Austurland - 07.01.1922, Síða 2

Austurland - 07.01.1922, Síða 2
2 AUsTUkLAND Seyðisfirði hafa fyrirliggjandi: Kartöflnr Orna-smjörlíki Kaffi Kaffibætir Mjólk Hrísgrjón Bankabygg Maismjöl Stangasápu Sagógrjón Línsterkju Colm. Kartöflumjöl Línutauma Kerti smá og stór Öngla Baunir Saum 3” og 4’ Rúsínur Þakjárn Qrænsápu Skeifujárn í mjólk og Iömbum, en bezta dilkær- in, einnig tvílembd, 73,20. Mismunur- inn því kr. 58,80. Þarna er hvorki tekið tillit til vinnu- kostnaðar við fráfærurnar, né þess hve ærnar verða þyngri á fóðrum, þegar frá þeim er fært. En í sama riti segir Sig. Sigurðs- son ráðunautur svo frá: „Flestir bændur í Önundarfirði færa enn frá. En annars eru fráfærur mjög að leggjast niður á Vestfjörð- um, svo sem annarsstaðar á land- inu. Önfirðingar álíta að fráfærurn- ar borgi sig. Þeir Kristján Jóhannes- son í Hjarðardal og Páll Rósinkrans- son á Kirkjubóli telja, að munurinn á dilki og hagfæring á blóðvelli sé 3 kg. kjöt og rúmt 1 kg. mör, sem dilkurinn er vænni, og auk þess gær- an hálft til eitt kg. þyngri af honum. Og þessi munur á vænleikanum sé svo lítill, að það margborgi sig í smjöri og skyri, að færa frá. Kostn- aðurinn við að færa frá — mjaltir á ánum, smalamenska, munurinn á því, sem dilkurinn er vænni en hagfær- ingurinn, aukið fóður á kvíaánum vegna fráfærna o. s. frv. — telja þeir þar vestra sé 17—18 kr. miðað við alt verðlag, vinnulaun og fl. árin 1919 —1920. Sumarnytina úr ánni reikna þeir 26—30 kr., eftir því hvernig ærn- ar mjólka. Verður þá ágóðinn við að færa frá, samkvæmt þessu, 8—12 kr. eða 10 kr. að meðaltali". Ber þessum reikning nokkuð sam- an við hrinn og auðséð, ef eftir þessu skal dæma. að fjármargir bændur eins og víða eru hér eystra, ættu að geta grætt Iaglegan skilding á fráfærum á sumri hverju. Sá er færði frá 200 ám, ætti þá að græða 2000 kr. Vér búumst við því, að mikið hafí verið rætt og ritað hér eystra um þetta mál. En glæsileg reynzla Vest- firðinganna ætti að vera kærkominn gestur. Menn hafa, bæði þeir sem sjó stunda og hinir, gert of lítið að því að kynna sér hag og háttu fólks víðsvegar um land. Er það lofsverð elja, er Jóhannes Davíðsson hefur sýnt, þá er hann hefur lagt á sig þá fyrirhöfn að mæla að stað- aldri mjólkina úr hverri einstakri á sinni. Væri mikið fyrir það gefandi, að einhverir þeir, sem ennþá færa frá hér eystra, vildu leggja á sig sömu fyrirhöfn. Féð hér er sízt verra en vestra, og landgæði hér víða ólíkt meiri. Færi svo, að merm sæju hag að fráfærum á nýjan leik, væri mikið bætt úr ís- lenzkum búnaðarháttum, aukin lífs- þægindi heimilanna, minna keypt af erlendri vöru og meira notaðar vor- ar eigin landsnytjar. Væri slíks sízt vanþörf nú. Fiskimarkaður Og fiskimat. Eigi að ástæðulausu hefur verið um það kvartað, að íslenzkar afurðir seldust eigi svp, að íslenzkur búskap- ,ur til lands og sjávar bæri sig. Það ér á allra vitorði,’að kjötverð var alt of lágt í haust.. Bændur átu upp gróða góðu áranna, ef nokkur hefur verið, og sumir hafa safnað skuldum. Ullin var í mjög lágu verði og þannig hvað eftir öðru. Um sjávarútveginn er það að segja, að laklega mun gengiö hafa víða. Útgerð vestra iánaðist með allra versta móti og togaraútgerðin lá í lamasessi, þó að nú sé hún á ný byrjuð — að líkindum með vafasam- ar gróðavonir og meira vegna neyð- ar. Bæði er það, að