Austurland


Austurland - 08.10.1921, Page 2

Austurland - 08.10.1921, Page 2
2 AUSTURLAND Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Oma- smjörlíki Kaffibætir Kaffi Súkkulaði Gerduft Lauk Kex Kryddvöru Baunir Hrisgrjón Sagógrjón Bankabygg Munntóbak Rjól Þakpappa Bárujárn Öngultaum Öngla Umbúðastriga Seglgarn Kartöflur Skal nú athugað hvað mælir á móti slíku. Fyrst og fremst er þá það, að algerlega má teljast óhæfilegt í alla staði, að eignir bæjarins séu leigðar gróðabrallsmönnum úr öðrum landsfjórðungum. Hvað mundu Akureyrarbúar segja, ef svo væri farið að ráði sínu þar? Eða Reykvíkingar, ef mjer væri leigð höfnin? Þá er það, að alls ekki getur komið til mála, að bæjarbryggjan sé notuð til annars en afgreiðslu póst-, farþega- og vöruskipa. Svo sem hefir verið bent á, liggur hún bezt við slíkri afgreiðslu, og býst jeg alls ekki við að bænum þætti að því sómi eða hagræði, að jeg neyddist til að flytja út á Madsens- hús afgreiðslu skipa Sameinaða og Bergenska félagsins, vegna þess að bryggjan hefði verið leigð einhverjum utanbæjarmanni. Og eigi verður bryggjan notuð til af- greiðslu skipa, nema sá, sem hef- ir hana og húsin á leigu, hafi á hendi skipaafgreiðslu. Jeg vona að bæjarbúum skiljist þaö, að hrein og bein skylda bæjarstjórnarinnar er að svara mjer tafarlaust, þar sem jeg kom fram með erindi, er snertir afgreiðslu tveggja fjelaga, sem láta skip sín sigla hjer. Það getur vel verið, að einhver tilboð komi frá ein- hverjum gróðabrallsmönnum, sem vilja borga hærra en jeg get borg- að, því þar sem jeg leigi að eins húsin til að nota þau við skipa- afgreiðslu, þá er ekki um miklar tekjur að ræða. Að leigja mjer þau mjög háu verði, eykur út- og uppskipunargjöldin, en það mundi aftur auka dýrtíðina og skaða við- skiftalífið. Og neyðist ieg til að flytja afgreiðsluna, og húsin og bryggjan yrðu leigð utanbæjar- manni, þá er bæjarstjórnin komin með eignir bæjarsjóðs út í gróða- brall, í stað þess að þær eiga að vera til gagns og sóma bænum. Og þar með eru fyrir borð borin þægindi og hagsmunir almennings í bænum og allra þeirra, er ferð- ast með skipum þeim sem jeg af- greiði. Verður því framkoma bæjar- stjórnarinnar æði óskiljanleg, enda voru hinir gætnari menn í bæjar- stjórninni ýmist að öllu eða nokk- ru leyti ósamþykkir aðförum hinna, sem mörðust í gegn með eins atkvæðis mun. Jegbið bæjarbúa að fylgjast með í þessu máli og standa á verði með mér, svo að þeim bæjarfuli- trúum, sem þessu hafa ráðið, haldist ekki uppi að skerða sóma og hag bæjarins á neinn hátt. Seyðisfirði 6. okt. 1922. St. Th. Jónsson. Þýzk-íslenzkt verzlunarfélag. Talsvert mikið hefur verið um það rætt nú upp á síðkastið, að vér íslendingar gerðum meira að því en áður, að taka upp bein verzlunarsambönd við þau lönd, er framleiða helztu nauðsynjavör- ur. Mega allir sjá að varan verð- ur ódýrari, ef vér kaupum hana beint frá framleiðendunum, held- ur en ef vér höfum svo og svo marga milliliði. Nú höfum vér fyrir nokkrum árum loks komið auga á það, að bezt mundi að vér værum sem minst upp á annara