Austurland - 08.10.1921, Síða 1
37. tbl.
Seyðisfirði, 8. október 1921
2. árg.
Kaupendur „Austurlands“
sem ekki hafa greitt andvirði blaðsins fyrir þetta og fyrra
ár, eru vinsamlega beðnir að greí&a það sem allra fyrst.
Annaðhvort með því að senda greiðsluna beint til afgreiðslu-
manns, eða til verzlana H.f. Framtíðin hér á Austurlandi,
sem góðfúslega hafa lofað að taka við andvirðinu.
Einnig eru allir þeir útsölumenn, sem ekki hafa gert
reikningsskil fyrir blaðið, beðnir að gera skil fyrir þeim
eintökum er þeim hefur verið send, bæði fyrir þetta og fyrra
ár, og senda þau sem allra fyrst til afgreiðslumanns, ásamt
andvirði fyrir hin seldu eintök.
Virðingarfyllst
Hermann Þorsteinsson
afgreiðslumaður
Astandið nú.
Haustkauptíðin stendur nú sem
hæst yfir. Þá eru reikningsskil
gerð, þá fá menn að vita hversu
hefur borgað sig sumarvinnan,
hvort alt brosir við eða hvort
svart er framundan.
Bændur eru nú fjölda margir
hér í bænum. Sá er vill kynna
sér hag landbúnaðarins á ári þessu
hefur tækifæri til þess nú. Og
niðurstaða sú, er hann kemst að,
getur varla orðið til þess að létta
brúnina.
Bændur kaupa mest af vöru
sinni ári og hálfu öðru ári áður
en þeir koma framleiðslu sinni í
peninga. Á verðfallstímum er
fljótséð, hvað af því leiðir. í er-
lendu vörukaupunum eru þeir
heilu og hálfu ári á undan verð-
fallinu, í sölu afurða sinna fylgj-
ast þeir með því. Afleiðing þessa
verður aftur á móti sú, að mis-
munurinn á hlutfallslegu jafnvægi
innlendrar og erlendrar vöru verð-
ur skuld. Hjá því verður eigi
komist með öðru móti en því, að
framleiðslan sé meiri en áður. En
sízt hafa nú tímarnir verið svo,
hvort sem litið er til fólksafla
eða verkakaups, að bændunum
hafi unt verið að auka framleiðslu
sína. í ofanálag hafa peningar
eigi fengist gegn hvaða tryggingu
sem vera skyldi, og því eigi hægt
um vik að auka við sig eða færa
út kvíarnar.
í fyrra haust hófust vandræðin.
Þá byrjuðu skuldirnar að íþyngja
mönnum. Og nú er svo komið,
jafnvel um þá bændur er eiga mik-
inn fjárstpfn og góðar jarðir, að
innlagið hrekkur ekki til upp í
skuldirnar. Fá þeir því ekki út
peninga og standa í verstu vand-
ræðum með alt þaö, er þeir þurfa
utan hins nauðsynlegasta af er-
lendri vöru.
Að líkindum neyðast margir til
að skerða bústofn sinn enn þá
meira en þeir ætluðu í fyrstu, og
afleiðingin verður sú, er aukið
verðfall kemur næsta haust, að
skuldirnar standa við það sama
eða verða enn þá meiri en áður,
en framleiðslan minkar að tnun
— og vegna skerðingar á nauð-
synlegum bústofni tekur viðreisn-
in mörg ár.
Áður hefur all rækilega verið
minst á hvernig horfir fyrir sjávar-
útveginum. Þar er ástandið ekki
glæsilegra. Og alt meinið liggur
í því, að íslenzka þjóðin hefur
ekki getað fylgst með verðlækk-
uninni erlendu og eigi hefurverið
séð ráð fyrir fé til framleiðslunn-
ar. Ætli íslenzka stjórnin fari nú
ekki að sjá þaö, að æskilegra
hefði verið að fá lán í tíma og
gefa frjáls erlend vörukaup. Vel
mætti vera að ríkið skuldaði all
miklu meira en nú, en hitt væri
víst, að hagur allra framleiðenda
mundi miklum mun betri og vér
gætum litið mót batnandi tímum,
í stað þess, sem það virðist nú
orðið mjög vafasamt, hvort eigi
liggur fyrir dyrum algjör uppgjöf
atvinnuveganna og þá ríkisins.
í slíkum málum er eigi tjaldað
til einnar nætur. Fyrirhyggjan
marg borgar sig og fyrirhyggju-
leysið kemur mönnum margfalt í
koll. Og víst er um það, að ef
lán hefði verið tekið, þá hefði nú
ríkissjóðurinn talsvert meiri tekj-
ur en nú.
— Eitt af því sem athuga ber
í sambandi við þessi mál er það,
hversu mikið hefur verið að því
gert undanfarið að auka sífelt við
lífsþarfirnar. Allskonar erlend ó-
þarfa tízka hefur rutt sér til rúms
í öllum lifnaðarháttum. Tízka,
sem á hér ekki við, hefur alls ekki
verið ^samræmd lifnaðarháttum
vorum, sem náttúran afskamtar oss.
og á álíka vel við og hvít silki-
bót á sauðsvartar vaðmálsbuxur.
