Austurland


Austurland - 01.10.1921, Side 2

Austurland - 01.10.1921, Side 2
2 AUSTURLAND Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Oma- smjörlíki Kaffibætir Kaffi Súkkulaði Qerduft Lauk Kex Kryddvöru Baunir Hrisgrjón Sagógrjón Bankabygg Munntóbak Rjól Þakpappa Bárujárn Öngultaum Öngla Umbúðastriga Seglgarn Kartöflur Guðjón Jónsson Fæddur 7. febr. 1893. — Druknaöi á Hornafirði 26. marz 1921. Kveðjá frá vinum. Sviplega syrti, sól hneig í ægi, visnuöu fegurstu vonablómi; Grátandi bylgjur, glitruðu í blænum, grafljóð þær sungu döprum róm. Myrkvaðist röðull um miðjan dag, magnaði harmurinn raunaslag, er hneigstu í hafið vinur. Djúp eru hjartnanna hulin sár; höfg eru syrgjenda þögul tár. Margur af mæðu stynur. Fögur var útsjónin fram á við; fegurstu glitblóm um draumasvið blikuðu í geislum björtum. Nágustur dauðans þau nístir að jörð. næðir svo galdur um beran svörð, drúpir nú dimma í hjörtum. Ljósfaðir himneskur — hjartans sól! horfðu frá veldis þíns tignar stól, niður á sorgar sárin, Veittu oss andlega sálar sýn, signi oss græðandi höndin þín, þerraðu tregatárin. Hugljúfar kveðjur hljómi þér ástvin hjartkæra þökk vort ómar ljóð, Mynd þín í hjörtum mótuð er gulli, máist þar ei, unz dvínar blóð. Richard Beck. sýnilegí að svona hlyti að fara fyr eða síðar. En reglan er sú hjá okkur, hér á íslandi að láta alt, fljóta sofandi að feigðarósi“. Nú er ekki nema um tvent að velja. Annaðhvort láta sitja við þetta sama, og láta sig einu gilda hvort fæst fyrir kjötið meira eða minna á ókomnum árum, eða breyta útaf gamla siðnum með verk- un kjötsins og frágang. Síðari kosturinn virðist vera sjálfsagður, og eru þá aðallega þrjár leiðir, sem virðast liggja næstar. Sú fyrsta er að selja kjötið kælt; önnur að sjóða það niður og þriðja að flytja féð lifandi af landi burt til slátrunar erlendis. Sú leið- in að kæla kjötið mun verða hent- ugust, að minsta kosti að því leyti, aö því yrði fyrst komið á gang, og hér má engin bið verða, mál- ið krefst skjótrar úrlausnar. Að vísu geta verið annmarkar á því að kæla kjötið, og væri þá helzt að óttast söluna, t. d. yrði helzt að selja kjötið hér, en flytja það ekki út óselt, því við það gæti fallið á kjötið mikill kostnaður — að kaupa það á erlend íshús — Önnur leiðin, að sjóða kjötið niður, væri sennilega heppilegust, því með því væri bygt fyrir að kjötið skemdist, þó þyrfti að geyma það. En sú leið er erfið og mundi krefjast nokkurs tíma. Þriðja leiðin, að flytja féð lifandi út, er að nokkru bundin ann- mörkum. Fyrsta það, að slíkur fiutningur er bannaður til ýmsra landa,. t. d. Englands. Annað það, að nú eru aðallega lömb, sem drepin eru, og því mundi erfiðara með þau að fara en full- orðið fé eins og áður var. Sennilega mun engin af þessum leiðum fullnægja þörfum okkar — ein sér — en ef menn vökn- uðu af svefni og tæki til starfa á þessu sviði, mundi þettá brátt lag- ast, og sjálfsagt er að prófa sem allra flestar Jeiðir með kjötverk- unina og þá allra helzt að hafa vakandi auga á því, ef ein leiðin lokast, að sjá um að önnur sé opin í tæka tíð, því það er vfst, að íslenzki landbúnaðurinn stenzt ekki að það komi oft fyrir, að ekki fáist svo sem neitt fyrir þessa aðalvöru hans, og ekki mun land- búnaðurinn þáverðafyrstalyftistöng þjóðarinnar. Að endingu vil eg skora á þá, sem vit hafa á þessu máli, að taka það alvarlegra til í- hugunar — og þá sem vald hafa, að taka það til framkvæmda. Héraðsbúi. Nýung. Hér á landi er flest það skamt omið, er til vísinda má teljast. Eitt- hvert hið bezta dæmi þess má telja það, að saga íslenzku þjóðarinnar er að mjög litlu Ieyti rannsökuð, enn sem komið er, við það sem verða má. Og hefur þó sagnfræðin verið hér landlæg, ein vísindagreina. Náttúruvísjndin, undirrót allrar menningar nútímans, hafa varla náð hingað svo nokkuð kveði að. Ein- stakir menn, mikið upp á eigin spýt- ur, hafa tekið sér fyrir hendur að rannsaka eitthvað, en mest er enn