Austurland - 26.11.1921, Blaðsíða 1
44. tbl. Seyðisfirði, 26. nóvember 1921 2. árg.
Hvað dvelur?
Menn haía sífelt verið að vænta
þess, þeir sem einhver viðskifti
hafa, að annast, í sveit eða við
sjó, að úr færi að rætast fjár-
hagsvandræðunum, utanlands og
innan. Allir vita það, að mjög
mikil vandkvæði hafa verið í verzl-
uninni við útlönd sakir yfirfærslu-
vandræðanna, og innanlnndsvið-
skifti og framkvæmdir hafa stað-
ið óþægilega í stað. Menn hafa
byrjað á ýmsu, keypt og selt, í
þeirri von, að eitthvað rættist úr,
en vonirnar hafa enn þá sem
komið er látið sér til skammar
verða. Milliónalánið er komiðtil
að bjarga við yfirfærslunni, og inn-
annlands mætti vænta að nægileg
væri seðlavelta íslandsbanka.
Menn standa því undrandi og
spyrja, hvernig á þessu geti stað-
ið, nv lán hefur landið og bank-
arnir tekið, nýjar vonir hafa ver-
ið gefnar, og alt stendur í sama
stað. Fari þessu fram, verður
brátt nauðsyn á nýju láni, og
hvert stefnir þá? Hvernig á land-
ið að bera, fyrst mikil afföll af
mörgum lánum, háar rentur og af-
borganir — og loks illa sölu ís-
lenzkra afurða og búskap í land-
inu, er eigi ber sig. Og enn ó-
skiljanlegra hlýtur mönnum að
verða það, að ekkert rætist úr,
þegar tillit er til þess tekið, að
útfluttar vörur í ár hafa verið
miklu meiri samanborið við árið
í fyrra, heldur en innfluttar.
Allir hljóta að sjá það, að þann-
ig má ekki lengi ganga. Jafnvel
hinn einfaldasti maður hlýtur að
sjá, að í hættu stefnir, ef eigi er
skjótt aðgert. Og þjóðin má ekki
ganga þess dulin. Hún verður að
krefjast þess af þeim, er næstir
standa til að vita, hversu ástand-
ið í raun og veru er, að þeirgeri
grein fyrir, hvernig því víkur
við, að ástandið hefur eigi batn-
að, og hversu við horfir. Og efí
óefni er komið, er það skylda
þeirra, er með völdin fara, að
spara öll fjárframlög af landsins
hendi, nema til þess, sem alls enga
bið þolir og er lífsskilyrði þjóð-
ir.ni. Og þjóöin verður sjálf að
standa sem einn maður í því aö
spara sem mest og framleiða meira
en hún eyðir.
En dvöl sú, er verður á því, að
úr rætist, hefur orðið mörgum
manninum áhyggjuefni upp á síð-
kastið, og er sízt að undra þótt
spurt sé: Hvað dvelur?
Æfintýrið í Reykjavík.
Þykja munu allmikil tíðindi, sem
fréttaskeytin í þessu tbl. „Austur-
lands“ flytia, því að slíkt hefur
víst eigi gerst með þjóð vorri,
þótt hliðstæður inegi finna, ef far-
ið er aftur í söguna.
Menn vissu það áður, að 01-
afur Friðriksson er maður ófyrir-
leitinn og lætur stundum meira
stjórnast af strákskap, en heil-
brigðri skynsemi. En menn
munu þó hafa hugsað sem svo,
að eigi væri Ólafur svo gersneydd-
ur rólegri yfirvegun og sanngirni,
að slíkt gæti fyrir komið, sem nú
er raur. á orðin. Ef svo hefði
verið, að andstaða Ólafs hefði átt
að verða upphaf byltingar í land-
inu, þá var hún skiljanleg. Ella
verður hún fáránlegur barnaskap-
ur, og Ólafur ekki svo mikið sem
pólitískur fangi, sem honum lík-
lega hefði fundist heiður að, held-
ur blátt áfram venjulegur óróa-
seggur, er brýtur lög lands sín og
sýnir yfirvöldum þess mótþróa, án
þess að standa sannfæringarlega
andstæður þeim í hugsjónum, er
hann telji æðri þeim, sem ríkja í
l^jóðfélaginu.
