Austurland - 17.12.1921, Síða 1
47. tbl.
Einkasalan.
Áður hefur nokkrum sinnum verið
minst hér í blaðinu á einkasöiu rík-
isins á tóbaki og lyfjum. — Sem
menn vita, er það nú fullráðið, að
byrja skal við nýjár á ríkissölu þeirra
vörutegundá, sem í er vínandi að
mun. Ennfr; mun ætlað vera að byrja á
einkasölu á tóbaki. Fór það að flestra
hyggju að vonum, að stjórnin mundi
nógu áræðin og ötul til að leggja út
í slíkt, þrátt fyrir alla hina alræmdu
gætni hennar. Og forsætisráðherr-
ann er Jón Magnússon, sem „Berl-
ingske Tidende" segja um nýlega, að
efalaust sé gætnasti og íhaldssamasti
stjórnmálamaðurinn, er nú fari með
völd í nokkru ríki!
Því hefur áður verið haldið fram
hér, að eigi væri að eins óþarft, held-
ur einnig óhæfilegt að byrja nú á
hinni fyrirhuguðu einkasölu, jafnvel
þótt þann veg sé litið á, að slík
einkasala sé heppileg og sjálfsögð,
þegar alt gengur eðlilega í viðskifta-
lífinu.
Nú skortir fé til framieiðslu, yfir-
færslu og nauðsynlegra viðskifta, og
ætti það eitt að vera nægilegt til þess
að ríkið íslenzka setti eigi upp þá
fíflhúfu að festa fé sitt í munaðarvöru
og lyfjum, sem sannað er að eigi eru
betur komin í höndum ríkisins.
Einkasala ríkis þykir ávalt fara
þa.nn vég, að reksturskostnaður verð-
ur mjög svo mikill, afgreiðsla öll ó-
þarflega formbundin, umfangsmikil og
frábærlega sein. Afleiðingin af þessu
verður því sú, að ríkið getur eigi
selt sér að skaðlausu vöruna fyrir
sama verð og einstaklingur getur selt
sér án halla. Ef svo ríkiö á að
græða á einkasölunni, hlýtur varan
að hækka í verði. En þegar um er
að ræða tóbakið, hlýtur gróði ein:
mitt að vera takmarkið, sem að er
stefnt.
Fyrsta árið að minsta kosti mun
með öllu óhætt að segja að gróðinn
verði seintekinn, meðan verið er að
koma verzluninni f sæmilegt starfs-
horf. Þarf því eigi að gera ráð fyir
því, að einkasalan bæti að neinu
leyti hag landsins fyrst um sinn, held-
ur þvert á móti, eins og margsinnis
liefur verið bent á, dregur til sín fé,
sem fylsta þörf er á til annars þarf-
ura. Auk þess gæti vel svo farið,
eigi minni breytingar, en nú eru á
verzlunarsviðinu, að landið lenti í
öngþveiti með birgðir sínar og neydd-
ist til að selja þær án allrar álagn-
ingar eða að öðrum kosti miklum
mun hærra verði en unt væri að fá
þær samkvæmt þáverandi verði á er-
lendum markaði. Af slíku mundi
Ieiða óánægja, er yrði afbragös gróðr-
arreitur tollsvika og smyglunar, sem
hægra mun að vekja upp, en kveða
niður, þá er þeir draugar hafa einu
sinni á kreik komist.
Margt er því sem móti mælir, en
fátt með. Nú kemur reynzlan, sem
Seyðisfiröi, 17.
ólýgnust mun talin. Má vera að hún
verði búin að opna ýmsra augu, áð-
ur en einkasölusýkin nær að grafa
um sig víðtækar en orðið er. Á
uppsigiingu er hún, það er á allra
vitorði. Hitt er einnig vitanlegt, að
stjórninni er trúandi til að gleypa við
agninu. Væri það sízt óhugsandi, að
það yrði síðasta ráð hennar til að
halda völdunum, að gerast jafn mik-
ill forkólfur að flasi og flani og áð-
ur hefur hún verið traustur og fast-
heldinn gapastokkur bráðnauðsynleg-
um bjargráðum.
Vandkvæði.
iii.
