Austurland - 10.12.1921, Síða 4
4
ASUTURLAND
Magnús Þorsteinsson, útgerðarm.,
Sigbjörn Stefánsson, verkstj., Stefán
Ingvar Sveinsson.
65: Brynjólfur Björgólfsson, tré-
smiður, Sigurveig Guttormsdóttur,
símamær.
60: Bjarni Þ. Skaftfell, rafstöðvar-
stjóri, Böðvar Jónsson, kaupm., Hall-
dóra B. Haraldsdóttir, símamær, Jón
St. Scheving, síldarmatsmaður, Jón
Vigfússon, byggingameistari, Lára
Björnsson, símamær, Þorbjörg Ingi-
mundardóttir, símamær.
55: Guðm. Benediktsson, gullsmið-
ur, Guðrún Gísladóttir, forstöðukona,
Sveinn Stefánsson, bátasmiður.
50: Bogi Benediktsson, verzlunarm.,
Einar Sv. Þorsteinsson, trésmiður,
cand. phil. Gunnhild Horring, Ingim.
Ingimundarson, verkam., Jón Sigurðs-
son, verzlunarm., Jónas Helgason,
ökum., Jónas Rósinkranz, verkam.,
Jentoft Kristiansen, skipstjóri, Ketill
Bjarnason, trésmiður, fröken Rakel
Imsland. Sigurður Þorsteinsson, verka-
maður, Stefán Böðvarsson, verkstj.,
T. L. C. Imsland, verzlunarm.
Svar til Jóns í Firði.
í síðasta tbl. „Austurlands" kemur
nýr maður fram á vígvöllinn, til þess
að rita um Garðarshúsamálið. Mað-
urinn er Jón Jónsson, bóndi í Firði
og jafnframt fulltrúi St. Th. Jónsson-
ar. Þar sem grein hans er bein á-
rás á mig, bygð á rakalausum full-
yrðingum og ósannindum, þá neyð-
ist eg til að svara honum nokkrum
orðum þrátt fyrir það, þótt Iesendur
„Austurlands" séu að sjálfsögðu orðn-
ir leiðir á ritdeilunum um þetta mál,
og þrátt fyrir^það, þótt ritstjóri blaðs-
ins sé búinn að lýsa því yfir, að
hann veiti ekki upptöku fleiri grein-
um um það, því að eftir því sem eg
frekast veit, gefa gildandi lög um
prentfrelsi mér rétt til að svara að
minsta kosti ýmsum atriðum í áður-
nefndri grein.
Greinarhöfundur er svo ósvífinn að
neita því að nokkur mótspyrna hafi
verið innan bæjarstjórnarinnar gegn
því að eigninni væri sagt lausri. Hins-
vegar telur hann allar deilur um mál-
ið hafa orsakast af því hve ófimlega
og ókurteislega eg hefði flutt það.
Eg hreyfði þessu máli fyrst sumarið
1920, eins og Jón í Firði man að
sjálfsögðu eftir, og eg hefi minst á
lauslega hér í blaðinu áður. Hreyfði
því með gætni og stiilingu og fullum
skilningi á því að varlega yrði að
reifa málið ef samvinna ætti að nást
um það innan bæjarstjórnarinnar. Ste-
fán Th. Jónsson og samherjar hans,
þar á meðal Jón í Firði,jusu mig óbóta-
skömmumfyrir að eg skyldi gerast svo
djarfur að gefa í skyn að eignin væri of
Iágt leigð. Kváðu mig skorta bæði vit og
þekkingu til að tala um jafn umfangs-
mikið mál eins og bér væri um að
ræða, enda bæri hagur Hafnarsjóðs,
sem stæði með miklum blóma, bezt
vitni um það, hvort eignin hefði ekki
verið leigð sæmilega. Uppsögn kváðu
þeir ekki einungis varhugaverða, held-
ur á engu viti bygða. Eg gafst upp
við málið í þetta skifti, enda voru
úrslit þess fyrirsjáanleg, eins og.
bæjarstjórnin var þá skipuð. Eg tók
svo upp málið aftur í janúar síðast-
liðinn vetur, og kom þá með ákveðna
tillögu um að eigninni væri sagt lausri.
EkRi minnist eg þess að hafa, er
eg fluttí og mæíti með tillögu þess-
ari viðhaft nokkur þau orð eða um-
mæli sem ekki standa ennþá óhögg-
uð, en hins vegar var eg eitthvað
harðorður út af meðferð eignarinnar
enda þá orðinn málinu" kunnugri.
Undirtaldir samherjarar St. Th. J.
(sjálfur var hann þá ekki í bæjar-
stjórn), Jón í Firði, E. Jónsíon o. s. frv.
voru á sömu leið og áður. Þeir
kváðu ekkert vit í að segja eigninni
lausri, rengdu öll gögn sem eg hafði
fram að leggja, og spöruðu engin
stóryrði í minn garð og annarra
þeirra, er mér fylgdu að málum.
Ennfremur héldu þeir fram þeirri
meinloku sem Jón í Firði endurtekur
nú aftur í blaðinu, að uppsögn yrði
að vera bundin við áramót, þrátt fyr-
ir það þótt leigutaki liefði engan
leigusamning. Þó benti ýmislegt á,
að skoðun þeirra félaga hefði ekki
það fylgi innan bæjarstjórnarinnar,
sem þeir bjuggust viö og að þeir
myndu verða í minni hluta, þegar
málið kæmi til úrslita. Var málinu
svo vísað í nefnd til athugunar.
