Austurland - 14.01.1922, Side 3
AUSTURLAND
3
inn gætu þeir fengið fisk, ef þeir vildu,
en auk þess ættu þeir víst að fá gull,
og það jafnvel gull á gull ofan, ár
frá ári. Ómögulegt að segja hvað
mikið þeir græddu á hverri krónu,
sem þeir létu af hendi rakna. Þetta
var ekki svo fjarska óálitlegt, og auk
þess ekki venja að prestar breiddu
út á meðal manna annað en ómeng-
að orð, og á því hafa eflaust marg-
ir byggt, en mun samt hafa reynst á
sandi eða öðrum verri grunni.
IV.
Qrunt mun á því góða hjá ýms-
um héraðsbúum, og er sitt af hverju
því valdandi. T. d. má nefna hiö
mikla kaupfélag. sem setur sitt hef-
ur á Reýðarfirði. Kjöt í óeðlilega
lágu verði, og þar við bættist, að
haustið 1920 reyndist það, eða part-
ur af því skemt þegar til kaupand-
ans kom. Félagsmenn vildu fá að
vita ástæðuna fyrir skemdinni, og
varð sú „forvitni" til þess, að „Þor-
mar“ þvoði hendur sínar, eins og
Pílatus forðum, í viðurvist helztu
meiriháttar manna í félaginu, og eng-
inn veit, hver eöa hvað hefur valdið
skemdinni. Líklega góða tíðin um
haustið. Hún getur orðið mönnum
dýr, engu síður en sú vonda.
V.
Ólíklegt þykir að félagsskapur sé
í afturför á Héraöi, en samt sem áð-
ur segja sumir að úr því hann kosti
fyrirhöfn, sem oft og einatt fæst ekki
borguð í kringlóttum krónum, minsta
kosti ekki í bráð, þá sé ekki ómaks-
ins vert að halda honum við. Um
að gera að snúa sér að peningunum
— peningum, og njóta svo þeirra
gæða, sem rétt er, svona gengur það.
Nautafélag Vallamanna alveg dott-
ið úr sögunni, sem vonlegt var, þar
sem alt er fult af tví- og þrí- og
fjórfættum nautum.
Hrossaræktarfélagið á leið til iekkj-
unnar, og sagt að 200-króna-leigu-
-Bleikur, hafi valdið að parti. Fljóts-
dælinga vilja félagsskap, en „notaben"
að þeir séu sjálfir „pottur og panna“
að öllu saman, og talið líklegt, eða
eftir þeim, að gana úr kaupfélaginu,
ef einhver annar hreppur næði yfir-
tökunum hvað viðskiftamagn og fjölda
félagsmanna snertir.
Mörg fleiri félög og félagasambönd
mætti nefna, sem átt hafa sína blóma-
tíð, en gert alveg ótrúlega lítið gagn,
eiris og þeim hefur þó verið vel
stjórnað, bæði af áhuga og reglulegri
snild. Rétt t. d. má nefna „Héraðs-
samband Fljótsdalshéraðs" og „1-
þróttabandalag Austurlands“. Þau
blunda nú þæði sem stendur, en von-
andi að eins aupnablik þótt mörg-
um virðist það augnablik orðið langt.
Það fyrnefnda hefur hvergi látiö
sjá sig, nú í seinni tíð, en það er
öðru máli að gegna með íþrótta-
bandalagið, það blundar á milli en
vaknar, á eins til tveggja ára fresti,
og síðast var það vakandi, - mér
vitanlegt — hinn 1. ágúst 1920, til
sællar minningar. Hóaði íbúum Aust
urlands saman í Egilsstaðaskóg, og
hafði 7-falda skemtun á boðstólum,
en þó með þeim fyrirvara, að 2 kr.
væru greiddar fyrir hvern fald, eða
14 kr. alls, það allra minsta. Sem sé:
2 kr. að vera á hinum helga stað
„íþróttavellinum", sem er ógirtur bali,
sundurgrafinn og blautur, 2 kr. kaff-
ið, 2 kr. skyrið, einn diskur, 2 kr.
ölflaskan, 2 kr. hornablástur ^og 2
kr. að heyra og sjá skáldið frá Sandi,
og að endingu, hin óviðjafnanlega
náttúrufegurð, á 2 kr. og ef til vill
hefur svo „Bakkus“ verið með í för-
inni, og ekki má hann vera í ríkum
mæli, ef á að kosta minna en 2 kr.
Þetta var auðvitað áætlun, en hún al-
veg ágæt, og 31. júlí, sama ár, eða
daginn fyrir hið mikla mót, var ekki
annað sjáanlegt en þetta gæti alt fylgt
áætlun, en svo kom fyrsti ágúst -
eini illviðrisdagurinn á ölln sumrinu
— og tveggja króna áætlunin var
endurskoðuð og endurbætt. Margt
hvarf sem þar stóð áður, en af öðru
var slegið, svo að um munaöi, en þó
segja sumir, að hinni glæsilegu áætl-
un hafi að eins verið þokað nær
fljótinu, þar hafi hún fengiö að njóta
sín bæði vel og lengi.
