Austurland - 14.01.1922, Blaðsíða 4
4
A UST URLAND
Utan af landi.
Togararnir íslenzku eru nú teknir
að fá betra verð fyrir fisk sinn í Eng-
landi. Belgaum seldi fyrir 3000 pund
seinast og 3 aðrir fyrir 2000. —
Settur er borgarlæknir í Reykjavík
Ólafur Jónsson frá Húsavík. Talið er
að Sigurður Kvaran muni fá embætt-
ið. Einar Arnórsson, prófessor er
skipaður skattstjóri með prófesors-
embættinu. Hvortvegga fær hann full
laun fyrir. — Jón Þorláksson, alþing-
ismaður hefur fengið forstöðu flóa-
áveitunnar með 15 þúsund króna árs-
launum í tvö ár. Valtýr Stefánsson,
sem er sérfræðingur í þessari grein,
bauðst til að hafa forstöðuna, gegn
lítilfjörlegum styrk, en boði hans var
eigi. sint.
«*>
Símskeyti
frá
fréttaritara Austurlands.
L. George hefur boðið Frakklandi
skuldaeftirgjöf á 600 miljónum ster-
lingspunda, ef það eftirgefi Þjóðverj-
um jafnmikið. frska þingið samþykti
sáttmálann með 64 atkvæðum gegn
57. Valera hefur verið hrundið úr
forsetatígn og Griffith kosinn forseti
með 60 atkv. gegn 58. Félagið sem
sem stofnað er tii viðreisnar Evrópu,
hefur samþykt að höfuðstóll félags-
ins verði 20 miljónir sterlingspunda,
og hefur Bretlandi, Þýzkalandi, Belgíu,
Japan, Italíu, Frakklandi og Norður-
löndum verið boðin þátttaka. Cannes-
ráðstefnan hefur samþykt að Þjóð-
verjar greiði 720 miljónir gullmarka
á þessu ári. Samningur hefur verið
gerður um flugferðir milli Danmerk-
ur og Noregs.
Kaupþing var opnað hér þ. 6.
þ. m. í eimskipafélagshúsinu, er
það opið þriðjudaga og föstudaga kl.
hálf tvö til þrjú. Lagarfoss fór frá
New-York í dag.
MYNTGENGI 12/i:
Sterlingspund ........ 21,10
Dollar ................ 5,00
Mörk .................. 2,85
Sænskar krónur .... 124,85
Kiorskar — .... 78,25
Franki frakkneskur .. 41,50
— svissneskur .. 97,25
Lírur ................ 21,75
Pesetar .............. 75,00
Gyllini ............. 184,25
Hitt og þetta.
Hendrik Biering
og frú biðja „Austurland" aö flytja
Seyðfirðingum beztu nýárs óskir.
Barnaskemtun
hefur kvenfélagið á morgun. Eru
þar öll börn velkomin að vanda. Þyk-
ir skemtun barnanna oft bezta skemt-
un ársins — einnig fullorðnu fólki og
býzt „Austurland" við að hana muni
enginn vanþakka.
Álfadanz
hefur leikfimisfélagið „Huginn"
Jöröið SETBERG
í Fellahreppi, 14,8 hundruð að
nýju mati, er til sölu og ábúðar
í fardögum 1922. Semja ber við
undirritaðan fyrir 1. marz n. k.
Jón Hallgrímsson, Skeggjastöðum.
Hus til sölu.
Lysthafendur snúi sér til Jóns
Jónssonar í Firði.
Seyðisfirði 3. janúar 1922
Runólfur Sigfússon.
hinn 21. þ. m. Eru allir velkomnir að
taka þátt í danzinum, þeir sem eru
eldri en 14 ára. Verður hann haldinn
hér í skólanum, Er álfadans oft góð
skemtun og mjög vinsæl.
Beðið
er „Austurland" að geta þess, að
cand. pharm. H. A. Schelsch gegni
enskakonsúlsstörfum hér í bænum,
meðan Kristján læknir er erlendis.
Ritstjóraskifti
urðu um þessi áramót við blaöið
„fslending". Lét Jónas Jónasson frá
Flatey af ritstjórn, en Gunnlaugur
Tryggvi Jónasson tók við. Var
Gunnlaugur áður ritstjóri Heims-
kringlu vestra, gáfaður maður og
vinsæll.
Leikið
var á Eiðum nú eftir nýárið. Við
og við eru þar haldnir fyrirlestrar,
sem almenningi úr nærsveitum gefinn
kostur á að heyra. Er og gott að
menningaráhrifa skólans njóti sem
víðast um. Heilsufar hefur verið gott
á Eiðum í vetur.
Látinri
er hér í bænum Sigfús Jónsson frá
Snjóholti, gamall maður, fæddur 1842.
Var líkið flutt upp yfir fjall til greftr-
unar. — Látinn er hér einnig Gunn-
laugur Jónsson, sem lengi hefur ver-
ið hér farlama á sjúkrahúsinu.
Nokkra enskunemend-
ur get ég enn tekið.
Elízabet Baldvins.
Auglýsing.
