Austurland


Austurland - 29.10.1921, Blaðsíða 2

Austurland - 29.10.1921, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Eftir 15. nóvember næstkomandi verða ógreidd bæjargjöld tekin lögtaki. Gjaidkeri Seyðisfjarðarkaupstaðar. Karl Jónasson. )) IfeTÍHm & ÖLSEINl Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Oma- smjörlíki Jarðepli Lauk Mjólk 2 teg. Sáldsykur Hrisgrjón Baunir Te Vindla Spil Manchettskyrtur Hnífapör Krystalsápu Stangasápu Kerti Prímusa Olíufatnað Þvottabretti Seglgarn Qötukústa Bárujárn ber með sér, þá hef eg ekki gert neina áætlun um hag sjóðsins í heild sinni, enda er mér full kunn- ugt um, hvernig hagur hans stend- ur, og hefði því eðlilega skýrt frá honum eins og hann var, án þess að áætlun gæti komið til greina, hefði mér fundist það nauðsyn- legt fyrir þá hlið málsins, sem eg hafði til meðferðar. Hins vegar gerði eg yfirlit yfir hag eignarinnar eins og hann myndi vera, ef sérstakt reiknings- hald hefði verið haft fyrir hana. Þegar eg gerði þetta yfirlit, þá færði eg eigninni til tekna altsem henni bar með réttu, einnig bryggjugjöld, þótt St. Th. J. segi að eg hafi gleymt þeim, og er eg tilbúinn að fá þennan útdráttstað- festan af gjaidkera Hafnarsjóðs, ef St. Th. J. skyldi detta í hug að vefengja hann. Öli málalenging St. Th. J. um það, að hin svo- kölluðu hafnargjöld séu í beinu sambandi viö eignina, er út í loft- ið, enda leggur hann ekki út í að reyna að rökstyðja þessa skoðun sína. Hafnargjöld borga sem sé öll skip, sem inn á höfnina koma og ekki eru gjaldfrí samkvæmt hafnarreglugjörðinni, án tillits til þess, hvort eða hvar þau leggjast að bryggju. Ekki get eg fallist á, að í grein minni felist nokkuð það, sem svert geti hag bæjaríélagsins út á við, því að það, að gefa í skyn, að Hafnarsjóður myndi geta grætt meira hér eftir en hingað tii. ef tekjulindir hans væru skynsam- lega notaðar, er þó ekki að sverta hag eignarinnar, heldur þVert á móti að gefa í skyn, að hennar muni bíða bjartari og betri tímar í frafttíðinni. Hvað því viðvíkur, að eg myndi tilbúinn að jeigja eignina hverjum sem bezt býður, án tillits til ann- ars, þá nægir að vísa til þess, sem eg hef sagt um það atriði í grein þeirri, er St. Th. J. þykist vera að svara, og geta þá allir séð, að hér er þó ekki allskostar rétt með farið. Eg kannast ekki við að hafa farið með ósannindi, þar sem eg gat um að skip Bergenska gufu- skipafélagsins séu afgreidd án sér- staks endurgjalds til Hafnarsjóðs, því að þótt skipin borgi venjulegt bryggjugjald, sem segja mætti að Hafnarsjóður myndi sennilega oft- ast fara á mis við, ef afgreiðslan færi fram á öðrum stað en við hafnarbryggjuna, þá getur slíkt ekki talist sem endurgjald fyrir af- greiðsluna, því að bryggjugjald verða öll skip að borga, sem við bryggjuna leggjast, þótt þau noti hana ekki neitt að öðru leyti. En hvers vegna nota vöruílutninga- skip eins og skip Bergenska fé- lagsins hús, bryggju og áhöld að meira eða minna leiti í hverri eða svo að segja hverri ferð? En eigi er ólíklegt að þessi misskiln- ingur St. Th. J. orsakist að ein- hverju leyti af prentvillu í grein minni. Því að þar sem eg er að tala um hlunnindi þau, sem skip Sameinaða gufuskipafél. hafa haft, þá hefur misprentast