Árvakur - 06.02.1914, Side 1
I. árg.
Reykjavík, F'östu.ciag' O. Febrúar 1014
13. tbl.
í^eir menn, er kynnu að óska
að verða fastir kaupendur að blað-
inu, geri svo vel að segja afgreiðslu-
manni til sín, en hann er hr. Por-
steinn Sigurðsson, Laugaveg 22 B.,
sími 431.
Blaðinu væri það mikill greiði,
ef sem flestir vildu gjalda misseris-
borgunina, 1 kr. 25 au., sem fyrst.
Innanbæjarmenn geta skrifað sig
fyrir blaðinu til skemri tíma, þó
ekki skemur en einn mánuð. Útg.
Það eru allar horfur á því, að
hlutafélaga-braskið sé að verða að
nokkurs konar landplágu rneð oss
íslendingum.
Hlutafélög þjóta upp eins og gor-
kúlur á haugi og hverfa mörg með
jafnhröðum hætti.
Og það er engin furða. Altaf
fást einhverjir tii að gylla tilgang
félagsins. Og léttúð almennings ná-
lega takmarkalaus, ef forgöngumenn-
irnir lofa nógu miklu. En enginn
lagastafur fyrir nokkru eftirliti af
hendi almennings-valdsins.
Menn, sem komnir eru að hruni
eftir allra handa brask, taka sig til
einn góðan veðurdag og hóa saman
nokkrum kunningjum og gróðabralls-
mönnum til að gangast fyrir stofnun
hlutafélags, til að reka verslun eða
íiskveiðar í stórum stýl, eða hvort-
tveggja. Bjartsýnir menn stofna félags-
skap til að grafa gull eða aðrar ger-
semar úr jörðu o. s. frv. Kunningjarn-
ir geta ekki verið að neita kunningj-
anum um að leggja fram nokkrar
krónur eða tugi króna. Og gróða-
brallararnir láta aldrei á sér standa,
enda oft von um stundarhagnað, svo
sem um að komast i stjórn félags-
ins eða þvíumlíkt.
Næsta sporið er þá venjulega að
semja útboð til almenníngs um að
kaupa hluti i félaginu. Og er þá
sjaldan spöruð gyllingin eða feita
letrið.
Svo er félagið stofnað og hlutað-
eigandi sýslumanni eða bæjarfógeta
send tilkynning um stofnun þess.
Hlutaféð er talið í tugum eða hund-
ruðum þúsunda, og alt sagt inn-
borgað eða því sem næst.
Með þetta fer félagið á stað.
Fyrsti spretturinn tekst venjulega
sæmilega. Félagið greiðir hluthöf-
um sinum 5 eða 6 af hundraði eftir
fyrsta árið, enda stundum svo heppið,
að missa meira eða minna af eign-
unum í eldinn eða í sjóinn. Lof
félagsstjórnarinnar er borið út í
blöðunum, og þá oft og tíðum boðið
upp á ný hlutakaup, og nú renna
stundum jafnvel gætnir menn á
agnið viðlíka ört og þorskur á vel
beittan öngul.
En svo fer spilaborgin alt i einu
að riða. Hluthafarnir fá engan árs-
arð og einn góðan veðurdag neita
bankarnir félaginu um frekari stuðn-
ing. Og þá liggur alt i rústum.
Þá kemur oft upp úr kafinu að
útboðsskjalið hefir ekki verið annað
en skáldsaga, hreinn og beinn
»reifari«. Innborguðu þúsundatug-
irnir eða hundruðin hafa þá oft að
miklu leyti staðið í gífurlega hátt
virtum húsahrófum og óútgengileg-
um vöruleyfum eða í lítt sjófærum
skipum. Ekki ótíð ástæða til hruns
hlutafálags er þó, að lagt hefir verið
á stað með ailof lítið hlutafé, annað-
hvort vegna vanþekkingar eða létt-
úðar.
Hluthafarnir fá ekki rauðan eyri
af því, sem þeir lögðu fram. Lánar-
drottnar félagsins tapa stórfé. Jafn-
vel bankarnir verða stundum svo
hart úti, að þeir verða að rifa seglin
og neita góðum mönnum um lán
til nytsamra og ábyggilegra fyrir-
tækja. Og vinnulýð félagsins, tugum
eða jafnvel hundruðum saman, er
fleygt á klakann fyrirvaralaust.
