Austurland


Austurland - 10.12.1921, Side 2

Austurland - 10.12.1921, Side 2
2 AUSTURlaND )) INtairmM & Olsem (Cli Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Oma- smjörlíki Jarðepli Mjólk Riis Bankabygg Hænsabygg Baunir Sagógrjón Maismjöl Kex Kryddvörur Munntóbak Rjól Vindla Cigarettur Þakpappa Bárujárn Línsterkju Colm. Slétt járn Þvottabretti Kerti almenningi. Hafa borgarbúar farið þúsundum saman um aðalgötur borg- arinnar og gert mikinn usla í mat- vöruverzlunum og gistihöllum útlend- inga. 174 verzlanir hafa verið rænd- ar. Lögreglan tók 300 manns hönd- um. Þjóðverjar og Bretar halda á- fram samningum um greiðslufrest skaðabótanna og er talið líklegt að Bretastjórn muni geta sannfært frönsku stjórnina um að óhjákvæmilegt sé að veita Þjóðverjum greiðslufrest, en 'Berlínarí'regn segir að þýzka stjórn- in hafi fengið orðsendingu frá skaða- bótanefnd Bandamanna um að janú- arafborgunin verði að greiðast í gjald- daga, áður en samningar fari fram um greiðslufrest. Illar horfur eru sagðar í írlandsmálunum og búist við borgarastyrjöld ef samningar stranda. Brezku stjórnarvöldin telja líklegt að brezka þingið verði leyst upp í jan- úar og nýjar kosningar fari fram í febrúar. L. Qeorge er ófarinn til Ameríku. Washingtonfregn segir að Balfour miðli málum milli Bandaríkj- anna og Japan. Nýtt bandalag lík- legt: Bretland, Bandaríkin, Japan og Frakkland. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur á- kveðið að skemtanaskattur af kvik- myndahúsum, kappleikum, íþróttasýn- ingum undir beru lofti, skuli vera 10 prc. af tekjunum. Sjö íslenzku tog- ararnir hafa selt afla í Englandi, er salan slæm og er talið tap á útgerð- inni. Eimskipafélagið hefur gefið út farmskrá, ,sem gildir frá 1. janúar 1922, um lækkun: Kornvörur og nauðsynjavörur 45 prc. Þakjárn og sement 50 prc. Sykur 40 prc. Stein- olía 40 prc. og aðrar vörur 30 prc. Norðmenn hafa gert bráðabirgða- samninga við Spánverja, sem gilda til 31. marz næstkomandi. Rvík. 8 Des- Lundúnafregn: Eftir margendurtek- in fundarhöld milli fulltrúa Sinn-Feina og brezku ráðherrana, innbyrðis og sameiginlega, gengu þeir loks á ráð- stefnu kl. ellefu á mánudagskvöldið, og var ráðstefnunni slitið kl. 2 um nóttina. Brezki ráðherrann Iýsti þá yfir að samningar hefðu tekist og yrðu birtir í blöðunum á miðvikudags- morgun. Samningarnir verða lagðir fyrir brezka þingið til samþyktar og eftirrit af þeim sent Craig, foringja Ulstermanna. Þessi fregn hefur vakið mikla undrun um alt Bretland. Ber- línarskeyti: Ríkisstjórnin þýzka hefur opinberlega yflrlýst afstöðu sinni í greiðslufrestsmálinu og farið fram á að fá einnig greiðslufrest á janúar afborgun. Hlutabrjef íslandsbanka voru geng- isskráð í Kaupmannahöfn í gærdag á krónur 65. Rvík. 9 Des. Lundúnafregn: Bresk-írski sáttmál- inn er í átján greinum og veitir ír- landi, sem kallað er fríríki, öll sömu stjórnmálaréttindi og nýlendunum. Afstaða íraþings til Bretaþings verður lík Kanadaþingsins, þingmenn vinna eið að stjórnarskrá fríríkisins og konungi Breta og örfum hans holl- ustueið. Ríkisskuldum verður skift eftir mati óvilhallra dómara. Allar hafnir Bretlands og iflands skulu vera oppnar fyrir siglingum beggja þjóða. Hlutfallið milli herbúnaðar fer eftir fólksfjölda landanna. Vilji Ulsterþingið ekki ganga að þessum lögum, nær sáttmálinn ekki