Árvakur - 02.01.1914, Blaðsíða 1
Reykjavík, Föstudag 2. Janúar 1914
I. árg.
^Peir menn, er kynnu að óska
að verða fasiir kaupendur að blað-
inu, geri svo vel að segja afgreiðslu-
manni til sín, en hann er hr. Por-
steinn Sigurðsson, Laugaveg 22 B.,
sími 431.
Blaðinu væri það mikill greiði,
ef sem flestir vildu gjalda misseris-
borgunina, 1 kr. 25 au., sem fyrst.
7/uianbæjarmenn geta skrifað sig
fyrir blaðinu til skemri tíma, þó
ekki skemur en einn mánuð. Utg.
Ýmsir góðir og gagnlegir
munir til sölu með liálfvirði
á Laugaveg 22.
Sími 431.
T^íiiiaii eí iiílin.
Púðurkerling?
22. Nóv. f. á. sagði ráðherra í
ríkisráðsræðu sinni, að sér virtist
»ástæða til þess að gefa þjóðinni og
atþingi kost á að láta uppi skoðun
sína um það, hvernig menn óski,
að fáninn líti út«.
þjóðin og alþingi átlu eítir því
að fá að óska sér tiltekinnar fána-
gerðar, og hefir ráðherra þá líklega
ætlað sér að ráða li. h. konungin-
um til að verða við óskum þings
og þjóðar.
Með orðinu )>þjóðinni« gat ekki
verið átt við annað en kjósendnr
landsins.
»Lögr.« gat þess að vísu, um leið
og hún ílutti konungsúrskurðinn
um fánamálið, sjá VIII. árg. nr. 55,
að það mundi »ætlun ráðherra að
skipa menn í nefnd af öllum ílokk-
um til þess að ráða fram úr því
máli«. En margir lögðu meira upp
úr orðum ráðherra í ríkisráðinu en
upp úr spá málgagnsins, það því
fremur, sem það hafði þá nýskeð
gert ráðh. rangt til, með því að geta
þess til, að hann ætlaði að fresta
uppburði hvalveiðafrumvarpsins, líkt
og hann frestaði uppburði lotterí-
frumvarpsins sæla.
En viti menn, málgagninu ratað-
ist rétt á munn, eða því sem næst.
Á gamlársdag flutti »ísafold« þá
fregn, að ráðh. hefði þá um daginn
skipað þá Guðm. Björnsson land-
lækni, Jón Jónsson dósent, Malthías
I3órðarson fornmenjavörð, Ólaf
Björnsson ritstjóra og þórarinn
þorláksson málara í nefnd til þess
að gera tillögur um fáaagerðina.
»ísaf.« hefir það eftir erindisbréfi
þeirra félaga, að nefndin eigi »að
taka gerð fánans til rækilegrar í-
hugunar, kynna sér eftir föngum,
hvað fullnægja mundi óskum þjóð-
arinnar í þessu efni, og koma fram
með tillögur til stjórflarinnar um
lögun og lit fánans, svo snemma,
að stjórnin geti gert alþingi, er það
kemur saman næst, kost á að láta
uppi skoðun sína um þær«.
»Lögr.« hafði getið þess, að allir
flokkar ættu fulltrúa i nefndinni, en
húsbóndinn hefir alveg gleymt
/Jcc/idaflokknum. Auk þess er Heima-
sljórnarflokknum ekki gerð full skil,
þar sem Jón Jónsson dósent fer,
tneð löngu gefnu stjórnarráðsleyfi,
til langdvalar í úllöndum, innan
skamms.
þá er það eftirtektarvert um
mannavalið meðal annars, að eng-
inn sjómaðnr hefir þótt tiltækilegur
í nefndina. Alt skólagengtiir menn.
Nefndin skipuð líkt og konung-
kjörnu sætin á alþingi. Að vísu
varð ráðherra unninn til þess, með
miklum erfiðismunum, að skipa einn
bónda og einn sjómann*) í 2 kon-
ungkjörin sæti 1905. En úr þeirri
yfirsjón bætti hann þegar í stað við
fyrsta tælcifæri, með því að skipa
skólastjórann á Akureyri í annað
sætið og landlækninn í hitt.
Nefndin á að kynna sér eftir föng-
um, »hvað fullnægja mundi óskum
þjóðarinnar« um gerð og lit fánans.