og stendur „félaganna“ en á að vera félags- ins. Að vísu hlýtur það að vera hverjum Ijóst, sem greinina les og ekki er beinlínis að leita að ein- hverri átyllu til að snúa út úr henni og reyna að þvæla hana að hér er um prenlvillu að ræða. Háttvirturh höfundi greinarinnar finst það ekki koma bæjarbúum neitt við, þótt hann græði á að geyma kol strandvarnarskipanna, Kaupfélagsins o. fl. Hann verð- ur að fyrirgefa þótt eg, sem bæj- arstjórnarmaður, og um leið sem borgari bæjarins, sé á annari skoð- un. Mér finst milliliður þarna al- veg óþarfur, sérstaklega ef hann er nú svo frekur, að hann hirðir allar beinu tekjurnar, en lætur eignina annast öll útgjöldhn Því að útgjöld het'ur t. d. núverandi leigutaki aidrei haft af kolaverzl- uninni, önnur en vinnulaun, sem í raun og veru verða hverfandi á hvert kolatonn, og þóknun þá, sem kölluð er leiga eftir kolaplássið. £f hús það, sem notað er undir kol strandvarnarskipanna, gliðnar eða brotnar undan kolunum, þá er gert við það aftur á kostnað Haínarsjóðs. Ef vagnar brotna, þá eru nýir keyptir, sömuleiðis á kostnað sjóðsins. Ef vagnarnir eru eitthvað stirðir, þá er strax rokið í Hafnarsjóð til þess að sækja aura fyrir smurningsolíu og tvist, því að Hafnarsjóður er altaf tilbúinn að „fórna tekjum af ein- um hluta eignar sinnar til þess að kaupa aðrar“, eins og greinarhöf- undur kemst að orði. % St. Th. Jónsson virðist gleðjast yfir því, að ekki skuli hafa kom- ið neitt tilboð í eignina frá mönn- um utan kaupstaðarins. Slíkt er greinilegur vottur þess, hvern hann sérstaklega ber fyrir brjósti í þessu máli. Annars var þetta eftir því, sem eg frekast veit ekki nein vonbrigði fyrir bæjarstjórn- ina yfirleitt. Tímarnir þannig nú, að lítil ástæða var til þess að bú- ast við umsóknum frá utanbæjar- mönnum. En hinsvegar fanst meiri hluta bæjarstjórnar sjálfsagt að bjóða eignina út víðar en hér, ef ske kynni að tiiboð fengist, sem takandi væri til greina að öllu athuguðu. Að auglýsa eitthvað laust til leigu, er töluvert annað en henda því í hvern, sem hæst býður, og til hverra afnota, sem vera vill. Höfundi greinarinnar finst það ekki tlltökumál, þótt leigusamn- ingi væri sagt upp við hann, þar eð bæjarstjórninni fanst leigan of iág. Þessi orð hans bera vott um gleggri skilning og meiri sanngirni en áður. Eða man hann ekki hvernig hann tók þessu máli, beg- ar ég hreyfði því 1920? Þá var hann í bæjarstjórn. St. Th. Jónsson segist Iáta sér liggja í léttu rúmi, þótt mál þetta sé notað til að ófrægja sig. Það er fjærri því, að mig langi eða hafi langað til að ófrægja St. Th. Jónsson. Enda er það hann en ekki ég, sem hefur átt upptökin að öllum deilum urh þetta mál, fyrst í bæjarstiórn og að síðustu hér í blaðinu. En að ég fór að hreyía þessu máli, var einungis af því að mér fanst ég ekki geta var- ið, hvorki fyrir sjálfum mér né öðrum, að láta það afskiftalaust, eftir að ég hafði komist að því, hve rotið það var. Og hefði ég gjört það alveg eins og ekki síð- ur, þótt annar hefði átt hlut að máii en St. Th. Jónsson. Öll þau atriði, sem ég befi minst á hér í blaðinu í sambandi við þetta mál, eru tekin eftir því sem ég veit þau sönnust og réttust, og er það því ekki mín skuld, þótt frásögn- in sé