En gróðabrallararnir flytja sig á
næstu mið og byrja á nýjan leik,
eða beitast fyrir önnur fyrirtæki,
undir nafni konu eða barna, haíi
útgerðin borgað sig fyrir þá.
Þannig löguð cða þessu lík er
saga margra hlutafélaga hér á landi,
eystra og vestra, nyrðra og syðra, og
ekki sízt í sjálfum höfuðstaðnum.
Dæmi þarf ekki að nefna. Þau eru
öllum kunn.
En annað verður að nefna, verður
að finna. Það er bjargráð við þessu
faraldi.
Það er stórskaðlegt bæði inn á við
og út á við. Það hefir féflett margan
íslending og dregið hug og dug úr
mörgum mönnum til framlaga til
heilbrigðra fyrirtækja. Og það hefir
stórspilt lánstrausti einstaklinga og
almennings í öðrum löndum, þvi
meir sem hrunið hefir verið hærra.
Og bjargráðið er sjálfgefið. Það
er lagasetning. Vér þurfum að eign-
ast lög, er tryggja örugt eftirlit af
hendi almenningsvaldsins með öll-
um hlutafélögum, sérstaklega með
atvinnufélögum.
Það verður fyrst og fremst að búa
svo um, að einstaklingur og almenn-
ingur megi treysta því, að hin lög-
boðna tilkynning til firmaskrárinnar
sé sönn.
Það á ekki að mega taka við
firmatilkynningu, fyr en sannprófað
er, að hlutaféð sé fyrir hendi, að
það sé innborgað í reiðufé, sem talið
er innborgað, og að mat á öðrum
framlögum en reiðufé sé réttlátt
o. s. frv.
Þar næst verður að fá heimild
fyrir stöðugu eftirliti með rekstri fé-
lagsins og fyrir valdi til að taka i
tauma þess, ef út af bregður réttum
gangi.
Það væri nauðsynjaverk að hefj-
ast handa sem fyrst. Mundi land-
stjórnin ekki geta undirbúið slíka
lagasetningu til næsta alþingis?
Fyrirmyndir cru nægar i annara
landa lögum, þar á meðal í ’Eng-
landi. Þar eru til góð lög frá 1908,
»The Companies Act«, sem gengu
í gildi 1. April 1909.
t
Ijaakon Jlyhuus.
Árið, sem leið, hefi eg átt bak að
sjá tveimur meðal kærustu vina
minna, er báðir vóru bókvörzlu-
menn og báðir snildarmenn með
afbrigðum, hvor á sinn hátt, í sínu
köllunarverki.
í vor, er leið, dó Steingrimur
Stefánsson í Washington, D. C., og
hefi ég minst hans áður (»Reykjavik«
síðasta ár, og í »Nýju Öldinni« 3.
árg).
Nú um Jólin andaðist Haakon
Nghuns í Kristíaníu eftir árlanga og
þunga sjúkdómslegu. Síðasta bréf
fékk ég frá honum í sumar, er leið,
og varð hann að láta dóttur sina
rita það fyrir sig, en ritaði sjálfur
nafn sitt undir og utanáskriftina.
Þá var hann góðrar vonar um, að
hann mundi komast á fætur innan
svo sem sex vikna, eftir því sem
læknir hans áleit. En það fór á
hinn veginn. Honum auðnaðist
aldrei að stíga á fætur framar.
Haakon Nyhuus var fæddur 28.
Nóvember 1866, og var af norsku
Finna-kyni kominn í aðra ætt. Hann
varð stúdent 19 ára gamall (1885).
Nyhuus tók nú um hríð fjörugan
þátt í stúdenta-lífinu í Kristíaníu
um nokkur ár; tók hann heim-
spekispróf við háskólann, enn eigi
fleiri lærdómspróf. Eitthvað lítils-
háttar skrifaði hann þessi ár, las
ýmislegt, en ekkert sérstakt með próf
fyrir augum. Var í honum ævintýra-
náttúra þessi ár, og 1890 lók hann
sig til að svala henni með því að
fara vestur um haf til Chicago.
Hann kom þangað 33 ára gamall,
tómhentur, en með hraustan likama
og góða burði. Eftir að hafa feng-
ist fyrst við hina og þessa líkam-
lega vinnu, komst hann eftir nokk-
urn tima að bókvörzlustarfi í New-
berry-bókasafninu mikla í Chicago.