til Ulster. Verður þá skipuð nefnd til að ákveða landamærin. Gangi Ulsterþingið að lögunum, á núverandi Ulsterþing framvegis að fara með mál þau, sem það fer nú meö, öll önnur mál falla undir valdsvið fríríkisins, Hvorugt ríkið má styðja eða banna nokkur trúarbrögð. Heimastjórnarþing Suður- írlands verður kvatt saman til þess að taka við stjórn landsins til bráða- birgða. Brezka þingið kemur saman næstkomandi miðvikudag, til þess að ræða sáttmálann. Síðan aftur 10. jan- úar, til þess að gera fullnaðarsam- þykt. Búist er við aö bæði Sinn-Fein- þingið og Ulsterþingið fallist á sátt- málann; það er ráðið af þakkar- skeytum sem L-. Qeorge hefur fengið. Öll blöð/ útlend og innlend, taka tíð- ndunum með fögnuði og telja Lloyd Qeorge mesta stjórnvitring heimsins. Times telur samninginn einn merkilegasta viðburðinn í sögu ríkisins. Daily Cronicle segir: Vér teljum þetta meira en sigur vorn í ófriðnum. Daiiy Express: Heimurinn er orðinn gerbreyttur. Daily Herald: Þetta er eins og að vakna upp í nýrri og betri veröld. Weztminster Gazette: Eftir 700 ár er aftur kom- inn friður milli Englands og írlands. Daily News prentar yfir þvera fyrstu síðu: Quð varðveiti frland. MYNTGENGI °/«: Sterlingspund ....... 21,75 Dollar ............... 5,36 Mörk ................. 2,37 Sænskar krónur .... 128,35 Norskar — ....’ 77,60 Franki frakkneskur .. 40,25 — svissneskur .. 103,50 Lírur ............... 23,20 Pesetar ............. 75,65 Gyllini ............ 192,25 Á víð og dreif. K. T. Sen sá, sem greinin er eftir í þessu tölu- blaði., er kínverskur mentamaður, kvæntur íslenzkri konu, Oddnýju Er- lendsdóttur, frá Breiðabólsstöðum á Álftanesi. Er hann frá Shanghai, af góðum ættum og alinn upp í kristinni trú. Við nám í Englandi hefur hann verið í 17 ár og er Bachelor of arts. Hefur hann í hyggju að verja dokt- orsritgerð á sumri komanda og halda síðan til ættlands síns með konu sína og barn. Nú er kona hans hjá for- eldrum sínum á Breiðabólsstöðum, og dvelur Sen þar nokkra hríð. Sem sjá má á grein hans, hefur hann komið hingað til Iands tvisvar áður. Flutt hefur hann á ferðum sínum fyr- irlestra um Kína og varið fé því, er inn hefur komið, til kaupa á ensk- um bókum um Kína og sent þær síðan íslenzkum söfnum. Rit- gerð er eftir hann í síðasta hefti „Skírnis". Sen er maður skemtileg- ur og kurteis, skilningsgóður á ís- lenzka staðhætti og þjóðlíf. Óskar „Austurland" honum og fjölskyldu hans allra heilla og þakkar honum grein þá, er birtist nú í blaðinu. Henrik lbsen lætur til sín heyra. Meðal spíritista í Kaupmannahöfn hefur frú nokkur, að nafni Pauline' Kalmar-Frisch, vakið á sér mikla eft- irtekt, þar eð hún virðist hafa óvenju mikla miðilshæfileika. Frúin á að hafa fengið ýmsar merkar fréttir frá öðrum heimi, sem hún hefur skrifað ósjálfrátt, og á hún nú að vera kom- in í samband við Henrik Ibsen. Og er svo frá sagt því, hvernig sá kunn- ingsskapur hófst: „Kvöld eitt fann eg handlegginn á mér kippast við og eg skrifaði ósjálfrátt nafnið Ibsen, með einkennilegri hönd. Eg tók að brjóta heilann um það, hvaða Ibsen þetta mundi vera, en þá tók eg aftur að skrifa og nú kom : Lánaðu mér hönd þína, hún á að skrifa fyrir mig nýja bók. Skömmu síðar hitti frúin safnvörð frá Kristianíu, og sagði hann henni þegar, að skriftin væri rithönd Hen- riks Ibsens. Síðan hefur Ibsen