að einhverju leyti á kostnað leigutaka. Að endingu vil ég leyfa mér að benda greinarhöfundi á það, að ég er hræddur um að frekari blaðadeilur um þetta mál verði engum til ánægju né uppbygging- ar. Ekki hef ég heldur neina von um að skynsemi mín né skilning- ur taki miklum framförum við að eiga í ritdeilum við St. Th. J., með allri virðingu fyrir honum. Um síðari greinina, með undir- skriftinni „Borgari", skal ég ekki vera langorður. í grein þessari er fátt merkilegt eða nýtt. Því að um þetta mái hefur svo margt verið skrafað, bæði innan bæjarstjórnar og utan, af bæjarstjómarmeðlim- um, sem höfundur greinarinnar hefur auðsjáanlega enga hugmynd um. Ailar dylgjur hans um það, að bæjarstjórnin muni flauslra þessu máli af, án þess að jafnvel nokkur af fulltrúum hennar hafi gjört sér grein fyrir hver leið myndi heppilegust fyrir hatnarsjóð eða bæjarsjóð í heild sinni, eru ástæðulausar, enda órökstuddar af honum. Sama er að segja um umkvörtun hans yfir drætti þeim, sem orðið hefur á málinu. Því að þegar maður tekur til athugunar, «ð eignin losnar ekki úr leigu fyr en um næstkomandi áramót,' þá virðist þessi dráttur tæplega geta verið mjög hættulegur. Annars hélt ég að þessum háttvirta „Borg- ara“ væri ekki ókunnugt um, aö samvinna um þetta mál hefur gen- ið treglega í bæjarstjórninni, og árangurinn eðlilega orðið þar eft- ir. En dytti manni nú í hug að greinarhöfundurinn væri gamall bæjarstjórnarmaður, sem setlð hefði í bæjarstjórn í mörg ár, og hefði í öll þau ár ekki gjört neitt verulegt til að koma þessu máli í verulegt horf, þá „rekur mann í roga stans“ yfir þessari afskifta- semi hans. Hvað því viðvíkur, að kosin var sérstök nefnd til að gjöra til- lögur um leigu á eigninni, þá var það eðlilegt og sjálfsagt, eins og sakir stóðu þá, þar sem formað- ur hafn'arnefndar vár óstarffær sökum veikinda, og þar sem enn fremur, að annar samnefndarmað- ur hans (St. Th. J.) hafði þá eign- ina á leigu, og eðlilega var gjört ráð fyrir honum sem væntanleg- um umsækjanda, eins og hann líka varð. Það virðist því á tölu- verðum rökum bygt, þótt hæði mér og öðrum fyndist hann, eins og á stóð, miður heppilegur mað- ur til að fjalla um málið. Þá var einungis einn maður eftir í nefnd- inni, sem víst flestir eöa allir hafa borið fult traust til, þótt ekki þætti ástæða til að setja hann í þann vanda að starfa í þessu máli eins og nefndin var skipuð. Höfundur greinarinnar telur það bera vott um takmarkaða hugsun hjá mér, að draga einungis það fram, sem eignin hefur tapað. Því er að svara þannig: að grein mín var fyrst og fremst svar til St. Th. J. og þar af leiðandi ein- ungis tekin sú hlið málsins, sem mér fanst óhjákvæmilegt að taka til athugunar, til þess að geta svarað honum fullnægjandi. Að gjöra málið sem heild að blaða- máli, sá ég ekki ástæöu til. Af sömu ástæðu hef ég heldur ekki komið fram með neinar tillögur hér í blaðinu. Hefði líka fundist miður viðeigandi af mér sem bæj- arstjórnarfulltrúa, að koma fram með tillögu í opinberu blaði í máli, sem bæjarstjórninni einni er ætlað að ráða fram úr. Tillögur greinarhöfundar um endurbætur á höfninni, sölu hús- anna, byggingu vöruskýlis o. fl. er

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.