Austurland


Austurland - 17.12.1921, Side 2

Austurland - 17.12.1921, Side 2
AUSTUkLAND 2 'to IHlarmiHi g Olsew 1 Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Oma- smjörlíki Jaröepli Mjólk Riis Bankabygg Hænsabygg Baunir Sagógrjón Maismjöl Kex Kryddvörur Munntóbak Rjól Vindla Cigarettur Þakpappa Bárujárn Línsterkju Colm. Slétt járn Þvottabretti Kerti Hafið þið heyrt það? Útlendur skófatnaöur sérstaklega vandaöur, mjög ódýr hjá Sigurgísla Jónssyni. huga á, né vilja til að kynna sér ,nú- tíðarhöfundana og skrifa um þá. Og skrifi þeir eitthvað um þá, líta þeirá þá gegnum gleraugu full af fornu ryki, svo að ritskýringin verður eigi ólík þeirri, sem moldvarpa mundi leysa af hendi. Niðri í líkkístunni hafa þeir höfuðið, en hirða eigi um það, sem stendur í blóma. Nálykt unna þeir, gróðrarilm hata þeir. -----Helzt munu Iesnar á landi hér danskar, norskar og enskar bæk- ur. En þótt undarlegt megi virðast, er mjög svo sjaldgæft aö sjá sænsk- ar. Er eigi fljótséð, hvað getur ver- ið orsök þessa, en sjálfsagt á hún rót sína að rekja til mentamannanna Þeir hafa í skólunum lært dönsku og ensku, og áhugi þeirra flestra eigi náð svo langt, að þeir hafi fyrir al- vöru lagt stund á lestur bóka á öðr- um málum. Mjög lítið hefur því af þeim verið minst á sænskar bók-! mentir og áhugi almennings eigi vak- inn fyrir þeim. Ef til vill halda þeir sem eigi þekkja, að sænskan sé svo erfið viðfangs, að eigi verði lært að skilja hana án mikils erfiðis og náms. En það er alls eigi svo. Sá sem er vel að sér í dönsku, getur með mjög lítilli fyrirhöfn komist upp á að lesa sænsku. Bókmentir Svía eru bæði merkar og miklar. íslendingum hefur gefist kostur á sænskum snildarverkum á íslenzku og hafa þau orðið mjögsvo vinsæl. Öllum þykir hið mesta yndi aðkvæðumRunebergs.Friðþjófssögu og Axel Tegners, Sögum herlæknisins eftir Zakarías Topelíus og sögum Selmu Lagerlöf. En þar með er líka það búið, sem náð hefur til al- mennings. Eftir Viktor Rydberg hef- ur reyndar verið þýdd Singóalla, en hún gefur mjög lélega hugmynd um þann mil^ höfund. Eftir Per Hall- ström kom neðanmáls í dagblaði í Reykjavík „Þögli“ og „Tengda- pabbi“ eftir Gustaf af Gejerstam var leikinn þar fyrir fáum árum. En hvor- ugt þetta hefur náð út til almennings Aftur hafa kvæði og kvæði á strjálingi verið birt eftir ýmsa höf- unda, en að eins verið svipur hjá sjón. Jafn kunnir ágætishöfundar og Erik Gustaf Gejer, Snoilsky, Hei- denstam, Levertin, Strindberg, Karl- feldt, Ola Hansson, Gustaf Fröding og fl. hafa varla heyrst nefndir. Óhætt mun að fullyrða það, að þjóðin getur haft það úr sænskum bókmentum, er henni hefur þegargef- ist kostur á, sem mælikvarða á sænskan bókmentaþroska. Svíar hafa á síðari tímum eigi síður en áður átt skáld er standa í fremstu röð, hvar sem far- ið er um heimsbókmentirnar. Þarf því enginn að hræðast að fá svikna vöru, ef hann að eins leitar sér upp- lýsinga um hin beztu skáld Svía. Út hefur komið all stórt og ýtarlegt sýnishorn sænskra bókmenta, sem Ida Falbe-Hansen hefur safnað. Hún hefur einnig samið orðabók sænsk- danska, sem að vísu er eigi stór, en þó fullnægjandi við lestur almennra skáldrita. Báðar þessar bækur geta bóksalar útvegað mönnum, og báð- ar eru þær tiltölulega ódýrar. Má vera að hér í blaðinu verði einhverntíma áður en langt líður minst nokkuð á skáldskap hinna sænsku skálda á síðari áratugum, og væri vel, ef eg næði þeim tilgangi mínum, að sænskar bókmentir gætu orðið sem almennast Iesnar af ís- lenzku þjóðinni, G. G. H. Leiðrétting. í yfirlýsingu þeirri, er Jón ísleifs- son á Ekru birti í 41. tbl. „Austur- lands" þ. á, stendur í næstsíðustu málsgrein: . . . „og bið hann því afsökunar á þvr — — en á að vera:........og bið hann því fyrir- gefningar á því“. Þetta er samkvæmt sáttabók Hjaltastaðasáttaumdæmis. Er herra ritstjóri „Austurlands“ beðinn að taka þessa leiðréttingu upp í heiðrað blað sitt hið fyrsta. Sáttanefndin í Hjaltastaðasáttaum- dæmi. Aths. „Austurlandi" þykir sjáifsagt að taka upp Ieiðréttingu þessa, en hand- rit Jóns á Ekru að yfirlýsingu hans var orðrétt prentað I blaðinu, svo