Austurland - 26.11.1921, Blaðsíða 3
AUSTURLAND
3
Jörð til sölu.
Jörðin Stuðlar í Reyðarfirði (21 hndr. að dýrleika) er
til sölu og ábúðar í fardögum 1922. Ef viðunanlegt boð
fæst, verður jörðin seld með öllum tilheyrandi húsum. Jörð-
in er vel hýst, bæði að íbúðar- og úti-húsum. Afbragðs
heyskapur, í meðalári 250—300 hestar af töðu og 6—800
hestar af útheyi.
Lysthafendur geta fengið allar upplýsingar og sent til-
boð sín fyrir 1. febrúar 1922 til Hallgrfms & Péturs Bó-
assona, Bakkagerði Reyðarfirði.
Reyðarfirði 10. nóv. 1921.
Sigurbjörg Halldórsdóttir.
Rvík 23. nóv.
Síðan í gærkvöld hefur verið
haldinn vörður við stjórnarráðs-
húsið, pósthúsið, símastöðina og
bankana. Sömuleiðis hús Ólafs
Friðrikssonar. Sagt er að 24 fang-
ar hafi verið settir í steininn í
dag. Alþýðublaðið kom að eins
hálft út í dag. Ritstjóri og ábyrgð-
armaður þessa blaðs er Jón Bald-
vinsson, forseti sambandsstjórnar
alþýðuflokksins. Blaðið flytur leið-
ara um afstöðu sambandsstjórn-
arinnar og alþýðuflokksins. Segir
flokksstjórnin að hún hafi gert alt
sem hægt var til þess að miðla
málum, en Ólafur hafi hafnað
allri miðlun. Síðast í gærkvöld hélt
sambandsstjórnin fund, ásamt Ólafi
og öllum öðrum stjórnarmeðlimum,
alls 9. Eftir 5 klukkutíma árangurs-
lausar umræður var samþykt svo-
hljóðandi ályktun: Sambandsstjórn
Alþýðusambands'Jslands lýsir yf-
ir því, að hún telur brottvísun-
armál irússneska drengsins einka-
mál Ólafs Friðrikssonar, en eigi
flokksmál. Allar samkomur bann-
aðar í bænum. Kvikmyndahúsin
og kaffihúsin lokuð. Jóhann hefur
yfirstjórn lögreglunnar.
Rvík 24. nóv.
Blöðin í dag segja að rnenn
Ólafs hafi smásaman verið að yf-
irgefa hann í fyrrinótt, að eins
um 20 eftir, sem teknir voru í
húsi hans. En ýmsa vantaði af
þátttakendum uppþotsins á föstu-
daginn. Farið var í bifreiðum í
ýmsar áttir til að taka’þá fasta.
Alls voru fangaðir 28 í gærkvöld.
Alt fór fram með ró og æsinga-
laust. Öflugur vörður gætir steins-
ins. Samskot handa rússneska
drengnum orðin 3000 kr., þeim
er haldið áfram. Sagt er að dreng-
urinn sé uppalinn í Sviss, hafi að
eins verið eitt ár í Rússlandi, tali
þýzku. Ráðgert er að hann verði
sendur út með fyrstu skipsferð.
Aþýðublaðið í dag fer hörðum
orðum um atburði gærdagsins.
Segir það að auðvaldið hafi kom-
ið á hervaldsstjórn með aðstoð
landsstjórnar, sem sé skýlaust
stjórnarskrárbrot, og ef alþingi í
vetur stefni stjórninni ekki fyrir
landsdóm, þá geti það alveg eins
vel samþykt að alþingi skuli ekki
framar háð.
Rvík 25. nóv.
Ulsterbúar og Bretar taka upp
samninga á ný. Armeníumenn hafa
sent Bretastjórn áskorun til hjálp-
ar kristnum mönnum í Litlu-Asíu.
