Árvakur - 06.02.1914, Side 3
ÁRVAKUR
41
munað um hlutdeild í, sem nú
máske verður að þiggja styrk bæj-
arfélagsins, eða sækir máltíðir til
Samverjans, meðan útlendar sel-
stöðuverslanir, sem útgerðina áttu,
sitja að feng sínum. Sjómciður.
Landsreikningarnir og
stjórnarráðið,
Blöðin öll, önnur en »Árv.«, hafa
varist allra frélta af framkomu þing-
manna og landsstjórnar á síðasta
alþingi, rétt eins og almenningi
kæmi hún ekkert við.
Þessi steinþögn er því hættulegri,
sem kosningar eiga að fara fram
innan fárra vikna, en Alþingistíðind-
in ekki fullprentuð.
»Árv.« heldur því áfram upptekn-
um hætti og leiðir nú almenningi
fyrir sjónir vandvirkni stjórnarinnar
eða hitt þó heldur á tilbúningi
landsreikninganna m. fl.
Lárus H. Bjarnason: .... Annars
skal eg leyfa mér, að gera nokkrar
athugasemdir við landsreikninginn
1910—1911. Eg býst við því, að
eg megi, ekki einungis í mínu nafni,
heldur og meðendurskoðanda mins,
geta þess, að það er mjög nauðsyn-
legt, að stjórnarráðið afgreiði lands-
reikninganna fyr til endurskoðunar-
manna en gert var um reikning-
ana 1910—1911, og að það vandi
yfileitt betur til þeirra. Reikningur-
inn um 1910 var ekki saminn fyr
en 15, Des, 1911 og ekki sendur
yfirskoðunarmönnum fyr en 20 Jan.
1912, það leið meir en mánuður
frá því er landsreikningurinn var
saminn til þess er hann var sendur
til yfirskoðunarmannanna. Reikn-
ingurinn var að mestu leyti óendur-
skoðaður af hinni umboðslegu end-
urskoðun og er það injög óheppilegt,
að þeir reikningar, er landsreikning-
urinn byggist á, séu ekki endur-
skoðaðir umboðslega áður en þeir
eru fengnir yíirskoðunarmönnum í
hendur, því að ekki er viðlit að
ætla yfirskoðunarmönnum slíka end-
urskoðun, enda hafa þeir engan
tíma til hennar, þó að þeir vildu
leggja hana á sig um alla skyldu fram.
Tryggingin fyrir réttmæti lands-
reikningins minkar að sama skapi
sem þeir reikningar eru ófullkomn-
ari, sem hann byggist á.
Við yfirskoðunarmenn afgreiddum
athugasemdir okkar til stjórnarráðs-
íns með bréfi dags. 11. Júní 1912.
Svör stjórnarráðsins voru ekki til
fyr en 23. Október, en tillögur okk-
ar voru búnar 19. Desember.
En þótt landsreikningurinn 1910
kæmi seint, þá kom reikningurinn
fyrir 19íf þó ennþá seinna. Hann
var ekki saminn fyr en 13, Mars
19Í3 og ekki sendur okkur fyr en
28. Mars, og það má segja sama
um hann eins og landsreikninginn
1910, að hann mátti heita alóendur-
skoðaður af hinni umboðslegu end-
urskoðun. Við höfum lokið endur-
skoðun okkar 20. Maí, en svör
stjórnarinnar, sem eru dagsett 27.
Júní, komu ekki til okkar fyr en 3.
Júlí, eða eftir að þing var byrjað.
það sjá allir, að þettta er óhafandi
sleifarlag, og að yfirskoðun hlýtur
að verða miklu lauslegri og tillögur
lakar grundaðar, er svo er í pott-
inn búið hjá stjórninni, enda reikn-
ingurinn allur óábyggilegri.