sem það kom frá honum. Ritstj. Símskeyti frá fréttaritara „Ausíurlsnds“. Rvík 11. des. Kvöldið 7. þ. m. gerði hér suð- austan ofsaveður, þrjú skip, Haukur, Þorsteinn Ingólfsson og Suðurland, sem öll lágu við Örfiriseyjargarðinn, rákust saman og skemdust eitthvað. Washingtonfregn segir að Japanar hafi samþykt flotamálatillögur Hughes. Sendinefnd Kínverja hótar að rjúfa ráðstefnuna, ef ágengni Japana verði ekki hamlað. Lundúnaskeyti: Sam- ankoma brezka þingsins á miðviku- daginn kemur saman til þess að ræða írsku samningana, er talið að það muni verða einn merkilegasti fundur þingsögunnar. ping Sinn-Feina kemur saman á fimtudaginn. L. George er hættur við ferðina til Washington. Berlinarfregn: Þjóð- bankinn þýzki hefir tekið upp við- skiftasambönd þau, er hann haföi fyr- ir stríðið við aðalbanka Englendinga og Frakka. Björn Sigu rösson áður bankastjóri, er orðinn skrifstofustjóri verzlunar- ráðsins og Lárus Jóhannesson, cand. jur., lögfræðisráðunautur þess, Rvík 14. des. Ráðuneyti Sina-Feina skiftist í tvo flokka um sáttmálann við Breta, meiri hlutinu fylgir Griffith og vill ganga að samningum, en minni hlutinn er með Valera og fylgir fram algerðum skilnaði með meiri ákafa en nokkru sinni áður. L. George hefur boðið Briand á fund með sér, til þess að ræða brezkar tillögur viðvíkjandi fjár- málum Norðurálfunnar. Friðarverð- laun Nobels fyrir 1921, eru veitt Branting forsætisráðherra Svía og Cristian Lange aðalritara interparla- mentariska sambandsins. Washing- tonfregn segir nú lokið við að semja uppkast að Kyrrahafssamningnum milli Bretlands, Frakklands, Japans og Bandaríkjanna. Lagarfoss fór í gær til New-York með fullfermi af gærum og ull, og átján farþegar. Rvík 16. des. Frakkar og Spánverjar hafa verið uð semja um verzlunarviðskifti, en nú hefur samningum verið slitið og toll- stríð hafið milli landanna. Má heita svo að innflutningur spanskra vara 13 Henni mundi verða sýndur heiður og virðing, hvar sem hún kæmi. Og hún mundi fá að lifa sama töfrandi lífinu og hinn frægi leikari, er hún hafði kynst. Á því var enginn efi, að hún mundi leika Amalíu. Enginn megnaði að sporna við því. Kl. tvö niundi hún bíða við endartn á trjágöngunum — og síðan héldi hún út í heiminn — til starfs og frægðar. Orðið var dimt. Presturinn hafði kveikt á lampanum í lestrar- stofu sinni og sat þar við skriftir. Hún sá inn um gluggann af svölunum höfuð hans, er hann laut yfir blöðin. Gleraugunum hafði hann skotið upp á ennið. Á höfði hafði hann svarta kollhettu. Við og við lagði hann frá sér pennann og fletti upp í biblíunni. Síðan sat hann nokkra hríð þungt hugs- andi. Hann var gamall maður gráhærður. Umhverf- is munninn gat að líta drætti, er báru vott um hóg- láta angurværð. Ennið var hrukkótt eins og gamalt bókfell. Hann hlaut að hafa þolað margt misjafnt um dagana. Jane sat kyr og starði á hann. Og bréfið log- aði í hendi hennar. Var nú rétt gert af henni að yfirgefa móður- bróður sinn, móðurbróð.ur, sem hafði verið henni svo ósköp góður? 14 — Jane, barnið mitt! Móðurbróðir hennar stóð í dyrunum og kalí- aði á hana. — Bréfið, ef hann vildi nú fá að sjá bréfið! Hún vafði það saman og fól það undir vasaklútn- um og prjónagarninu í kjólvasa sínum. — Já, móðurbróðir! — Komdu inn barnið mitt. Það er náttfall riúna og kalsalegt úti. Hún hlýddi. Hann settist við hlið hennar í legubekkinn í setustofunni, þegar hann hafði sett Ijóshlíf á lamp- ann. í Ijóshlífina hafði Jane saumað myndir og blóm. — Ertu ekki góða stúlkan hans frænda? í rómnum var hjartanleg alúð og blíða — bara hann ætlaði nú ekki að biðja um að fá að sjá bréfið. — Ojú, af hverju spyrðu svona, þú veizt þó að mér þykir svo undur vænt um þig, móðurbróðir. Hún sagði ekki nema satt, en samt sem áður roðnaði hún. - Heyrðu nú barn, sagði presturinn gamli og lagði handlegginn um mitti hennar, eins og til að vernda hana — ég ætla að tala ... hann þagn- aði snöggvast og dró andann — ég ætla að tala dálítið við þig um hana móður þína. — Um móður mína! Hún spenti greipar um kné sér og drap höfði.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.