alment atvinnu- leysi sjómanna knúði aö dyrum, og svo hitt, aö ilt er fyrir eigendur skip- anna að liggja með þau notkunar- laus og þurfa að svara rentum og af- borgunum af of fjár. En þá er fiskmarkaðurirm. Það hefur reynst svo nú, að salan hefur alls ekki orðið sem æskilegust. Mark- aðurinn er yfirfyltur og mjög mikil vandfýsi. Hafa víða borist að kvart- anir yfir vondu mati og illri vöru- vöndun og fiskimatsmönnunum nú lagt mjög á hjarta að gæta þess, að fiskur fari eigi út úr landinu, án þess að metinn sé hann svo strangt, sem lög frekast heimila. Á því leikur enginn vafi, að fiski- matið hefur gert oss mjög mikið gagn og er einhver hin gagnlegasta ráðstöfun viðvíkjandi atvinnuvegum vorum, sem enn þá hefur fram kom- ið. En menn hafa oft og tíðum mis- skilið matið, bæði framleiðendur og fiskimatsmenn. Sá sem hefur yfir- fiskimat á hendi, verður að hafa mjög svo mikla þekkingn á vörunni, mark- aðinum fyrir hana og um leið skiln- ing á því, til hvers matið í raun réttri er og samkvæmt því fylgist með markaðshorfum og hagar eftir þeim mati sínu. í lögum um fiski- mat er hægt að gefa ýmsar reglur, t. d. það, að fiskurinn verði að vera hvítur. Hitt er ekki unt að segja, hve hvítur hann á aö vera. Því verð- ur fiskimatsmaðurinn að skera úr, einmitt með tilliti til markaöarins, eins og hann er þá eða þá. Fiski- matið á að vera landsmönnum til hagnaðar. Markaðurinn er misjafn og þessvegna misjöfn þörf á ströngu mati. Menn gera sér því ef til vill ekki í fljótu bragöi grein fyrir því, hve fiskimatið er áríðandi og hve vel þarf að velja menn í slíkar stöður. Of strangt mat getur skaöað landið um hundruð þúsunda, hið gagnstæða getur gert hið sama. Fiskimatsmennirnir ættu því að vera valdir menn og vel launaðir. Vér búumst við að valið á yfirfiskimats- mönnunum hafi verið frekar heppilegt. En það þarf einnig að vera það fram- vegis. Undirfiskimatsmenn hafa stund- um verið valdir af handahófi, en eigi skyldi svo vera, þótt menn eigi þeir yfir sér. Undirmatið er þrátt fyrir það mjög áríðandi. Laun yfirfiskimatsmannanna hafa verið of lítil. Þau verða að vera svo há, að full trygging sé fyrir því, að þeir séu ekki upp á aðra komnir. Maöurinn getur verið afbragðsvel fær til að gegna starfi sínu, þó aö eigi sé honum vel lagið að reka atvinnu samhliða, er bæti upp laun hans. Bankaráðsmenn og endurskoðendur eru venjulega hálaunaðir. Þarna er eigi minna í húfi. Fiskurinn er sú útflutningsvara, er vér fáum mest fyrir. Og alirar varhygðar ber að gæta. Er eigi úr vegi að fiskifélög- in hefðu vakandi auga á öllu því, sem viðvíkur þessu efni og beiti sér fyrir því, er þeim þykir einhverju varða. Jin í HvannA og Hróarstungulæknishérað. í 42. tölublaði „Austurlands" skrif- ar Jón á Hvanná um Hróarstungu- læknishérað. Auðvitað frá sínu sjón- armiði og sannfæringu. Þaö sem sett hefur hann í hreyfingu er það, að læknirinn er nú búsettur í Borgarfirði. Jón hefur ekki haft í huga orðtækið: „Jöfnuður góður allur er“. Áður en Fljótsdalshéraði var skift í 2 læknishéruð var bústaður læknis- ins mður um mitt héraö. Við skift- inguna var læknissetrið í efri hlutan- um sett á Brekku. Af því leiddi að þegar læknislaust var í hinum hlut- anum, voru þeir sem fjærst bjuggu ver settir en áður. Nú voru liðin 16 ár að eitthvað hafði verið talað en ekkert gert í