Mönnum mun sýnast svo, að þá
er bent hefur verið á það, er virðist
hið stóra aðalmein í hugsunarhætti
og uppeldi þjóðarinnar, að næst liggi
að skipa því á starfsvið skólanna að
bæta úr. Vist mun og það, að skól-
arnir munu geta í þessu efni velt
þungu hlassi, það hafa Þjóðverjar sýnt
bezt allra manna. Þar í landi var unt
að skapa á tiltölulega skömmum tíma
framúrskarandi sjálfsfórn einstakling-
anna fyrir heildina. Föðurlandið var
hið æðsta og helzta, og guð þess.
Árangurinn af þeirri hinni styrku
hreyfingu liafa orðið hinar miklu vís-
indalegu og verklegu framfarir þjóð-
arinnar, hreysti hennar og vörn í
heimsófriðnum, og nú loks dugnað-
urinn og samheldnin í baráttunni
fyrir endurreisn landsins. En her-
skyldan gerði þar mikið að verkum,
er hún tók við af skólunum. Og að
henni verður vikið sérstaklega seinna
í grein þessari.
En til þess að skólar vorir verði
nýtir í þessu eíni, þurfa þeir allmjög
að breytast. Menn mega ekki ein-
göngu láta börnin halda að þau séu
að ganga í skóla til þess að vita
eitthvað, vera ekki eins og álfar ú,t
úr Jiól. Alvara þarf fyrst og fremst
að fylgja kenslunni í náminu öllu.
Alvaran verður að skipa hásætið og
það að verða skráð óafmáanlegt í
hug barnanna, að þau eru að læra til
þess að verða nýtir menn í mannfé-
laginu og góðir og hugsandi borgar-
ar síns þjóðfélags. En ef svo á að
geta orðið, tjáir ekki að velja kenn-
arana af handahófi, eigi eftir því
hver þeirra hefur bezt próf, eða veit
mest. Og því síður tjáir að velja þá
að eins þannig, að sá sé tekinn, sem
fyrst býðst, svo að einungis sé hægt
að segja að kensla hafi farið fram.
Sé maðurinn lélegur, alvörulaus og
hirðulaus um að innræta börnunum
eða unglingunum virðingu fyrir vinn-
unni í þarfir þjóðfélagsins, þá er hann
verri en enginn kennari. En slíkt
desember 1921
mun mjög svo brenna við í sveitum
uppi nú, þar eð illa gengur að fá
þangað kennara.
Hér að ofan var minst á herskyld-
una í sambandi við þýzku þjóðina.
Alt fram til þessa tíma hefur her-
skyldan verið það, sem öllu öðru
fremur hefur haldið uppi virðingu
einstaklinganna fyrir þjóðfélaginu, og
meðvitund þeirra um það, hve mjög
þSir eru skyldir að leggja í sölurnar
fyrir heildina. Frá ættlið til ættliðs
hefur sú tilfinning tekið meiri og
meiri þroska, er styður að sjálfsfórn
einstaklingsins. I hernum hefur hann
lært að hlýða ótakmarkað þeim regl-
um, er settar hafa verið, bera virð-
inga fyrir þeim; og yfirmönnum þeim,
er hafa átt að sjá um að reglunum
væri hlýtt. Herskyldan hefur því ver-
ið hinn bezti þroski þeirra þjóðfé-
lagslegu dygða, sem eru hinar traust-
ustu stoðir undir framförum hvers
þjóðfélags.
Nú er þetta nokkuð aö breytast,
af eðlilegum ástæðum. Að vísu er
sjálfsvörn landanna hin mesta nauð-
syn, enn sem komið er, en aftur á
móti eru mennn teknir að gefa því
hinn mesta gaum, hversu heimsku-
Iega dýrslegt það sé, að menn veg-
ist vopnum. í baráttunni gegn víga-
ferlunum hafa því forystumennirnir
mist sjónar á gagnsemi herskyld-
unnar þjóðfélagslega. En telja má
það alveg víst, að þó að þær vonir
rætist, að vopnaburður verði niður
lagður og' vopnaviðskifti eigi lengur
látin úr skera milli þjóðanna, þá
muni menn fyliilega sjá uppeldisgagn-
semi hennar og halda henni áfram
með þeirri breytingu, að henni verði
snúið til friðsamlegra starfa fyrir
þjóðirnar og jafnframt lögð áherzla á
þær íþróttir, er fegra vöxt manna,
framkomu þeirra og hreyfingar og
auka líkamshreysti og líkamsþroska.
