Austurland - 28.01.1922, Síða 1
AUSTURLAND
4. tbi.
Seyðisfirði, 28. janúar 1922
3. árg.
t
Pétur Jónsson
atvinnumálaráðherra
20 Þ. m. andaðist snögglega í
Reykjavík Pétur Jónssvn frá Gautlönd-
um, ráðherra- atvinnu- og samgöngu-
mála.
Pétur Jónsson var fæddur á Gaut-
Iöndum 28. ágúst 1858. Foreldrar
hans voru Jón bóndi og alþingis-
maður Sigurðsson, og kona hans
Solveig Jónsdóttir prests úr Reykja-
hlíð Þorsteinssonar. Systkini Péturs
voru: Sigurður verslunarmaður, Krist-
ján háyfirdómari, Jón bóndi, Stein-
grímur sýslumaður og bæjarfógeti,
Þorlákur skólagenginn, og 3 systur:
Þuríður, Rebekka og Kristjana, er
allar giftust.
Pétur Jónsson byrjaði búskap á
Gautlöndum móti föður sínum 1884.
Kona hans var Þóra Jónasdóttir
bónda á Grænavatni, Jónssonar:
Hún lést 1894. Börn þeirra er upp-
komust Sólveig, Kristjana, Jón Gauti,
Hólmfríöur og Þorleif.
Eftir að Jón Sigurðsson lést 1889,
en hann hafði verið forstöðumaður
Pöntunarfélags Þingeyinga, tók Pétur
Jónsson við því starfi og var kaup-
félagsstjóri Suðurþingeyinga um
fjöldamörg ár, 1894 var hann kosinn
þingmaður Suðurþingeyinga og gengdi
hann því starfi til dauðadags. Um-
boðsm. Reykjadalsumboðs var hann
skipaður 1894.
Á alþingi gat Pétur Jónsson sér
góðan orðstír. Hann sat jafnan í
neðri deild. Var oft kosinn í hinar
þýðingarmeiri nefndir, sat iðulega í
fjárlaganefnd og var oft framsögu-
maður hennar.
Eftir aö heimastjórnarmenn og
sjálfstæöismenn komu til sögunnar,
fylti hann flokk heimastjórnarmanna,
utan þings og innan og reyndist
þeim mjög trúr flokksmaður. Naut
hann mikils trausts á þingi af flokks-
mönnum sínum, og heima í héraði
af samsýslungum sínum, þar var
hann kosinn þingmaður í sífellu og
tjáði engum að keppa við hann um
þingsætið.
Yfir 30 ár veitti hann forstöðu
kaupfélagi Suðurþingeyinga. Þótti
hann gera það mjög vel og trúlega.
Og var álit margra kunnugra manna,
að hiö mikla gengi þessa kaupfélags
væri honum ekki síst að þakka.
Við ráðherra embætti tók hann 25
febrúar 1920 og gengdi því síðan.
Frést hafði að hann ætlaöi að segja
af sér um byrjun næsta þings. Hann
mun hafa veriö farinn að kenna
heilsubrests, hafði þó verið heilsu-
góður maður lengst af æfinnar.
Ráðherrastaðan hér á landi hefur
ekki reynst holl né heilsubætandi til
langframa.
Pétur Jónsson h'afði ekki notið
annarar fræðslu og upplýsingar en
þeirrar er hann fékk í heimahúsum
og af sjálfslestri og af umgengni við
lesna menn og fróða. En sú þekking
dugði honum til hinna mörgu og
margvíslegu starfa, er á hann hlóðust.
Dómar kunna að geta orðið mis-
jafnir um það, hvernig hann leysti af
hendi starf sitt bæði sem þingmaður
og seinast sem ráðherra* um tæp 2
ár. En um það verður aðeins einn
dómur, aö hann hafi jafnan viljað
Ieggja til og gera það, sem hann
áleit réttast vera og hollast fyrir
land og þjóð.