Við broti hans liggur fangelsis-
sök og þeirra, er honum hafa fylgt,
hvernig sem á það er litið.
Ýmsir eru þeir, sem telja að
úlfaldi hafi verið gerður úr mý-
flugunni, þar sem rússneska
drengrum hefur verið vísað úr
landi. Halda menn að nægt mundi
hafa að setja hann í sóttkví, unz
honum væri batnað. „Austurland"
hefur aflað sér upplýsinga hjá
augnlækni Andrési Fjeldsted um
þetta atriði málsins, þar sem
Fjeldsted hefur verið æðsti dóm-
ari í því máli. Segir hann svo
um sjúkdóminn:
„Virðist læknast á mörgum ár-
um. Ovíst þó hvort smithætta
hverfur. Smitar með augnrensli
eingöngu. Afleiðingin oft blinda.“
Á þessu má sjá, að alllengi mundi
þurfa að hafa drenginn í sóttkví
og allmikil hætta stafar af sjúk-
dómnum. Ameríkumenn leyfa
engum, er hann hefur, að setjast
að í landinu, og sjúkdómur þessi
hefur allvíða haft hinar sorgleg-
ustu afleiðingar. í Finnlandi er
hinn mesti fjöldi manna blindur
af hans völdum. Má því sjá, að
fylsta ástæða hefur verið til þess
að vísa drengnum burt. Og má
telja það eitt góðan vott kæru-
leysis Ólafs, að hann skuli hafa
leyft sér að koma hingað til lands-
ins með slíkan sjúkling, án þess
einu sinni að sýna hann augn-
lækninum, sem segir í skeyti til
„Austurlands“ aö hann hafi eigi
séð hann fyr en nokkrum dögum
eftir að hann kom til Reykjavík-
ur. Hlutaðeigandi læknar og yf-
irvöld hafa því að eins rækt
skyldu sína. Framkoma stjórn-
arinnar er að einu leyti mjög
veigalítil í þessu máli. Henni bar
alls ekki nein skylda til að kosta
drenginn. Almenn samskot voru
rétta leiðin. Og nú hafa slík sam-
skot farið fram með góðum ár-
angri. Og sú tillátssemi, að bjóða
Ólafi, er lögreglan hafði sætt af
honum misþyrmingum, að ganga
að öllum kröfum hans, sú tilláts-
semi er svo fyrirlitlega vesaldar-
leg, að varla verður annars ósk-
að, en að sá ráðherra, er hana
sýndi, losni sem fyrst við veg og
vanda.
Að öðru leyti virðast fram-
kvæmdir æskilegar, og all hrein-
lega frá gengið málinu, að stinga
öllum óaldarflokknum í steininn.
Óskar „Austurland“ Alþýðuflokkn-
um til hamingju með að vera laus
við það lið og að hann hefur
borið gæfu til að taka virðingar-
verða og skynsamlega afstöðu i
máli þessu. Er að lokum von-
andi, að þeir, sem dæma eiga
piltungana, láti þá fá þá refsingu,
er geri þá ólystuga á slík æfintýri,
er þeir sleppa á ný út á „guðs
græna jörð“.
Sigurður hreppstjóri
iónsson.
Þess var áður getið í blaðinu
„Austurland" að hinn 18. maí
andaðist úr „influensu" að heim-
ili sínu, Hrafnsgerði í Fellasveit,
N.-M. S. Sigurður hreppstjóri
Jónsson, 51 árs að aldri. Skal
nú þessa lítilsháttar framar minst
hér.