Viðvíkjandi skaltheimtu gjald-
heimtumanna landssjóðs verður að
geta þess, að surnir reikningshald-
arar gera hvorttveggja í einu, semja
reikninga sína of seint og gjalda
tekjurnar of seint í landssjóð. þetta
getur leitt til stórtjóns fyrir lands-
sjóð og hefir gert það, þó að lands-
sjóður tapaði ekki við sjóðþurð þá
hina miklu, er nýlega átti sér stað
norðanlands. En það happ í ó-
happi var ekki eftirlitsmönnunum
að þakka. þeir höfðu með slælegu
eða ráttara sagt engu eftirliti stofnað
til stórtjóns, þó að vinir og vanda-
menn bættu úr. Það er vitanlegt
um einstaka gjaldheimtumenn, að
þeir borga tekjur liðins árs með
tekjum líðandi árs, og um aðra, að
þeir draga greiðslur í landssjóð til
þess að geta sjálfir notið vaxta af
tekjum landssjóðs.
Landssjóður leggur árlega til um
1500 kr. á ári til eftirlitsferða, og
ætti því að mega heimta, að stjórnin
vissi eitthvað, áður en alt er kol-
fallið. Dæmið, sem eg nefndi áðan
að sjóðþurðinni, sem var 7—8 ára
gömul, var ekki síður að kenna
eftirlitsleysi stjórnarráðsins en and-
varaleysi gjaldheiintumannsins.
Háttv. framsögupiaður mintist á
fæðispeninga umsjónarmanns vit-
anna og taldi 4 kr. nægja, en um-
sjónarmaðurinn hefir fengið 6—8 kr.
á dag.
Út af þessu vil eg geta þess, að þó
að meira sé komið undir þvi, að
eftirlitsmennirnir geri eitthvert gagn,
heldur en undir hinu, hvort þeir fá
nokkrum krónum meira eða minna,
þá ætti þó að vera faslákveðin upp-
hæð, er ekki mætti fara fram úr.
Sérstaklega er óforsvaranlegt, að
leyfa eftirlitsmönnum að taka 4 kr.
á dag, meðan þeir eru á skipum,
auk venjulegra fæðispeninga, 6 kr.,
eða 10 kr. alls i fæðispeninga á dag,
en þettu hafa tveir hálaunaðir em-
bættismenn reiknað sér og fengið.
Þetta er óþarflega hátt og ætti ekki
að líðast, sizt ef þeir ekki gera ann-
að en spóka sig í góða sumarveðr-
inu, eins og stundum vill brenna við.
Þá vildi eg loks geta þess, að það
er mjög óviðfeldið og jafnvel vill-
andi, þegar fjárlögin eru svo rang-
lega siteruð í landsreikningnum, sem
gert er að minsta kosti á 2 stöðum
í landsreikn. 1911, svo sem á sér
stað um 85. og 88. aths. Þar er
tilvitnun hagað svo, að föst fjárhæð
Verður að áætlunarupphæð, og er
það vitanlega stjórninni í hag,
Annað eins og þetta bakar endur-
skoðendum Alþingis óþarfa ómak
og er jafnvel villandi.
Ráðherrann (H. H.) : Það er mikið
rétt, sem háttv. 1. þingm. Rvk (L.
H. B.) sagði, að það er óheppilegt
að landsreikningarnir séu svo seint
tilbúnir. En þetta kemur blátt á-
fram af því, að verið var að reyna
að láta umboðsendurskoðunina vera
sem lengst komna, áður en lands-
reikningurinn væri saminn. En
starfskraftur i stjórnarráðinu var
ekki nægur. Ef að meiri starfs-
kraftur hefði verið, hefði umboðs-
endurskoðunin gengið ttjótara, og
reikningurinti orðið fyr tilbúinn.
Það var líka rétt, sem sami liáttv.