Fjármark Þórh. Ágústssonar, Lang-
húsum, Fljólsdalshr. er: heilrifað pg
biti framan hægra, blaðstýft aftan
vinstra. — Brennimark: G 8.
AUSTURLAND
kemur út vikulega.
Verð 5 kr. árgangurinn.
Gialddagi 1. júlí
Ritstjóri og ábyrgðarmaöur
Guðm. G. Hagalín
— Sími 54 —
Afgreiðslu- og innheimtu-maður
Herm. Þorsteinsson
— Sími 13 —
Prentsmiðja Austurlands.
Með því að öll nágrannalöndin eru nú sýkt af innflúenzu,
er almenningi hér með bannað að fara út í skip, sem koma
frá útlöndum, eða hafa mök við skipverja af slíkum skip-
um, fyrr en þau hafa fengið heilbrigðisvottorð.
Bannað er að afgreiða skip þessi fyrr en skipstjöri hefur
fengið heilbrigðisvottorð.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði, 13. jan. 1922.
Jón Sigtryggsson
settur
Veg^a erfiðleika á innlieimtu neyðist ég til frá
deginum í dag að lána ekkert nema sérstaklega
sé um samið, að undanþegnu því, sem tilskipun
4. desember 1672 skilur til.
Virðingarfyllst.
P. L. Mogensen.
Saraein. pfuskipafél.
sendir skip frá Kaupmannahöfn 14. febrúar til
Reykjavíkur, norður um land til ísafjarðar, Akur-
eyrar og Seyðisfjarðar. — Aígreiðslan á Seyöisfirði.
31
— Guð launi þér þessi orð, Sigríður. Ég býzt
við að eigi veitti af því, þó að ég fengi að heyra
þau aítur, sagði Geirmundur og gekk leiðar sinnar.
Bæði voru þau föl yfirlitum. Samtal þeirra
var þeim eins og langt mót, en sakir fólksins á
bænum, varð það að eins að vera örfá orð, um
leið og hann gekk fram hjá. En hann tók upp
blómgaða jurt, sem hún hafði haldið á.
Geirmundi hafði alt af þótt það ilt, að fólk
hafði sagt, að maður eigi ríkari en hann, ætti að
selja hestinn. Fyrir hann gæti hann ef til vill fengið
80 krónur.
Nú lét hann sig engu skifta hvað menn sögðu
og var Öllum til undrunar hinn vingjarnlegasti og
góður mjög viðskiftis. Hugðist hann nú selja Grána í
góðar hendur; svo bjóst hann við að sér gæfist
kostur á að kaupa hann á ný, því að nú ætlaði
hann að gerast hestaprangari.
Milli Norðfjarðar og næstu sveitar voru hinar
verstu útistöður. Ollu því deilur um afréttalönd og
skógarréttindi — og auk þess gamalt og rótgróið
hatur. Menn úr sveitum þessum börðu hvorir á
öðrum, hvar sem þeir hittust í kaupstað — og
sagt var, að margt það heföi fram farið uppi á
fjöllunum, sem hollast væri að yfirvöldin hefðu eigi
vitneskju um.
Þóttu það líka stórtíðindi, þegar Eysteinn ríki
í Mikiabæ í nágrannasveitinni kom ríðandi til Iðu.
Eiíndi hans var á allra vitorði, og eins vissu það
32
allir, að hann hafði fengið hryggbrot. Gladdi það
mjög sveitarbúa, en það fréttist, að Eysteinn hefði
heitið því að heimsækja Geirmund í Straumhaga,
þegar honum kæmi það verst — því að Geir-
mundi kendi hann ófarir sínar. Víða um sveitir
átti Eysteinn fé hjá mönnum, en í Norðfirði átti
hann ekki einn eyri. Hlógu menn því dátt og sögðu
að gaman yrði að sjá, hvernig hann færi að því
að hefna sín á Geirsnundi, því að það var á allra
vitorði, að eigi þurfti Eysteinn að þreyta aflraunir
við hann.
Um jónsmessuleytið var útsvarsuppboðið hjá
hreppsstjóranum á Kirkjuvatni. Menn vissu það vel,
að uppboð þetta var að eins til málamynda, því
að hreppsstjórinn innheimti aldrei útsvörin, fyr en
menn áttu hægt með að borga. En til þess að full-
nægja lögunum, voru uppboðin ávalt haldin. Menn
sóttu aldrei uppboð þessi, svo að hreppsstjórinn
varð alt af hæstbjóðandi.
En þetta ár komu nokkrir menn ríðandi til
uppboðsins, nákvæmlega á tíma þeim, sem ákveð-
inn var. Var jiar kominn Eysteinn í Miklabæ við
fjórða mann. Kvöddu þeir vel sveitarmenn, tóku
sér sæti og hlustuðu á. Þegar kom að hesti einum
gráum, er settur var að veði fyrir síðasta árs út-
svari, bauð Eysteinn 12 dali. Hreppsstjórinn leit á
hann alvarlega og kvað þetta eigi vera að venju
sveitarmanna — og auk þess væri boðið hið mesta
srnánarboð.