Austurland


Austurland - 08.10.1921, Side 4

Austurland - 08.10.1921, Side 4
4 AUSTUkLAND Lyfjabúð Seyðisfjarðar hefur meðal annars: járnmeðal Bragðgottstyrkjanói.blóðaukanói. Seyði$fjarðar Apótek P.L.MOGENSEN. Assellol Og Assellol Maltextrakt mjög bragðgott, styrkjandi og nærandi handa börnum og fullorðnum — og eng- inn er svo magaveikur að hann þoli það ekki. Rheumatol nýtt gigtarmeðal, sem hríf- ur mjög fljótt. Incitamin nýtt sárameðal, sem einnig er mjög fijótvirkt. Kreolin er langbezta fjárbaðið. Tóbaksbaunir og tóbaksdropar eru ómissandi í neftóbak. Allar tobakstegundir eiga menn að kaupa í einu sérverzl- uninni hér í þeirri grein, af því: Þar fæst flest! Þar er úrvafið mest! Og þar eru kaupin bezf! Sveinn Árnason. Auglýsing Fjármörk kaupm. Stefáns Th. Jónssonar, Seyðisfirði, eru: Hamarskorið hægra og tvístigað aftan vinstra. Blaðstýft framan hægra og hálftaf aftan vinstra og fjöður framan. Therma rafsuöu áhSld bezt Inur Heigason AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarmaður Guðm. G. Hagalín — Sími 54 — Afgreiðslu- og innheimtu-maður Herm. Þorsteinsson — Sími 13 B — Prentsmiðja Austurlands. Mikið af allskonar Vefjartvisti Nýkominn í verzlun St. Th. Jónssonar. Huseign og lóðarréttindi 4 Kristínar Jónasdóttur hjá Steinholti er til sölu nú þegar. Húsið er laust úr leigu 1. maí 1922. Lóðin er stór og með gúðum leigukjör- um. Lysthafendur semji fyrir 1. des. við Jón í Firði. Ishusið Bæjarbúar, sem óska að geyma kjöt sitt á íshúsi mínu geta komið með það til íshúsvarðar á þriðjudögum, fimtu- dögum og laugardögum, meðan á sláturtíðinni stendur. frá kl. 3 til 6 e. m. — Kjötið verður að vera vel merkt. St. Th. Jónsson. Prentsmiðja Austurlands prentar og selur allskonar eyðublöð og reikninga, með eöa án firmanafns. Hefur til sölu ágætan póst- pappír (margar teg.) og umslög, áprentað eftir vild. Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun. geislum hnígandi kvöldsólarinnar, gneistandi og glitrandi, hátt og lágt vafin gullnum purpurabjarma. Stundum er hún líka fögur, þegar- veður er hvast og bjart, þá ber hún sterkleg við bláan himinn, skrjáfar og hvikar, bognar og réttir sig á ný og teygir sig mót hálopti eins og hún vilji losna úr fjötrum og lyfta sér til flugs t'ljúga langt, langt burt út í fjarska blámandi loftheima. En annars ann eg ekki öspinni. Þessvegna tók eg mér ekki hvíld í asparskóginum, held- ur gekk inn í birkilundinn og hag- ræddi mér þar undir tré, sem því nær var laúfgað alla leið niður að rót. Og þegar eg hafði notið nátt- úrufegurðarinnar, féll eg í hinn ró- lega hugðnæma dvala, sem enginn þekkir nema veiðimaðurinn. I raun og veru hef eg ekki hug- mynd um hve lengi eg svaf, en þeg- ar eg opnaði augun. sindraði skógar- þyknið í sólarljóma. Allstaðar sást heiðblár himininn gægjast gegnum laufþakiðk sem um fór léttur og á- nægjulegúr þytur. Hægur víndur hafði rekið skýin að fullu og öilu á flótta. Komið var hreinviðri, og í loftinu var að finna hressandi áhrif þurviðrisins, sem fylla hjartað styrk- um lífsþrótti og vellíðan. Slík veðra- brigði, er þau koma eftir