þá átt að sjá lækni fyrir boðlegum bústað. Þá sannaðist á Borgfirðingum að neyðin kennir naktri konu að spinna. Með öðrum orðum: þeir vildu ekki vinna lengur með jafn seinvirkum þjóni og hrepps- nefndaroddvita Jökuldals og tóku til sinna ráöa. Jón segir: „Einri góðan veðurdag fréttist“. Sannleikurinn er sá að frétt in kom í fundarboði til sýslunefndar- mannanna. Þá gat Jón ekki vitaö aö Borgfirðingar kæmu í framkvæmd þessari rögg'semi sinni; gerir tilraun til að hindra hana, á þann hátt að fá hinn setta lækni í Vopnafirði til aö sækja um læknishéraðið. En s v o lítill röggsemisbragur var á þessum 21 svipunni eða kemur að eins auga á hana, þýtur hann í hendingskasti áfram og er nú ef til vill fljót- ari þessar sjö mílur, en hann hefur verið fyrstu ferðina að morgninum, Stundum ekur í ófærð á sleðanum hálf drukkinn maður, sem er að fara í markaðsferð eða koma úr kaupstað. Stundum — og því nær daglega — er um að ræða mann, sem er orðinn naumt fyrir á járnbrautarstöðina. Er þá litið á þessar tvær mílur sem skemtiskeiðvöll, þar sem sjálfsagt sé að reyna hvaða veigur sé í hest- inum. Þó að illa fari, og leigjandanum sé um kent, þá er að eins um að ræða 20—30 krónur, þar eð hesturinn er gamall og orðinn lélegur. Loks kemur að því, að hesturinn gefst upp. Þá fer að bera á því, að hann sé rösull — og eftir nokkur ár er tekið að tala utn að skjóta hann áður en veturinn gangi í garð, því að fjöldi ferðamanna kvartar undan því, að hann detti fyrir vagninum, ef eigi sé ríghaldið í taumana. Því er frestað og frestað. Hann fær að taka erfiðið af hinum hestunum, meðan verstu haust- forirnar eru á vegunum. Vagninn skröltir, skakkur og samanreirður. Fyrir honum stritar hesturinn í leir og bleytu og sekkur stundum svo í, að varla sér á hann og tauinarnir liggja á ská ofan úr vagn- stjórasætinu, eins og færi ofan af skipshlið. Þá er að draga hestinn upp úr. Honum er ekki hlíft og margt fær hann svipuhöggið. Loks kom sá dagur, sem verða skyldi mesta 22 hamingjustund Qrána litla, síðan hann lék sér folald i högunum í Norðfirði og börnin á bænum. sem hann átti heima á, gældu við hann. Qráni var skotinn. Við verðum að gera okkur góðar vonir um það, að guð launi í ríkulegum mæli þessari litlu þægu og góðu skepnu, sem sætti illri meðferð fyr- ir vagninum árum saman, unz dauðinn tók hana af miskunn sinni í faðm sér. Við verðum að gera okkur góðar vonir um það, að hann fái að vera á beit í einhverjum graslendunum, þar sem enn þá yndislegri og sumarblárri fjöll krýni útsýnina en heima í Norðfirði - og er þá langt jafnað. í Norðfirði er fjall, sem Birkihnjúkur héitir. í einni hlíðinni stendur lághýstur bær, sem Straum- hagi heitir. Er svo bratt í hlíðinni, þar sein bær- inn stendur, að svo er sern hann sé mynd á vegg. í gljúfrinu neðan við bæinn er áin stríð og straum- hörð. Vfir gljúfrið eru lagðir bjálkar, sem maður og hestur geta gengið eftir. Skáhalt á móti Straumhaga, hinum megin ár- innar og mjög skamt frá henni, stendur bærinn Iða. Dregur hann nafn af því, að bugur er á ánni beint undan bænum. Er hún þar straumlítil og myndar hringiðu við bakkann. Umhverfis bæinn er lítill en snotur birkiskógur. Skamt frá gljúfurbrúnni lá bak við hæð eina víðlendur kjarrgróinn teigur, mjög hentugur til rækt-

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.