En á því hlutverki er bara sá agnúi,
að það getur nefndin með engu
móti gert. Hún hefir ckkert vald
til þess að heimta skýrslu nokkurs
manns og hún hefir auk þess eng-
an tíma eða tök til þess. Alþingis-
deildirnar einar geta veitt nefndum
slíkt vald, sbr. 22. gr. stj.skr., en
ráðh. getur það ekki. Nefndin er
því þegar af þessari ástæðu sama
sem andvana fædd. Hún er að því
leyti til miklu lakar sett en sljórn-
arráðið. það hefði gelað beittfyrir sig
sveitastjórnum og embættismönnum.
En þar við bætist, að ekki
þurfti á /m7Z/-þinganefnd að halda
til að skera úr því, hvort ísl. fáninn
líktist svo annara landa fánum, að
breyta yrði til um gerðina. Til þess
þurfti ekki annað, en að prenta í
blöð landsins eða leggja fyrir alþingi
eftirmynd úr einhverri ílaggbókinni
af líkustu fánum aunara þjóða.Vænt-
anleg fánanefnd á alþingi hefði svo
getað skorið úr deilumáli þvi, er
ráðh. hefir vakið í því efni.
En til hvers hefir nefndin þá verið
skipuð? Sumir geta þess til, að
hún hafi verið sett til þess að kom-
ast lijá þvi, að bera fánagerðina
undir atkvœði kjósenda, svo sem
eðlilega hefði átt að gera. Og ó-
neitanlega eru allmiklar líkur fyrir
því, að sá hafi tilgangurinn verið.
Það liggur jafnvel beint við eftir
niðurlagi erindisbréfsins, svo sem
það er prentað i »ísaf., þar sem
tillögur nefndarinnar eiga að ganga
til ráðherra og þaðan aftur beint til
alþingis. Og í annan stað er það
eftirtektarvert, að í konungsúrskurð-
inum, sem ráðherra nafnsetti, er
tekið öðruvísi til orða en ríkisráðs-
ræðu ráðherra. í konungsúrskurð-
inum er óska þjóðarinnar að engu
getið, heldur er þar minst á »óskir
manna á íslandi«, og vitanlega eru
háttv.nefndarmenn »menn á íslandi«,
*) Pór. Jónsson og Aug. Flygenring.
og reynast vonandi góðir íslend-
ingar.
Nefndin gæli komið að nokkru
liði, ef væntanlegur uppdráttur henn-
ar að nýjum fána væri ásamt eftir-
mjmd af ísl. fánanum, markaður í at-
kvæðamiða, er kjósendum væri feng-
inn við næstu lcosningar, ásamt
kjörmiðanum, og kjósendur gætu
svo valið um með því að merkja
við þá gerðina, er þeim gætist best að.
Þessa leið gæti ráðh. farið enn,
þrátt fyrir niðurlagsorð erindisbréfs-
ins. Nefndin á ekki að þurfa lang-
an starfstíma. Og hann ætti að
fara þá leið.
Annars er viðbúið, að kjósendum
þyki lielst til lítið gert úr sjer,
mörgum þúsundum rnanna, en helst
til mikið úr fimmmenningunum.
Þá gæti jafnvel svo farið, að úr
nefndinni yrði lítið annað en
hvellur á borð við livellina úr ótal
öðrum púðurkerlingum, sem sprengd-
ar voru víðsvegar um bæinn þann
dag.
Gárungi einn kallaði nefndina
jafnvel þegar daginn eftir, á nýárs-
dag, púðurkerlingu, sagði neista úr
henni hafa hrokkið á flaggstreng einn,
ekki mjög langt vestur af stjórnar-
ráðinu og brent strenginn, svo að
ekkij hafði orðið flaggað þar með
ísl. flaggi, svo sem alt af hefir verið
gert hingað til. *¥*
Nýjar bælmr.
Gunnar Gutmarsson: Gæst den
enejede. Gyld. Bogh. Nord. Forl.
Kbh. & Kría 1913, 146 bls.
Leitt er til þess að vita að þessi
hásöngur karlmannlegrar iðrunar og
mikilla mannkosta skuli ekki hafa
verið frumsaminn á fögru íslensku
máli, því að það hefði verið stór-
fengur okkar litlu, fáskrúðugu bók-
mentum. En engu að síður sýnir
hann og ber þess nú væntanlega
vitni út um heiminn, hversu margt
fagurt og verðmætt getur falist með
íslenskum sálum.