Það er trúa rnín, að á slíkri her-
þjónustu væri hin mesta þörf hjá oss
Sjálfsagt mundi það hafa mjög svo
mikil þroskandi áhrif líkamlega og
andlega á þjóðina, auk þess, sem það
mundi mjög svo auka þær fram-
kvæmdir, sem henni eru nauðsyn-
legar á verklegu sviði. Mundi sízt
nokkurn mann þurfa þess að iðra,
þó að hann í æsku léti nokkra mán-
uði af lífi sínu, án allrar hugsunar
urn endurgjald eða eigin hagsmuni.
Þegnskylduvinnutillagan stefndi í þessa
átt. Hún var illa undirbúin og náði
ekki fylgi þjóðarinnar. Var feld. En
málið má ekki þar meö deyja, hvort
sem framkvæmd þess verður nefnd
þegnskylduvinna eður ekki. En til
þess þarf að vanda hið mesta. Þá
er þjóðin hefur samþykt framkvæmd
málsins, þarf langan undirbúning, unz
unt er að hefjast handa og láta til
skarar skríða. Er það stærra mál
en svo, og meira sem þar liggur
til grundvallar, en að það eigi skilið
að falla lítt athugað.
Fulltrúar og foringjar þjóðarinnar
mega eigi þvo hendur sínar og gera
ekkert að. Er vonandi að einhverir
2. árg.
séu þeir, er vilji taka á ný upp mál-
ið og sannfæra þjóðina um það, að
taka megi bókstaflega vísuna um
mál þetta:
Ó hve margur yrði sæll
og elska mundi landið heitt,
ef mætti vera mánuð þræll
og moka skít fyrir ekki neitt.
G. G. H.
Sænskar bókmentir.
Fjöldi manna hér á landi les nú á
dögum erlendar bókmentir, enda þyk-
ir nú sá sízt maður með mönnum,
karl eða kona, sem eigi hefur lært
eitthvað í dönsku og ensku —- ís-
lenzku er ekki spurt að — enda
mun ýmsum þykja það fáránlegt að
spyrja íslending að því, hvort hann
kunni íslenzku. En svo mun þó vera,
að fæstir séu á íslenzku sendibréfs-
færir, svo vel sé, þótt þeir hinir sömu
lesi ensku og dönsku. Þá er eg hef
verið beðinn að segja einhverjum til
í dönsku, hefur venjulega strandaö á
því, að eg hef þegar í stað spurt
nemandann eða aðstandendur hans,
hvort hann kynni nokkuð f íslenzku.
Kann hann, er mér sagt meö undr-
unarsvip — málfræði, nei, ónei. Þá
hefur mér ekki fundist í mál takandi
að læra dönskuna, nema tekin væri
íslenzk málfræði fyrst. En slíkt ó-
þarfa nám hafa nemendumir sjaldnast
viljað eyða fé og tíma í. En látum
nú svo vera, að menn lesi erlend
mál, sér til gagns og gamans, ef vel
væru þá valdar bækurnar. En sú
mun sízt raunin. Hef eg forvitnast
lítið eitt um sölu böka hjá bóksölum
— og ber þeim saman um það, að
kaup almennings á bókum stjórnist
með öilu af einskærri tilviljun. En
varla verður annað sagt, en að fólki
sé þar nokkur vorkunn. *Það hefur
eftir engu að fara í því efni. Engin
menningarþjóð mun vera eins fátæk
af bókum um bókmentir og vér Is-
lendingar, og leit mun að því meðal
menningarþjóða, að jafn lítið sé að
því gert og hér að Ieiðbeina mönn-
um í vali bóka. Flestir hinir beztu
höfundar erlendir verða hér annáð-
hvort aldrei kunnir, eða þá eigi fyr
en seint og um síðir. Vel má vera
að bóksalar vorir hafi eigi trú á því,
að bækur um slík efni seljist, en
inunu mentamenn vorir hafa skrifað
mikið. af slíkum bókum og boðið
þær bóksölunum til útgáfu? Eg ef-
ast um það! Helzt hefur mér þá
virzt skrifað um höfunda, sem uppi
hafa verið fyrir einni til tveimur öld-
um. Með tímanum er aidrei fylgst.
Bókmentamenn vorir láta sér nægja
að rýna í rit hinna „klassisku", er
þeim hefur verið kent að meta á
skólaárum sínum, en hafa hvorki á-
V