í næstu viku byrja samningar
milli Breta og Frakka um samn-
inga þá, er Frakkar gerðu nýlega
í Angora. Berlínarfregn segir að
óháðir jafnaðarmenn og kommun-
istar liafi skorað á verkamenn að
vera viðbúnir nýrri stjórnarbylt-
ingu fyrir jól. Briand lýsti yfir á
Washingtonráðstefnunni að Frakk-
ar þyrftu stöðugt að hafa her til
taks gegn hinum sívakandi þýzka
hernaðarflokki. Nýjustu fregnir
Fljótandi rottueitur
fæst nú á ný.
Bregzt aldrei og er bráðdrepandi
Óskaölegt húsdýrum.
Lyfjabúð Seyðisfjarðar.
segja alvarlegar óeirðir í Belfasí.
Ulster vill ekki samþykkja breyt-
ingar á núverandi stjórnarfyrir-
komulagi. Þjóðverjastjórn leitar
eftir nýjum lánum í London og
New-York. Bretar fallast á flota-
málatillögur Hughes í öllum grein-
um.
MYNTGENGI 24/n:
Sterlingspund .. 21,58
Dollar 5,42
Mörk . . 2,00
Sænskar krónur .. .. 126,90
Norskar — . . 76,75
Franki frakkneskur .. 37,58
— svissneskur .. 102,50
Lírur . . 22,35
Pesetar .. 74,60
Gyllini .. 192,65
Utan að.
Rádstefnan í Washington.
Óljósar fregnir hafa í símskeyt-
um borist af Washington ráð-
stefnunni, sem virðist, ef dæma
skal eftir fregnunum, geta orðið
til þess að koma vel á veg ráð-
stöfunum til að hin mikla her-
samkepni þjúðanna taki að réna.
Hinn 12. þ. m. hófst ráðstefnan,
og hélt þá Harding forseti Banda-
ríkjanna ræðu, þar sem hann lýs-
ir yfir gleði þeirri, sem þessi ráð-
stefna hafi vakið hjá honum. Því
að hún sé eigi sprottin, eins og
sumir aðrir friðarfundirnir af löng-
un vissra þjóðhöfðingja til að láta
á sér bera, heldur af ómótstæði-
legri innri og ytri þörf þjóðanna
til friðar. Síðan lýsti hann með
nokkrum orðum ógnum ófriðar-
ins og hins vopnaða friðar og
kvaðst að lokum vænta þess, að
fulltrúarnir gerðu sitt til að ár-
angur ráðstefnunnar yrði sem
mestur og beztur. Þá var Hughes,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
kosinn forseti ráðstefnunnar. Hann
gerði þá grein fyrir þeim tillögum,
sem Bandaríkin kæmu fram með
í málinu. Skal hætt smíði allra
herskipa, sem þegar er byrjað á
og fjöldi skipa ónýttur. Engin
skip skulu smíðuð næstu 10 árin.
Bandaríkin mega, eins og um hef-
ur verið getið, hafa skip 500,000
smálestir samtals, Bretar sömu-
leiðis, en Japanar að eins 300,000.
Stór skip má ónýta þegar þau eru
20 ára gömul og byggja önnur
ný. En eigi mega skip þau, sem
smíðuð eru í stað gamalla skipa,
nema meira en 35000 smálestum.
Alls á að ónýta 66 stór herskip
úr flotum Bandaríkjanna, Breta og
Japana. Eru það ýmist skip, sem
þeir þegar eiga fullsmíðuð, eða
þá sem eru í smíðum. Eru þau
alls að smálestatali 1,878,043, eða
meira en helmingur allra flotanna,
því að þau sem ríkjunum er leyft
að hafa eru að eins samtals
1,300,000 smálestir. Síðar skal á-
kveðið um flota Frakka og ítata.
Briand lýsti sig velviljaðan uppá-
stungu Bandaríkjanna, en flotafor-
ingi Japana lét sér færra um finn-
ast, þótt búist sé við að komast
megi að samningum við Japana.