Sumir þeirra manna, er gengt hafa
opinberum störfum hér á landi,
hvort heldur kaupfélagsforstöðu, þing-
mensku eða ráðherraembætti, hafa
verið bornir þeirri sök, að hafa nof-
að stöðu sína til að efla sína og
sinna hagi. Við þessa sök var Pétur
Jónsson aldrei kendur, hvorki á þingi
né í héraði. Hann hafði á sér al-
mennings orð fyrir ráðvendni, sam-
vizkusemi og ósíngirni.
Horeldi.
Eins og eðlilegt er, fer nú sú alda
yfir meðal almennings, að ríkissjóður
skuli sparaður sem allra mest. Em-
bættum hefur verið fjölgað óþarflega
mikið, þjóðin þykist mjög svo hart
ieikin, finnur sáran til byrðanna.
Virðist nokkuð að saman fari þær
tvær hliðar á fjármálaóviti hjá stjórn-
inni, aum fjáröflun og óhaganleg og
óhæfilag eyðsla og takmarkalaus.
Mælist þetta að vonum hvarvetna illa
fyrir.
En ein er sú stétt manna, í landi
hér, sem eigi er troðið í fé. Það er
sú stétt, sem sér um hinar andlegu
þarfir. Til hennar tel eg eigi presta-
stéttina, sem stétt, heldur að eins
skáld og vísindamenn á sálarinnar
sviðum.
Altaf klingir það við, aö umfram
alt eigi skáld ekki fyrst og fremst aö
vera skáld, heldur eigi þau að hafa
skáldskapinn í hjáverkum, svo hafi
hin beztu skáld gert. En þess gæta
menn ekki, þá er þeir koma fram með
þessar og þvílíkar staðhæfingar, að
ný-íslenzkar bókmentir eiga e n g i n
stórvirki. Þær eiga smá perlur,
spm áð vísu er hægt að raða saman
og búa til úr festi, en ærið veröur
sú festi mislit og misfögur. Þessu
valda hjáverkin marglofuðu. Hvað
hefði getað orðið úr þeim mönn-
um, sem gáfu þjóð sinni perlurnar
mislitu, og margvíslegu aö gæðum, ef
þeir hefðu haft yfir öllum sfnum
andans þrótti og starfstíma að ráða,
í þarfir listarinnar? Bestu perlurnar
þeirra gefa oss rétt til að álykta, að
þeir hefðu þá getað gefið okkurjafn-
fögur heildarstórvirki.
Menning vor er mislit, sú hin nýrri,
alveg eins og skáldskapurinn. Þjóð-
areinkennin eru að smá mást út.
Menning vor er eins og hrat, á yzta
horni háborðs heimsmenningarinnar.
Hætt er viö að menn líti svo á, að
hún sé eingöngu molar, sem hrokk-
ið hafi af dýrindisréttunum á háborð-
inu. Vér höfum engin þau stórvirki
háð andlega í seinni tfð, að þau gætu
sett mót það á menningu vora, er
ynnni henni nokkurt tignarsæti. Hún
er hörmulega lítið þekt út um heim-
inn. Ef annað er sagt, þá eru það
blaðablekkingar, eða gaspur sprottið
af sjálfumgleði þeirra, sem ímynda
sér að ísland sé hásæti heilags anda
í heimi hér.
Vísindamenn á sviði sálarinnar, og
skáld, eru þeir mennirnir, sem þarna
er mest af að vænta. Þeir taka hið
óunna gull og móta það í dýra og
sjaldgenga mynt. Þeir bera merki
þjóðargildisins hærra en nokkrir aðr-
ir. Framkvæmdir á verklega sviðinu
geta aldrei mótað eða styrkt menn-
ingu vora á hinu andlega. Þær geta
gert hana samlitan þátt alheimsmenn-
ingarinnar verklegu. í henni verða
hvorki ís né eldur.
Sagt hefur verið um Frakka, að þeir
geri rithöfunda sína ódauðlega, Eng-
lendinga, að þeir geri þá að aöals-
mönnum og Ameríkumenn að þeir
geri þá ríka. Um íslendinga má
segja, að þeir leggi mesta áherzlu á
að hora sína andans menn, sjúga úr
þeim merginn, þynna og kæla í þeim
blóðið. Gömul trú er það, að skinn-
in af horfé séu seigari og haldbetri
á fæturna, en skinnið af feitu fé og
vel öldu. Ekki er ólíkur hugsunar-
Fundargerð.