þingm. sagði, að það er óheppilegt,
að gjaldheimtumenn landssjóðs skuli
ekki allir gera reikningsskil nógu
snemma. Flestir senda þó reikn-
inga sina nógu snemma, og geri þeir
það ekki, þá fá þeir áminningu hjá
stjórnarráðinu. Hér er erfiðara að
hafa eftirlit með slíku en í öðrum
löndum, þar sem samgöngurnar eru
miklu greiðari. Þar sem járnbrautir
eru um alt land, er hægt i einum
vettvangi að ná í það sem vantar,
Hér tekur það aftur á móti mikinn
tíma að skrifa með laudpóstum, og
fá svör aftur langar leiðir að, ef
eitthvað er i ólagi. Að svo miklu
leyti sem ræða háttvirts þingm. um
þetta efni átti að vera aðfinsla til
núverandi stjórnar, þá skaut hann
þar fram hjá markinu, því uð sjóð-
þurðin, sem hann talaði um að orðið
hefði hjá einum sýslumanni á
Norðurlandi, var tilkomin áður en
eg tók við ráðherraembættinu; og
eg held að það hafi verið eitt mitt
fyrsta embættisverk*), að fyrirskipa
rannsókn gegn þessum manni.
Það sem háttvirtur þingm. var að
tala um siðast í ræðu sinni, að
nauðsynlegt væri að tilfæra orðrétt
fjárlögin, þá verð eg að álíta, að það
sé nauða ómerkilegt atriði. Endur-
skoðendurnir hafa alveg eins fjár-
lögin við hendina eins og stjórnar-
skrifstofan, og ekki get eg séð, að
það sé mikið ómak fyrir þá, þótt
þeir stöku sinnum þurfi að stinga
niður blýanti, til að bæta við »alt
að« eða því líku. Þetta atriði held
eg að háttvirtur þingm. hafi meira
talað um til þess að hafa eitthvað
til að finna að, heldur en að það
lægi honum svo ríkt á hjarta, að
slíkt kæmi ekki fyrir.
Lárus H. Bjarnason: Hv. ráðherra
vildi kenna starfskraftaleysi í stjórn-
arráðinu um dráttinn á landsreikn-
ingagerðinni, en þær röksemdir ráðh.
eru ekki alveg vafalausar. Starfs-
kraftarnir í stjórnarráðinu, sérstak-
lega á 3. skrifstofu, eru víst nógu
miklir, það er að segja, mennirnir
eru víst nógu margir. Annað mál
er það, hvort starfsmennirnir eru
allir jafn góðir. Og víst er um það,
að þeir eru misjafnlega notaðir.
Það er t. d. á allra vitorði, að einn
starfsmaðurinn á 3. skrifstofu stjórn-
arráðsins hefir fast starf annar-
staðar á þeim tíma, sem hann á að
vera í stjórnarráðinu. Og þar sem
aldrei hafa verið jafnmargir starfs-
menn í stjórnarráðinu sem nú —
þeir munu vera 6 á 3. skrifstofu —
þá er það ekki of mikið sagt, þótt
maður segi, að þessi röksemd ráðh.
sé vafasöm.
Sérstaklega er þetta lítt frambæri-
leg ástæða þegar litið er til þess,
að reikningsgerðin sjálf er lítið verk,
því að eins og eg tók fram áðan,
var reikningurinn óendurskoðaður
á 3. skrifstofu þegar okkur yfir-
skoðunarmönnum var sendur hann.
Hin umboðslega endurskoðun stjórn-
arráðsins hefir oft verið nokkuð
kákkend og sumir póstar í lands-
reikningnum ekki verið endurskoð-
aðir. Til dæmis er nýfarið að end-
urskoða starfrækslureikninga land-
símans. Það var í mörg ár ekki
borið við að endurskoða þá um-
boðslega.
Hæstv. ráðh. kannaðist við, að
það væri mjög óheppilegt, að gjald-
heimtumenn landssjóðs skyldu skila
reikningum sínum of seint, og sumir
skila tekjunum of seint, en hann
*) Það var hr. K. J., en ekki hr. H. H.
sem fyrirskipaði rannsóknina.
færði þá afsökun fram fyrir því, að
það kæmi af erfiðum og seinum
samgöngum. Þessi ástæða er mjög
veigalítil, því að fyrst eru nú sam-
göngur allar stórbættar frá þvi er
gjaldheimtureglugerðin varð til fyrir
40 árum, og svo koma of sein skil
ósjaldan fyrir hjá þeim einbættis-
mönnum, sem eru alveg uudir
handarjaðri stjórnarinnar. Það eru
líka nú komnir ritsímar og talsíinar
um mest alt landið, svo að það
væri hægur vandi fyrir stjórnarráðið
að finna að misfellum á stuttum
tíma. En stjórnin kvað ekki brúka
nema póstferðir til þess að finna
að, ef eitthvað vantar, og svo skrifa
og Skrifa i það óendanlega.