Balfour, fulltrúi Breta, tók vel á
öllu, og frézt hefur að flotamála-
stjórnin brezka hafi tjáð sig lík-
lega til samkomulags. Yfirflota-
foringi Breta, Beatty admíráll,
hefur tjáð þetta eitt hið merkileg-
asta, sem nokkru sinni hafi fram
komiö á þessu sviði. Hættuleg-
ast virðist að eigi fáist samkomu-
lag milli Japana og Bandaríkjanna,
Þó hafa hvorttveggju komið sér
saman um það, að hafa eigi her
á Kyrrahafseyjunum. Þá er eigi
unt að segja hvaða áhrif afskifti
Kínverja kunna að hafa. Qeri
stórveldin þeim til geðs, er vísast
að Japanar verði tregir til samn-
inga. Skiljanlegt er það, að
Bretar vilji sinna tillögunum, því
að þeir sjá fram á það, að þá
3
hreystiverk dugandi sjómanna skráðust óafmáanleg
í huga minn.
— Hefurðu heyrt Rögnu í Kolshólum getið?
Það var hún sem fór gangandi frá Hallingjadal til
Kaupmannahafnar, til þess að láta konunginn rétta
hluta sinn .... Jú, hún bjó einusinni fyrir mörg-
um árum í Hallingjadal, og menn muna enn þá
eftir henni. Hún var mikil á vöxt og fríð sýnum —
og afl hafði hún á við sterkasta karlmann. Og hún
var góð kona og kom sér vel við alla nema Þór
Hildi. Því að hann var maður ágjarn og ágengur
og virti að vettugi lög og rétt.
Jarðir þeirra Rögnu og hans lágu saman. Og
eitt sinn að næturlagi reis hann úr rekkju og breytti
landamerkjunum sér í hag. Og næsta dag lét hann
menn sína vera við skógarhögg f skógi Rögnu.
Því að Hildir var maður auðugur og voldug-
ur og var mikill vinur yfirvaldanna. Þegar sýslu-
maðurinn og hreppstjórinn voru í þingaferðum,
komu þeir alt af við hjá Þór Hildi, og veitti hann
þeim vel. Já, þeir átu mat hans og drukku öl hans
og sögðu: — Þakka þér fyrir matinn, Þór Hildir,
og geti ég einhverntíma gert þér greiða, þá leita
þú til mín.
Já, já, það var víst ekkert barnagaman að vera
of nærgöngull slíkum manni ... manni, sem átti
jafn volduga vini.
En Ragna í Kolshólum var kona hugrökk. —
Rétt skal vera rétt, sagði hún. Og hún stefndi Þór
4
Hildi. Og hreppstjóri og sýslumaður rannsökuðu
málið, en Þór var sýknaður.
Ragna gafst ekki upp. Hún var ekki svo skyni
skroppin, að hún vissi ekki hvers vegna Þór var
sýknaður. Hún skrifaði yfirréttinum í Kristianiu og
bað hann að bera málið upp fyrir konunginum, sem
þá sat í Kaupmannahöfn. Og lengi beið hún svars.
En ekkert svar kom, — Ónei, hugsaði Ragna —
konunginum finst líklega að ég búi svo langt í
burtu, að hann geti sem bezt skotið sér undan að
svara mér.
Nú mundu allar aðrar bændakonur hafa lagt
árar í bát og látið Þór höggva óátalið skóginn, eft-
ir vild hans og geðþótta. En Ragna var nú ekki
alveg á því.
Heima hjá sér gerði hún allar nauðsynlegar
ráðstafanir, svo að hún gæti verið hálft ár að heim-
an, Hún benti bónda sínum á alt það, sem gera
þyrfti, meðan hún væri fjarverandi. Bóndi hennar
var maður fríður sýnurn, en engi var hann atorku-
maður og réði fáu á heimili sínu. Loks batt hún
malpoka á bak sér og hélt af stað. Hún ætlaði sér
að fara gangandi allajj leið til Kaupmannahafnar.
Þar ætlaði hún að hitta konunginn að máli, og
hún var þess fullviss, að hann mundi hiusta á það,
er hún hefði fram að færa og rétta síðan hluta
hennar.
Þegar hún kom til Bóhúsléns, lagðist hún á
sæng. Tafðist hún við það nokkra daga. Síðan hélt