Eg ætla ekki að fara að ritdæma
þessa bók né heldur lýsa henni, að
eins benda á hana. Því að hún á
erindi til allra vakandi sálna og
sem flestir ættu að ná í hana og
lesa hana. Það er ekki heldur létt
verk að lýsa henni sem skyldi, því
að viðburðirnir í henni eru hvorki
miklir né margbrotnir; hún er lítið
annað en lýsing á sálum þeim, sem
þar bregður fyrir og þó aðallega á
þessari einu iðrandi sál — Gesti
eineygða — sem virðist hafa kann-
að allar raunir mannlífsins grunna
og er að reyna að bjarga sér upp
úr hörmungunum og bæta fyrir alt
það, sem hann hefir misgert, með
því að bjarga sálum manna og beina
þeim inn á brautir kærleika og um-
burðarlyndis.
Eg hefi ekki haft mikla trú á höf.
fyr en eg las þessa bók hans. En
úr þessu get eg vænst alls hins besta
V. tl)l.
Mvnðaniai
fásf bestir og ódýrastir á trésmíða
vinnustofunni Laugaveg 1.
Milílu úr að velja.
Myndir innrammaðar
fljótt og vel.
frá lionum. Því að þessi bók hefir
á sér öll einkenni góðrar listar.
Eitt mætti auðvitað að henni finna,
að lýsingar hennar á íslenskri nátt-
úru eða íslensku þjóðlífi eru ekki
mjög ítarlegar né nákvæmar. En
það er ekki heldur tilgangur henn-
ar. Aftur á móti hefir hún þann
mikla kost, að sálarlýsingar hennar
eru svo mannlegar og sannar, að
hún getur farið för sína um heim-
inn svo, að allir geta skilið hana
og metið. Og væntanlega kemst
hún víða, verður þýdd á mörg mál.
Enda á hún það fyllilega skilið.
Þeim heiður, sem heiður ber!
Þetta er einhver hin ákjósanleg-
asta jólabók og er vel til þess fallin
að dreifa friði og helgi í sálirnar,
einkum hygg eg, að prestarnir hefðu
gott af að lesa hana sem einskonar
jólahugvekju. Ág. Bj.
Utlendar íréttir.
Viðsjár í Elsass á Þýzkalandi. Árið
1871 urðu Frakkar eins og kunnugt er
að láta af hendi til Þjóðverja héruðin
Elsass og Lothringen. Þótt Þjóðverjum
hafi yfirleitt farist vel við ibúa þessara
héraða, hefir oft orðið par vart við kur
gegn Þjóðverjum og Þýzkalandi. Og nú
í haust hefir yfirgangur og uppvöðslu-
semi ungra foringja í smábæ einum í
Elsass sem Zabern nefnist, gefið tilefni
til allmikilla viðsjár.
Loks urðu svo mikil brögð að þeim,
að fyrirspurn um það mál var gerð í
þýzka rikisþinginu. Þótti þá sem oftar,
að hermálaráðherrann og ríkiskanzlar-
inn Bethmann-Holhveg vildu ekkert
gera úr yfirtroðslum og otrikisverkum
herforingjanna. Varð þá hark mikið
og hörð rimma út af öllum þessum að-
förum, er lauk með því, að þingið lýsti
yfir vantrausti sinu á kanzlaranum með
293 atkvæðum gegn 54 fyrir afskifti
hans af þessu máli. -
Þegar hér var komið tók Vilhjálmur
keisari málið í sína hönd. Hann kvaddi
ríkiskanzlarann, landstjórann í Elsass
og æðsta herforingjann á sinn fund til
þess að fá skýrslur þeirra um málið.
Að því búnu úrskurðaði keisarinn, að
seluliðið skyldi um slundarsakir víkja
burtu úr Zabern, og mál þau sem vísað
hafði verið til hermannadómsins skyldi
hið allra bráðasta til lykta leidd. Jafn-
framt var yfirforingjanum í Zabern
vikið frá um stundarsakir.
Þykir keisarinn, sem jafnan hefir verið
velviljaður liernum ogdregiðtaum lians,
hafa vaxið fyrir afskifti sín af málinu.
• Það er og talið sennilegt, að viðsjárnar
í Elsass réni við þenna úrskurð keisarans.