Nefndin lagði til að eigninni yrði
§§gt lausri og var þar með allri mót-
spyrnu gegn þessari hliö málsins lok-
ið.
Jón í Firði og Eyjólfur Jónsson
mæltu nú báðir með tillögunni, hafa
sjálfsagt haldiö að öll undangengin
stóryrði þeirra væru gleymd og bezt
geymd á þann hátt að jeta þau ofan
í sig, og talið heppilegast að gera
það að svo miklu leyti sem því varð
við komið, úr því að þau komu ekki
aö gagni. Eg vona nú að lesendur
blaðsins geti verið mér sammála um
það, að vissir menn innan bæjar-
stjórnarinnar hefðu ástæðu til aö
blygðast sín fyrir meðferð málsins og
eignarinnar í heild sinni fyrog síðar.
Jón í Firði telur mig hafa verið viku
að pæla í reikningum Hafnarsjóðs og
áætlar mér þar sennilega sama tíma
og sjálfum sér, sem er skiljanlegt og
frá hans sjónarmiði sjálfsagt réttmætt
En það sem mestu máli skiftir er
það, að á hans útdrætti er ekkert að
græða en minn aftur á móti svo
greinilegur að hver maður með ofur-
Iítilli skynsemi getur áttað síg á hon-
um.
Hvað kústhausum, rekum, snærum
til körfuaðgerðar o. fl. viðvíkur, þá
fanst mér óeðlilegt að Hafnarsióði
bæri að borga að minsta kosti sumt
af þess konar smávörum sem tilfært
var á reikningunum, t. d. hefur eign-
in mér vitanlega aldrei átt körfur, né
heldur þurft á þeim að halda og hefði
þar af leiðandi ekki heldur átt að
þurfa að kaupa neitt efni þeim til
viðhalds. Allri þvælu greinarhöf. um
meðferð málsins í bæjarstj. nú síðast,
nenni eg ekki að vera að svara, enda
hefur K. Finnbogason skýrt frá henni
hér í blaðinu. Þó má geta þess að
St. Th/ J. gerði ekki kröfu til að
kolaplássið væri leigt með húseign-
inni. Sótti sem sé um“ hann alveg
sérstaklega.
Jón í Firði segir að St. Th. J.
hefði flutt afgreiðslu þeirra tveggja
gufuskipafélaga, sem hann er um-
boðsmaður fyrir til annarar bryggju
ef ekki hefði orðið samkomulag milli
hans og bæjarstjórnar. Eg er nú
fyrir mitt leyti ekki alveg viss um
að hann geti teymt skip þessara fé-
laga á eftir sér hvert sem honum
þóknast (t. d. út á Madsenshús), Hitt
þykir mér sennilegra, að hann myndi
missa afgreiðsluna, ef hann ekki gæti
afgreitt þau við bryggju, sem full-
nægði ölium þeim aðalkröfum, sem
vöru og póstflutningaskip venjulega
gera í því efni.
,Batterf
í vasaluktir
nýkomin.
I. Helgason.
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Gjalddagi 1. júlí
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Guðm. G. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maður
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 B —
Prentsmiðja Austurlands.
VíxileyðuMðð fást í Prentsmiðju Austuriands.
Ýmsar vörur
Nýkomnar svo sem Kartöflur 16 kr. pokinn. Brent og
malað kaffið góða, sem allar húsmæður helzt vilja.
St. Th. Jónsson.
Prentsmiðja Austurlands
prentar og selur ailskonar eyðublöð og reikninga,
með eða án firmanafns. Hefur til sölu ágætan póst-
pappír (margar teg.) og umslög, áprentað efti.r vild.
• Leysir fljótt og vel af hendi allskonar prentun.
Ágæt fóðursíid
í tveggja strokka tunnum á kr. 55,00, fæst keypt
á Unaós hjá
Hinum sam. ísl. verzlunum.
---—---—-—-—--—--——-—7----------
*
Aminning.
Enn á ný eru þeir er skulda andvirði Austurlands
fyrir þennan og fyrri árgang, vinsamlega beðnir
að greiða það til innheimtumanns fyrir áramót.
Ekki get eg falíist á að eignin hefði
tapað á því peningalega þótt tilboði
Kaupfélagsin hefði verið tekið og því
leigð tvö húsin fyrir 3000 kr.. Mín
skoðun var sú, að hún mundi græða
á því, ef réttilega væri með hinn
hluta eignarinnar farið, og í samræmi
viö þá skoðun mína greiddi bg at-
kvæði.
Gestur Jóhannsson.
A'ths.
Samkvæmt prentfrelsislögunum sé
eg mér ekki fært að neita alveg um
svar, heldur að eins takmarka rúmið,
enda virðast prentfrelsislögin skálka-
skjól manna að allsendis óþarfri og
framúrskarar.di leiðinlegri ritþvælu.
Er langlundargeð hlutaðeigenda í
Garðarshúsamálinu svo mikið, að
flesta mun furða, en viðbrugðið er
þolinmæði kattarins, þegar hann
bíður viðmúsarholuna.
Ritstj.
UMBÚÐAPAPPÍR
fæst keyptur í
Brentsmiðju Austurlands.
gingar
Brunatryggingar
Sjóvátryggingar
Stríðsvátryggingar
Sigurður Jónsson
Simi 2 og 52.
TVÍRITUNARBÆKUR
fást eftir pöntun prent-
aðar og h e f t a r í
PRENTSMISJU AUSTIIRLANDS