Eftir öll þessi undur, fékk íþrótta-
bandal. sér blund, og hvort það sefur
enn, eða hvað lengi, veit eg ekk-
ert um,
Ekki held eg sé rétt að ganga fram
hjá „Búnaðarsambandi Austurlands“,
sem í mörg ár hefur rótað um jörð-
inni, engu minna en „Frás“-vélin
gerði á síðasta sumri. Samband sem
þarf árlega um 1500 kr. í þriggja
manna stjórnarkostnað, og keypti á
s. 1. sumri 9 hundruð kr. sláttuvél,
sem einkennir sig frá áður þektum
sláttuvélum á spánnýju nafni. Yfirleitt
segja menn sambandið nauðsynlegt,
en samt sem áður undrast margir
hvað því gengur öröugt að koma í
lóg því fé, sem það ræður yfir, þrátt
fyrir athugula og afbragðs stjórn-
Síðastliðið sumar réð það yfir plóg-
manni og ráðunaut. Sá fyrnefndi
rótaði um jörðinni á ýmsum stöðum,
en hinn síðarnefndi hefur valdið reglu-
legu „hugarróti" meðal bænda í
Múlasýslum.
Loks má nefna tilraunastöð sam-
bandsins á Eiðum. Aðallega virðist
áherzla lögð á að beita hestum og
öðrum gripum þar innan girðingar.
Qrænar jurtir sáust þar fáar í sumar
Tré og fl. þess háttar líflítið, aðallega
lifði Tanacetum og Aconitum, Na-
pellus, helztu nytjajurtir sambandsins.
VI.
Mig minnir það vera árið 1905 eöa
6, er það undur átti sér stað er nú
skal greina:
Framgjarnir áhugamenn á Héraði
mynduðu hlutafélag, sem mun hafa
verið gefið nafnið „Lagarfljótsormur-
inn“, og hafði það áform að koma
vélbát á Lagarfljót, sem fara skyldi
milji Egilsstaða og Brekku, bæöi eft-
ir fastri áætlun, og svo þörfum. Svo
var það einn sólbjartan sumardag 5
eða 6 árum eftir aldainót s. 1., að
„Lagarfljótsormurinn" lagði leið sína
um hinn rennslétta lög, sem Héraðs-
menn þakka og muna. Þungaður var
hann auðvitað af mönnum, helzt þeim
meiri háttar, og sér í lagi þeim, sem
áttu stórt og mikið undir sér og
ekki minnist eg þess að báturinn
strandaði í þeiri ferð.
Bátur þessi var mönnum mjög kær,
og kom brátt í ljós, hvað hann létti
undir með alla aðdrætti, og menn
gerðu sér himingnæfandi vonir um
hann í framtíðinni, og á bak við eyr-
að var meðvitundin um þær rentur,
seiu hann mundi færa hluthöfunum,
en stjórn félagsins gætti þess ætíð
að hafa farmgjöld og fargjöld svo
væg, að félagið gæti ekki borið sig
fjárhagslega, og auk þess vildi regl-
an verða sú, að setja bátinn í strand
einu sinni í viku. Þessu var svo hald-
ið með litlum breytingum, þar til
sumarið 1918, að báturnn strandaði í
síðasta sinni, og hið fyrsta strand-
uppboð fór fram í Fljótsdalshreppi á
Geitagerðisfjörum, þar sem alt til-
heyrandi strandinu var selt.
Nú er næsta merkileg fleyta á
Lagarfljóti og virðist hún hafa kaf-
bátaeðli, kunnugust á botni. Tryggur
framfaramælikvarði.
VII.
Innanhreppa „pólitík" er svæsin og
hrífandi. T. d. má nefna, að sendi-
bréfssnepill stóð í Hallgrími og hann
gekk úr hreppsnefnd í tvö ár, og vildi
svo fá traustsyfirlýsingu hjá hrepps-
búum í þokkabót. Annars virðast í
þeim hreppi góð lífsskilyrði fyrir
slúðursögur, sérstaklega ef þær eru
eitthvað ærumeiðandi fyrir náungann.
Þeir nota sem sé sömu aðferð og
„Ingimundur" benti mönnum á að
nota við sérstakt tækifæri. Sverta
vel stimpilinn til að byrja með, loka
svo augunum, og sverta svo rétt það
sem fyrir yrði. Vallamenn eru skáld,
en hver upp á sína vísu.
