Austurland


Austurland - 10.09.1921, Side 2

Austurland - 10.09.1921, Side 2
2 austu;rl'a;nd Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Kartöflur Eldspítur Kartöflumjöl Strákústa Kryddvörur ýmisl. Saum Riismjöl Bankabygg Hænsabygg Hrísgrjón Maskínolíu Soda Stangajárn Innahhússpappa Þvottabretti Fiður Olíufatnað Mótortvist Munntóbak Cylinderolíu Rjóltóbak Stjórn slíkrafyrirtækjasem lands- verzlunar fer ærið oft í handaskol- um. Að vísu eru valdir góðir menn til starfans, þ. e. menn sem hafa þekkingu og reynslu til að bera. Þessir menn eru hálaunað- ir, fjölda margt fólk haft til starf- rækslu, ekkert sparað í neinu, hvorki starfskraftar, húsrúm eða annað er viðvíkur starfrækslunni. Enginn er þar sá yfirmaður, sem, eins og við einkafyrirtæki geri sér far um að spara sem mest, kom- ast af með sem fæst fólk og hafa sem minstan starfrækslukostnaðinn. Enda eru landsverzlunin, iands- bankinn og stjórnarráðið frægar stofnanir fyrir fjölda starfsfólks, og hefur verið að því hent gaman, að allir atvinnulausir kunningjar ráð- andi mannanna, vina þeirra og vinavina séu sjálfsagðir í slíkar stofnanir. En hvað sem þessu líður, geng- ur alt frekar seigt og fast og síg- andi, sem við kemur opinberu starfrækslunni í höfuðstaðnum. Og enn sem komið er veit enginn með fullri vissu, nema þá forstjórar landsverzlunarinnar, hvernig bú- skapurinn hefur borið sig þessi árin. Einhverir reikningar hafa fram komið, en ekkert fullnaðar- uppgjör. En nú hefur nágrannaþjóðin Norðmenn gert upp hjá sér lands- verzlunina. Og sannleikurinn reynd- ist sá, að tapið nam 355 milljón- um króna, hvorki meira né minna. Meðal annars hafði verzlunin skað- ast um 150 miljónir á sölu inn- lendra afurða. Og alt þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Verzluninni hafði verið haldið áfram í lengstu lög, sjálfsagt í þeirri von, að unt mundi verða að koma skárra lagi á hag fyrirtækisins. Mönnum hafði verið talin trú um að fyrir- tækið gengi sem bezt, sýndir við og við ófullnægjandi reikningar — en ekkert uppgjör fengist. Hvernig lízt mönnum á? Er ekki ástæða til að ætla að eitt- hvað líkt geti hér falist undir hul- unni? Eða er að minsta kosti ekki fylzta ástæða til að láta nú til skarar skríða á næsta þingi í þessu máii? Verðlækkun. Á þessum síðustu og verstu tím- um þrá allir verðlækkun á erlend- um vörum. Dýrtíðin verður því tilfinnanlegri, sem ver vegnar at- vinnuvegum vorum og inniendar afurðir falla í verði. En sem menn munu víðást hafa fitndið til, að minsta kosti við sjóinn, hefur í ár verið víða heldur þröngt um hendur með vinnu, Má segja að það sé sízt undarlegt, þar eð margt það liggur í kalda koii, sem áður var í mesta b!