nað komnir með flutninga tii landsins. Til- raun sú, er gerð var í því efni, hefur blessast svo vel, að hugur manna hefur orðið djarffleygari, og nú viljum vér eigi að eins sækja vöru vora sjálfir, heldur einnig losna við það, að erlendir milliliðir græði á oss of fjár. Hef- ur mörgu verið hreyft í þessu efni, meðal annars því, að bein verzlun við Rússland mundi æski- leg. En úr því hefur ekkert orðið nema umtalið, og má ef til vill um kenna ástandinu í Rússlandi. En eigi fyrir löngu hefur stofnað verið sænsk-íslenzkt verzlunarfélag. Og loks er nú all-mikiil rekspölur kominn á stofnun þýzk-íslenzks verzlunarfélags. Alkunna er það, að Þjóðverjar eru sú þjóð, er sterdur öllum öðrum framar að iðnaði og verk- legum framkvæmdum. Fyrir fám áratugum framleiddu þeir ódýrar en ónýtar iðnaðarvörur, og skil- yrði fyrir sölu þessara iðnaðarvara í Bretlandi var það, að á þeim stæði: Made in Germany (búið til í Þýzkalandi). Átti það að vera til þess að brezkir þegnar glæpt- ust ekki á að kaupa ódýru og ónýtu vörurnar þýzku, í stað hins sterkari, og betri, en lítið eitt dýr ari enska iðnaðar. En er fram liðu stundir, varð þetta „Made in Germany“ hin mestu meðmæli hvarvetna á markaðinum. Vér íslendingar höfðum fyrir stríðið mikil skifti við Þjóðverja. Og enginn efi er á því, að þau viðskifti má brátt taka upp aftur og auka þau að mjög miklum mun. Nokkrir þýzkir og íslenzkir áhrifa- menn hafa nú tekið sig saman um að beita sér af alefli fyrir stofnun verzlunarfélags, er hafi með höndum þýzk-íslenzk við- skifti. Á félagið að hafa heimili og varnarþing á íslandi og full- nægja að öllu íslenzkum lögum, en hafa skrifstofu í Þýzkalandi. Mun ganga mjög greiðlega málið í Þýzkalandi og býst félagið við að fá hin beztu sambönd. Hefur það í hyggju að koma á beinum skipa- ferðum milli þýzkra hafna og ís- lenzkra. Hlutaféð er hugsað 100, 000 kr. og skiftíst í 100, 500 og 1000 kr. hluti. Forgöngumenn stofnunar félagsins frá íslenzkri hlið eru þeir Sigfús Blöndal, þýzk- ur konsúll, Bjarni Jónsson frá Vogi, alþingismaður, Alexander Jóhannesson, dr. phil., og Einar Arnórsson, prófessor. Nánari upplýsingar um félagið er hægt að fá hjá ritstjóra „Aust- urlands", sem tekur á móti loforð- um fyrir hlutum. Hjá honum er einnig hægt að sjá frumvarp til laga handa félaginu. Símskeyti frá fréttaritara „Austurlands“. Briand hefur skýrt franska þinginu frá að fjárhagslegar þvingunarráðstaf- anir gagnvart Þýzkalandi falli niður frá 1. okt., vegna þess að Þjóðverjar hafi samþykt að Bandamenn hefðu framvegis eftirlit með Rínarhéruðun- um. Lausafregn segir að Þjóðbanda- lagið hafi ákveðið skifti Efrischlesíu milli Póllands og Þýzkalands þannig, að iðnaöarsvæðinu yrði skift sam- kvæmt óskum Pólverja og Frakka en gagnstætt tillögum L. George. Lund- únarfregn segir að L. George hafi boðið Valera á ráðstefnu 11. ökt. Konungur hefur sæmt heiðurs- merkjum: Jón Magnússon, ráðherra, stórkrossi danebrogsorðunnar, Jón Helgason, biskup, kommandörkrossi fyrsta flokks, Bjarna Jónsson dóm- kirkjuprest og Kaaber bankastjóra