Austurland - 29.10.1921, Qupperneq 1
40. tbl.
t
Nrvaldur Thoroddsen.
Látinn er í Kaupmannahöfn
Þorvaldur Thoroddsen, prófessor.
Er þar í valinn fall.inn einn hinn
merkasti íslendingur að fornu og
nýju. Þarf hann einkis eftirmælis,
því að hann hefur til fulinustu
séð sjálfur minningu sinni borgið
um aidur og æfi. En þar mistum
vér í senn frægasta vísindamann
vorn og einhvern hinn leiknasta
rithöfund, er íslenzkt mál hefur
skrifað.
Er kynlegt að fréttaritari vor í
Reykjavík skuli eigi hafa getið láts
hans.
Enn um ríkislánið.
Fyiir skömmu Outti ,Auíí urland'
grein um ríkislánið og kosti þá,
sem að hefði þurft að ganga. Var
þar meðal annars frá því sagt, að
þeir sem lánað hefðu féð, hefðu
borgað 91 pund sterling í stað
hverra 100 punda. Þótti þetta all-
gott eftir ástæðum, þar eð oss var
hin mesta nauðsyn á láninu.
En eigi er samt nema hálfsögð
sagan. Til mjög skamms tima hef-
ur lánskjörunum verið • haldið
íeyndum. Er sagt að ensku milli-
liðirnir hafi sett það skilyrði fyrir
fyrirgreiðslu lántökunnar, að láns-
kjörunum yrði að sinni haldið
leyndum. Og svo kemur það upp
úr kafinu, að þeir borga íslandi
að eins 85 pund fyrir hver hundr-
að pund. Loks tóku íslenzkir milli-
liðir í%, og að þessum upplýs-
ingum fengnum, mun virðast svo
sem málið horfi lítið eitt á ann-
an veg við.
Það er gömul saga, að stjórn-
in núverandi hefur reynst herfi-
lega illa sem bjargvættur í fjármál-
unum. Það er margsannað, að
hagur vor gæti verið allur annar
en nú er, ef stjórnin hefði haft
þá framsýni og þau hyggindi til
að bera að taka lánið í tíma. En
nú bætist það við, að lánskjörin
eru að öllu samanlögðu svo herfi-
leg, þegar lánið loks er tekið, að
slíkt má dæmafátt heita. Virðist
svo sem stjórnin hafi alls engu
komið til leiðar í málinu, alt hafi
verið í annara höndum og hún
engin afskifti haft. En til hvers er
þá stjórn, ef eigi á einmitt hún
fyrst og fremst að leggja sig í
Seyöisfirði, 29.
framkróka til að hag landsins
megi verða sem bezt borgið. Óhætt
er að segja, að þarna eru töpuð
mörg hundruð þúsund króna, þótt
ekkert sé reiknað af hinu óbeina
tapi, sem af því leiðir að stór
upphæð er glötuð viðreisnarbar-
áttu landsins. Og þess verða menn
að gæta, að þótt vér fáum ekki
alla lánsupphæðina útborgaða, þá
verðum vér að greiða vexti og af-
borganir af henni allri. Peningarn-
ir eru því algerlega glataðir. Hætt
er við því, að sumir bændurnir á
þingi hefðu talið illa varið jafn
mörg hundruð þúsundum til vís-
inda, lista eða annara slíkra and-
legra nauðsynja hverrar þjóðar,
en vera má að þeim þyki hand-
vamma fjáraustur stjórnarinnar
góðra gjalda verður. Og ekki þarf
að efast um að kjósendurnir láta
ekki þingmennina gjalda þess,
þótt þeir fylgi stjórninni fastar en
áður að loknum slíkum afrekum.
Bókasafnið.
Fyrir rúmum mánuði síöan skrif-
aði „Bókavinur“ grein um bóka-
safn Austurlands hér í blaðið.
Sýndi hann í vægum orðum hvern-
ig ástand safnsíns væri og hve
fjarri öllu lagi væri að halda öllu
í sama horfinu og nú. Hefur hann
að líkindum búist við því,
að nú mundi bókasafnsnefndin
reka af sér ámælið og !eit-
ast við að hrekja frásögnina
um ástand safnsins, eða aö öðr-
um kosti gera umbætur á ástand-
inu En því hefur ekki verið að
heilsa, og ekki hefur bæjarstjórnin
heldur skift sér af málinu. En
hver sem við er talað, játar þó,
að ástandið sé al ófært eins og
það er og umbóta þurfi við. Samt
er ekkert að gert. Er því sízt vm-
þörf að kllfa á málinu, þótt eins
vel megi við því búast, að árang-
urslaust verði. Hvað hefur bóka-
safnsnefndin haldið marga fundi
á þessu ári? Það er spurning sem
fróðlegt væri að fá svarað. Og
þá gaman að birta helztu afrek
nefndarinnar hér í blaðinu. Eng-
inn skyldi gera það með ljúfara
geði en ég.
Og hvers vegna láta þeir, sem
yfir þessu eiga að ráða, ekkert til
sín taka? Bókavörðurinn er bæj-
arstjórnarmaður og á sæti í bóka-
safnsnefndinni. Það vita allir, að
hann hefur svo mörgum störfum
að sinna, að hann hefur eigi tíma
október 1921
til að leggja þá vinnu í safnið,
sem til þess þarf, að það komist
í sæmilegt lag og verði haldið í
góðu horfi framvegis. Hann- hlýt-
ur að vera vel kunnugur ástandi
safnsins, vita að það er fjarri öll-
um sanni. En því gerir hann þá
ekki neitt sem bókasafnsnefndar-
og bæjarstjórnar-maður? Hann
hefur þó bæði vit og þekkingu til
þess að sjá, hvað nauður rekur
til að gert sé, ef safnið á að verða
að nokkrum minstu notum og
blátt áfram ekki fara í hundana.