óma og veitti fjölda fólks atvinnu. Og þess ber að gæta, að það sem um er að ræða, þegar verðlækk- unin er athuguð í sambandi við hag landsins, er hlutfallið milli verðs á íslenzkum og erlendum afuröum. En um það vita menn eigi með vissu, enn sem kom- ið er. Nýjustu hagtíðindi flytja að venju skrá yfir smásöluverð í Reykjavík. Er þar birt verð á 58 vörutegund- um í smásölu í Reykjavík í júlí 1921, apríl sama ár, júlí 1920 og júlí 1914. Ennfremur hækkun frá í júlí 1914 til í júlí í ár. Eru vörurnar alt matvörur, ut- an 6 tegundir. Hafa vörur þessar hækkað að meðaltali um 270°/o síðan stríðið hófst, lækkað um 17°/o síðan í fyrra sumar, um 20°/o síðan í fyrra haust og um 4°/o síðan í apríl í ár. En í skýrslu þessari eru þrjár vöruteg- undir taldar, sem eigi fengust í Rvík í júlí í ár og hafa verið taldar með sama verði og í síð- ustu skýrslu. Að þeim fráskildum verður því verðhækkunin síðan í stríðsbyrjun 266°/o, en lækkunin síðan í fyrra sumar 18°/o, 21% síðan í fyrra haust og 4% á síð- asta ársfjórðungi. Ef matvörurnar eru alveg tekn- ar sér, nemur hækkunin um 259 % frá stríðsbyrjun. Væri vel að kaupgjald yrði meira en verið hefur, einkum til sveita, miðað við hlutfall íslenzks og erlends verðs. Er það eitt af því, er bezt gæti séð farborða landbúnaði vorum, að þetta kæm- ist á og yrði alment. Má vera að menn haldi því fram, að eftir því sem atvinnuvegurinn geristframleiðandanum aðvænlegri. eftir því eigi hann að borga hlut- fallslega hærra kaup. Sé kaupið miðað við verðið á afurðunum, kemst samræmi á hlutfallið milli arðs framleiðandans og verka- fólks hans. Og þó að miðað sé við kaup það, er var fyrir stríðið, þá mun eigi unt að segja að það sé ranglátt Að eins eitt gæti komið þar til mála. Sem sé það, að bændur þyrftu nú til sömu fram- leiðslu hlutfallslega færra fólk en áður. En óhætt mun að fullyrða að síðan 1914 hafa eigi verið svo hraðstígar framfarir í búnaðinum, að þær geri nokkurn mun. Meðalalin í landaurum hefur á síðasta ári lækkað um 3%. Er hún rúmlega þreföld við það sem hún var fyrir stríðið. Mest hefur hækkunin orðið í Vestmannaeyj- um, eða 326%, en minst í Stranda- sýslu, eða 142%. Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 5. sept. Síðastliðinn þriðjudag greiddu Þjóð- verjar Bandamönnum fyrsta miljarð- inn af skaðabótunum. Moskvaskeyti segir allsherjar bjargráðanefndina rússnesku hafa verið leysta upp og margir nefndarmanna settir ífangelsi, sakaðir um andróður gegn stjórnar- fyrirkomulagi Bolsevikka. Þjóð- bandalagið hefur falið fulltrúum frá Belgíu, Kína, Brasilíu, og Spáni, sem algerlega hlutlausum í Schlesíudeil- unni, að rannsaka málið af nýju. Friðþjófur Nansen er kominn til Lundúna frá Rússlandi í þeim erinda- gerðum að útvega Bolsevikkastjórn- inni 10 miljóna sterlingspunda lán. Matsnefnd bankahlutabréfa hélt Á timburflotanum eftir Maksim Gorki. Aths. Maksim Gorki er rússneskur rit- höfundur, fæddur árið 1869. Var hann af mjög fátækum foreldrum og varð snemma munaðarlaus. Lifði síðan um hríð á að selja hitt og þetta á götum úti. Var einnig hjá bakara, matgerðarmanni, Iíka sendi- sveinn og járnbraútarvörður. Loks veitti lögmaður einn honum eftir- tekt og tók hann til sín. En Gorki fór frá honum og tókst á hendur ferðalag um Rússland og var gang- andi. Árið 1892 skrifaði hann fyrstu sögu sína, og árið eftir komst hann , í kunningsskap við hinn fræga rithöfund Korolenko, sem kom honum á framfæri í heimi bókmentanna. Flestar eru sögur Gorkis um fátæklinga og farand- menn, og eru þær frægar orðnar um heim