Ár 1922, fimtudaginn 12. janúar,
var fimta fjórðungsþing fiskideilda í
Austfirðingafjórðungi sett og haldiö á
Norðfirði.
Þessir fulltrúar voru mættir:
Fyrir Seyðisfjarðardeild: Vilhjálmur
Árnason og Hermann Þorsteinsson.
Fyrir Mjóafjarðardeild: Sigurður
Eiríksson.
Fyrir Norðfjardeild: Lúðvík S.
Sigurðsson og Ingvar Pálmason.
Fyrir Eskifiarðardeild : Bjarni Sig-
urðsson og Friðrik Steinsson.
Fyrir Reyðarfjarðardeild: Bjarni
Nikulásson.
Fyrir Fáskrúðsfjarðardeild: Sveinn
Benediktsson og Árni Svelnsson.
Forseti setti þingið, bauð fulltrú-
ana velkomna og var þar með settur
1. þingfundur.
Forseti lagði fram svohljóðandi
dagskrá fyrir þingið:
1. ToIImál.
2. Samvinnumál.
3. Spánartollur.
4. Fiskiveiðasýning.
5. Fiskimat. '
6. Vitamál.
7. Steinolíumál.
8. Strandvarnir.
háttur íslenzku þjóðarinnar, þegar um
er að ræða skáldin. Hún heldur að
bjálfarnir af þeim verði ólseigur og
óslítandi andskoti, ef hún hori þá
nægilega.
En verði svona haldið áfram, má
íslenzka þjóðin vera þess viss, að hún
smækkar andlega. Þaö mun sízt hafa
góðar afleiðingar í för með sér, að
hábundnir séu hæfileikar andlegra
leiðtoga hennar. Andleg afkvæmi
þeirra verða haltir vesalingar, hljóð-
andi af sulti, merg- og bein-svikin.
Og eftir þessum afkvæmum á svo
þjóðin að sníða sér stakkinn. Gæti
svo farið, að hún liti innan skamms
svo út, að einn ræfillinn héngi út, en
hinn inn — og þröngt yrði henni
um hreyfingarnar í horbjórastakknum,
Sparnaðurinn verður eins og alt ann-
að, að vera á viti bygður — eigi því
viti, sem nú er svo kallað oftlega,
heldur því, sem strangasta merking
orðsins og um leið hin rétta, felur í
sér.
G. G. H.
Athugasemd.
„Þorgrímur er nefndur leysingi einn;
hann átti viðnefni og var kallaður
tordýfill. — Þorgrímur var lítill mað-
ur vexti og kviklegur, orðmargur og
illorður, heimskur og illgjarn. og ef
Þá var tekið fyrir fyrsta mál á
dagskránni.
Tollmál.
Framsögumaður: v Vilhj. Árnason
skýrði frá hvað gerst hefði í málinu
í Seyðisfjarðardeild, og lagði til að
kosin yrði 5 manna nefnd í máliö.
Eftir nokkrar umræður voru þessir
menn kosnir í nefndina:
Bjarni Sigurðsson með 9 atkv.
Sveinn Benediktsson — 8 —
Lúðvík Sigurðsson — 8 —
Hermann Þorsteinsson —- 6 —
Ingvar Pálmason — 6 —
Samkv. ósk framsögumanns (Herm.
Þ.), var samvinnumálinu frestað til
næsta fundar, og því tekið fyrir næsta
mál á dagskrá.
Spánartollur.
Framsögumaður: Hermann Þor-
steinsson skýrði frá afstöðu sinni í
málinu og eftir nokkrar umræöur var
fundarhlé til kl. 2 e. h.
Fundur settur kl 2, allir fulltrúar
mættir. Haldið áfram umræðum um
Spánartollinn og málinu vísað til toll-
málanefndar. Því næst tekið fyrir
næsta mál á dagskránni.
Samvinnumál.
Eftir nokkrar umræöur bar fram-
sögumaður Hermann Þorsteinsson
fram tillögu um að kosin yrði 3ja
manna nefnd í málið.