
—-j Viðbjóð! hrín í Sergei, sem
skellihlær. — Nú, og hvað sagði svo
Marja?
— En hvað ætlastu þá til að eg
geri — sagði hún grátandi — þykir
þér þá ekkert vænt um mig, eða er
eg þá hreinasta afhrak? -— Nei, en
Sergei, eg held að hún sé alveg
blygðunarlaus og svo vond manneskja
í ofanálag — Finst þér þá rétt —
sagði hún — að eg bjóði mig hon-
um tengdaföður mínum? Eg svaraði:
Hafðu það alveg eftir þínu höfði og
Ieitaðu þangað sem þér sýnist. Eg
get ekki misboðið eðli mínu..........
Ef nú hefði verið um ást að ræða —
það hefði verið sök sér — en svona
eins og það er. — Hann afi minn sagði:
hvernig er það nú annars? — þetta
framferði er dauðasynd. Erum við,
þú og eg, þá aðeinsdýr? — spyreg.
Hún grætur og grætur og segir: —
Þú hefur rænt mig æsku minni og
heiðri. — Þá kendi eg í brjósti
um hana, en, sagði eg, þú munt sjá
um þig. Annars geturðu gengið í
klaustur. Svo fór hún að skamma
mig. — Þú ert fífl Mitrij — fantur
— Sjáum til! hvíslar Sergei sigri
hrósandi — nú, svo þú skauzt því að
henni að ganga í klaustur?
— Já, það gerði eg, segir Mitrij
blátt áfram.
— En kallaði h ú n þig fífl? spyr
Sergej og er nú háværari.
— Já, það gerði hún.
— Það var rétt af henni, kunningi.
Það var alveg hárrétt af henni. Hún
hefði átt að berja þig!
Alt í einu skiftir Sergej um rödd
og talar nú í eggjandi refsiróm:
— Heldurðu að þú getir kannske
gengið þvert í bág við lögin ? Já,
það gerðirðu. En það setn er í lög
leitt, það er í lög leitt, og um það
.verður ekki deilt. En þú fórst eftir
þínu |höfði. Það var fallega af sér
vikið. í klaustur! Heimskingi! Hvað
heldurðu í raun og veru að konan
þrái mest? Heldurðu að það sé að
komast í klaustur? Ja, miklir and-
skotans asnar geta menn verið nú á
dögum! Huggleiddu nú þetta rétt í
þetta sinn — hver hefur nú orðið af-
leiðingin af þessu? Þú ert hvorki
heill né hálfur. Stúlkuna hefur þú
farið með í hundana.
Hún er orðin frilla gamla mannsins.
Og gamli maðurinn gerir sig sekan í
syndsamlegu samlífi við tengdadóttur
sína — og það er líka þér að kenna.
Finst þér þú svo ekki nægilega sek-
ur gegn lögunum? Hvílíkur bölvað-
ur asni þú getur verið!
— Heyrðu Sergej! Lögin eru í
sál hvers og eins. Eitt lögmál er
öllum gildandi: Gerðu aldrei neitt
gegn samvizku þinni og þú munt al-
drei valda neinu illu í heiminum!
Mitrij sagði þetta rólega og eins
og hann vildi leita sátta. Og hann
hristi höfuðið.
— En þú hefur drýgt synd, sagði
Sergej ákveðinn. — Margt getur
fundist í fylgsnum sálarinnar — og
við getum ekki boðið öllu byrginn.
Nei, vinur minn, við verðum að geta
skilið sálina — og breyta svo eftir
þeim skilningi.
— Nei, Sergej, svona máttu ekki
skilja það, sagði Mitrij ákafur, eins
og hann alt í einu væri nú kominn í
æsing. — Sálin, hún er alt af, eins
og þú skilur, ,hrein eins og daggar-
dropi. Um hana er skurn — og hún
er langt inni. En ef þú gerir þér far
um að hlýða á rödd hennar, þá munt
þú ekki fara villur vegar. Alt sem
þú gerir mun verða í samræmi við
guð, ef þú hlýðir sál þinni. Því að
eins og þú veizt er guð í sálinni —
og þá lögmálið Iíka. Af guði er það
skapað og blásið mönnunum í brjóst.
Menn verða að eins að geta horft
inn í sál sína og mega ekki hlífa
sjáifum sér.---------
Framh.