Líklega er nú rétt að fara að leggja
frá sér pennann, en áður en eg segi
mitt síðasta orð ,;af Héraöi“, vildi eg
minnast á miðdagsmáltíð, sem fram
var borinn að Eiðum 26. júní s. 1.
til lofs og dýrðar fyrverandi skóla-
stjóra á Eiðum, þá 70 ára að aldri,
og meðfylgjandi var 20 kr. kraftsúpa
handa hverjum einstökum gesti, sem
var svo vel gerð, að hún beinlínis
lyfti seljandanum á hærra stig í mann-
félaginu.
Af því sem að framan er sagt, sést
að margt er gert til bóta, og víða er
komið við í þágu almennings. Við-
fangsefnin eru alt frá því lægsta og
auvirðilegasta, og upp til þess hæsta
sem mannvitið hingað til hefur náð
á iandi hér. Áhuga- og framfara-
menn Fljótsdalshéraðs eru ekki ein-
asta sómi síns héraðs, heldur lands
og þjóðar í heild sinni.
17. des. 1921.
rbng.
♦
Fréttir.
Frá útlöndum.
Nýjar fregnir segja að í aösigi séu
mjög miklar stjórnarbreytigar. Hafi
Bolsiwikkar ákveðið að ' viðurkenna
skuldir ríkisins við Vesturlönd og
leyfa innlendum mönnum all-mikil
sérréttindi til iðnaðar. í stað þess
taka Vesturþjóðirnar upp viðskifti
við Rússland og viöurkenna ríkið
rússneska. — Innflúenzan er nú í
Þýzkalandi, Danmörku, Færeyjum og
Noregi, en sögð væg. — Stór bruni
varð í Hartlepool í Englandi 7. þ. m.
Skaðinn er metinn 2 milliónir ster-
lingspunda
29
hestinum. Hann lét líka eins og hann veitti þW
alls enga eftirtekt, að menn flyktust umhverfis hest-
inn, þegar hann sté af baki og batt hann.
En komið gat það þó fyrir, að hann sýndi
hvað Gráni átti til í fórunt sínum. Heim úr
kaupstaðnum hafði hann farið á styttri tíma en
mílurnar voru margar. — Og þegar útboð fór fram,
fékk liðsforinginn hann ætíð að láni.
Þó var eins og Geirmundur riði harðara og
væri yfirleitt órórri, síðan biðlar tóku að venja
komur sínar að Iðu.
í samkvæmum var hann meiri orðhákur en
hæfa þætti unglingi. Einnig drakk hann þá og spil-
aði — einkum valdi hann til að spila við þá
menn, er voru honum ríkari og máttu frekar við
að tapa.
Helzt sóttist hann eftir að vera með sonum
ríkustu bændanna, einkum þeim, er ætla mátti að
átt gætu erindi að Iðu. Hlífði hann þeim og lítt
víð harðyrðum og barsmíð. Af þessum sökum
hafði hann frekar ilt orð á sér og varð illa þokk-
aður, ekki sízt af Jóni í lðu.
Dag einn brotnaði gljúfurbrúin.
Gömul venja hafði það verið, að bændurnir
í Iðu og Straumhaga smíðuðu brúna í samlög-
um og legðu til í hana efni. En þá er Geirmund-
ur fór yfir til Jóns og tók að minnast á brúar-
smíðið, var Jón afundinn og kvaðst ekki þurfa
brúarinnar, og sæi hann eigi að hún væri heldur
30
nein nauðsyn Geirmundi. Nú kvað hann sveitar-
veginn nægja, brúin hefði verið smíðuð áður en
hann hefði verið lagður, og þá hefði hún verið
nauðsynteg.
Orsök þessa var, að Jón hafði fyrir skömmu
heyrt þann orðróm, að varia væri óhætt að konia
í Iðu, sakir Geirmundar í Straumhaga. Og sú
mundi raunin, að Sigríður hefði fest við hann
ástir, þar eð hún synjaði öllum öðrum eiginorðs.
Jón hafði einnig heyrt, að Geirmundur væri á rjátli
með byssu sína umhverfis Iðuselið — og var nú
gamli maðurinn all reiður þeim báðum, Geirmundi
og Sigríði.
Þá erGeirmundur kom til að ræða um brúna,
var Sigríður úti á túni við brunninn, að störfum
sínum. Kastaði hún kveðju á Geirmund, en gekk
eigi til stofu.
Þá er hann fór aftur, gekk hann fram hjá
henni og sagði, all ómjúkur í máli:
— Nú fær Gráni, tötrið, ekki að koma yfir
gljúfrið oftar, Sigríður. Pabbi þinn vill ekki heyra
nefnda aðra leið milli bæjanna en sveitarveginn.
— Við skulum þá láta heita svo, Geirmundur,
að sá vegurinn sé styztur, mælti Sigríður lágt.
— Þá leiðina fara svo margir, nú í seinni tíð,
sagði hann beizklega — og ég á ekki von á stór-
býlum í arf, eins og þeir.
— Þú veizt að ég bíð, sagði hún enn þá lág-
mæltari — og um leið leit hún niður fyrir sig.