Þaðan fór hann síðar til Almanna-
bókasafnsins [Public Librarg) í Chi-
cago, og þar varð liann von bráðar
forinaður spjaldskrárdeildarinnar, og
var það orð á að lokum, að hann
væri einn færustu manna í Ame-
ríku i sinni ment. Má það til marks
um telja, að safnið sendi hann
austur um Bandariki til að kynna
sér nýjustu og beztu aðferðir i
flokkun og skrásetning og öðru, er
að bókvörzlu lýtur, og kostaði för
hans.
Honum fór sem fleirum, er eigi
koma kornungir til Vesturheims, að
heimþráin óx í honum eftir þvi sem
útlegðarárin fjölguðu. 1907 reif
hann sig loks upp, og fór alfari til
Noregs. Þar bauðst honum rétt
eftir heiinkomuna bókavarðarstaða;
en hann vildi ekki þiggja annað en
fulla forstjórn safns sem yfirbóka-
vörður. Það var verið að koma
nýju skipulagi á Deichmanns-bóka-
safnið um þetta leyti, og varð það
úr að lokum, að stjórn safnsins
gekk að kostum hans og réð hann
yfirbókavörð með eftirlaunarétti
(1898).
Deichmanns-bókasafnið er stofnað
með gjafabréfi CarlDeichmanns 1780,
og var gjöfin 6000 bindi bóka og
2000 rikisdalir (4000 kr.) og skyldi
safnið vera til almennings-nota. Það
var opnað 1785. Kristíaníu-bær
kostaði húsnæði og ofurlitla þjón-
ustu safnsins. En það var alt fá-
tæklegt og mjög litilmótlegt, viðbæt-
urnar mest gjafarusl og mikið af því
einskisvert. — Nyhuus fékk bæinn
til að umsteypa safninu og endur-
fæða það. Norskt vikublað frá
1911, sem ég hefi fyrir mér liggjandi,
kveður svo að orði; »Með Nyhuus
var alt í einu fenginn réttur maður
á réttan stað. Hann kom sem
hvirfilvindur inn í gamla ömurlega
bóka-hrófið. Hann blés á burt öllu
gömlu ónýtu rusli og gömlum og
úreltum erfikenningum urn fyrir-
komulag og stjórn bókasafna ....
.... Með óþreytandi elju og óbif-
andi þreki hefir hann síðan sífelt
heimtað og fengið aukin framlög
til safnsins. Hver sem nú gengur
fram hjá »ævintýrahöllinni« í
Kristjáns-íjórða-götu, sér þar ljós-
blik í hverri rúðu, því að hér á
ævintýrið heima — ævintýrið um,
hverju starfs-þrek og siglöð lund
fær til leiðar komið«.
Ég skal hér geta þess, að þegar
fyrir 6 árum átti safnið milli 80 og
90 þúsundir binda (auk smáritlinga).
Aðsóknin að þvi var þá orðin
meiri en að nokkru öðru bókasafni
á Norðurlöndum. 1907 voru heim-
lán 537,401 ; og 71,428 manns sóttu
það ár lestrarsalinn.
En Nyhuus nægði ekki að starfa
fyrir þetta eina bókasafn, Hann
gaf sér innan um alt annrikið tima
til að hugsa um sveitir og bæi um
alt landið. Flestöll bókasöfn út um
land i Noregi eru sniðin eftir Deich-
manns-bókasafninu. Og bókasöfn
um öll Norðurlönd hafa lært og tekið
upp nýja háttu eftir þvi. »Hingað
koma stöðugt« (segir norska blaðið,
sem ég áður nefndi) »menn frá
Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku,
og allir lúka þeir upp einum munni
að dást að inu frábæra fyrirkomu-
lagi og stjórn Deichmanns-bóka-
safnsins.
Kirkju- og kenslumála-stjórnin
skipaði Nyhuus (ásamt öðrum) i
nefnd til að koma belra skipulagi á
alþýðu-bókasöfn, þau er sveitarfélög
eða bæjarfélög halda uppi. Eftir
hans tillögum kom hún á samvinnu-
félagsskap um bókakaup fyrir öll
söfnin, og sameiginlega spjaldskrá,
Deichmanns-bókasafnið annast um