Austurland - 28.01.1922, Síða 4

Austurland - 28.01.1922, Síða 4
4 AUSTURLAND Jörðin. Kjólsvík í Borgarfjarðarhreppi er til kaups og áhúðar í n. k. fardögum. Menn snúi sér til verzlunarstjóra Jóns Stefánssonar, Borgarfirði. Ritvélapappír (Im. Lærredspapir) bæði með og án firmanafns fæst í Prentsm. Austurlands. AUSTURLAND kemur út vikulega. Verð 5 kr. árgangurinn. Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarmaður Guðm. G. Hagalín — Síini 54 — Afgreiðslu- og innheimtu-maður Herm. Þorsteinsson — Sími 13 — Prentsmiðja Austurlands. Munið eftir. Allir, sem þurfa að auglýsa í blað- inu eða fá prentun og pappír hjá prentsmiðjunni, eru beðnir að snúa sér til Herm. Þorsteinssonar eða prentaranna í prentsmiðjunni. : : Jörðin Gaukstaðir í Jökuldalshreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum 1922 Semjið við undirskrifaðan eiganda jarðarinnar. Gaukstöðum 23, des. Þórður Þórðarson. INNILEGT þakklæti vottum við öllum • þeim, er gáfu dóttur okkar gjafir, áður en hún fór suður til aö leita sér lækn- inga. Viljum vér nefna nöfn þessara gefenda: Bened. Jónasson, verzlunar- stjóri, Kristjana Davíðsdóttir, kenslu- kona, húsfrú Ingunn Gísladóttir og hús- frú Helga Árnadóttir. Þessum velgjörða- mönnum barnsins okkar biðjum við guð að launa. Vestdalseyri 21. jan. 1922. Oddfrídur Ottadóttir. Sveinbjörn Ingimundarson. * Aminning. Enn á ný eru þeir er skulda andvirði Austurlands fyrir fyrri árganga, vinsamlega beðnir að greiða það til innheimtumanns hið fyrsta. Víxileyðublöð fást í Prentsmiðju Austurlands. Hinar alkunnu Diabolo skil vindur og strokkar af ýmsum stærðum, fást með góðu verði hjá Tuliniusverzlun Seyðisfirði. Aðalfundur h.f. Prentsmiðjufélags Austurlands, Seyðisf. verður haldinn á gistihúsinu „Skálanes" á Seyöisfirði, mið- vikudaginn 22. marz n. k., kl. 4 síðdegis. Dagskrá samkæmt lögum félagsins. Seyðisfiröi 19. janúar 1922. Stjórnin. UMBÚÐAPAPPlR fæst keyptur f Prentsmiðju Austurlands. Auglýsið í Austurlandi : Kaupið Austurland: 2. Fjóröungsþingið skorar á Fiski- þing og Fiskifélagsstjórn aö beita sér fyrir því við ríkisstjórn, að hún geri alt sem í hennar valdi stendur að yfirfærsla á peningum fáist, til innkaupa á þeim vörum, er þurfa til framleiðslu sjávarafurða. TilL borin upp og samþ. í e. hlj. 3. Fjórðungsþingið skorar á allar deildir í fjórðungnum að þær beiti sér fyrir því, hver í sinni verstöð að stofnaður verði félagsskapur meðal sjávarútvegsmanna um kaup á þeim vörum, er þurfa til fram- leiðslu sjávarafurða og eins um sölu þeirra. Breytingartillaga kom fram frá Vil- hjálmi Árnasyni, þannig, að í stað „félagskapar" komi „samvinnufélags- skapar“. Þessi breytingartillaga var feld. Eftir nokkrar umræður var aðal- tillagan samþykt með 9 atkv. gegn 1. //. Lög um sölu á beitusíld. Nefndin í því máli kom fram með svohljóðandi tillögu: Fjórðungsþingið skorar á Fiski- félag íslands, að beita sér fyrir því, að lagt verði fyrir næsta Alþingi, frumvarp til laga um sölu á beitu- síld, bygt á þeim grundvflli, aö skylt verði að selja nýveidda síld til beitu, ef til er, á því verði sem þá er markaösverð, að frádregnum kostnaði við verkun síldarinnar, og sendingu til sölustaðar. Friðrik Steinsson kom fram með breytingartillögu við tillögu nefndar- innar, svohljóöandi að feld yrði síð- asta málsgreinin aftan af: — að frádregnum kostnaði við verkun sfldarinnar og sendingu til sölustaðar. — Eftir nokkrar umræður var breyt- ingartillagan borin upp og felld. Þá var aðaltillagan borin upp og samþ. með 8 atkv. gegn 2. III. Svohljóöandi till. var borin upp. Fjórðungsþingið finnur fufla á- stæðu til þess, að þakka herra kenn- ara Bjarna Sæmundssyni í nafni fiskimannastéttarinnar hér eystra, fyrir rannsóknarstarf hans í þarfir fiskiveiðanna, og áhuga hans þar að Iútandi, og telur því fé mjög vel varið sem til þess var veitt, og álít- ur sjálfsagt að nægilegu fé verði varið til þessháttar rannsókna fram- vegis. Till. var samþ. með því að allir fjórðungsþingsfulltrúar stóðu upp. IV. Svohlj. till. kom fram. Þar sem fiskimarkaður vor fs- lendinga er nú svo mjög bundinn við Spán, að sýnilegt er að sjávar- útveg vorum er stór hætta búin af tollalögum Spánverja, skorar fjórð- ungsþingið á Fiskiþingið og stjórn Fiskifélagssins, að beita sér fyrir því öfluglega, að gert verði eins mikiö og unt er til þess að afla saltfiski vorum markaðs után Spán- ar. Fjórðungsþingið lítur svo á, að þetta beri að gera sem fyrst, og vftir eindregið það aðgerðarleysi, sem hefur átt sér stað í þessu efni síðan kröfur Spánverja komu fram. Eftir nokkrar umræður var tillagan samþykt. V. Stjórnarkosning. Forseti lngvar Pálmason, Norðfirði, endurkosinn. Ritari Hermann Þorsteinsson, Seyð- isfirði, endurkosinn. Varaforseti Vilhjálmur Árnason, endurkosinn. Vararitari Friðrik Steinsson, kosinn með öllum atkvæðum. Samþykt meö öllum atkvæðum að næsta fjórðungsþing skyldi háð á Norðfirði. VI. Svohlj. till. var borin upp. Fjórðungsþingið lýsir þvi yfir að að það telur símalagning frá Þórs- höfn að Skálum mjög nauðsynlega fyrir sjáfarútveginn á Austfjörðum. Sömuleiðis telur fjórðungsþingið símalínu frá Hafranesi að Vattar- nesi mjög nauðsynlega. Kol afhendast einungis á miöviku- og laugardögum. Wathne. Till. var samþ. í e.'hlj. Fleyra kom ekki til umræðu á þinginu. Með því var þinginu slitið. Ingvar Pálmason, fotseti. Hermann Þorsteinsson, ritari. Vilhjálmur Árnason, Varaforseti. Friðrik Steinsson, vararitari. Sveinn Bentdiktsson. Sigurður Eiríksson. Bjarni Sigurðsson. Bjarni Nikulásson. Árni Sveinsson. Lúðvík S. Sigurðsson.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/163

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.