Austurland


Austurland - 10.09.1921, Síða 3

Austurland - 10.09.1921, Síða 3
\USTURLAND 3 Skósm fðavinnustof a Sigurgísla Jónssonar, Seyöisf. Selur viðgerðir á skófatnaði ódýrar en nokkur annar í bæn- um. — Samkepni um verð eða vöndun algjörlega útilokuð. — Fljót afgreiðsla. Handunninn skófatn- aður er beztur. ____ •_____________________ fyrsta fund á fimtudaginn, var for- maður kosinn Eiríkur Bríem, ritari Þorsteinn hagstofustjóri og til að kynna sér útbúin á ísafiröi og Akur- eyri voru kosnir Björn Kristjánsson og Aug. Flygenring, fóru þeir síðastl. föstudagskvöld til ísafjarðar með Lag- arfossi, fara þaðan aftur með Gull- fossi til Akureyrar, með þeim fór Claessen bankastjóri í eftirlitsferð. Rvík 7. sept. Norðmenn og Rússar hafa fullgert og undirskrifað verzlunarsamninga. Tollsamningum Noregs og Portúgals er alveg slitið. Svar fra til Breta- stjórnar hefur verið birt, og er þann- ig að írska þjóðin viðurkenni aldrei af frjálsum vilja sambandið við Bret- land og að hún mótmæli aðförum Breta, sem byggist á því að írland sé í samningsbundnu sambandi við brezka ríkið, að hún hafni fyrir fult og alt tilboöum Breta frá 20. júlí, en sé fús að Iáta óvilhallan oddamann skera úr deilum Breta og fra. Enn- fremur er þess krafist, að allar hót- anir um að beita valdi verði látnar falla niður, svo að fulltrúar beggja aðila geti ráðiö ráðum sínum og fundið sem heppilegastan samnings- grundvöll. Síðastliðinn laugardag kviknaöi í danska vélskipinu Dronning Agnes, sem var að ferma fiski í Bolungarvík. Skipið var dregið til ísafjarðar og tókst að slökkva eldinn. Skipið er skemt og farmurinn ónýtur að mestu. fljótið. Ekki tímdirðu að leigja ein- um manni nreira, bölvaður okrarinn þinn — þessi líka þokkapiltur, sem heldur við hana tengdadóttur þína. Eg held þú megir rífa þig hásan mín vegna. Sergei er ekkert að hvísla þessu. Hann er ekkert uppnæmur þó að það heyrist. Hann óskar þess meira að segja hálft um hálft. Eimskipið fer fram hjá flotanum, og hjólin skjóta frá sér freyðandi öld- um. Trjástofnarnir í prammanum eru bundnir saman, en nú kemst á þá hreyfing, og ýskrandi brak heyrist, er rök trén núast hvert við annað. Eins og röð af glóandi augum stara uppljómaðir gluggar eimskipsins yfir fljótið og prammana, spegla sig í ólgandi straumnum, eins og titrandi blettir — og hverfa. Oldurnar gjálfra við hliðar pramm- anna, trjástofnarnir lyftast og falla, og Mitrij reikar og styður sig fast við stjórnárina, eins og hann sé hræddur um að hann kunni að detta. — Já, já, segir Sergei háðslega — þú ert þá byrjaður að danza! Nú færða víst uppörfun hjá pabba þínum, eða kanske kreptan hnefa í síðuna. Verzlun Páls A. Pálssonar, Bjarka Hefur nýlega fengið verkamannaföt o. fl. Verð sem hér segir: Karlmannaföt, grá kr, 28,00 og blá 27,00. Buxur frá kr. 13,00 — 20,00. Erfiðisblúsur kr. 10,00. Vetrarpeysur frá kr. 9,00 — 15,00. Einnig blá föt (jakki og buxur samfast) kr. 28,00 afar hentug fyrir smiði og vélamenn. Stangaðir hattar ódýrir. Út- gerðarmenn! birgið ykkur upp af ódýrum önglum, sem að eins kosta kr. 12,00—1250 pr. þús. Ennfr. fæst rauð lasting o. m. fl. Orðsending. Sökum hinna háu vaxta, sem bankarnir taka, neyðist eg undirritaður til að léggja 8 prc. vexti á allar skuldir við verzlun mína við nýjár. St. Th. Jónsson. Jarðarför Maríu Jónsdóttur fer fram frá heimili for- eldra hennar, þriðjudaginn 13. þ. m. um hádegi. Hitt og þetta. Jarðarför Maríu Jónsdóttur fer fram, næstk. þriðjudag, eins og sjá má á öðrum stað hér í blaðinu. E.s Are kom hingað í vikunni með vörur. Er skipið á vegum Sameinnöu verzl- ananna, en var með vörur til ýmsra kaupmanna. Björgunarskipiö „Geir“ kom hingað fyrir viku síð- anmeðSkonnortuna dönsku, er strand- aði á Borgarfirði. Er hún lítt skemd og fór „Geir“ með hana til R.víkur. Fiskiskipið „Gerpir" kom inn í fyrradag með á að gizka 100 skp. miðað við þur- fisksvigt. Er það ágætur afli, þar eð skipshöfnin er að eins 10 menn, flest- ir óvanir. Má segja að útgerðin hafi lánast afbragðs vel og er víst að fleiri seglskip munu verða gerð út til fiskj- ar að ári. I Um sýningu Jóns Þorleifssonar