riddarakrossi. Rvík 5. okt. Vaiera hefur tekiö boði L. George um að senda fulltrúa á nýja ráðstefnu. Eru brezku blöðin fáorð og búast við langri ráðstefnu. Stórþingið í Nor- egi hefur samþykt verzlunarsamninga við Rússland með 69 atkvæöum gegn 47. StokkhóJmsfregn segir úrslit kosninganna til neðri deildar hafa verið þannig: Sócialdemokratar 93 þingsæti, íhaldsmenn 62, frjáislyndi flokkurinn 41, bændaflokkurinn 21, vinstri jafnaðarmenn og kommúnistar 13. Búist er við að Branting verði stjórnarformaður og skipi eingöngu jafnaðarmanna ráöuneyti. Guðmundur Björnsson landlæknir skipaður til þess að undirbúa fram- framkvæmd berklaveikislaganna og leystur frá landlæknisstörfum í 6 rpán- uði. Guðmundur Hannesson er sett- ur landlæknir þaö tímabil. Politiken hefur flutt langa grein frá Guðbrandi Jónssyni um íslenzka skilnaöarbrugg- ið við Þjóðverja, hann segist hafa skrifað íslenzku stjórninni og heimt- að opinbera rannsókn. f gærdag henti það slys, að maður beið dauða af rafmagni, hann var uppi í staur að koma fyrir raftaugum, en straumur var á línunni. í sláturhúsinu hljóp skot úr kindabyssu í mann, særðist hann mikið, en læknar töldu það ekki hættulegt. Rvík 7. okt. Ráðuneytið í Svíþjóð hefur beíðst lausnar. Lundúnafregn segir að Ame- rikumenn ætli að neyða Englendinga og Japana til að takmarka vígbúnað og hóti aunars að byrja harða sam- kepni í viðskiftunum, svo að þeir fái ekki staðist. Vinna er stöðvuð í kola- námunum í Norður-Wales, sakir of mikils reksturskostnaðar. Tekjuhalli ríkissjóðs Dana fjárhagsárið 1920— 1921 hefur orðið 106 milliónir. Land- mandsbanken hélt hátíðlegt fimmtíu ára afmæli sitt 5. þ. m. Lagarfoss kom í gærmorgun með fullfermi. Kolaverð landsverzlunar er 80 kr. Hitt og þetta. Barnaskólinn. Sett hefur enn þá verið í kennara- stöðurnar og skólastjórastöðuna hér viö skólann. Settur er skólastjóri Karl Finnbogason og kennarar Sig- urður Sigurðsson og Jón Sigurösson. Eru því sömu mennirnir og í fyrra, að eins víxlað á þeim Sigurði og Karli. Skólinn hefst 15. þ. m. og stendur 7 mánuði. Sem sjá má á skeyti hér í blaðinu er kola- verð landsverzlunarinnar í Reykjavík komið ofan í 80 krónur á smálest. Hér er kolaverð kaupmanna kr. 90,00, en hjá kaupfélaginu 95,00 með heim- flutningi. Kjöt er nú erfitt að fá hér í bænum, kaupmenn vilja sein minst selja, þar sem kjötið borgast strax og það hef- ur verið selt og þar fást því pening- ar til yfirfærslu. Staddur er hér \ bænum maður að nafni Bóas Eydal. Er hann frá Borgarfirði hér eystra. Var hann á stríðsárunum í flota Breta og lenti í einni stærstu sjóorustunni milli þeirra og Þjóðverja, þar sem við áttust 18 brezk og 12 þýzk vígskip. Má vera að skýrt verði nánar frá æfintýrum hans í næsta blaöi. Til barnanna í Efra-Austurríki, fjallabarnanna, hafa safnast hér á landi 12,020,00 kr. Auk þessa er fé þaö er safnast hefur til barna annarsstaðar í Austurríki, svo sem Wien. Hefur því allmikið fé safnast til Austurríkis héðan. Er það gleðilegur vottur íslenzkrar hjálpsemi

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.