Ættu menn nú að hugsa til þess,
að svo má lífið verða mönnum
gleðilegast, að þeir lifi sem ein-
földustu og fegurstu lífi og sem
mest í samræmi við staðháttu og
sitt eigið eðli, er af þeim mark-
ast.
Þá er og svívirðing sú, er hef-
ur átt sér stað í innanlandsvið-
skiftum. Bændur og sjómenn hafa
selt hterir öðrum vöru sína feikna
verði og miðað alt við erlent verð
og jafnvel farið fram úr því, þótt
um bein vöruskifti hafi verið að
ræða. Kaupstaðarfólkið hefur gef-
ið kost á sér fyrir feikna kaup í
sveitirnar og bændurnir svo aftur
í viðskiftum reynt að okra sem •
niest á því. Og sumir menn eru
svo grunnhygnir, aö þeir segja að
þetl^ skifti engu máli, þegar sjáv-
ar- og land-afurðir mætist með
hlutfallslega jafn háu verði. En
þeir hinir sömu gefa því ekki
gaum, að í fyrsta lagi stuðlar þetta
að því að halda við dýrtíðinni í
allskonar verzlun í smáum og
stórum stíl, milli einstakra manna
og heilla stétta. Ennfremur hefur
þetta orðið til þess að verzlunin
innanlands hefur orðið miklu minni
en ella. Ef svo væri nú, að á
stríðsárunum hefði tekist mjög
víðtæk viðskifti milli fiskiþorp-
anna og sveitanna, væri nú miklu
minna flutt inn af erlendri vöru
en nú er og minna út af íslenzkri.
Og meðan íslenzk vara er í hlut-
fallslega lægra verði en útlend, er
landinu stórgróði að því, að sem
minst sé flutt inn og mest af af-
urðunum notað í landinu sjálfu. Því
minni verður hallinn sem minni
er veltan. Og því, minna er að
varpa af sér, þegar góðu árin
koma, sem lausn fjárhagsvandræð-
anna og verðfallið hefur í för
með sér.
En mikið má enn gera, og hér
hefur verið bent á mál, sem hægt
er að gera á verulegar umbætur.
(ískiljanlegt tiltæki
bæjarstjórnarinnar.
Svo sem öllum bæjarbúum mun
kunnugt, hefi jeg undanfarin ár
haft á hendi afgreiðslu skipa Sam-
einaða gufuskipafjelagsins og Berg-
enska fjelagsins. Hefi jeg haft á
leigu hafnarsjóðseignirnar] hjer, til
afgreiðslu þessara skipa. En í
vetur sagði bæjarstjórnin upp leigu-
samningnum við mig.
Eigi væri það óeðlilegt að bæj-
arstjórnin vildi hafa sem mest upp
úr, fyrir hönd bæjarins, eignum
hafnarsjóðs. En þess ber þó að
gæta, að slíkar eignir eru frekar
ætlaðar til óbeins gróða og þæg-
inda bæjarbúum, heldur en til
þess að bærinn hafi af þeim mikl-
ar beinar tekjur, sem fengnar voru
með ráðstöfunum, sem að öðru
leyti en tekjunum væru óheppileg-
ar og óhagstæðar bæjarbúum.
Hingað til hefir bæjarsjóðseign-
unum verið stjórnað eftir sérstakri
reglugjörð, sem fylgt hefur verið
mjög svo nákvæmlega. Öll skip
hafa átt kost á því að fá afgreiðslu
við bryggjuna og liggja þar.
Gufuskipafjelögin tvö, sem áður
eru nefnd, hafa haft hjer talsvert
miklar siglingar, þótt nokkuð hafi
það á stríðsárunum verið minna
en áður. Bæjarbrygjan er insta
bryggjan, sem skipum er óhætt að
leggjast við, og næst miðjum bæn-
um. Eru því afar mikil þægindi
að því fyrir bæjarbúa, póstaf-
greiðslu og farþega að skipin hafi
afgreiðslu þar. Bryggjan hefir
veriö hrein og þrifaleg, enginn
fiskur verið lagður þar upp, eöa
fiskaðgerð farið þar fram. Úti
við hin svokölluðu Madsenshús
á jeg sjálfur bryggju, sem er helm-
ingi utar en hin og nota þarf til
fjölda margs, svo sem fiskiaf-
greiðslu og annars þessháttar.
Virðist því flestum að nokkur
munur sje á því, að afgreiðslan
fari fram við bæjarbryggjuna, en
ef um það væri að ræða, að skip-
in væru afgreidd við Madsens-
hús.
Mun því fleirum finnast það en
mjer, að bærinn ætti að sjá sóma
sinn í því, að afgreiðsla nefndra
skipa gæti framvegis farið fram
við bæjarbryggjuna. En að því
verður vikið síðar.
í síðastliðnum mánuði skrifaði
jeg bæjarstjórninni brjef, þar sem
jeg fór fram á framlengingu samn-
inganna. Mun flestum finnast, að
sjálfsagt hefði verið að bæjar-
stjórnin svaraði brjefi mínu, en í
stað þess að gera það, samþykti
hún að auglýsa til leigu eignir
hafnarsjóðs. Bjóst jeg í fyrstu við
að útboðið næði að eins til bæj-
arins, og varð því heldur en ekki
undrandi, þegar jeg fekk að vita,
að eignirnar höfðu verið auglýst-
ar í öllum kaupstöðum landsins.