ó- gert. Hingað og þangað á landinu finn- ast steind jarðlög með lindýrum, sniglum og skeljum. Heyra þau öll til því tímabili í jarðsögunni, er Pleis- tocentímabil kallast. En á Tjörnesi vestanverðu, norðan við Héðinshöfða, er enn þá eldri jarðmyndun, eða frá Pliocentímabilinu. Jarðlög þessi hafa menn vitað um síðan á dögum Egg- erts Ólafssonar. Lýsir hann í ferða- bók sinni mjög vandlega og greini- lega jarðlögunum. Er þetta því merkilegra, þegar að því er gætt, að á þeim tímum gat varla heitið að jarðfræðin væri til sem sérstök fræði- grein. Síðan hefur fjöldi erlendra vís- indamanna rannsakað Tjörnes, en enginn þeirra hefur getað sagt um það með fullri vissu, hvort þar er um að ræða í nefndum jarðlögum leifar frá Pliocen- eða Pleistocen- tímabilinu. í sumar ferðaðist cand. pharm. H. A. Schlesch þangað norður til rann- sókna. Hafði hann sótt um styrk til alþingis, en ekki fengið. Kostaði hann því sjálfur að fullu rannsóknina. Eftir fjöggurra daga veru á Hallbjarn- arstöðum kveðst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hér væri á- reiðanlega um að ræða Pliocen-jarð- lög. Fyrstu þrjá dagana rak hvorki né gekk, en þá fór Schlesch til Breið- uvíkur, þar sem Dr. Helgi Péturs hafði fundið jarðlög, er hann taldj talsvert yngri. En þar, efst uppi á Hallbjarnarstaðakambi, sem er 200 metra hár og mjög brattur, fann Schlesch það sem hann leitaði að. Um vísindalegan árangur ferðarinn- ar skal ekki fjölyrt, en æskilegt væri að Tjörnesjarðlögin yrðu vandlega rannsökuð, og væri ekki illa til fali- ið að þingið veitti einmitt H. A. Schlesch styrk til þeirra rannsókna. Jarðfræðin er grundvöllur myndunar- sögu jarðar vorrar, og eigi að eins menningarlegur gróði að uppgötvun- um á því sviði, heldur oft og tíðum fjárhagslegur. G. G. H. ♦ Símskeyti frá fréttaritara Austurlands. Rvík 27. sept. Uppreistarmenn í Ukrain myrtu Bolsvíkingaráðherrann Joffe. Breta- stjór hefur ákveðið að hætta aö greiða atvinnulausum mönnum styrk, í stað þess ætlar hún að hrinda af stað ýms- um iðnaðarfyrirtækjum og trygja út- flytjendur gegn tapi. Politiken hefur eftir Qlúckstadt að Þjóðbandalagið muni ráða fram úr fjárhagsörðugleik- um Austurríkis, meö útvegun lána. Grikkjakonungur æskir þess að Þjóð- bandalagið geri út um deilur Qrikkja og Tyrkja. Rússastjórn mótmælir harðlega ákærum Bi eta um samnings- rof, telar orðsending Bretastjórnar helberan lygavef. í fyrrakvöld kviknaði í heyi í Braut- arholti, tókst að rjúfa heyið og slökkva eldinn. Miklar skemdir. Rvík 1. okt. Blöðin hér hafa flutt langt sím- skeyti frá Kaupmannahöfn, sem Hafn- arblöðin hafa tekið eftir franska blað- inu „Lintransigeant", og þykist franska blaðið hafa fregnina eftir fréttaritara sínum í Stockhólmi. Aðalefni þess hljóðar þannig: Samningar fóru fram 1915, tveir íslendingar voru viðstadd- ír; þeir Einar Arnórsson, ráðherra og Quðbrandnr Jónsson. Samkomulag varð um að ísland fengi tíu milljón króna lán fyrir milligöngu tveggja ís- lenzkra banka og átti síðan að kaupa annan bankann, en bankastjóraskifti að verða í hinum. Einni milljón kr. átti að verja til þess að múta þinginu. Þýzkaland átti að fá einkarétt til þess að vinna auðlindir landsins og rétt til að hafa þar flotastöð, því næst átti ísland að lýsa yfir sjálfstæði sínu, ef Danir risu móti, áttu þýzkar her- sveitir að vaða inn í Danmörku. í þakklætisskyni fyrir hjálpina áttu ís- lendingar að biðja um þýzkan höfð- ingja fyrir konung. Sagan er talin helber ósannindi. Blöðin hafa birt yfirlýsing og mótmæli frá Einari Arn- órssyni. Bát hvolfdi á innri höfninni 27. seft. Vélameistari af togaranum Qeir druknaði, en tveir björguðust á sundi. Bátur fórst nýlega frá Valþjófsdal í Önundarfirði, með fjórum mönnum. „Fylla“ fór til Kaupmannabafnar 28. þ. m. Georg Ólafsson er skipaður bankastjórj Landsbankans frá 1. nóv- ember. Hitt og þetta. Skip: E. s. ísland kom hér í vikunni.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.