allan. En eigi hafði Gorki fundið náð í augum stjórn- arinnar rússnesku, unz Bolsivikkar tóku við og hann varð að meira eða minna leyti riðinn við stjórn- arstarfsemi þeirra. Gorki er snill- ingur á mál og stíl og þekkir sál- arlíf persóna sinna eins og sitt eig- ið. Og er undravert hversu hann getur fylgt þeim gegnum þykt og þunt, jafnt á þeim stundum, er hið betra nær á þeim tökunum, og á hinum, er spillingin ræður. Ogalt af glær stórt og ríkt hjarta að baki fárra og stundum fáskrúðugra orða. • I. Hægt og rólega sveima skýin, svört og þung, yfir blundandi fljótinu. Það er sem þau færist lægra og lægra. og í fjarska virðast þau snerta skola- litar voröldur fljótsins, sem er í vexti. Og þar úti er sem skýflókarnir >myndi þéttan og þykkan vegg, er stífli fljótið og tálmi ferð pramm- anna. Og öldurnar, sem reyna að rjúfa þenna vegg, brotna árangurslaust á honum með hljóðlátum kveinstöfum. Og er þær falla, dreifast þær sitt á hvað — þangað, sem sorti hinnar svölu vornætur breiðir úr sér. En prammarnir berast undan straumnum, og það sem framundan er, færist lengra og lengra út í geim- inn, sem þrunginn er þykkum skýjum. Fljótsbakkarnir sjást ekki. Þá hef- ur nóttin hulið. Og úti við sjón- deildarhringinn hefur hún falið sýn vatnsbreiðuna, sem fljótið í vorvöxt- unum hefur fleytt yfir landið. Fljótið er eins og haf, og himin- inn yfir því er skýjaður. Alt er þvalt. eyðilegt og ömurlegt. í þessari gráu, óljósu mynd er hvorki loft né sterkir litir. Prammarnir fljóta hratt og hljótt. Eimskip brunar á móti þeim út úr sortanum. Upp úr reykháf þess sést haf af gneistum, og hjólin stynja þungt og myrkt. Hliðarljósin rauðu verða stærri og stærri, bjartari og bjartari. En topp- ljósið vaggar fram og aftur, og dular- fult sendir það glitrandi geisla út í myrkrið. Ekkert heyrist, utan þungar stunur vélarinnar og vatnsniðurinn við hjól og stafn skipsins. — Svona, gáið þið nú að! heyrist kallað djúpri og sterkri röddu á flot- anum. Við stjórnina í skut prammans standa þeir Mitrij og Sergei, Mitrij er sonur formannsins á prammanum, ljóshærður, veiklulegur og þunglynd- islegur piltur, á að gizka 22 ára gam- all. Sergei er daglaunamaður, önug- ur, kraftalegur náungi. Hann hefur rautt skegg, og í gegnum það sjást tennurnar, stórar og sterkar. Efri- vörin er of stutt og ber vott um háð og beizkju. — Meira á stjórn! Á nýjan leik heyrðist kallað framan af flotanum hárri röddu gegn um myrkrið; — Hvern fjandann ertu að kalla, eg held við höfum vit á þessu sjálfir, drynur f Sergei, sem andvarpar og styður brjóstinu á árina. — Hvað ertu að gera Mitrij ? Reyndu að^taka betur á! Mitrij spyrnir í raka trjábolina og hóstar veiklulega um leið og hann dregur til sín árina með rýrum og þróttlitlum handleggjunum. Snúið þið bátnum meira á bakborða, bölvaðir asnarnir ykkar, er nú kallað óþreyjulega og af mikilli reiði fram- an af flotanum. — Láttu bara kjaftinn ganga. Ves- lingurinn hann sonur þinn getur ekki svo mikið sem vetlingi valdið — og hann setur þú við stýrið. Og svo grenjarðu svo að það heyrist um alt

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.