kemur grein í næsta blaði. Sýndi Jón 40 málverk og seldi 10. Var látið afbragðsvel af sýningunni. Aflabrögð eru nú góð hér þegar gefur. Afar- mikil síldargengd hefur verið á Þistilf. í sumar. Og þá verður danzinn vonandi annar hjá þér. — Meira á stjórborða, svona nú. Handleggir Sergeis eru sterkir, og stinnir sem stálfjaðrir. Hann þrífur nú stjórnárina og hreyfir hana í vatn- inu með heljarafli. Þarna stendur hann berfættur, eins og gróinn við trjástofnana, hár og kjarkmikill, en lítið eitt önugur. Hann á í fylsta mæli óhægt, þar sem hann stendur, en hann starir sífelt fram- undan sér, reiðubúinn til að snúa bátnupj, hvenær sem vera skal, — Sjáðu nú, nú er pabbi þinn að faðma Marju. Ja, hvílík afhrök! Ekki kunna þau að skammast sín, hvað þá að þau hafi snefil af samvizku. Hvers- vegna segirðu ekki þessum bölvuð- um óhræsum að fara veg allrar ver-' aldar? Hvað er þetta, ertu heyrnar- laus? — Nei, eg heyri, maður! svarar Mitrij í hálfum hljóðum, án þess að líta þangað, sem Sergei starir í gegn- um myrkrið á föður hans. — Já, þú heyrir. Ja, fyr má nú vera asninn! segir Sergei og hlær háðs- lega og ertandi. — Já, það er víst eins og það á að vera, heldur hann áfram, þar eð tómlæti Mitrijs ertir hann — og pabbi þinn er hreinasti mannhundur, lætur soninn kvænast og tékur sjálf- ur tengdadótturina — og hann fer það sem hann kemst, aulinn sá arna, það máttu vera viss um. Mitrij lítur um öxl og horfir ofan eftir fljótinu, þar sem nú hefur Iíka myndast þéttur skýjabakki. Nú er alt umhverfis hulið skýjum, og það er sem pramminn færist ekki úr stað, heldur liggi grafkyr á kol- svörtu vatninu, sem skýin grá, myrk og þykk grúfa yfir. Þaö er sem þau hafi fallið af himninum ofan á það og tálmi því nú að komast leið sína. Fljótið er eins og óendanlegt djúp, sem lukt sé himinháum fjöllum, er þokan sveipi þéttum möttli sínum. Ömurleg þögn er umhverfis. Það er eins og vatnið bíði einhvers, og gjálfur þess við hliðar prammans heyrist að eins óljóst. Það er sem þunglyndi og angistarspurningar liggi í þessu fábreytta hljóði, sem er hið eina, er heyrist í næturkyrðinni og eykur hana því að eins enn meira. — Bara að við fengjum nú vind . . segir Sergei. — En hvað ættum við svo sem að gera við hann, segir hann ennfremur, eins og til þess að and- "|i ,Framtíðin‘ selur mjög ódýrt: Alullarsjöl -Tvisttau margskonar Alt aö fötum. Fiskibollur - Sardfnur að eins 0,55 pr. dós - Síld reykt aö eins 0,65 pr. dós. - Mjólkurmjöl Syltetau Rjómabús smjör. O s t a r, margar tegundir. Undirsæng, eða fiður, óskast keypt. Uppl. í prentsmiðjunni. Jörð til sölu. Jörðin Minnidalir í Mjóafirði er til sölu, ef viðunandi boð fæst. Jörðin er vel húsuð og hirt og laus til ábúðar í næstu fardögum. Oddur Sveinsson. Vagga óskast til láns eða kaups. R. v. á. Rautt mertrippi með litla stjörnu í enni, tvegga vetra, getur réttur eigandi vitjað til undirritaðs með því að borga auglýsingu þessa og annan áfallinn kostnað. Húsey 1. september, 1921 Halldór Björnsson 2 stór herbergi til leigu fyrir einhleypa menn. Upplýsingar hjá afgr. blaðsins mæla sjálfum sér — þá fer að eins að ,rigna á okkur. Og hann ræskir sig og fer að troða í pípuna sína. Eldspítan snarkar og sog heyrist í tóbakslögnum í pípunni. Rauðum eldbjarmanum slær upp, og ljómar hann um hið breiða andlit Sergeis, er kemur fram úr dimmunni. Mitrij! segir hann. Nú er Sergei ekki eins önugur og áður, og nú heyrist glögt háðshreimurinn í rödd- inni. — Hvað þá? segir Mitrij í hálfum hljóðum, án þess að hætta að stara út í bláinn, þar sem hann virðist rann- saka eitthvað með sérstakri eftirtekt. Augu hans eru stór og þunglyndisleg. — Jæja nú, hvernig gengur það þá, karl minn? — Hvað þá? spyr Mitrij önuglega. — Þú kvæntist. Það má nú segja! Og hvernig var það svo? Jæja, þú háttaðir nú auðvitað hjá konunni. Og hvað svo? Ha, ha, ha! — Nú eruð þið byrjaðir að þvaðra? Reynið þið að hafa gætur á því sem þið eigið að gera! heyrist nú kallað. — En sá kjaftur á honum, bölvuð- um tengdapabbanum, segir Sergei gremjulega og snýr sér á ný að

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.