á næturnar verið tíður gestur hjá frúnni og er kominn vel á veg með bók sína. Frúin vill ekki segja neitt um hvað bókin fjallar. En menn mættu ætla, að hinn mikli meistari þættist þurfa að segja eitthvað merkilegt um það sem er að gerast hér á jörðunni, er hann rís upp úr gröf sinni, til að skrifa á ný. En frúin segir hann nú algerlega fráhverfan jarðlífinu og fjallar bók hans eingöngu um það, er fyrir hann hefur borið hinum megin. Ibsen fæst eigi að eins við ritstörf, hann teiknar einnig. Kvöld eitt fór penn- inn af stað hjá frúnni, og fram kom teikning, er virtist algerlega óskiljan- legt riss. En frú hins áðurnefnda safnvarðar í Kristíaníu þekti teikning- 9 og Jane sofnaði. Nú var hún þroskuð stúlka — fullþroskuð. Vöxturinn var ekki eins og áður grann- ur og jafn. Hún var nú orðin þreknari, svo að næstum því mátti segja, að hún væri eins og ávalt epli. Undir óbreytta ullarkjólnum mótaði fyrir herð- unum, fögrum og mjúkum, brjóstin voru hvelfd, eins og á fullþroska konu, og augnaráðið var nú 1 orðið einkennilega djúpt og skært — og olli það prestinum hinnar mestu áhyggju. Hún verður lifandi eftirmynd móður sinnar, hugsaði hann og andvarpaði þungan. Komið var fram í seftember, og veðrið var dýrðlegt. Blöðin á linditrjánum í trjágöngunum voru tekin að sölna. Grassvörðurinn var enn þá grænn. Hinn margbreytti blómaheimur haustsins Ijómaði í litamergð í garði aðstoðarprestsins. Umhverfis hann var múr. Seftembersólin skein jafn skær og fögur og vorsólin. Jane sat uppi í herbergi sínu við lestur. Hún lét unga ljóshærða höfuðið hvíla í höndum sér og hleypti lítið eitt brúnum. Hún var að lesa franska skáldsögu, sem heimiliskennarinn hjá óðalsbóndan- um hafði lánað henni. í bókasafni prestsins varð ekki sagt að til væru neinar skáldsögur, enda var bókasafn hans ekki stórt. Þar voru að eins sögur eftir Fredriku Bremer* og Ingemann**. Og slíkar bækur taldi Jane vera hvorki fugl né fisk. Henni fanst þær sumstaðar * Sænsk skáldkona. ** Danskt skáld. ~ heldur barnalegar — ekki sízt þar sem presturinn hafði strikað undir. — Nei Comorsgreifinn var þá dálítið annað. Og hún las aftur og aftur sömu síðurnar — ein- mitt þær, þar sem ástin logaði í hverri iínu. Draum- ar hennar voru sífeld ástaræfintýri, og hún gerði sér í hugarlund, að einmitt hún tæki á móti hin- um brennandi kossum de Comors. En de Comor hafði svip og útlit annars. Viktor Hiller, leikari, hafði í júlí búið nokkr- ar vikur á einum af næstu bóndabæjunum. Hann var ungur .maður, fríður sýnum. Framkoman var kæruleysisleg, en fjörleg og glæsiieg. Hann hafði hrokkið hár, og augu, sem voru einmitt þeirrar tegundar, sem er hættuleg kvenþjóðinni. Jane og hann höfðu hizt. Fyrst einstöku sinn- um, síðan oftar. Hann hafði sagt henni frá ieikhúsinu, sagt henni frá lífinu bak við tjöldin, frá hlutverkum sín- um og ieiksigrum, fyrst og fremst frá leiksigrunum. Jane var frá sér numin af hrifningu og aðdáun. Án þess að vera sér þess meðvitandi, hafði hún einmitt þráð og elskað það líf, sem hann lýsti. Þá er hún hafði kynst Viktor, varð það henni enn þá giæsilegra og fegurra. Ekkert gat jafnast á við að vera leikari — það var hún viss um — gera drauma sína og hugaróra lifandi, stíga inn í töfra- heima skáldskaparins, sigra hjörtu mannanna — alt

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.