Foreldrar hans voru hin merku
hjón, er lengi buggu að- Skeggja-
stöðum, Jón Ólafsson og Berg-
ljót Sigurðardóttir.
Var Jón sonur Ólafs bónda þar,
Þorsteinssonar frá Melum, (Mela-
ætt). Móðir Jóns var Quðrún
dóttir Odds og lngunnar (skygnu)
er einnig buggu að Skeggjastöð-
um. Vóru þau hjón bæði komin
af hinni nafnkenndu Heydalaætt.
Bergljót, móðir Sigurðar og
kona Jóns, var dóttir Þorbjargar
systur þeirra prestanna séra Pét-
urs að Valþiófsstað og séra Jóns
að Kirkjubæ, og þeirra systkyna,
barna Jóns „vefara". — En ættir
þeirra hjóna Jóns og Bergljótar
víða kunnar og liggja að nafn-
kenndum höfuðættum. Systkini
Jóns Ólafssonar vóru þau Ólafur
hreppstjóri að Birnutelli, afburða-
maður, 2. Einar bóndi að Borg í
Skriðdal, 3. Mekkin, að Egilsstöð-
um í Fljótsdal, (mikið skygn) og
4. Sigríður að Hafursá, öll mjög
vel gefin. — Systkini Bergljótar,
konu Jóns, móður Sigurðar, vóru
þessi: Albróðir, Guttormur Sig-
urðsson, fór til Ameríku; en hálf-
bræður: Jón Einarsson að Víði-
völlum ytri, og Þórarinn og Sig-
urður Hallgrímssynir að Ketils-
stöðum á Völlum.
Af þessu verður ráðið í, hverra
manna Sigurður var.
Bræður Sigurðar vóru Hall-
grímur að Skeggjastöðum, er varð
hreppstjóri vel tvítugur, en dó litlu
síðar, mesti hæfileikamaður. Ann-
ar var ólafur að Skeggjastöðum,
sem enn lifir, mjög líkur Sigurði
í flestu, og þriöi Þórarinn, mesti
atorkumaður, dó 1915, 36 ára.
Sigurður var útskrifaður úr gagn-
fræðaskólanum á Möðruvöllum
með 1. einkunn.
Hann kvæntist 1897. Ingveldi
Helgdóttur og átti með henni tvö
börn, er bæði dóu ung. — Dó
hún eftir stutta sambúð. — En
6 árum síðar giptist hann aptur
Þuríði Hannesdótturl903, sem nú
lifir mann sinn. Með henni átti
hann 4 börn, sem lifa: Jón 18
ára, Bergljótu 15 ára, Hannes 12
ára og Hallgrím 9 ára. Sigurð-
ur mátti teljast frábærlega vefgef-
inn maður vegna skapferlis og
hæfileika.
Hann var vel námsgreindur,
hygginn og athugull, og vandur að
virðingu sinni, hófsmaður um allt
vel viljaður og góðgjarn, hlýlund-
aður og kurteis og vakti því góð-
an þokka hjá flestum. Hann gat
eigi vamm sitt vitað, né neina ó-
sátt þolað. Hið þýða og síglaða
viðmót hans endurkallaði slíkt hjá
öðrum.
Hann var afkastamaður til vinnu
lengur en heilsa leyfði. Þegar
hann byrjaði búskap í Hrafns-
gerði, bygði hann þar þegar íbúð-
arhús sitt úr steini, og var það
fyrsta steypuhús sveitarinnar, sem
nú eru orðin mörg. Þar með
bygði hann af nýju öll útihús
jarðarinnar, eða því sem næst.
Síðan vírgirti hann túnið, stækk-
aði það og sléttaði.
Fyrir nokkrum árum fékk hann
brjóstveiki, er einatt síðan ágerð-
ist. En hann gat aldrei verið iðju-
laus og kunni enga sérhlífni, svo
heilsan hlaut að ganga til þurðar,
svo hann stóðst eigi hina illu send-