Þá eru úrlausnarmöguleikarnir.
Fyrst húsrúmið, sem er lífsskilyrði
safnsins. í fyrra var notað sem
kennarastofa fremra herbergi safns-
ins. Nú hefur skólanefndin ákveð-
ið, að sú stofa skuli alls ekki
notuð til hins sama og í fyrra.
Stendur hún því auð til afnota
safnsins. Þá er og auð skólastofa,
sem verður víst ekki notuð til
annars þarfara, en í þágu safns-
ins. Má því sjá, að ef bæjarstjórn-
in vill vel, getur hún eitthvað gert
til að rýmkva um safniö.
Þá er að fara yfir allar bæk-
urnar, gæta þess hvaú vantar, raða
bókunum, semja bókaskrár yfir alt
safnið, iáta prenta þær og ganga
frá öllu þannig, að bókavarðar-
starfið verði á eftir sem léttast
og hagkvæmast, haldi bókavörð-
urinn uppi góðri reglu. Gera þarf
síðan gangskör að því, að heimta
inn bækur þær, sem eigi eru inni
á safninu, og síðan koma í hillur
öllum þeim bókum, sem liggja enn
þá ónotaðar í kössum og miklir
fjársjóðir eru í fólgnir. Má þar
benda á safn Ásgeirs heitins
Torfasonar, efnafræðings. Þá þarf
að láta binda bækur þær, sem enn
þá eru óbundnar, og sem vera
munu mjög margar.
Auðvitað er það, að all-mikinn
kostnað mundi það hafa í för*
með sér að koma lagi á safniö,
en í slíkt má ekki sjá, því að
margra ára safn andlegra fjár-
sjóða má eigi veröa glatað fram-
tfðtnni fyrfr hirðuleysi pg hand-
vönim.
Afnot bókasafnsins eru nauða-
lítif og áreiðanlega mundu þau
aukast við nefndar umbætur, ein-
kum ef starfræksla safnsins yrði
sem allra reglubundnust, .allan
ársirs hring. Fyrir Seyðfiröinga
væru það mestu kostakjör aö fá
leiftrarstofu. Mundi aðsókn að
safninu aukast mikið við þaö.
Býst eg við því, að bókavörður-
inn gæti allmikið að því gert að
leiöbeina mönnum í vali bóka og
sjá til þess að eigi yrði versta
ruslið mest lesið. Gæti því safn-
iö haft víðtækari menningaráhrif
en kostur væri á, ef menn keyptu
2. árg.
og læsu bækur án hugmyndar um
hversu heilnæmt væri á borð bor-
ið handa þeim.
Sjálfsagt er það, að bókavörð-
urinn verður að vera maður, sem
hefur vit á bókum og fylgist með
í því, sem fram fer í bókmenta-
heimi nágrannalandanna, því að
eigi er við því að búast, að bóka-
safnsnefndin sjá sér fært að eiga
við slíkt, sem kostar allmikla fyr-
irhöfn og á eru margvísleg vand-
kvæði. En auðvitaö yrði hún að
leggja á úrslitatkvæði um bóka-
kaupin.
Þá er eitt enn sem benda má á,
til tryggingar viðgangi safnsins og
viðhaldi þess, sem sé það, að eigi
séu bækur lánaðar hverjum sem
er, án allrar tryggingar. Er það
venja, að óþektir menn eða eigna-
lausir útvegi sér ábyrgðarmenn, er
bókasöfnin eiga síðan aðgang að.
Og væri slíkt einnig æskilegt hér.
-----Eg býst ekki við því, að
nokkurt atriði sé í grein minni,
sem eigi sé í fullu samræmi við
sanngirni og sannleika, og ein-
mitt þessvegna vona eg að ekki
veröi þess langt aö bföa, að tek-
ið verði til umbóta. Og svo
mikla trú hef eg á bæjarstjórninni,
aö eg vil ráða bókasafnsnefndinni
til að taka sem fyrst upp málið,
því að annars býst eg við að
menn utan hennar í bæjarstjórn-
inni geri það.
Qudm. G. Hagalín.
Enn um
hafnareignirnar.
Þeir, sem séð hafa síðasta tbl.
„Austurlands", hafa eflaust veitt
eftirtekt tveim greinum all-löngum
sem þar standa og fjalla um eign-
ir Hafnarsjóðs. Fyrri greinin, með
yfirskriftinni „Óskiijanlegt tiltæki
bæjarstjórnarinnar“, er -skrifuð af
konsúl St. Th. Jónssyni, og er,
eða þó öllu heldur á víst að vera
svar gegn grein, sem eg skrifaði í
næst-síðasta tbl. blaðsins um þetta
efni. Þótt grein þessi sé skrifuð
af allri þeirri glöggskygni, kurteisi
og lipurð, sem vænta mátti af
höfundi hennar, þá er þó ýmis-
legt í henni dálítið villandi, að
minsta kosti fyrir þá, sem annað-
hvort ekki hafa lesið grein mína,
eða þá aö eins farið lausiega yf-
ir hana.
Höfundur greinarinnar talar um
ágizkanir mínar, hvað snertir hag
Hafnarsjóðs. Eins og grein mín