dimman og votviðrasaman dag, boða því nær alt af bjart og heillandi kvöld. Eg var að því kominn að rísa á fætur til þess að freista á ný ham- ingjunnar við veiðarnar, þegar eg kom auga á einhverja mannlega veru. sem sat grafkyr skamt frá mér. Við nánari athugun sá eg að þetta var ung stúlka af bændafólki. Hún sat á að gizka 20 skref frá mér. Hún drap hugsandi höfði og hvíldi hend- urnar þreytulega í kjöltu sér. Önn- ur höndin var hálflukt um stóran blómvönd. Var hann bundinn úr kornblómum. Bærðust þau hægt og rólega fram og aftur um stykkjótta kjólinn hennar, í hvert skifti sem hún dró andann. Hún var í hreinum hvít- um sloppi, sem var hneptur í hálsinn, og á ermunum. Féll hann í smáar mjúkar bylgjur um mittið. Tvær rað- ir af stórum, gulum perlum héngu um hálsinn og ofan á brjóstið. Hún var mjög svo fögur ásýndum. Hárið var jarpt og mikið og sást í tveim þokKalegum, sléttum en fjaðurmögn- uðum fléttum koma frdmundan mjóa, rauða höfuðbandinu, sem vafið var um mjallhvítt ennið. Alt annað af andlitinu en ennið var dreift gullbleik- um freknum, sem oftlega sjást ein- mitt á því hörundi, sem mjúkast er og fegurst. Augun sá eg ekki, því að hún horfði niður fyrir fætur sér. En eg sá greinilega smágervu boga- dregnu augabrúnirnar og bráhárin löng og þétt. Á annari kinninni sást votta fyrir tárperlu, er glitraði í sól- skininu. Hafði hún runnið alla leið niður að vörunum, sem voru lítið eitt bleikar. Nefið var dálítið söðul- bakað og nokkuð þykt, en andlitið þó eigi að síður töfrandi. Einkum varð eg hrifinn af svipnum. Hann var þýöur og lýsti rólegri angurværð. En þó var eins og sársauki sá, er hafði gagntekið hana, markaði í and- litið Ijósan vott barnslegra vandræða og efa. Hún beið auðsjáanlega eftir einhverjum. í skóginum heyrðist lágt þrusk. Hún leit þegar í stað upp og svipaöist um. í gagnsæjum skugga skógarþykknisins sá eg augu hennar opnast — stór, skær augu, hvikul og snör eins og í rádýri. Hún horfði stórum augum í áttina þangað sem þruskið haföi heyrst. Síðan andvarp- aði hún, leit við, varð ennþá álútari en áður og tók að leggja blóm við blóm í kjöltu sína. Rauðleiturbjarmi kom yfir augnalokin og beizkjublandn- ir kippir fóru um varir hennar. Enn þá sást tár skjótast fram undan þreytulegum augnalokunum, renna niður kinnina og blika þar í sólskin- inu. Þannig leið hálf kiukkustund. Vesa- lings stúlkan sat alt af á sama stað. Að eins við og við spenti hún greip- ar um kné sér, svipurinn varð sárs- aukablandinn, og hún hlustaði eins og áður . . . Loks heyrðist þrusk inni í skóginum. Hún hrökk við. Þruskið hélt áfram. Hljóðið varð greinilegra og færðist nær, Loks gat hún greint þung og hröð skref. Hún rétti úr sér, en virtist svo verða hrygg á ný. Augnaráð hennar var athugult og gneistaði af eftirvæntingu. Karlmaður kom fram úr skógar- þykninu og gekk hratt í áttina til hennar. Undir eins og hún kom auga á hann, roðnaði hún, og gleði- bros lék um varir hennar. Hún ætl- aði að standa upp, en hné á ný nið- ur, fölnaði og varð eins og utan við Framh.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.