í stað þess að stjórnin ætti að
sekta þá sem mestir eru trassarnir
og jafnvel víkja þeim frá um stund-
arsakir, og þá vitanlega áður en
skuldasúpan er svo vaxin þeim yfir
höfuð, að þeim er ómögulegt að
rétta við.
Hæstv. ráðherra sagði að það
væri ekki sér að kenna, að ekki
hefði verið haft betra eftirlit með
sjóðþurðinni fyrir norðan, af því
að hún hefði verið byrjuð áður en
hann tók við völdum. Eg hefi nú
að visu ekki séð rannsóknarskjölin,
en sagt er mér, að rótin til þeirrar
sjóðþurðar sé margra ára gömul.
Byrjunin til hennar varð vist skömmu
eftir 1904, og þá var hæstv. núver-
andi ráðherra við völd. Það mun
líka hafa komið fyrir, að embættis-
menn, sem nú eru í embættum eða
á eftirlaunum, hafi sýnt af sér van-
skil og standi jafnvel í óbættum
sökum. Þetta verður að laga, enda
er það ekki síður í þágu embættis-
mannanna sjálfra, að eftirlitið sé
sem nákvæmast. Ef eftirlitið er nógu
strangt, þá verða vanskil þeim síður
að fótakefli. Það er hægra fyrir þá
að leiðrétta, ef eitthvað hefir farið
aílaga, sé fundið að í tíma.
Hæstv. ráðherra sagði, að það
væri mjög ómerkilegt atriði, þótt
vitnað væri rangt í fjárlögin i lands-
reikningunum. í hér um ræddum
tilfellum var deila um það milli
stjórnarráðsins og yfirskoðunar-
manna, hvort umræddar upphæðir
væru fastar eða áætlunarupphæðir.
Þær voru fastar, en stjórnarráðið
gerði þær að áœf/unarupphæðum
með rangri tilvitnun, og tók sér
þannig bessalayfi til að fara fram
úr fjárveitingu alþingis. Það er ein
aðalskylda yfirskoðunarmanna að
gæta þess, að stjórnin haldi fjár-
lögin, og sannarlega þá ekki til of
mikils mælst, að stjórnin villi yfir-
skoðunarmönnum ekki sýn. Það er
að visu innan handar fyrir yfir-
skoðunarmennina, að lesa fjárlögin
saman við landsreikningana, en þá
er það ekki síður innanhandar fyrir
embættismennina f stjórnarráðinu
að fara rétt með þau. Og óneitan-
lega ætti stjórnarráðið að ætla yfir-
skoðunarmönnum lengri tíma til
endurskoðunar, ef yfirskoðunar-
mennirnir meiga ekki ganga út frá
því, að alstaðar sé villulaust vitnað
til fjárlaganna i landsreikningnum,
heldur áætlunarupphæðir gerðar að
föstum upphæðum og þvi um líkt.
Háttvirtur sessanautur minn, fram-
sögumaður reikningslaganefndarinn-
ar, sagði, að við yfirskoðunarmenn
gerðum ofmikið úr auravillum, hélt
því fram, skildist mér. að slíku
mætti sleppa, en þar skjátlast hon-
um. Góð endurskoðun athugar
jafnt smávillur sem stórar, er beint
skyldug til þess. Hann sagði líka,
að fyrir gæti komið, að innheimtu-
menn gætu ómögulega gert reikn-
ingsskil á réttum tíma. Það getur
verið rétt, en slíkar undantekningar
réttlæta ekki vanskil að jafnaði, og
ofmikla hlífð við gamalreynda van-
skilamenn. Stjórnin verður að gæta
þess, að hún fer með annara fé en
ekki sitt eigið.